Laus störf

Lausar stöður - Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

Fjallabyggð auglýsir laust til umsóknar starf deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála. Deildarstjóri heyrir beint undir bæjarstjóra og er staðgengill hans.
Lesa meira

Lausar stöður við Grunnskóla Fjallabyggðar

Grunnskóli Fjallabyggðar leitar að liðsauka í frábæran hóp starfsmanna skólans. Leitað er eftir einstaklingum sem eru tilbúnir til að viðhalda og byggja upp öflugt skólasamfélag af dugnaði og atorku samkvæmt gildandi fræðslustefnu, með virðingu, metnað og gleði að leiðarljósi.
Lesa meira

Umsjónaraðili óskast með 17. júní hátíðarhöldum í Fjallabyggð

Vakin er athygli á að umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 24. maí nk. Fjallabyggð auglýsir eftir aðila/aðilum til að hafa umsjón með skipulagningu og framkvæmd hátíðarhalda á 17. júní 2022. Verkefnið er tilvalið fyrir félagasamtök eða hópa til fjáröflunar. Með umsókn fylgi greinargerð með hugmynd að framkvæmd og drögum að dagskrá hátíðarinnar ásamt grófri kostnaðaráætlun
Lesa meira

Leikskóli Fjallabyggðar auglýsir eftir sérkennslustjóra

Leikskóli Fjallabyggðar starfar í tveimur byggðarkjörnum, í Ólafsfirði og á Siglufirði. Á Leikhólum Ólafsfirði eru 40 nemendur á þremur deildum. Á Leikskálum Siglufirði eru 70-80 nemendur á fimm deildum.
Lesa meira

Leikskóli Fjallabyggðar auglýsir eftir leikskólakennurum og deildarstjórum

Leikskóli Fjallabyggðar starfar í tveimur byggðarkjörnum, í Ólafsfirði og á Siglufirði. Á Leikhólum Ólafsfirði eru 40 nemendur á þremur deildum. Á Leikskálum Siglufirði eru 70-80 nemendur á fimm deildum.
Lesa meira

Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar auglýsa eftir starfsfólki til sumarafleysinga

Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar vantar starfsmenn á Siglufirði og Ólafsfirði. Starfstímabil er frá 1. júní - 20. ágúst. Leitað er að einstaklingum 18 ára og eldri sem hafa þekkingu í skyndihjálp og standast kröfur sem gerðar eru til sundvarða sem felast í því að taka sundpróf samkvæmt reglugerð um öryggi á sundstöðum.
Lesa meira

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir tvö störf sérfræðinga, bæði óháð staðsetningu

Fjallabyggð vill vekja athygli ykkar á að Samband íslenskra sveitarfélaga er að auglýsa tvö störf sérfræðinga sem eru bæði óháð staðsetningu.
Lesa meira

Landhelgisgæsla Íslands leitar að umsjónaraðila á siglingasviði með starfsstöð í Fjallabyggð

Landhelgisgæsla Íslands leitar að sveigjanlegum, skipulögðum og drífandi einstaklingi til að sinna stöðu umsjónaraðila auk annarra tilfallandi verkefna á siglingasviði. Um er að ræða umsjón með því varðskipi Landhelgisgæslunnar sem gert er út frá Siglufirði, gerð og umsjón handbóka og þjálfunaráætlana fyrir siglingasvið og önnur tilfallandi verkefni sem snúa að rekstri varðskipa Landhelgisgæslunnar. Töluverður hluti starfsins fer fram á Siglufirði.
Lesa meira

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hornbrekka auglýsir lausar stöður

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hornbrekka auglýsir lausar stöður sumarið 2022
Lesa meira