Ertu að flytja í Fjallabyggð?

Hér höfum við tekið saman helstu upplýsingar fyrir þá sem eru að skoða að flytja hingað til okkar í Fjallabyggð. Vonandi nýtast þær, annars er líka alltaf velkomið að senda okkur póst á fjallabyggd@fjallabyggd.is

Fjallabyggð fagnar þér

Nýr vefur Fjallabyggðar 
Fjallabyggð, sameinað samfélag Ólafsfjarðar og Siglufjarðar, hefur brugðið á það ráð að fela sérstökum flutningsfulltrúa að einfalda fólki búferlaflutninga til staðarins. Í stað þess að þurfa að leita til margra aðila getur fólk nú beint öllum fyrirspurnum til flutningsfulltrúans sem ýmist svarar um hæl eða leitar svara og hefur samband til baka.

Allar upplýsingar má finna á fagnar.is, nýjum upplýsingavef Fjallabyggðar.

Ráðhús

Gránugötu 24, 580 Siglufirði.
Ólafsvegi 4, 625 Ólafsfirði

Sími 464 9100 Fax 464 9101

fjallabyggd@fjallabyggd.is

Opnunartími
Mánudaga – fimmtudaga
Afgreiðsla: 9:30 - 15.00
Skiptiborð: 8:00 - 15:00

Föstudagar
Afgreiðslan: 8:30 - 14:00
Skiptiborð: 8:00 - 14:00

Í Ráðhúsi er sameiginleg símsvörun fyrir stjórnsýslu- og fjármáladeild, fjölskyldudeild og tæknideild. Veittar eru  allar almennar upplýsingar um þjónustu og starfsemi bæjarins. Þar er einnig hægt að tilkynna breytingar á búsetu, nálgast öll eyðublöð, ganga frá umsóknum og fl. Allar þessar upplýsingar er einnig að finna á heimasíðunni www.fjallabyggd.is

Flutningstilkynning

Tilkynna skal um flutninga í afgreiðslu Ráðhúss Fjallabyggðar á 3. hæð strax eftir flutning. Upplýsingum er komið til Þjóðskrár Íslands, íbúaskrár. Íbúum er einnig bent á þann möguleika að fylla inn rafrænar tilkynningar en það er hægt að gera á vefjunum www.skra.is og www.island.is

Sorpflokkun

Í Fjallabyggð er þriggja tunnu kerfi í sorpflokkun og sorphirðu.Markmiðið með flokkuninni er að uppfylla kröfur um úrbætur í umhverfismálum og bæta þjónustu við íbúa. Öll heimili flokka í þrjár tunnur, almennt sorp fer í gráa tunnu, endurvinnanlegt sorp í græna tunnu og lífrænt sorp í brúna tunnu.  Nánari upplýsingar færðu hér á síðunni.

Húsnæði og heimili

Viltu byggja? 
Tæknideild veitir allar upplýsingar um lóðir og framkvæmdir. 
Opnunartími: Mánudaga til föstudaga frá 09:30-16:00 og 08:00-14:00 á föstudögum
Sími: 464 9100 Fax: 464 9101
Netfang: armann@fjallabyggd.is
-> Skoða lausar lóðir.

Viltu kaupa húsnæði í Fjallabyggð?
Ýmsar fasteignasölur sjá um að selja húsnæði í Fjallabyggð. Þessar eru helstar:

  • Domus fasteignasala á Blönduósi s. 664 6028 eða 440 6028.
  • Hvammur Eignamiðlun 466 1600
  • Eignamiðlun Akureyrar Hofsbót 4 Akureyri sími 464 5555
  • Fasteignasalan Byggð 464 9955
  • Fasteignasala Akureyrar s. 460 5151
  • Fasteignasalan Bær og Hannes S:822 7518
  • Miðlun fasteignir 412-1600

Hiti og rafmagn 

Rarik sér um dreifingu á rafmagni í Fjallabyggð og heitu vatni á Siglufirði. Skrifstofa er að Vesturtanga 10 Siglufirði.

Norðurorka sér um dreifingu á heitu vatni í Ólafsfirði. Fyrirtækið er með aðstetur að Aðalgötu 11b. Bakvaktarsími fyrir Ólafsfjörð er 893 1814. Rekstrarstjóri Norðurorku í Ólafsfirði er Ingvi Óskarsson, netfang: ingvi@no.is 

Sími

Þú getur flutt gamla númerið með þér hvert á land sem er. Hins vegar þurfa þeir sem eru í fyrsta skipti að sækja um nýtt símanúmer að sækja um hjá viðeigandi símafyrirtæki.

Skólar og börn

Leikskóli Fjallabyggðar er starfræktur í báðum bæjarkjörnum, Leikskálar á Siglufirði og Leikhólar í Ólafsfirði.

Umsókn í Leikskóla Fjallabyggðar

Grunnskóli

Grunnskóli Fjallabyggðar er ætlaður öllum börnum á aldrinum 6-16 ára sem eiga lögheimili í Fjallabyggð.

Við skólann eru tvær starfsstöðvar: 
Á Siglufirði er 1. - 5. bekkur 
Á Ólafsfirði er 6. - 10. bekkur

Skólastjóri er Erla Gunnlaugsdóttir. Netfang skólastjóra erlag@fjallaskolar.is 
Deildarstjóri/staðgengill skólastjóra er Guðrún Unnsteinsdóttir Netfang: gudunn@fjallaskolar.is
Sími Grunnskólans er 464 9150

Frekari upplýsingar um starfsemi einstakra skóla má finna á heimasíðu skólans.

Framhaldsskólar  Í Fjallabyggð er öflugur menntaskóli, Menntaskólinn á Tröllaskaga. www.mtr.is 

Tónlistarskólinn á Tröllaskaga er með starfsstöðvar bæði á Siglufirði, s: 464 9130, í Ólafsfirði, s: 464 9110 og á Dalvík s:460 4990. http://www.tat.is/

Bóka- og héraðsskjalasafn Fjallabyggðar er staðsett í Ráðhúsi Fjallabyggðar Siglufirði og að Ólafsvegi 4 Ólafsfirði. 
Mikið úrval bóka, blaða, tímarita, geisladiska, myndbanda og fleira. Sími 464 9120 og 464 9215.

Íþrótta- og tómstundastarf

Í Fjallabyggð er öflugt íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarf, hvort heldur sem er í íþróttamannvirkjum, félagsmiðstöð og Grunnskóla Fjallabyggða eða í hinum fjölmörgu íþrótta- og tómstundafélögum. Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar (UÍF) hefur yfirumsjón með íþróttstarfsemi í sveitarfélaginu.

Samgöngur

Strætó heldur uppi áætlunarferðum á milli Fjallabyggðar og Akureyrar. Sjá tímatöflu hér. Þá er í gangi sérstök skólarúta sem gengur á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Nánar hér.

Heilsugæsla

Í Fjallabyggð er rekin öflug heilbrigðisþjónusta á vegum Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar.

Í Ólafsfirði er heilsugæslan til húsa í Hornbrekku.  Sími: 466 4050
Tímapantanir: 08:00 - 16:00 virka daga
Símaviðtalspöntun og endurnýjun lyfseðla milli kl. 08:00 -12:00 virka daga

Á Siglufirði er heilsugæslan til húsa að Hvanneyrarbraut 37.  Sími: 460 2100
Tímapantanir og endurnýjun lyfseðla: 08:00 - 16:00 virka daga.
Símaviðtalstími lækna: 13:00 - 13:40 virka daga.

Menning

Í Fjallabyggð er öflugt menningar- og listalíf. Fjölmörg gallerý og vinnustofur ásamt söfnum.
Sjá nánari upplýsingar hér.

Menningarhúsið Tjarnarborg er staðsett við Aðalgötuna í Ólafsfirði. Sími forstöðumanns; 853 8020  Netfang: tjarnarborg@fjallabyggd.is