Bæjarstjórn Fjallabyggðar

76. fundur 14. mars 2012 kl. 17:00 - 19:00 í Tjarnarborg í Ólafsfirði
Nefndarmenn
 • Þorbjörn Sigurðsson 1. varaforseti
 • Egill Rögnvaldsson 2. varaforseti
 • Ingvar Erlingsson Forseti
 • Bjarkey Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi
 • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi
 • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi
 • Ólafur Helgi Marteinsson bæjarfulltrúi
 • Guðmundur Gauti Sveinsson varabæjarfulltrúi
 • Magnús Albert Sveinsson varabæjarfulltrúi
 • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
 • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 246. fundur - 14. febrúar 2012

Málsnúmer 1202007FVakta málsnúmer

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 246. fundur - 14. febrúar 2012
  Í tölvupósti frá Gunnari Trausta f.h. félagsskaparins Hafliða SI 2, er óskað eftir viðræðum við sveitarfélagið um framkvæmd afhendingar líkans af nýsköpunartogaranum Elliða SI 1, þann 21. júlí n.k. á Siglufirði.
  Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð 30 þúsund og felur menningafulltrúa að sjá um samskipti við félagið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 246. fundur - 14. febrúar 2012

  Þar sem húsaleigusamningi vegna Bylgjubyggðar 55 í Ólafsfirði hefur verið sagt upp og húsnæðið laust frá 1. apríl 2012, óskar skrifstofu- og fjármálastjóri eftir heimild til að setja umrædda húseign á sölu með möguleika á skammtímaleigu á meðan á söluferli stendur.
  Bæjarráð samþykkir söluheimild fyrir Bylgjubyggð 55 í Ólafsfirði.

  Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 246. fundur - 14. febrúar 2012
  Fyrir bæjarráði liggur minnisblað skrifstofu- og fjármálastjóra í sjö liðum um fasteignagjöld 2012, álagningu þeirra, álagningarprósentur, afsláttarreglur og vanskilainnheimtu.
  Við fjárhagsáætlunargerð 2012 var samþykkt að álagningarprósentur yrðu óbreyttar frá fyrra ári.
  Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að semja um endurnýjun samnings um innheimtu vanskilakrafna við Momentum greiðsluþjónustu ehf. og Gjaldheimtunnar ehf.
  Bæjarráð samþykkir að taka til umfjöllunar álagningarprósentu á gripahús á skipulögðum svæðum í þéttbýli, þegar Alþingi hefur lokið umfjöllun um 3. grein laga um tekjustofna sveitarfélaga.
  Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 246. fundur - 14. febrúar 2012
  Tekinn til umfjöllunar samningur um lóðina Valló í Skarðsdal l.nr. 197278 undir sumarbústað, sem ekki fékkst þinglýstur á sínum tíma vegna búsetukvaðar.
  Gengið hefur verið tvívegis frá lóðarleigusamningi fyrir umrædda eign, sjá m.a. bókun frá 12. nóvember 2003.
  Fyrir bæjarráði liggja upplýsingar Umhverfisráðuneytisins frá 1994 vegna sambærilegs máls á Ísafirði, þar sem skilyrði við bústetu var takmarkað og þeirri kvöð þinglýst.

  Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera breytingar á kvöðum sem uppfylla þinglýsingu á lóðarleigusamningi.
  Egill Rögnvaldsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
  Bókun fundar <DIV><DIV><DIV>Egill Rögnvaldsson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.<BR>Afgreiðsla 246. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV></DIV></DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 246. fundur - 14. febrúar 2012
  Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra umboð til að ganga frá stofnun byggingarreiknings í Arion banka fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar.
  Jafnframt var samþykkt úttektar og aðgangsheimild fyrir bæjarstjóra og skrifstofu- og fjármálastjóra.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Egill Rögnvaldsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 246. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.</DIV><DIV>Egill Rögnvaldsson, Sólrún Júlíusdóttir og Guðmundur Gauti Sveinsson sátu hjá.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 246. fundur - 14. febrúar 2012
  Í erindi Sýslumanns á Siglufirði er tilkynnt að rekstrarleyfi Tjarnarborgar í Ólafsfirði á grundvelli laga nr 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald renni út 1. mars n.k. 
  Bæjarráð samþykkir að sækja um endurnýjun rekstrarleyfis.
  Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 246. fundur - 14. febrúar 2012
  Lögfræðiálit lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 246. fundur - 14. febrúar 2012
  Lögð fram til kynningar ársskýrsla Slökkviliðs Fjallabyggðar fyrir árið 2011.
  Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 246. fundur - 14. febrúar 2012
  Í tilkynningu Íþrótta- og tómstundafulltrúa Fjallabyggðar, kemur fram tillaga um skipan Ungmennaráðs Fjallabyggðar.

  Aðalmenn verði:
  Brynja Sigurðardóttir MTR
  Guðni Brynjólfur Ásgeirsson MTR
  Sigurjón Ólafur Sigurðarson MTR
  Sveinn Andri Jóhannsson GF og
  Sigurbjörg Áróra Ásgeirsdóttir GF

  Varamenn:
  Marinó Jóhann Sigursteinsson GF
  Sigurður Björn Gunnarsson MTR
  Eva Rún Þorsteinsdóttir MTR og
  Magnús Andrésson MTR

  Kynningarfundur var haldinn í ráðhúsinu Siglufirði 13. febrúar, þar sem deildarstjórar funduðu með ungmennaráði.
  Bæjarráð vísar tillögu að nefndarskipan til bæjarstjórnar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 246. fundur - 14. febrúar 2012

  Skrifstofu- og fjármálastjóri lagði fram launayfirlit fyrir janúar 2012. Gerði hann grein fyrir helstu frávikum frá áætlun ársins.
  Niðurstaða launayfirlits er 104,7% eða um 3 m.kr. umfram áætlun.

  Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 246. fundur - 14. febrúar 2012
  Skrifstofu- og fjármálastjóri lagði fram lánayfirlit fyrir Fjallabyggð 31. janúar 2012. 
  Nettóstaða skulda er 858 milljónir.
  Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 246. fundur - 14. febrúar 2012
  Lagt fram til kynningar framkvæmdaáætlun vegna snjóflóðavarna í Siglufirði 2012-2020.
  Fyrirhugaður er fundur Umhverfisráðuneytis í næsta mánuði til yfirferðar á forsendum framkvæmdaáætlunarinnar.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir því að fulltrúi sveitarfélagsins fái að sækja þennan fund.
  Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 246. fundur - 14. febrúar 2012

  Atvinnuveganefnd Alþingis hefur sent til umsagnar frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (þjóðareign á nytjastofnum og nýtingarréttur), 408. mál.
  Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/140/s/0589.html

  Lagt fram til kynningar.

  Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 246. fundur - 14. febrúar 2012
  Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur sent til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011-2014, 343. mál. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/140/s/0419.html.

  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 246. fundur - 14. febrúar 2012
  Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur sent til umsagnar tillögu til þingsályktunar um tólf ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011-2022, 342. mál.
  Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/140/s/0418.html
   
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 246. fundur - 14. febrúar 2012
  Lagt fram bréf frá Norðurorku hf. dagsett 3. febrúar 2012, þar sem gerð er grein fyrir breytingum sem fyrirtækið ætlar að gera á mælabúnaði hitaveitu í Ólafsfirði á næstu vikum og mánuðum.
  Ætlunin er að skipta úr hemlum yfir í mæla hjá stærstu viðskiptavinum Norðurorku.
  Til lengri framtíðar er síðan horft til þess að skipt verði úr hemlum yfir í mæla í öllum húsum í Ólafsfirði.
  Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 247. fundur - 21. febrúar 2012

Málsnúmer 1202011FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 247. fundur - 21. febrúar 2012
  Lagðar fram upplýsingar um skuldir Fjallabyggðar í samræmi við óskir og fyrirspurnir frá Alþingi og innanríkisráðuneyti.
  Um er að ræða annars vegar skuldir og endurfjármögnun lána vegna A-hluta og hins vegar vegna B-hluta.
   
   
  Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 247. fundur - 21. febrúar 2012
  Skotfélag Ólafsfjarðar óskar eftir styrk til greiðslu á stöðuleyfi á gám þeirra að upphæð kr. 20.000.-
  Bæjarráð samþykkir fram komna ósk.
  Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 247. fundur - 21. febrúar 2012
  Ákveðið hefur verið að XXVI. landsþing sambandsins verði haldið föstudaginn 23. mars 2012 á Hótel Reykjavík.
  Meðfylgjandi er skrá yfir kjörna landsfundarfulltrúa en þeir eru kosnir í upphafi hvers kjörtímabils og gildir sú kosning út kjörtímabil sveitarstjórnar.
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 247. fundur - 21. febrúar 2012
  Á síðasta ári hóf Hagstofa Íslands að taka saman upplýsingar um fjárhagslega stöðu sveitarfélaga á hverju þriggja mánaða tímabili. Skilin eru á grundvelli reglugerðar nr. 395/2011.
  Í erindi Hagstofu Íslands frá 16. febrúar sl. er vakin athygli á skyldu sveitarfélaga til að afhenda fjárhagslegar upplýsingar og í leiðinni tekið fram að ekki sé verið að tala um formleg uppgjör sveitarfélaga.
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 247. fundur - 21. febrúar 2012
  Formaður Smábátafélagsins Skalla leggur fram fyrirspurn um skiptingu byggðakvóta áranna 2008 til 2010 og hvar aflinn var unninn.
  Bæjarráð vill árétta að það hvorki úthlutar byggðakvóta né hefur eftirlit með vinnslu hans.
  Bæjarráð gerir tillögu, samkv. lögum og reglugerðum, um almennar reglur sem gilda við úthlutun byggðakvóta. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið samþykkir reglurnar og felur Fiskistofu úthlutun og eftirlit.
  Bæjarráð telur rétt að benda formanni Smábátafélagsins Skalla á að beina fyrirspurn sinni til Fiskistofu sem sér um úthlutun á byggðakvóta og eftirlit með ráðstöfun hans.
  Að öðru leyti vísast til samþykktar bæjarráðs 17. janúar 2012 og bæjarstjórnar 18. janúar 2012.
  Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 247. fundur - 21. febrúar 2012
  Í tengslum við uppgjör á rekstrarleigusamningi frá 2003 vegna slökkvibifreiðar hjá sveitarfélaginu, liggur fyrir yfirlýsing frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, þar sem fallið er frá endurkauparétti á bifreiðinni.
  Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ljúka samningi við Lýsingu vegna eignarréttar sveitarfélagsins á slökkvibifreiðinni LN-415. 
  Gert er ráð fyrir að upphæðin verði færð til gjalda 2011.
  Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 247. fundur - 21. febrúar 2012
  Fyrir bæjarráði liggur tillaga um verklag og upphæð vegna endurgreiðslu á kaupum á vinnufatnaði, skv. kjarasamningum frá 1. júní 2011, grein 8.2.5. g.
  Bæjarráð samþykkir að leita álits kjarasviðs Sambands ísl. sveitarfélaga á tillögunni áður en til afgreiðslu kemur.
  Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 247. fundur - 21. febrúar 2012
  Lagðar fram upplýsingar um skuldir og skuldbindingar í hlutfalli af tekjum í Fjallabyggð en hún hefur farið lækkandi síðustu árin og er nú um 98%.
  Viðmiðun hjá sveitarfélögum er að skuldir og skuldbindingar fari ekki yfir 150%.
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 247. fundur - 21. febrúar 2012
  Lagt fram til kynningar minnisblað bæjarstjóra frá 14.09.2012.
  Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 247. fundur - 21. febrúar 2012
  Hluthafafundur Greiðar leiðar ehf. fór fram 16. febrúar s.l.
  Rétt er að vísa í afgreiðslu bæjarráðs sjá 7.mál,  nr. 1201082 frá 244. fundi bæjarráðs þann 31. janúar 2012.
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 247. fundur - 21. febrúar 2012
  Lögð fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 247. fundur - 21. febrúar 2012
  Lagðar fram upplýsingar um lækkun á breytilegum útlánavöxtum Lánasjóðsins í 3.45% úr 3.90% frá og með 1. febrúar 2012.
  Vaxtakostnaður Fjallabyggðar á lántöku ársins mun verða lægri, um 675 þúsund á ársgrundvelli miðað við þessar upplýsingar.
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 247. fundur - 21. febrúar 2012
  Lagðar fram upplýsingar um framlög til Fjallabyggðar fyrir árið 2011.
  Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 248. fundur - 28. febrúar 2012

Málsnúmer 1202016FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 248
  Frístundanefnd hefur á 52. fundi sínum þann 20. febrúar sl. farið yfir og samþykkt drög að leigusamningi um afnot af Ægisgötu 15 Ólafsfirði.
  Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við fram komin drög, en leggur áherslu á að íþrótta- og tómstundafulltrúi ljúki leigusamningum við einstök félög sem fyrst og að leiguverð sé fundið út frá raunkostnaði og í samræmi við annað leiguverð sem bæjarstjórn hefur áður samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 248. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 248
  Lögð var fram ósk deildarstjóra tæknideildar um heimild bæjarráðs til að setja upp varadælu og ráðast í lagfæringar
  við tæknirými við sundlaugina í Ólafsfirði.
  Áætlaður kostnaður er um kr. 600.000.- og mun fjármagn verða fært af viðhaldsfé sundlaugar.
  Megin ástæðan er tjón sem bæjarfélagið varð fyrir þegar tæknirými sundlaugarinnar fylltist af vatni.
  Bæjarráð samþykkir erindið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 248. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 248
  Í framhaldi af ákvörðun bæjarstjórnar um tillögur að samræmingu, staðsetningu og óskum um áætlaðan kostnað við uppsetningu á upplýsingaskiltum fyrir ferðafólk miðsvæðis í bæjarfélögunum hefur skipulags- og umhverfisnefnd samþykkt tillögu sem tekur á nokkrum veigamiklum þáttum í þessu sambandi.
  Kortin verði þrenns konar.
  1. Bæjarkort með upplýsingum um gistingu, afþreyingu, heilsugæslu og fleira.
  2. Yfirlitskort með göngu- og útivistarmöguleikum.
  3. Auglýsingaskilti fyrir þjónustuaðila innan bæjar.
  Bæjarráð fagnar framkomnum hugmyndum og telur staðsetningu í Ólafsfirði vera í góðu lagi, en óskar eftir annari tillögu að staðsetningu á Siglufirði þar sem fram komin tillaga er á mjög lokuðu svæði.
  Bæjarráð samþykkir að vísa fjármögnun og uppsetningu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2013 en áætlaður kostnaður er um 1,5 m.kr.
  Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku Guðmundur Gauti Sveinsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 248. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 248
  245. fundur bæjarráðs óskaði þess að menningarnefnd fjallaði um framtíðarfyrirkomulag Tjarnarborgar áður en til afgreiðslu kæmi í bæjarráði.

  Afgreiðslu tillögu frá 51. fundi menningarnefndar 22. febrúar s.l. var frestað.
  Bókun fundar Afgreiðsla 248. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 248
  Lagt fram yfirlit yfir rekstur málaflokka fyrir janúar 2012.
  Rætt var um nýja framsetningu á fjárhag bæjarfélagsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 248. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 248
  Lagðar fram upplýsingar um álagningu fyrir árið 2012 og er hún í samræmi við fjárhagsáætlun ársins eða kr. 243.103.778.-.
  Bókun fundar Afgreiðsla 248. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 248
  Samband íslenskra sveitarfélaga sendir sveitarfélögum staðgreiðsluuppgjör fyrir tekjurárið 2011.
  Uppgjörið er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2011, en tekjurnar reynast vera hærri sem nema um 0.6% eða um 4 m.kr.
  Bókun fundar Afgreiðsla 248. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 248
  Lagður fram til kynningar og samþykktar raforkusamningur við Orkusöluna ehf. er gildir til 31. desember 2013.
  Bæjarráð telur rétt í samræmi við innkaupareglur bæjarfélagsins að samningurinn verði tekinn til endurskoðunar
  í júní á næsta ári og bendir á gildistíma og uppsagnarákvæði samningsins í því sambandi.
  Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning.
  Bókun fundar Afgreiðsla 248. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 248
  Egill Rögnvaldsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
  Bæjarstjóri lagði fram tillögu um að fá Valtý Sigurðsson lögmann til að setja upp samning við Rauðku ehf. í samræmi við bókun á 242. fundi bæjarráðs, þar sem lögð er áhersla á að lokið verði sem fyrst við heildstæðan samning sbr. erindi frá Rauðku ehf. og tengdra aðila frá 21. júní 2011 sem og áherslur bæjarstjórnar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012 - 2015.
  Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra.
  Bókun fundar <DIV>Egill Rögnvaldsson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.<BR>Afgreiðsla 248. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 248
  Lagt fram tölvubréf frá bæjarstjóra Akureyrarbæjar frá 22. febrúar 2012 er varðar aðkomu bæjarfélagsins að málefnum Menntaskólans á Tröllaskaga.
  Fram kemur samþykki Akureyrarbæjar fyrir u.þ.b. 15% hlut í kostnaði við breytingar á húsnæði Menntaskólans á Tröllaskaga.
  Dregið er í efa að Akureyarbær beri leigugreiðslur vegna afnota af húsnæði bæjarfélagsins undir MTR í takt og í samræmi við
  samning Fjallabyggðar við ríkið.
  Bæjarráð Fjallabyggðar harmar afstöðu Akureyrarbæjar varðandi leigugreiðslur og mun bæjarstjóri taka málið upp til frekari umræðu á vettvangi AFE.
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 248. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 248
  Lögð fram fundargerð frá 5. fundi nefndar um almenningssamgöngur á vegum Eyþings frá 24. febrúar 2012.
  Þar er m.a. fært til bókar að gera þurfi strax breytingar á akstri til Siglufjarðar, en endastöð á núverandi akstri er í Ólafsfirði.
  Bæjarráð fagnar fram komnum upplýsingum og leggur áherslu á að umræddur akstur hefjist strax. Umrædd breyting - aukin þjónusta var forsenda bæjarráðs, er varðar aðkomu Fjallabyggðar að yfirtöku Eyþings að stjórnun almenningssamgangna á akstri sem áður var á hendi Vegagerðar ríkisins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 248. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 248
  Bæjarstjóri lagði fram tölvupóst til bæjarstjóra Skagafjarðar um viðræður sveitarfélaganna um sameiginleg hagsmunamál.
  Bæjarráð samþykkti að bæjarstjóri ásamt bæjarfulltrúa færu á fund fulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
  Bókun fundar <DIV><DIV><DIV>Til máls tóku Guðmundur Gauti Sveinsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 248. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV></DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 248
  Lagður fram samningur og afsal fyrir Ægisgötu 15 Ólafsfirði.
  Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Fjallabyggðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 248. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 248
  Lagt fram afsal fyrir Bylgjubyggð 2b Ólafsfirði.
  Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirrita afsalið fyrir hönd Fjallabyggðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 248. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 248
  Lagt fram afsal og lóðarleigusamningur fyrir Tjarnargötu 2 Siglufirði.
  Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirrita afsalið og lóðarleigusamning fyrir hönd Fjallabyggðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 248. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 249. fundur - 6. mars 2012

Málsnúmer 1203001FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 249. fundur - 6. mars 2012
  Ráðstefna slökkviliða og Mannvirkjastofnunar verður haldin í Reykjavík 15. og 16. mars næstkomandi.
  Bæjarráð telur rétt að slökkviliðsstjóri taki þátt í umræddri ráðstefnu að þessu sinni.
  Bókun fundar Afgreiðsla 249. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 249. fundur - 6. mars 2012
  Í sameiginlegri fyrirspurn 14 eigenda geymslugáma í Ólafsfirði er óskað eftir rökstuðningi bæjaryfirvalda á óvenjulega háum stöðuleyfisgjöldum að mati fyrirspyrjenda og er vísað m.a. til sambærilegra gjalda í öðrum sveitarfélögum.
  Lögð fram gögn umhverfisfulltrúa er sýna tilurð gjaldskrár,samþykki hennar 2009 og samanburð.
  Bæjarráð telur rétt að miða við núgildandi gjaldskrá, en málið verður til umfjöllunar við fjárhagsáætlunargerð 2013.
  Bókun fundar Afgreiðsla 249. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 249. fundur - 6. mars 2012
  Í tengslum við umsókn um endurnýjun á rekstarleyfi fyrir Höllina veitingahús í Ólafsfirði, leitar Sýslumaðurinn á Siglufirði eftir því við bæjaryfirvöld, hvort þau hafi einhverjar athugasemdir við endurnýjun fram að færa.
  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umsókn um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Höllina verði samþykkt.

  Bæjarráð samþykkir jafnframt að fela bæjarstjóra að sjá framvegis um afgreiðslu slíkra erinda enda séu umsóknirnar í samræmi við 13.gr. sbr. 21.gr. laga nr. 85/2007.
  Þessi ákvörðun byggir á því að um sé að ræða endurnýjun slíkra leyfa og að engar kvartanir eða ábendingar um úrbætur liggi fyrir, um umræddan rekstur.
  Bókun fundar <DIV>Bjarkey Gunnarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.<BR>Afgreiðsla 249. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 249. fundur - 6. mars 2012
  Fundargerð frá 1. mars 2012 lögð fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 249. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 249. fundur - 6. mars 2012
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 249. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 249. fundur - 6. mars 2012
  Í erindi frá fulltrúum LES.IS ehf, er leitað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um þjónustu á sviði skóla- og félagsmála.
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 249. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 249. fundur - 6. mars 2012
  Lögð fram fréttatilkynning frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar frá 23. febrúar 2011 um endurnýjun Vaxtasamnings Eyjafjarðar við Iðnaðarráðuneytið til tveggja ára.
  Bókun fundar Afgreiðsla 249. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 249. fundur - 6. mars 2012
  Fundargerð frá 24. febrúar 2012 lögð fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 249. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 249. fundur - 6. mars 2012
  Fundargerð frá 31. janúar 2012 lögð fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 249. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 249. fundur - 6. mars 2012
  Fundagerðir frá 31. janúar og 28. febrúar lagðar fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 249. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

5.Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 6. fundur - 13. febrúar 2012

Málsnúmer 1202009FVakta málsnúmer

 • 5.1 1201024 Tjarnarstígur 3 - útboðs- og samningsskilmálar
  Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 6. fundur - 13. febrúar 2012

  Málefni:  Val á verktaka eftir útboð sem auglýst var 10. janúar en opnað 3. febrúar s.l.

  Niðurstaða og bókun nefndarinnar.  Það er skoðun byggingarnefndar að bæjarstjórn taki upp viðræður við lægst bjóðanda um stækkun grunnskólans í Ólafsfirði.

  Greinargerð:

  Nú er ljóst að sjö aðilar skiluðu inn tilboðum í framkvæmdir við stækkun grunnskólans og fjögur tilboð bárust í umræddar framkvæmdir þegar miðað var við lengri byggingartíma.

  Í því ljósi vill nefndin taka fram að tilboðsgjafar hafa ekki komið fram með ábendingar um stuttan byggingartíma eins og óttast var í fyrstu og sem glöggt má til dæmis sjá, á  fjölda tilboða, þ.e. þeim sjö sem bárust.

  Einn verktaki kom þó með ábendingu um að gera megi ráð fyrir of litlum þurrki í gólfum efri hæðar, en ítrekar að hann muni standa við þau tímamörk sem fram koma í útboðsgögnum.

  Byggingarnefndin hefur auk þess óskað eftir frekari upplýsingum um tilboðsgjafa og hafa engar þær forsendur komið fram sem leggur þær skyldur á herðar nefndarinnar að hafna þeim aðilum sem buðu í verkið og óskað var eftir upplýsingum frá.

  Byggingarnefndin telur því  brýnt að bæjarstjórn miði sína ákvörðun við lægsta tilboð í umræddri framkvæmd sem fer saman við þær áherslur bæjarfélagsins um að skila húsnæðinu 1. september n.k.

  Auk þess er rétt að minna á,  að Fjallabyggð hefur sett sér innkaupareglur en þar er kveðið á um útboðsskyldu verka yfir ákveðinni upphæð.

  Þessu til viðbótar vill nefndin leggja áherslu á og draga fram í dagsljósið aðra þætti sem skipta máli við væntanlega ákvörðun bæjarstjórnar en þeir eru:

  1.      Verktaka er ætlað að ljúka framkvæmdum á sama tíma og nemendur eru að koma til starfa, eða 1. september og er því um að ræða forvarnir um að tryggja öryggi á vinnustað þeirra.

  Nefndin telur því afar brýnt að húsnæðið verði afhent á réttum tíma.

  2.      Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir umræddum breytingum á rekstri skólans frá þeim tíma - tafir munu hafa mikinn kostnað í för með sér.

  3.      Núverandi kennsluhúsnæði grunnskólans ( þ.e. verkgreinarstofur) verða komnar í notkun og rekstur hjá Menntaskólanum á Tröllaskaga frá þessum tíma.

  4.      Allt mannahald skólans byggir á þeirri staðreynd að umrætt húsnæðið verði tekið í notkun 1. september.

  5.      Gera má ráð fyrir auknum akstri á milli bæjarkjarna og þar með auknum óþægindum fyrir börn og kennara ef húsnæðið verður ekki tilbúið næsta haust eða ef miða á við 22. desember.

  6.      Fjallabyggð á eftir að bjóða út önnur verkefni í tengslum við stækkun grunnskólans og verða bæjaryfirvöld að halda trúverðugleika í vali á verktökum fyrir bæjarfélagið.

  7.      Nefndin leggur þunga áherslu á öflugt eftirlit með verkinu og að fylgst verði náið með framkvæmdinni frá fyrsta degi og að tekið sé á öllum vafamálum ef upp koma strax.

  Nefndin vill taka fram að til ráðstöfunar samkvæmt áætlun til verksins er um 200 m.kr.   Ljóst er að stækkunin tekur til sín um 157 m.kr. miðað við lægsta tilboð.  Þá á eftir að huga að lagfæringum og breytingum á eldra húsnæði skólans og búnaðarkaupum.

  Allir nefndarmenn undirrituðu nafn sitt undir ofanritaða tillögu og greinargerð.

  Undirritaður áherynarfulltrúi, Jón Tryggvi Jökulsson, leggur fram neðanritaða bókun.

  "Vekja verður sérstaka athygli á því að ekki hafa verið lögð fram gögn sem sanna það að lægstbjóðandi uppfylli hæfisskilyrði s.s. hvað varðar greiðslu iðgjalda í lífeyrissjóð, en vel er þekkt að verktakafyrirtæki greiða í  marga lífeyrissjóði. Viðskiptasaga lægstbjóðanda hefur og ekki verið nægilega könnuð, en upplagt hefði verið að fá t.d. álit endurskoðanda sveitarfélagsins á félaginu og viðskiptasögu þess".

  Jón Tryggvi Jökulsson, sign.

  Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

6.Ungmennaráð Fjallabyggðar - 1. fundur - 13. febrúar 2012

Málsnúmer 1202006FVakta málsnúmer

 • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 1. fundur - 13. febrúar 2012
  Á fund ráðsins mættu deildarstjórar Fjallabyggðar og upplýstu ráðið um sín störf. Ráðið kaus Guðna Brynjólf Ásgeirsson sem formann ráðsins og Brynju Sigurðardóttur sem varaformann. Ráðið ákvað að fastir fundartímar ráðsins verði kl. 17:00 annan mánudag hvers mánaðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar Ungmennaráðs Fjallabyggðar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

7.Frístundanefnd Fjallabyggðar - 52. fundur - 20. febrúar 2012

Málsnúmer 1202012FVakta málsnúmer

Bjarkey Gunnarsdóttir sem sat fund frístundanefndar gerði grein fyrir fundargerð.

 • 7.1 1201016 Gisting íþróttahópa
  Frístundanefnd Fjallabyggðar - 52. fundur - 20. febrúar 2012
  UMFÍ óskar eftir samningi um afsláttarkjör á gistingu fyrir ungmennafélaga sem og hópa sem eru í íþróttakeppni eða í öðrum samskipum á vegum íþróttahreyfingarinnar þegar þeir gista í skólum eða öðrum sambærilegum hjá Fjallabyggð. Nefndin tekur jákvætt í erindið og telur eðilegt að íþróttahópar með börnum og ungmennum geti fengið ódýra gistingu í Fjallabyggð.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Egill Rögnvaldsson.<BR>Afgreiðsla 52. fundar frístundanefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • 7.2 1202008 Samningur um afnot og rekstur af Ægisgötu 15 Ólafsfirði
  Frístundanefnd Fjallabyggðar - 52. fundur - 20. febrúar 2012
  Bæjarráð óskaði eftir að frístundanefnd myndi ljúka umræðu um samning áður en til afgreiðslu kemur í bæjarráði. Lögð voru fram drög að leigusamningi og samþykktir nefndin þau fyrir sitt leiti.
  Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar frístundanefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 7.3 1112007 Samþykktar tillögur á 47. sambandsþingi UMFÍ
  Frístundanefnd Fjallabyggðar - 52. fundur - 20. febrúar 2012
  Lagaðar fram til kynningar tillögur 47. sambandsþings Ungmennafélags Íslands.
  Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar frístundanefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 7.4 1202033 Ungmennaráð Fjallabyggðar tekur til starfa
  Frístundanefnd Fjallabyggðar - 52. fundur - 20. febrúar 2012
  Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir hlutverki Ungmennaráðs Fjallabyggðar. Þarf því að hafa í huga að vísa erindum sem viðkoma málefnum ungs fólks til ráðsins til umfjöllunar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar frístundanefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 7.5 1109039 Ungmennaráð sveitarfélaga
  Frístundanefnd Fjallabyggðar - 52. fundur - 20. febrúar 2012
  Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, þar sem fjallað er um 2. mg. 11. gr. æskulýðslaga nr.70/2007, en þar er kveðið á um að sveitarstjórnir skuli hlutast til um að stofnuð séu ungmennaráð. Bæjarráð vísaði leiðbeiningum þessum til íþrótta- og tómstundafulltrúa og fagráðs til umfjöllunar. ungmennaráð hefur nú þegar tekið til starfa og var notast við leiðbeiningarnar við stofnun ráðsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar frístundanefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 7.6 1112067 Uppgjör vegna framkvæmda við Bárubraut 2011
  Frístundanefnd Fjallabyggðar - 52. fundur - 20. febrúar 2012
  Lagt fram til kynningar uppgjör og reikningar vegna framkvæmda við Bárubraut árið 2011 samkvæmt gildandi samningi við skíðafélag Ólafsfjarðar um uppbyggingu á skíðagöngubrautinni í Ólafsfirði. Forsenda greiðslu árið 2012 er að slíkt uppgjör hafi skilað sér. Nefndin gerir ekki athugasemdir við framkomin gögn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar frístundanefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

8.Menningarnefnd Fjallabyggðar - 51. fundur - 22. febrúar 2012

Málsnúmer 1202004FVakta málsnúmer

Formaður menningarnefndar, Bjarkey Gunnarsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.

 • 8.1 1012045 Framtíðarfyrirkomulag Tjarnarborgar
  Menningarnefnd Fjallabyggðar - 51. fundur - 22. febrúar 2012

  Menningarnefnd  leggur til að Tjarnarborg verði gert að menningarhúsi enda töluverð breyting að eiga sér stað á nýtingu hússins. Það beri því nafnið Menningarhúsið Tjarnarborg framvegis. Auglýst verði sem fyrst eftir forstöðumanni og ræstingaraðila sem taki til starfa eigi síðar en 1. júní nk.

  Einnig leggur nefndin  til við bæjarstjórn að starfsmenn Menningarhússins Tjarnarborgar heyri undir fræðslu- og menningarfulltrúa.

  Bókun fundar <DIV><DIV><DIV>76. fundur bæjarstjórnar samþykkti með með 9 atkvæðum að fresta afgreiðslu þessa liðar.</DIV></DIV></DIV>
 • 8.2 1202033 Ungmennaráð Fjallabyggðar tekur til starfa
  Menningarnefnd Fjallabyggðar - 51. fundur - 22. febrúar 2012

  Hvatt er til þess að menningarnefnd hafi í huga að málefni ungs fólks er varða menningu sé vísað til ungmennaráðs til umfjöllunar.

  Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar menningarnefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 8.3 1202034 Viðgerð listaverka í eigu Fjallabyggðar - fyrsti áfangi
  Menningarnefnd Fjallabyggðar - 51. fundur - 22. febrúar 2012

  Haft var samband við Ólaf Inga Jónsson deildarstjóra forvörsludeildar Listasafns Íslands vegna viðgerða á listaverkum í eigu Fjallabyggðar en 900 þúsund eru á fjárhagsáætlun þessa árs til viðgerða.  Nefndin óskar eftir upplýsingum um hversu mörg verk verða lagfærð á árinu

  Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar menningarnefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 8.4 1202038 Bréf til íbúa Fjallabyggðar vegna póstkorta 2012
  Menningarnefnd Fjallabyggðar - 51. fundur - 22. febrúar 2012

  Lagt fram til kynningar.

  Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar menningarnefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

9.Atvinnu- og ferðamálanefnd Fjallabyggðar - 35. fundur - 22. febrúar 2012

Málsnúmer 1202014FVakta málsnúmer

 • 9.1 1103010 Hafnsækin starfsemi í Fjallabyggð
  Atvinnu- og ferðamálanefnd Fjallabyggðar - 35. fundur - 22. febrúar 2012

  Formaður gerði grein fyrir gangi mála varðandi hafnsækna starfsemi í Fjallabyggð.

  Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 9.2 1110027 Undirskriftarlisti vegna tjaldsvæða á miðbæjarsvæði
  Atvinnu- og ferðamálanefnd Fjallabyggðar - 35. fundur - 22. febrúar 2012
  Fundarmenn vilja benda á hættu sem tjaldbúum, sem nýta tjaldsvæði ofan Snorrabrautar undir bakkanum, stafar af vegna umferðar ökutækja um Suðurgötu. 
  Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 9.3 1111042 Útilegurkortið 2011 og 2012
  Atvinnu- og ferðamálanefnd Fjallabyggðar - 35. fundur - 22. febrúar 2012
  Umræða var um útilegukortið 2011, fundarmenn sammála um að endurnýja samning fyrir 2012 á þeim forsendum að það muni verða til þess að fleiri ferðalangar kjósi að stoppa í Fjallabyggð.
  Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 9.4 1202033 Ungmennaráð Fjallabyggðar tekur til starfa
  Atvinnu- og ferðamálanefnd Fjallabyggðar - 35. fundur - 22. febrúar 2012
  Lagt fram til kynningar
  Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 9.5 1202099 Önnur mál
  Atvinnu- og ferðamálanefnd Fjallabyggðar - 35. fundur - 22. febrúar 2012  Umræða var um að útbúa upplýsingabækling fyrir Fjallabyggð þar sem gert verður grein fyrir afþreyingu, aðstöðu og þjónustu í máli og myndum.

  Fundarmenn ræddu um lokun Aðalgötu á Siglufirði yfir sumartímann.  Annars vegar frá Túngötu að Lækjargötu og hins vegar frá Lækjargötu að Grundargötu.  Rætt var við veitinga- og verslunareigendur við Aðalgötu og töldu þeir að þetta gæti skapað líflega og skemmtilega götustemmningu og voru því hlynntir slíkri tilraun.
  Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

10.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 131. fundur - 22. febrúar 2012

Málsnúmer 1202013FVakta málsnúmer

Nefndarmaður, Magnús Albert Sveinsson gerði grein fyrir fundargerð.

 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 131. fundur - 22. febrúar 2012
  Fyrir hönd húseigenda að Eyrargtu 18 Siglufirði, óskar Eiríkur Arnarson eftir viðræðum við sveitarfélagið um tjón á umræddri húseign sem talið er að hafi orðið á húseigninni við framkvæmdir á götum í kringum húsið.
  Lagt er fram minnisblað vegna skoðunar á húseigninni Eyrargata 18, Siglufirði.
  Nefndin hafnar erindinu og felur tæknideild að senda húseigenda minnisblað sem lagt var fyrir fundinn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 131. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 131. fundur - 22. febrúar 2012
  Hjörtur Hjartarson óskar eftir leyfi til að halda fimm hesta í Fákafni 17, Siglufirði.
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 131. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 131. fundur - 22. febrúar 2012
  Guðný Eygló Baldvinsdóttir óskar eftir leyfi til að halda þrjá hesta í Fákafeni 7, Siglufirði.
  Erindi samþykkt
  Bókun fundar Afgreiðsla 131. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 131. fundur - 22. febrúar 2012
  Lagt er til að sett verið upplýsingaskilti fyrir ferðafólk miðsvæðis í bæjarkjörnunum. Á skiltinu verða annarsvegar bæjarkort með upplýsingum um þjónustu í bænum s.s. gistingu, veitingar, afþreyingu, heilsugæslu o.fl. og hinsvegar verði yfirlitskort af firðinum með merktum göngu- og útivistamöguleikum. Jafnframt er lagt til að skoðað verði að setja upp sérstakt auglýsingaskilti þar sem þjónustuaðilar gætu keypt sér auglýsingarými.
  Nefndin lýsir ánægju sinni með framkomnar hugmyndir og vísar erindinu til bæjarráðs vegna fjármögnunar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 131. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 131. fundur - 22. febrúar 2012
  Lagt fram til kynningar
  Bókun fundar Afgreiðsla 131. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 131. fundur - 22. febrúar 2012
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 131. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

11.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 132. fundur - 7. mars 2012

Málsnúmer 1203002FVakta málsnúmer

Nefndarmaður, Magnús Albert Sveinsson gerði grein fyrir fundargerð.

 • 11.1 1203014 Gránugata 17
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 132. fundur - 7. mars 2012
  Finnur Yngvi Kristinsson fyrir hönd Rauðku ehf sækir um leyfi til breytinga á húseigninni við Gránugötu 17, Siglufirði.
  Um er að ræða breytingar bæði utan og innandyra skv. meðfylgjandi teikningum.
  Erindi frestað þar sem teikningar eru ekki fullnægjandi.
  Bókun fundar Afgreiðsla 132. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 132. fundur - 7. mars 2012
  Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar 7. september 2011 var samþykkt að framkvæmd við sjóvarnargarða á Siglunesi yrði send í grenndarkynningu til landeigenda á Siglunesi.  Grenndarkynningin fór fram í október 2011 og á fundi nefndarinnar þann 16. nóvember var ákveðið að fá umsögn lögfræðings á þeim athugsemdum sem bárust. Umsögnin hefur borist og er lögð fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 132. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

12.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 38. fundur - 23. febrúar 2012

Málsnúmer 1202010FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 38. fundur - 23. febrúar 2012
  Umhverfisstofnun sendir höfnum Fjallabyggðar bréf dagsett 29. nóvember s.l. þar sem lögð er áhersla á að gerð verði áætlun um möttöku og meðhöndlun á úrgangi frá skipum.
  Samkvæmt reglugerð skal senda umrædda áætlun til staðfestingar í Umhverfisstofnun fyrir 15. mars 2012. Hafnarstjóri óskar eftir ábendingum hafnarstjórnar ef einhverjar eru til að lokið verði við umrædda áætlun fyrir tiltekinn tíma.
  Hafnarstjórn óskar eftir tillögu um svör á næsta fund hafnarstjórnar. Miða skal við sambærileg svör annarra hafna og er hafnarstjóra falið að auglýsa eftir ábendingum í staðarfjölmiðlum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar hafnarstjórnar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 12.2 1106045 Flotbryggjur
  Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 38. fundur - 23. febrúar 2012
  Hafnarstjóri lagði fram ýtarlegar upplýsingar um kaup og tilboð í flotbryggjur.
  Hafnarstjórn óskar eftir neðanrituðu fyrir næsta fund.
  1. Endanlega staðsetningu á flotbryggju í samræmi við tillögur frá Siglingastofnun.
  2. Tilboð í 25m langa flotbryggju og festingar.
  3. Tilboð í landgang.
  4. Tilboð í 10m fingur, þrjú stykki.
  5. Tilboð í 8m fingur, þrjú stykki.
   
  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar hafnarstjórnar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 38. fundur - 23. febrúar 2012
  Hafnarstjórn leggur þunga áherslu á að allar tekjur sem verða til á hafnarsvæðinu renni til hafnarsjóðs.
  Hér er verið að leggja áherslu á m.a. stöðuleyfi fyrir gáma.
  Hafnarstjórn fór yfir hugmyndir um gjaldskrá fyrir grásleppu og grásleppuhrogn.
  Hafnarstjórn telur rétt að kalla eftir áherslum og leiðbeiningum frá Sjávarútvegsráðuneyti fyrir næsta fund.
  Gjaldskrá fyrir hafnarsjóð Fjallabyggðar 2012 lögð fram til staðfestingar.
  Hafnarstjórn leggur til að í 16. gr. verði skráningagjald vegna endurvigtunar fellt út.
  Opnunartími hafna fyrir grásleppu verður virka daga til kl. 18.00 og laugardaga frá kl. 15.00 - 18.00.
  Samþykkt einróma.
  Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar hafnarstjórnar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 38. fundur - 23. febrúar 2012
  Lagðar fram upplýsingar/staðreyndir um bæjarfélagið og starfsemi hafnarinnar.
  Hafnarstjórn vill leggja áherslu á að lagfæra þarf kaflann um núverandi stöðu sjávarútvegs í Fjallabyggð.
  Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar hafnarstjórnar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 12.5 1111070 Umhverfisstefna hafna
  Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 38. fundur - 23. febrúar 2012
  Lagðar fram upplýsingar frá Hafnasambandinu dags. 21. nóvember sl.
  Tillögur lagðar fram á næsta fundi hafnarstjórnar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar hafnarstjórnar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 38. fundur - 23. febrúar 2012
  Lagðar fram stefnuræður bæjarstjóra og samanburður við ákvarðanir hafnarstjórnar.
  Tillögur hafnarstjórnar koma þar m.a. fram.
  Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar hafnarstjórnar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 38. fundur - 23. febrúar 2012
  Lagðar fram upplýsingar um gáma á hafnarsvæðinu.
  Farið var yfir kostnað og umgengni á ruslagámum á hafnarsvæðinu.
  Hafnarstjórn leggur áherslu á að gámur á hafnarsvæðinu á Siglufirði verði læstur og er yfirhafnarverði falin útfærsla á umræddri lokun.
  Hafnarstjórn leggur áherslu á að umræddur gámur er eingöngu fyrir skip og báta.
   
  Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Guðmundur Gauti Sveinsson og Ólafur H. Marteinsson.<BR>Afgreiðsla 38. fundar hafnarstjórnar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 38. fundur - 23. febrúar 2012
  Hafnarstjórn leggur áherslu á að upplýsingar frá Siglingastofnun berist á næsta fund stjórnar.
  Lögð er áhersla á útboð í Ólafsfirði og upplýsingar um Hafnarbryggju á Siglufirði.
  Hafnarstjórn fagnar upplýsingum um að ekki verður lengur um akstur að ræða á fiskúrgangi  í hafnir Fjallabyggðar, en honum er nú ekið til fyrirtækisins Siglól.
  Starfandi formaður fagnaði þessu sérstaklega.
  Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar hafnarstjórnar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

13.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 62. fundur - 1. mars 2012

Málsnúmer 1202015FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 62. fundur - 1. mars 2012
  Helga Hermannsdóttir, forstöðumaður Skálahlíðar mætti á fundinn undir þessum lið fundargerðarinnar. Helga gerði grein fyrir starfsemi Skálarhlíðar og dagþjónustu aldraðra sem þar er rekin. Þátttaka er góð og hefur farið vaxandi. Rætt um mögulega stækkun íbúða í Skálarhlíð, þ.e. að sameina tvær eins herbergja íbúðir í eina. Félagsmálastjóri kynnti fyrir nefndinni kostnaðarmat deildarstjóra tæknideildar á verkinu. Félagsmálanefnd telur rétt að ráðast í þessa framkvæmd í ljósi þess að eftirspurn eftir eins herbergja íbúðum hefur farið dvínandi undanfarin ár en að sama skapi hefur verið nokkur eftirspurn eftir tveggja herbergja íbúðum. Félagsmálanefnd hvetur eindregið til þess að ráðist verði í verkefnið sem fyrst, að því tilskyldu að það rúmist innan heimilda fjárhagsáætlunar.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir og Helga Helgadóttir.<BR>Afgreiðsla 62. fundar félagsmálanefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 62. fundur - 1. mars 2012
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar félagsmálanefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 62. fundur - 1. mars 2012
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar félagsmálanefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 62. fundur - 1. mars 2012
  Erindi samþykkt að hluta.
  Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar félagsmálanefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 62. fundur - 1. mars 2012
  Erindi samþykkt að hluta.
  Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar félagsmálanefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 62. fundur - 1. mars 2012
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar félagsmálanefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 62. fundur - 1. mars 2012
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar félagsmálanefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 62. fundur - 1. mars 2012
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar félagsmálanefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 62. fundur - 1. mars 2012
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar félagsmálanefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

14.Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 5. mars 2012

Málsnúmer 1202003FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

 • 14.1 1202072 Starfsmannamál á Leikskóla Fjallabyggðar
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 5. mars 2012
  Undir þessum lið sátu: Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Kristín M. H. Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri, María Guðmundsdóttir f.h. starfsmanna og Elísabet Sigmundsdóttir f.h. foreldra.
   
  Mikið álag hefur verið á Leikskálum undanfarna fjóra mánuði vegna fjarvista starfsmanna sem eru af margvíslegum toga. Um miðjan febrúar var starfsmaður ráðinn tímabundið fram að sumarfríi í 100% stöðu á leikskólann. Leikskólastjóri sér fram á að ráða þurfi til viðbótar í 50% stöðu tímabundið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar fræðslunefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 14.2 1202073 Skólanámskrárvinna við Leikskóla Fjallabyggðar
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 5. mars 2012
  Undir þessum lið sátu: Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Kristín M. H. Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri, María Guðmundsdóttir f.h. starfsmanna og Elísabet Sigmundsdóttir f.h. foreldra.
   
  Skólanámskrárgerð fyrir Leikskóla Fjallabyggðar hófst við sameiningu leikskólanna haustið 2010. Mikil vinna er þó framundan við að gera nýja skólanámskrá með hliðsjón af nýrri menntastefnu og Aðalnámskrá leikskóla. Skólastjórar óskuðu eftir aðstoð fræðslu- og menningarfulltrúa að gera umsókn til Sprotasjóðs til verkefnisins. Umsóknarfrestur var 29. febrúar. Fyrirhugaður kostnaður vegna verkefnisins er áætlaður um 800.000 kr. Sótt var um 500.000 kr. til sjóðsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar fræðslunefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 14.3 1202063 Skólamáltíðir 2012-2014
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 5. mars 2012
  Þjónustusamningar við Allann og Hótel Brimnes vegna skólamáltíða 2010-2012 falla úr gildi í lok maí nk. Hafinn er undirbúningur að nýjum útboðsgögnum. Bjóða þarf skólamáltíðir út fyrir 2012-2014 í byrjun apríl.
  Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tók Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 73. fundar fræðslunefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>
 • 14.4 1201028 Reglur um skólaakstur í Fjallabyggð
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 5. mars 2012
  Fræðslu- og menningarfulltrúi hefur unnið að reglum um skólaakstur í Fjallabyggð. Fræðslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.
  Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tók Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 73. fundar fræðslunefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>
 • 14.5 1201068 Endurskoðun Securitas þjónustasamninga vegna leikskólans
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 5. mars 2012
  Fræðslu- og menningarfulltrúi hefur fundað með ráðgjafa Securitas vegna tengiliða sveitarfélagsins við fyrirtækið og þjónustusamninga vegna innbrota og bruna í leikskólanum. Samræma á þjónustusamningana í öllum stofnunum og skoða lækkun á kostnaði vegna þeirra. Fræðslunefnd leggur til að tengiliðir leikskólans við Securitas verði endurskoðaðir um leið og tengiliðir annarra stofnanna við fyrirtækið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar fræðslunefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 14.6 1201038 Endurskoðun og samanburður launa og ræstingasamninga á Leikskálum og Leikhólum
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 5. mars 2012
  Endurskoðun frestað fram á haust.
  Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar fræðslunefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 14.7 1201079 Gjaldskrá Grunnskóla Fjallabyggðar
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 5. mars 2012
  Fræðslunefnd hafnar hækkun á gjaldskrá Grunnskóla Fjallabyggðar og vísar henni til fjárhagsáætlunargerðar 2013.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Þorbjörn Sigurðsson og Helga Helgadóttir.<BR>Afgreiðsla 73. fundar fræðslunefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • 14.8 1202033 Ungmennaráð Fjallabyggðar tekur til starfa
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 5. mars 2012
  Ungmennaráð hefur tekið til starfa í Fjallabyggð. Fræðslunefnd er hvött til að vísa erindum sem varða málefni ungs fólks til ráðsins til umfjöllunar. Fræðslunefnd fagnar nýstofnuðu Ungmennaráði.
  Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar fræðslunefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 14.9 1201094 Foreldrafundur Grunnskóla Fjallabyggðar með skólaráði, fræðslunefnd, bæjarstjóra, fræðslu- og menningafulltrúa og íþrótta- og tómstundafulltrúa
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 5. mars 2012
  Foreldrafundur Grunnskóla Fjallabyggðar var haldinn 14. febrúar sl. með skólastjóra, bæjarstjóra, fræðslu- og menningarfulltrúa og íþrótta- og tómstundafulltrúa. Fræðslunefnd fagnar því hversu margir foreldrar sáu sér fært að mæta og minnir á að annar slíkur fundur er fyrirhugaður í haust.
  Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tók Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 73. fundar fræðslunefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>
 • 14.10 1201060 Dagsetningar samræmdra könnunarprófa í 4., 7. og 10. bekk 2012
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 5. mars 2012
  Til kynningar.
   
  Borist hefur bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti vegna dagsetninga samræmdra könnunarprófa í 4., 7. og 10. bekk haustið 2012.  
  Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar fræðslunefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 14.11 1203012 Íþróttastund í Íþróttahúsinu fyrir leikskólakrakka
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 5. mars 2012
  Fræðslunefnd hefur borist undirskriftarlisti frá foreldrum leikskólabarna á Leikhólum þar sem foreldrar mótmæla að íþróttastundir í íþróttahúsinu falli niður. Fræðslunefnd harmar þau mistök sem urðu við gerð fjárhagsáætlunar 2012 sem urðu til þess að íþróttastundirnar féllu niður. Fræðslunefnd lagði til að íþróttatímunum fækkuðu úr einum tíma í viku í eitt skipti í mánuði. Nefndin lagði ekki til að íþróttatímarnir yrðu teknir af. Til stendur að málið verði skoðað með haustinu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar fræðslunefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 14.12 1202064 Heimsókn fræðslunefndar í fyrirhugaðan Tónskóla Fjallabyggðar Ólafsfjarðarmegin í Tjarnarborg
  Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 5. mars 2012
  Fræðslunefnd, ásamt starfsfólki tónskólans fór í skoðunarferð um framtíðarhúsnæði tónskólans, Ólafsfjarðarmegin á efri hæð Tjarnarborgar. Skólastjóri fór yfir breytingar sem gera þarf á húsnæðinu áður en unnt verður að flytja inn. Fræðslunefnd leggur áherslu á að húsnæðið verði tilbúið til afhendingar fyrir næsta skólaár.
  Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar fræðslunefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

15.Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 7. fundur - 12. mars 2012

Málsnúmer 1203004FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

 • 15.1 1203026 Aðgengi
  Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 7. fundur - 12. mars 2012
  Lögð fram skýrsla frá Vinnueftirlitinu sem tekur á aðgengi og inngangi að skólahúsnæðinu í Ólafsfirði. Einnig lagðar fram tillögur arkitekts að flóttaleiðum í eldri hluta Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði, dags. 12. mars 2012.
  Eftir umræður samþykkti byggingarnefnd tillögu arkitekta um að opna aðgengi á skólanum til suðurs og setja m.a. gám við endann til að bæta aðstöðuna við að taka á móti börnum þeim megin á byggingartímanum.
  Samþykkt samhljóða en umræðu um flóttaleiðir frestað.
  Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 15.2 1112008 Gólfhiti í 1. hæð nýbyggingar - Skólahúsnæði við Tjarnarstíg 3
  Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 7. fundur - 12. mars 2012
  Ekki tekið til umræðu enda frágengið mál.
  Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 15.3 1203029 Eftirlit með framkvæmdum við nýbyggingu Grunnskólans í Ólafsfirði
  Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 7. fundur - 12. mars 2012
  Byggingarnefnd samþykkir að ráða Þorstein Jóhannesson, verkfræðing til að sjá um eftirlit með framkvæmdunum.
  Deildarstjóri tæknideildar mun sitja verkfundi f.h. byggingarnefndar.
  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 15.4 1203027 Gólfhiti í stað ofna á 2. hæð
  Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 7. fundur - 12. mars 2012
  Málið tekið til umræðu og lagt fram bréf frá arkitektum og verkfræðingum, sjá viðhengi 1 og 2.
  Niðurstaðan er óbreytt. Ofnakerfi verður á efri hæð og gólfhitakerfi á neðri hæð.
  Byggingarnefnd telur fram komnar upplýsingar staðfesta rétta ákvörðun hönnuða, sem tekin var þegar verkið var boðið út.
  Samþykkt án athugasemda.
  Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 15.5 1203030 Minnisblöð bæjarstjóra vegna framkvæmda við Grunnskólann í Ólafsfirði
  Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 7. fundur - 12. mars 2012
  Lagt fram til kynningar minnisblað bæjarstjóra er varðar stöðu útboðsmála og samræmi upplýsinga við fjárhagsáætlun bæjarfélagsins.
  Nefndin gerir ekki athugasemdir við fram komna samantekt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 15.6 1111031 Verkhönnunarfundir vegna Grunnskóla Fjallabyggðar - Ólafsfirði
  Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 7. fundur - 12. mars 2012
  Lögð fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • 15.7 1203024 Verktakafundir vegna Grunnskóla Fjallabyggðar - Ólafsfirði
  Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 7. fundur - 12. mars 2012
  Lögð fram til kynningar fundargerð frá 07.03.2012.
  Nefndin fagnar góðri samantekt en hafnar alfarið 19. dagskrárlið sem fjallar um verkáætlun og hugsanlegar tafir verktaka.
  Deildarstjóra tæknideildar er falið að svara fram settum skoðunum verktaka með rökum.
   
  Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir, Ólafur H. Marteinsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 7. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>

16.Skipan og breyting á nefndum

Málsnúmer 1203043Vakta málsnúmer

Samþykkt var samhljóða að taka á dagskrá 16. fundarlið um skipan og breytingar á nefndum.

Tillaga um skipan Ungmennaráðs Fjallabyggðar var samþykkt með 9 atkvæðum.

Aðalmenn verða:
Brynja Sigurðardóttir MTR
Guðni Brynjólfur Ásgeirsson MTR
Sigurjón Ólafur Sigurðarson MTR
Sveinn Andri Jóhannsson GF og
Sigurbjörg Áróra Ásgeirsdóttir GF

Varamenn:
Marinó Jóhann Sigursteinsson GF
Sigurður Björn Gunnarsson MTR
Eva Rún Þorsteinsdóttir MTR og
Magnús Andrésson MTR

Eftirfarandi breytingar á nefndarskipan voru samþykktar með 9 atkvæðum.
Frístundanefnd: Aðalmaður verður Brynja Hafsteinsdóttir í stað Unnars Más Péturssonar.

17.Ályktun 76. fundar bæjarstjórnar

Málsnúmer 1203061Vakta málsnúmer

Til máls tóku Ólafur H. Marteinsson, Egill Rögnvaldsson og Ingvar Erlingsson.

Eftirfarandi ályktun var samþykkt með 9 atkvæðum.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar fagnar þeim merku tíðindum að Genís hf. hyggist hefja uppbyggingu og starfrækslu lyfjaverksmiðju, sem fjölga mun störfum í Fjallabyggð til framtíðar.

18.Fundarstjórn forseta bæjarstjórnar Fjallabyggðar

Málsnúmer 1203062Vakta málsnúmer

Sólrún Júlíusdóttir óskaði að leggja fram bókun vegna máls sem ekki var á dagskrá fundarins. Forseti hafnaði beiðninni, en benti á að hún gæti óskað eftir atkvæðagreiðslu, sem hún gerði.
Dagskrártillaga hennar var felld með 5 atkvæðum gegn atkvæðum Sólrúnar Júlíusdóttur, Egils Rögnvaldssonar og Guðmundar Gauta Sveinssonar.
Bjarkey Gunnarsdóttir sat hjá.

Fundi slitið - kl. 19:00.