Sundlaugar Fjallabyggðar

Gjaldskrá  2023   Gjaldskrá - viðauki   Opnunartími  Tarrif 2023  Opening hours

Fjallabyggð Sports Center are two:

 Í Fjallabyggð er öflugt íþróttastarf. Íþróttamiðstöðvar eru í báðum byggðakjörnum, í Ólafsfirði er útisundlaug og líkamsrækt. Á Siglufirði er inni sundlaug og líkamsrækt

Sundhöllin á Siglufirði, 

Hvanneyrarbraut 52
Sími: 464 9170 / 857 5911

Sundhöllin á Siglufirði er innilaug  10 x 25 metrar.  Á útisvæði er stór pottur með nuddi, kalt kar og sauna.

ATH! Sölu ofan í laugarnar lýkur 15 mínútum fyrir lokun. 

Staðsetning sundlaugar á korti

Sundlaugin í Ólafsfirði

Tjarnarstíg 1
Sími: 464 9250 / 857 5911

Á Ólafsfirði er úti sundlaug 8x25m, tveir heitir pottar annar 38° og hinn 40°  og er 38° potturinn með nuddi.  Sauna og kalt kar. Einnig er góð aðstaða fyrir barnafólk og hægt að velja að fara í fosslaugina og barnalaugina og síðast en ekki síst rennibrautirnar tvær. Önnur er snákur sem er 3,5 metrar en sú stærri er 52,5 metrar og er svarthol.

ATH! Sölu ofan í laugarnar lýkur 15 mínútum fyrir lokun. 

Staðsetning sundlaugar á korti

 

Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar

Á Siglufirði er fjölnota íþróttasalur, tækjasalur.  
Í Ólafsfirði er löglegt íþróttahús og ágætis tækjasalur.

 

 

Vetrar opnun Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar gildir frá 3. september

Forstöðumaður Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar

Skarphéðinn Þórsson

Forstöðumaður íþróttamiðstöðva

Starfsmenn

Nafn Starfsheiti Netfang

Íþróttamiðstöðvar

Fréttir

29 ára farsælt starf að baki

Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja og Vinnuskóla Fjallabyggðar lét af störfum um síðustu áramót. Haukur hefur starfað sem forstöðumaður íþróttamannvirkja síðustu 29 ár, fyrst fyrir Ólafsfjarðarkaupstað og síðar Fjallabyggð. Að auki hefur Haukur veitt Vinnuskóla Fjallabyggðar forstöðu síðustu ár og þá hafði hann umsjón með félagsmiðstöðinni Neon um árabil.
Lesa meira

Skarphéðinn Þórsson ráðinn forstöðumaður Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar

Skarphéðinn Þórsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar, sem var auglýst laust til umsóknar 16. nóvember sl. Átta umsóknir bárust um starfið. Skarphéðinn mun hefja störf í byrjun næsta árs og tekur við af Hauki Sigurðssyni sem lætur af störfum eftir 29 ára farsælt starf.
Lesa meira

Landátakinu "Syndum" er lokið

Landsátakinu Syndum er lokið. Þátttakendur í átakinu sem skráð sig inn á síðuna syndum.is syntu samanlagt 11.202,04 km Syndum var heilsu- og hvatningarátak sem höfðaði til allra landsmanna. Sund er fyrir alla óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sund er heilsubætandi og góð leið til að styrkja hjarta- og æðakerfið, lungu og vöðva líkamans
Lesa meira

Forstöðumaður Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar

Fjallabyggð auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar.
Lesa meira

Landsátak í sundi 1.- 30. nóvember

Taktu þátt í að synda hringinn í kringum landið. Allir þátttakendur fara í pott og geta unnið vegleg verðlaun. Skráðu þína sundvegalengd á syndum.is
Lesa meira