Næstu viðburðir

29.-31. maí
Sýningaropnun Lundabúðin vatnslitamyndir Örlygs Kristfinnssonar í Söluturninum Aðalgötu 23 Siglufirði. Sýningin verður opnuð kl. 15:oo-17:00 föstudaginn 29. maí. Sýningin verður opin til 31. maí Örlygur Kristfinnsson sýnir vatnslitamyndir um líf og dauða geirfuglsins. Örlygur stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1969-73, var myndlistarkennari í 20 ár og safnstjóri Síldarminjasafns Íslands önnur 20 ár.
29.-31. maí
29. - 31. maí 2020 - Leysingar. Gjörningar, sýningar, ljóð, joga og tónleikar á vegum Alþýðuhússins á Siglufirði.
30. maí - 26. júlí
Pálshús Ólafsfirði - Sýningaropnun Árni Rúnar Sverrisson myndlistasýningin “ Ferðasaga” laugardaginn 30. maí kl. 14:00. Sýningin er opin á opnunartíma Pálshúss og stendur til 26. júlí. Árni Rúnar Sverrisson (f. 1957) lærði myndlist í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Mynlistarskóla Reykjavíkur og hefur sýnt mikið frá því hann hélt sína fyrstu einkasýningu á Mokka 1989. Árið 1999 dvaldi hann á Sikiley þar sem hann starfaði að list sinni en hefur fyrst og fremst unnið og sýnt á Íslandi þar sem hann á að baki á þriðja tug einkasýninga auk þess sem hann hefur tekið þátt í samsýningum og samkeppnum.
5.- 7. júní
Mikið verður um dýrðir í Ólafsfirði sjómannadagshelgina að venju. Sjómannadagurinn hefur lengi verið haldinn hátíðlegur í Ólafsfirði þar sem lögð hefur verið áhersla á að gera daginn og helgina alla að fjölskylduhátíð fyrir íbúa og gesti
25. júlí kl. 10-22
Trilludagar á Siglufirði helgina fyrir verslunarmannahelgi 25. júlí 2020