Íþróttamiðstöðvar / sundlaugar

 Gjaldskrá 2020 Gjaldskrá  2020 - viðauki Gjaldskrá 2019 

Í Fjallabyggð er öflugt íþróttastarf. Íþróttamiðstöðvar eru í báðum byggðakjörnum, í Ólafsfirði er útisundlaug og líkamsrækt. Á Siglufirði er inni sundlaug og líkamsrækt

Íþróttamiðstöðin á Siglufirði, Hvanneyrarbraut 52 og Íþróttamiðstöðin í Ólafsfirði, Tjarnarstíg 1

Opnunartímar Íþróttamiðstöðva um jól og áramót má sjá í flipa hér fyrir ofan.

Almennir opnunartímar eru eftirfarandi: 


Smellið á myndina til að stækka.

ATH! Sölu ofan í laugarnar lýkur 15 mínútum fyrir lokun. 

Opening hours of sports centers from September 2019 to May 2020

 

NOTE! The sale at the pools ends 15 minutes before closing.

Á Siglufirði er fjölnota íþróttasalur, tækjasalur. Sundöllin á Siglufirði er innilaug  10 x 25 metrar.  Á útisvæði er stór pottur með nuddi og sauna.

Staðsetning Sundhallar Siglufjarðar á korti

Á Ólafsfirði er úti sundlaug 8 x 25 m, 2 heitir pottar 38° og 40°  og er annar m/nuddi.  Einnig er góð aðstaða fyrir barnafólk og hægt að velja að fara í fosslaugina og barnalaugina og síðast en ekki síst rennibrautirnar tvær. Önnur er snákur sem er 3,5 metrar en sú stærri er 52,5 metrar og er svarthol. Hún er mjög vinsæl

Löglegt íþróttahús er á staðnum og ágætis tækjasalur.

Staðsetning sundlaugar  Ólafsfjarðar á korti

Forstöðumaður Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar er Haukur Sigurðsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, netfang: haukur@fjallabyggd.is

Tengiliður

Haukur Sigurðsson

Forst.maður íþr.mannvirkja og vinnuskóla

Fréttir

Skráning hafin í Frístund á vorönn 2020

Áfram verður nemendum í 1.-4. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar gefinn kostur á frístundarstarfi strax að loknum skólatíma kl. 13.35 - 14.35. Starfið er fjölbreytt og í samstarfi við íþróttafélög og tónlistarskólann. Nemendur eru skráðir í frístundarstarfið hálfan vetur í einu. Í undanteknum tilvikum, ef gild ástæða er til, er hægt að endurskoða skráningu 25.-27. hvers mánaðar og tæki breytingin þá gildi um næstu mánaðarmót á eftir.
Lesa meira

Skólahald í Leikskóla -, Tónlistarskóla - og Grunnskóla Fjallabyggðar fellur niður á morgun miðvikudag

Í ljósi spár um versnandi veður og aukna ofankomu hefur verið tekin ákvörðun um að skólahald leikskóla , grunnskóla og tónlistarskóla í Fjallabyggð falli niður á morgun miðvikudaginn 11. desember. Þá eru foreldrar hvattir til að ná í börn sín við fyrsta tækifæri í leikskólann í dag.
Lesa meira

Viltu læra boltanudd?

Boltanudd er góð leið til að vinna sjálfur á bólguhnútum og þreyttum vöðvum. Heilsueflandi Fjallabyggð býður íbúum á stutt námskeið í boltanuddi. Þriðjudaginn 3. desember kl. 17:15 í íþróttasal Grunnskóla Fjallabyggðar við Norðurgötu Laugardaginn 7. desember kl. 10:00 í íþróttahúsinu Ólafsfirði Hvort námskeið er áætlað 45 mín. Í flestum tilfellum er nóg að mæta á annað námskeiðið en fólk er velkomið á bæði. Leiðbeinandi er Guðrún Ósk Gestsdóttir ÍAK einkaþjálfari.
Lesa meira

Breyting á tímatöflu skólarútu 6.-8. nóvember

Örlitlar breytingar verða á akstri skólarútu dagana 6.-8. nóvember vegna skipulagsdags og vetrarfrís grunnskólans. Á miðvikudag og fimmtudag falla út ferðir kl. 13:45 frá Siglufirði og kl. 14:20 frá Ólafsfirði og á föstudag falla út ferðir kl. 14:45 frá Siglufirði og kl. 15:25 frá Ólafsfirði.
Lesa meira

Opnunartími sundlauga verður lengdur til reynslu á þriðjudögum og fimmtudögum

Ákveðið var á 75. fundi Fræðslu- og frístundanefndar að lengja opnunartíma sundlauga á þriðjudögum og fimmtudögum til kl. 20:30 á Siglufirði og til kl. 20:00 í Ólafsfirði. Tillöguna lagði fram Haukur Sigurðsson, forstöðumaður íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar.
Lesa meira