Næstu viðburðir

22. október kl. 20-22
Bókasafn Fjallabyggðar Siglufirði. Hannyrðakvöldin okkar skemmtilegu eru komin í gang. Hittumst annan hvern þriðjudag í bókasafninu á Siglufirði frá kl. 20:00-22:00. Bókasafnið er opið á sama tíma. Allir velkomnir - Heitt á könnunni. Hannrðakvöldin verða einnig: 5. og 19. nóvember, 3. og 17. desember
26. október kl. 23-02
Hið sívinsæla Landaband mun sjá til þess að þú skemmtir þér í Halloween veislu Rauðku! Glæsileg verðlaun verða fyrir flottasta búninginn! Dansað framá rauða nótt! Forsalan hefst 12.10 á Sigló Hótel, miðinn kostar aðeins 1500,- Það verður líka hægt að kaupa miða við hurðina á 2500,- Húsið opnar kl. 23:00
28. október kl. 16:30-17:30
Fyrsti viðtalstími bæjarfulltrúa verður mánudaginn 28. október nk. að Gránugötu 24, Siglufirði kl. 16:30-17:30. Til viðtals verða þau Ingibjörg G. Jónsdóttir, Tómas Atli Einarsson og Særún Hlín Laufeyjardóttir. Íbúar Fjallabyggðar eru hvattir til að koma og hitta bæjarfulltrúa og ræða málefni sveitarfélagsins.
30. október
Útlaginn leiksýning Elfars Loga Hannessonar verður sýnd nemendur 6.-10. bekkjar miðvikudaginn 30. október nk. Hér er um þrjá einleikir að ræða í einni sýningu. Verkin þrjú sem sýnd verða eru verðlaunaleikurinn Gísli Súrsson, hinn ómótstæðilegi Grettir og loks sjálfur Fjalla-Eyvindur. Einleikirnir eiga það sameiginlegt að fjalla um útlaga; þrjá þekktustu útlaga Íslandssögunnar. Leikari í öllum þremur verkunum er hinn margslungni Elfar Logi Hannesson.
1. nóvember kl. 20-23
Jógvan, Matti og Vignir Snær flytja helstu smelli Eagles á Kaffi Rauðku 1. nóvember! The Eagles þarf varla að kynna fyrir neinum en hún er ein vinsælasta hljómsveit fyrr og síðar. The Eagles hefur selt yfir 200 milljón hljómplötur á heimsvísu, en bandið var stofnað árið 1971 og er enn starfandi í dag.
5. nóvember kl. 20-22
Hannyrðakvöld í bókasafninu á Siglufirði. Opið frá kl. 20:00 - 22:00. Vakin er athygli á því að bókasafnið er opið á sama tíma. Allir velkomnir - alltaf heitt á könnunni.
19. nóvember kl. 20-22
Bókasafn Fjallabyggðar Siglufirði. Hannyrðakvöldin okkar skemmtilegu eru komin í gang. Hittumst annan hvern þriðjudag í bókasafninu á Siglufirði frá kl. 20:00-22:00. Bókasafnið er opið á sama tíma. Allir velkomnir - Heitt á könnunni. Hannrðakvöldin verða einnig: 3. og 17. desember
25. nóvember kl. 16:30-17:30
Fyrsti viðtalstími bæjarfulltrúa verður mánudaginn 25. nóvember nk. að Ólafsvegi 4. Ólafsfirði kl. 16:30-17:30. Að þessu sinni taka þau Nanna Árnadóttir, Helga Helgadóttir og Jón Valgeir Baldursson á móti íbúum. Íbúar Fjallabyggðar eru hvattir til að koma og hitta bæjarfulltrúa og ræða málefni sveitarfélagsins.
3. desember kl. 20-22
Hannyrðakvöldin okkar skemmtilegu eru komin í gang. Hittumst annan hvern þriðjudag í bókasafninu á Siglufirði frá kl. 20:00-22:00. Bókasafnið er opið á sama tíma. Allir velkomnir - Heitt á könnunni.
12. desember kl. 20-22
Dúkkulísurnar ætla enn á ný að fagna jólum víða um land. Glæný Dúkkulísu jólalög í bland við hin gömlu góðu jólalög og að sjálfsögðu verður nóg af rokki. Svarthvíta hetjan og Pamela í Dallas rokk og ról um heilög jól - gerist varla betra! Með í för verða gestirnir og heiðursmennirnir Magni og Stebbi Jak. Jól sko! verða á Kaffi Rauðku, Siglufirði þann 12.desember klukkan 20:00 Miðaverð kr. 4900 Miðasala á www.midi.is frá 1.október.
17. desember kl. 20-22
Hannyrðarkvöld á bókasafninu Siglufirði milli kl. 20:00 - 22:00. Opið á safninu á sama tíma.