Næstu viðburðir

6. desember kl. 19:30-22
Jólabærinn Ólafsfjöður auglýsir. Jólasveinasýning Egils Sigvaldasonar í Pálshúsi föstudaginn 6. desember frá kl. 19:30-22:00 Allir velkomnir.
6. desember kl. 20-22
Jólakvöldið í miðbæ Ólafsfjarðar þann 6. desember nk. Nú er um að gera fyrir t.d. Ólafsfirðinga nær og fjær að gera sér ferð í fjörðinn fagra og í því samhengi má benda á að bæði Höllin veitingahús og Kaffi Klara eru með jólahlaðborð laugardagskvöldið 7. desember. (Borðapantanir)
8. desember kl. 11-12
Kynslóðir mætast - Aðventustund fjölskyldunnar í Ólafsfjarðarkirkju kl. 11.
8. desember kl. 14:30-15:30
Alþýðuhúsið á Siglufirði. Sunnudagskaffi með skapandi fólki. Kynning og upplestur úr Pastel, nýútgefnum bókverkum á vegum Flóru á Akureyri.
10. desember kl. 17-18:30
Jólatónleikar í Bergi kl. 16:30 - 17:30 og í Siglufjarðarkirkju kl. 17:00 - 18:30. Allir velkomnir!
11. desember kl. 16-17
Jólatónleikar Tónlistarskólans á Tröllaskaga á HSN Sjúkrahúsi Siglufjarðar frá kl. 16:00-17:00 Allir velkomnir!
11. desember kl. 20-21
Syngjum saman jólasálmana kl. 20 í Ólafsfjarðarkirkju. Hver er þinn uppáhaldssálmur? Langar þig að læra einhverja nýja? Heitt súkkulaði og smákökur. Tökum frá stund á aðventunni til að kyrra hugann, hitta vini og næra líkama og sál.
12. desember kl. 20-22
Dúkkulísurnar ætla enn á ný að fagna jólum víða um land. Glæný Dúkkulísu jólalög í bland við hin gömlu góðu jólalög og að sjálfsögðu verður nóg af rokki. Svarthvíta hetjan og Pamela í Dallas rokk og ról um heilög jól - gerist varla betra! Með í för verða gestirnir og heiðursmennirnir Magni og Stebbi Jak. Jól sko! verða á Kaffi Rauðku, Siglufirði þann 12.desember klukkan 20:00 Miðaverð kr. 4900 Miðasala á www.midi.is frá 1.október.
13. desember kl. 17-18
Einar Mikael töframaður hefur notið ómældra vinsælda meðal yngstu kynslóðarinnar. Töfrar og sjónhverfingar er ný sýning sem er troðfull af ótrúlegum töfrabrögðum og mögnuðum sjónhverfingum. Einar leyfir áhorfendum að taka virkan þátt í sýningunni og velur hann oftar en ekki unga áhorfendur úr sal til að aðstoða hann í töfrabrögðunum nú er um að gera að nýta tækifærið og sjá Einar Mikael með öll sín bestu atriði.
17. desember kl. 20-22
Hannyrðarkvöld á bókasafninu Siglufirði milli kl. 20:00 - 22:00. Opið á safninu á sama tíma.
23. desember kl. 18-21
Hin árlega bögglamóttaka KF verður í Kiwanishúsinu á Siglufirði mánudaginn 23. desember frá kl. 18:00-21.00