Leikskólar Fjallabyggðar

Gjaldskrá 2020  Gjaldskrá 2021Skólanámskrá Vefsíða leikskólanna

Leikskólinn er fyrsta skólastigið (stig skólakerfisins) og upphaf skólagöngu barna (formlegrar menntunar einstaklinga.)   

Leikskólar starfa samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008,  reglugerð um starfsemi leikskóla nr. 655/2009  og aðalnámskrá leikskóla útgefinni af mennta- og menningarmálaráðuneytinu 2011.

Leikskóli Fjallabyggðar er opinn frá kl 7:45 - 16:15 alla virka daga.

Leikskólar í Fjallabyggð eru tveir:

Leikskólinn Leikskálar

Leikskólinn Leikskálar var tekinn í notkun haustið 1993. Nú er hann hluti af Leikskóla Fjallabyggðar ásamt Leikhólum á Ólafsfirði frá árinu 2010. Í leikskólanum eru 81 barn á aldrinum 1-5 ára og deildirnar eru fimm, Nautaskál, Hvanneyrarskál, Skollaskál, Selskál og Núpaskál

Handbók foreldra Leikskála

Leikskálar eru til húsa að:  

Brekkugötu 2, Siglufirði
Sími 464-9145

Leikskólinn Leikhólar

Leikskólinn Leikhólar var stofnaður 1982. Nú er hann hluti af Leikskóla Fjallabyggðar ásamt Leikskálum á Siglufirði. Í leikskólanum eru 44 börn á aldrinum 1-5 ára og deildirnar eru þrjár, Álfhóll, Hulduhóll og Tröllahóll.

Handbók foreldra Leikhóla

Leikhólar eru til húsa að:  

Ólafsvegi 25, Ólafsfirði
Sími 464-9240

Umsóknir um leikskólavist

 • Leikskóli Fjallabyggðar býður upp á leikskólanám fyrir börn frá tveggja ára aldri. Heimilt er að veita börnum yngri en tveggja ára leikskóladvöl ef það fellur að skipulagi skólastarfs viðkomandi leikskóla. 
 • Leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri annast innritun barna í leikskóla Fjallabyggðar. Að jafnaði skal miða við að leikskóladvöl hefjist eftir sumarlokun leikskóla.
 • Sækja þarf um leikskóladvöl á sérstöku umsóknareyðublaði sem aðgengilegt er á heimasíðum leikskólanna (sjá ofar). Mikilvægt er að umsóknin sé vel útfyllt.
 • Öllum foreldrum er heimilt að sækja um leikskóla fyrir börn sín í Fjallabyggð óháð lögheimili en lögheimili í Fjallabyggð er skilyrði þess að barn geti hafið leikskólagöngu sína við Leikskóla Fjallabyggðar.
 • Hægt er að sækja um tímabundna undanþágu vegna barns sem á lögheimili í öðru sveitarfélagi, enda liggi fyrir gildar ástæður s.s. námsdvöl foreldra í Fjallabyggð eða tímabundin fósturvistun á vegum barnaverndar. Í slíkum tilfellum þarf að liggja fyrir samþykki lögheimilissveitarfélags um greiðslu til Fjallabyggðar á leikskólagjaldi fyrir barnið, samkvæmt viðmiðunargjaldi Sambands íslenskra sveitarfélaga og samþykki Fjallabyggðar um undanþágu frá lögheimilisskráningu. Undanþága er einungis veitt eitt skólaár í senn.
 • Inntaka barna er háð því skilyrði að foreldri sé ekki í vanskilum við Fjallabyggð vegna leikskólagjalda. 
 • Leikskólaplássum er úthlutað ef öllum skilyrðum er fullnægt, eftir dagsetningu umsóknar, skipulagi leikskóla og reglum um forgang

Leikskólagjöld

Leikskólagjöld eru innheimt samkvæmt gjaldskrá. Veittur er systkinaafsláttur vegna systkina sem eru samtímis í leikskóla. Til að njóta  systkinaafsláttar þurfa börn innan sömu fjölskyldu að vera skráð á kennitölu sama forráðamanns og með sameiginlegt lögheimili. Foreldrar greiða fullt fæðisgjald fyrir öll börn.

 • Yngsta barn fullt gjald.
 • Annað barn 30% afsláttur.
 • Þriðja barn 50 % afsláttur.
 • Fjórða barn 75% afsláttur.
 • Fimmta barn 100% afsláttur.

Allar nánari upplýsingar um skráningar- og innritunarreglur fyrir Leikskóla Fjallabyggðar má lesa og prenta út hér.

Tengiliðir

Olga Gísladóttir

Leikskólastjóri

Kristín M H Karlsdóttir

Aðstoðarleikskólastjóri

Fréttir

Tilkynning til foreldra/forsjáraðila barna í Leikskóla Fjallabyggðar

Á morgun mánudag 2. nóvember lokum við klukkan 12:00 vegna skipulagsdags. Ástæðan er að við þurfum að bregðast við nýrri reglugerð um skólastarf vegna covid. Foreldrar fá svo nánari upplýsingar um skólastarfið eftir skipulagsdaginn.
Lesa meira

Framkvæmdum og endurbótum er lokið við skólalóðir Leikskóla Fjallabyggðar

Framkvæmdum og endurbótum er lokið við skólalóðir Leikskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði og á Siglufirði og eru þær hinar glæsilegustu.
Lesa meira

Starfsmenn leikskóla

Nafn Starfsheiti Netfang

Leikskólar