Næstu viðburðir

1. mars kl. 14:30-15:30
Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Sunnudaginn 1. Mars kl. 14.30 - 15.30 mun tónlistamaðurinn Framfari leika af fingrum fram á húsflygilinn. Framfari hefur áður komið fram á tónleikum í Alþýðuhúsinu bæði einn og sér og með tónlistamanninum Rafnari. Framfari samdi tónlist fyrir kvikmyndina Af jörðu ertu kominn sem frumsýnd var síðastliðið sumar, og hefur tekið þátt í ýmsum listviðburðum og tónleikum að undanförnu. Stundin verður spuni í tíma og rúmi þar sem kaffigestir verða þátttakendur í upptöku. Að vanda verður boðið uppá kaffi og meðlæti og tækifæri til að spjalla við listamanninn. Verið velkomin að eiga með okkur ljúft sunnudagssíðdegi. Uppbyggingarsjóður Eyþings, Fjallabyggð, Aðalbakarí, Tannlæknastofa Kristjáns Víkingssonar, Kjörbúðin og Eyrarrósin styrkja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
1. mars kl. 20-21:30
Stýrihópur um Heilsueflandi samfélag býður íbúum Fjallabyggðar á opið dansnámskeið sem haldið verður í Tjarnarborg. Námskeiðið verður 6 sunnudagskvöld kl. 20:00 – 21:30, í fyrsta sinn sunnudaginn 9. febrúar. Danskennari verður Ingunn Hallgrímsdóttir. Þátttaka er endurgjaldslaus.
7. mars kl. 14-17
Stórlistakonan Hulda Hákon opnar sýningu í kompunni og boðið verður í Sunnudagskaffi með skapandi fólki. Sýning Huldu verður opin til 22. mars nk. Hulda Hákon er fædd í Reykjavík árið 1956. Eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum við Tjörnina nam hún við Nýlistadeild Myndlista- og handíðaskólans í Reykjavík. Þaðan fór hún til New York og stundaði framhaldsnám við School of Visual Arts og flutti heim að loknu námi árið 1985. Verk Huldu er víða að finna, meðal annars í safneignum helstu listasafna landsins, Kiasma-samtímalistasafninu í Helsinki, Listasafni Malmöborgar í Svíþjóð og einkasöfnum víða um heim.
27.-29. mars
Siglo Freeride verður haldin 27. - 29. mars 2020 á Siglufirði. Keppnin verður 2 stjörnu keppni haldinn í samstarfi við Freeride World Tour. Opnað hefur verið fyrir skráningu keppenda, finna má allar frekari upplýsingar um skráningu er að finna á www.siglofreeride.is. Keppt verður í karla og kvenna flokki fullorðina og unglinga.
28. mars kl. 11-20:30
Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg heldur hið frábæra Fjallaskíðamót, Super Troll Ski Race, í sjötta skiptið.
29. mars kl. 17-18
Dægurlagamessa í Siglufjarðarkirkju 29. mars 2020, klukkan 17:00. Karlakór Fjallabyggðar syngur.
29. mars kl. 20-21:30
Stýrihópur um Heilsueflandi samfélag býður íbúum Fjallabyggðar á opið dansnámskeið sem haldið verður í Tjarnarborg. Námskeiðið verður 6 sunnudagskvöld kl. 20:00 – 21:30, í fyrsta sinn sunnudaginn 9. febrúar. Danskennari verður Ingunn Hallgrímsdóttir. Þátttaka er endurgjaldslaus.
29. mars kl. 20-21:30
Stýrihópur um Heilsueflandi samfélag býður íbúum Fjallabyggðar á opið dansnámskeið sem haldið verður í Tjarnarborg. Námskeiðið verður 6 sunnudagskvöld kl. 20:00 – 21:30, í fyrsta sinn sunnudaginn 9. febrúar. Danskennari verður Ingunn Hallgrímsdóttir. Þátttaka er endurgjaldslaus.
9.-13. apríl
Páskafjör á skíðasvæðum Fjallabyggðar, Skarðsdal Siglufirði og Tindaöxl Ólafsfirði. 9. - 13. apríl Í Fjallabyggð eru ein bestu skíðasvæði landsins. Um páskana verður mikið um að vera og fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna á skíðasvæðum.
10.-11. apríl
Páskadagskráin í Alþýðuhúsinu á Siglufirði verður mögnuð. Á föstudaginn langa 10. apríl opnar Páll Haukur Björnsson sýningu í Kompunni og 5 Flux Factory listamenn Will Owen frá New York sjá um árlega gjörningadagskrá. Laugardaginn 11. apríl mun svo Ásdís Sif Gunnarsdóttir opna sýningu í Segli 67 og síðdegis verður Davíð Þór Jónsson með tónleika í Alþýðuhúsinu, þar sem hann býður einnig gestum til leiks. Í mars kemur stórlistakonan Hulda Hákon og opnar sýningu í kompunni og boðið verður í Sunnudagskaffi með skapandi fólki.
10.-26. apríl
Sýningaropnun í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Páll Haukur Björnsson. Nánar auglýst síðar. Páll Haukur Björnsson (1981) útskrifaðist með BFA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2008 og lauk meistaragráðu frá California Institute of the Arts árið 2013. Hann hefur sýnt verk og gjörninga víða, á einka- og samsýningum á Íslandi, í Bandaríkjunum og Evrópu.
2.-17. maí
Sýningaropnun Jay Pasila í Kompunni Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Nánar auglýst síðar.
5.- 7. júní
Mikið verður um dýrðir í Ólafsfirði sjómannadagshelgina að venju. Sjómannadagurinn hefur lengi verið haldinn hátíðlegur í Ólafsfirði þar sem lögð hefur verið áhersla á að gera daginn og helgina alla að fjölskylduhátíð fyrir íbúa og gesti