Íþróttamiðstöðvar / sundlaugar

Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar eru tvær:

Íþróttamiðstöðin á Siglufirði

Fjölnota íþróttasalur, tækjasalur. 
Sundhöllin á Siglufirði er innilaug  10 x 25 metrar.  Á útisvæði er stór pottur með nuddi og sauna.

Sími: 
464-9170  

Staðsetning Sundhallar Siglufjarðar á korti

Íþróttamiðstöðin í Ólafsfirði

Við Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar Ólafsfirði er sundlaug 8 x25 metrar, 2 heitir pottar 38° og 40° heitir og er annar m/nuddi.
Fosslaug og barnalaug eru vinsælar og síðast en ekki síst rennibrautirnar tvær. Önnur er snákur sem er 3,5 metrar en sú stærri er 52,5 metrar og er svarthol. Hún er mjög vinsæl

Löglegt íþróttahús er á staðnum og ágætis tækjasalur.

Sundlaug Ólafsfjarðar var byggð í sjálfboðavinnu félaga í Íþróttafélaginu Sameiningu á árunum 1943 – 1945 og var síðan afhent Ólafsfjarðarbæ og hún vígð sunnudaginn 1. júlí 1945. Fyrst til að stinga sér í sundlaugina var Freydís Bernharðsdóttir þá 10 ára. Árið 2010 var sundlaugin og svæðið endurgert í núverandi mynd.


Sími: 464 9250 

Staðsetning sundlaugar  Ólafsfjarðar á korti

Forstöðumaður er Haukur Sigurðsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, netfang: haukur@fjallabyggd.is

Fjallabyggð auglýsir breyttan opnunartíma íþróttamiðstöðva frá og með 2. janúar 2019.

 Gjaldskrá íþróttamiðstöðva 2019

Gjaldskrá íþróttamiðstöðva 2018 - viðauki

 

 

 
 

Tengiliður

Haukur Sigurðsson

Forst.maður íþr.mannvirkja og vinnuskóla

Fréttir

Sigló Hótel - Benecta mót BF 2019

Blakmótið Sigló Hótel – Benecta mót Blakfélags Fjallabyggðar árið 2019 fer fram í Fjallabyggð um komandi helgi.
Lesa meira

Laust starf við Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar á Siglufirði

Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar á Siglufirði óskar eftir kvenmanni til starfa. Um er að ræða tímabundið 68% starfshlutfall við sundlaugarvörslu, baðvörslu, hreingerningar og fleira. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. mars 2019.
Lesa meira

Endurnýjun á ljósabúnaði og uppsetning skiptitjalda í íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar

Endurnýjun á ljósabúnaði Ákveðið hefur verið að ráðast í endurnýjun á lýsingu i í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar og var áætlaður kostnaður við verkið kr. 8.440.714,- Leitað var tilboða í verkið og voru þau opnuð mánudaginn 14. janúar sl. í Ráðhúsi Fjallabyggðar. Eftirfarandi tilboð bárust:
Lesa meira

Frítt fyrir eldri borgara og öryrkja í líkamsrækt og sund

Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar hefur verið birt og er aðgengileg á heimasíðu Fjallabyggðar undir "Gjaldskrár".
Lesa meira

Lengri opnunartími Iþróttamiðstöðva Fjallabyggðar um helgar

Þann 2. janúar sl. breyttist opnunartími íþróttamiðstöðva um helgar. Um er að ræða tímabundna breytingu til reynslu fram að sumaropnun. Í tengslum við fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 ákvað bæjarstjórn að gera þessa breytingu og koma þannig til móts við óskir íbúa um aukna þjónustu
Lesa meira