Leikskóli Fjallabyggðar

Leikskóli Fjallabyggðar

Leikskólinn er fyrsta skólastigið (stig skólakerfisins) og upphaf skólagöngu barna (formlegrar menntunar einstaklinga.)

Leikskólar starfa samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008, reglugerð um starfsemi leikskóla nr. 655/2009 og aðalnámskrá leikskóla útgefinni af mennta- og menningarmálaráðuneytinu 2011.

Leikskóli Fjallabyggðar er opinn frá kl 7:45 - 16:15 alla virka daga.

Vefsíða leikskólanna

Leikskólar í Fjallabyggð eru tveir:

Leikskólinn Leikskálar

Leikskólinn Leikskálar var tekinn í notkun haustið 1993. Nú er hann hluti af Leikskóla Fjallabyggðar ásamt Leikhólum á Ólafsfirði frá árinu 2010. Í leikskólanum eru 81 barn á aldrinum 1-5 ára og deildirnar eru fimm, Nautaskál, Hvanneyrarskál, Skollaskál, Selskál og Núpaskál

Leikskálar eru til húsa að:

Brekkugötu 2, Siglufirði
Sími 464-9145

 

Leikskólinn Leikhólar

Leikskólinn Leikhólar var stofnaður 1982. Nú er hann hluti af Leikskóla Fjallabyggðar ásamt Leikskálum á Siglufirði. Í leikskólanum eru 44 börn á aldrinum 1-5 ára og deildirnar eru þrjár, Álfhóll, Hulduhóll og Tröllahóll.

Leikhólar eru til húsa að:

Ólafsvegi 25, Ólafsfirði
Sími 464-9240

 

Umsóknir um leikskólavist

Sótt er um skólavist á vef Leikskóla Fjallabyggðar

Leikskólinn Leikhólar í Ólafsfirði var stofnaður 1982. Nú er hann hluti af Leikskóla Fjallabyggðar ásamt Leikskálum á Siglufirði. Á Leikhólum eru u.þ.b. 40 börn á aldrinum 1-5 ára hverju sinni og á Leikskálum eru 65-75 nemendur.

Nánari upplýsingar um Leikskóla Fjallabyggðar er að finna í foreldrahandbók skólans og í skólanámskrá.

Foreldrahandbók

Leikskólagjöld

Leikskólagjöld eru innheimt samkvæmt gjaldskrá. Veittur er systkinaafsláttur vegna systkina sem eru samtímis í leikskóla. Til að njóta  systkinaafsláttar þurfa börn innan sömu fjölskyldu að vera skráð á kennitölu sama forráðamanns og með sameiginlegt lögheimili. Foreldrar greiða fullt fæðisgjald fyrir öll börn.

Systkinaafsláttur er veittur vegna barna á forræði forráðamanns/manna sem hér segir, að því tilskildu að þau eigi sameiginlegt lögheimili í Fjallabyggð:

  • 50% afsláttur vegna 2. barns
  • 75%afsláttur vegna 3. barns
  • 100% afsláttur vegna 4. barns og þar umfram.

Einstæðir foreldrar fá 30% afslátt af leikskólagjaldi fyrsta barns.

Gjaldskrá Leikskóla Fjallabyggðar

Allar nánari upplýsingar um skráningar- og innritunarreglur fyrir Leikskóla Fjallabyggðar má finna hér.

Tengiliðir

Kristín M H Karlsdóttir

Leikskólastjóri

Björk Óladóttir

Aðstoðarleikskólastjóri

Vibekka Arnardóttir

Aðstoðarleikskólastjóri

Guðný Huld Árnadóttir

Aðstoðarleikskólastjóri