Bæjarráð

Valdsvið
Bæjarráð Fjallabyggðar er byggðarráð sveitarfélagsins skv. 38. grein sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Bæjarráð hefur heimild bæjarstjórnar til að fullnaðarafgreiða mál sem ekki varða verulega fjárhag bæjarsjóðs eða stofnana hans enda sé ekki ágreiningur milli bæjarráðsmanna eða við bæjarstjóra um slíka afgreiðslu.

Bæjarráð fer með fullt vald yfir stjórn sveitarfélagsins í sumarleyfi bæjarstjórnar.

Bæjarráð er fjölskipað stjórnvald. Fulltrúar hlutast ekki til um starfsemi sveitarfélagsins í málefnum sem bæjarráði eru falin nema á fundum bæjarráðs. Þó getur ráðið falið fulltrúa að vinna að undirbúningi máls með starfsmanni enda felist engar ákvarðanir í þeirri vinnu.

Málaflokkar
Bæjarráð hefur umsjón með fjármála- og framkvæmdastjórn Fjallabyggðar, stjórnsýslu Fjallabyggðar og öðrum þeim málefnum sem falin eru ráðinu til afgreiðslu.

Fundargerðir bæjarráðs

Erindisbréf bæjarráðs Fjallabyggðar 

Erindi til bæjarráðs

Nafn Starfsheiti Netfang

Aðalmenn

Varamenn