Íþróttamiðstöðvar / sundlaugar

 Gjaldskrá 2020 Gjaldskrá  2020 - viðauki Opnunartímar vorið 2020

Í Fjallabyggð er öflugt íþróttastarf. Íþróttamiðstöðvar eru í báðum byggðakjörnum, í Ólafsfirði er útisundlaug og líkamsrækt. Á Siglufirði er inni sundlaug og líkamsrækt

Íþróttamiðstöðin á Siglufirði, Hvanneyrarbraut 52 og Íþróttamiðstöðin í Ólafsfirði, Tjarnarstíg 1

Athugið!  Tímbundin breyting á opnun Íþróttaviðstöðva Fjallabyggðar frá 16. - 23. mars nk.

Almennir opnunartímar eru eftirfarandi: 

Smellið á myndina til að stækka.

Athugið að opnunartími líkamsræktar, íþróttasalar og sundlaugar er ekki sá sami á þriðjudögum og fimmtudögum en þá lokar líkamsræktin fyrr en sundlaugin!

ATH! Sölu ofan í laugarnar lýkur 15 mínútum fyrir lokun. 

Opening hours of sports centers from January to May 2020

 

NOTE! The sale at the pools ends 15 minutes before closing.

Á Siglufirði er fjölnota íþróttasalur, tækjasalur. Sundöllin á Siglufirði er innilaug  10 x 25 metrar.  Á útisvæði er stór pottur með nuddi og sauna.

Staðsetning Sundhallar Siglufjarðar á korti

Á Ólafsfirði er úti sundlaug 8 x 25 m, 2 heitir pottar 38° og 40°  og er annar m/nuddi.  Einnig er góð aðstaða fyrir barnafólk og hægt að velja að fara í fosslaugina og barnalaugina og síðast en ekki síst rennibrautirnar tvær. Önnur er snákur sem er 3,5 metrar en sú stærri er 52,5 metrar og er svarthol. Hún er mjög vinsæl

Löglegt íþróttahús er á staðnum og ágætis tækjasalur.

Staðsetning sundlaugar  Ólafsfjarðar á korti

Forstöðumaður Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar er Haukur Sigurðsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, netfang: haukur@fjallabyggd.is

Tengiliður

Haukur Sigurðsson

Forst.maður íþr.mannvirkja og vinnuskóla

Fréttir

Sundlaugum Fjallabyggðar lokað vegna Covid-19

Hertar takmarkanir á samkomum – mörkin sett við 20 manns. Ákveðið að loka sundlaugum Fjallabyggðar á meðan á samkomubanni stendur. Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar og þar með talið sundlaugar verða því lokaðar frá og með 23. mars. 2020 [Meira]
Lesa meira

Lokun líkamsrækta og íþróttasala Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar

Heilbrigðisráðuneytið, í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið, gaf í gær út leiðbeinandi viðmið um hvernig beri að túlka takmörkun á samkomum og skólastarfi í tengslum við íþrótta- og æskulýðsstarf. Mælst er til þess að hlé verði gert á öllu íþrótta- og æskulýðsstarfi sem felur í sér blöndun hópa, nálægð við aðra og snertingu þar til takmörkun skólastarfs lýkur. [Meira]
Lesa meira

Athugið - Tímabundin breyting á opnunartíma Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar

Athugið að tímibundinn breyting verður á opnunartíma Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar frá 16. - 23. mars nk. Vegna aðstæðna í samfélaginu er nauðsynlegt að taka alþrif á líkamsrækt og helstu smitflötum íþróttamiðstöðva alla virka daga milli 13.00-15:00.
Lesa meira

Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar - tilkynning

Ráðstafanir vegna samkomubanns næstu vikur vegna Covid – 19 veirunnar. Opnunartími verður eins og verið hefur í sundlaug og rækt, nema að lokað verður á milli kl. 13:00 – 15:00 alla virka daga vikunar vegna aukaþrifa. Íþróttasalur verður lokaður í dag og á morgun á meðan unnið er að nýju skipulagi. [Meira]
Lesa meira

Öskudagsskemmtun í íþróttahúsinu í Ólafsfirði

Skíðafélag Ólafsfjarðar verður með öskudagsskemmtun í íþróttahúsinu í Ólafsfirði á öskudag, 26. febrúar kl. 14:15-15:15. Kötturinn verður sleginn úr tunnunni og þrautabraut verður í boði. Rúta fer frá Siglufirði (grunnskólanum) kl. 13:45 og frá Ólafsfirði (grunnskólanum) kl. 15:25. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.
Lesa meira