Næstu viðburðir

21.-27. janúar
Alþýðuhúsið dagana 14. - 27. janúar - Listasmiðja með útskriftarnemendum Listaháskóla Íslands í samstarfi við Herhúsið, Svörtu Kríuna og Segul 67. Nú er að skapast sú hefð að Listaháskóli Íslands sendir útskriftarnemendur sína til Siglufjarðar til að víkka sjóndeildarhringinn, skapa tengsl, efla hópandann og gefa af sér út í samfélagið. Þetta eru fyrstu skref listamannana til sjálfstæðs starfs undir leiðsögn Sindra Leifssonar og Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur. Áður sendi Listaháskólinn nemendur til Seyðisfjarðar, og var það mikil innspíting skapandi hugsunar í það samfélag. Nú byggjum við upp á Siglufirði og tökum vel á móti ungu listamönnunum.
22. janúar kl. 12-13
Á félagsvísindatorgi vikunnar verður fjallað um mun á framistöðu nemenda á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt PISA frá 2003 til 2018. Yfirvöld menntamála hafa lengi dregið upp þá mynd að frammistaða nemenda sé lakari á landsbyggðinni með því að birta meðaltöl landshluta án frekara félagslegs samhengis þeirra. Gerð var línuleg aðhvarfsgreining á mun á frammistöðu á prófum í lesskilningi, stærðfræðilæsi og læsi á vísindi að teknu tilliti til þjóðfélagsstöðu og kyns. Í meirihluta tilvika kemur ekki fram munur á frammistöðu nemenda á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Þessi niðurstaða verður rædd í víðara byggðapólitísku ljósi.
Háskólinn á Akureyri
25.-26. janúar
Skáknámskeið í Fjallabyggð Námskeiðið fer fram dagana 25. og 26. janúar nk. á annarri hæð Ráðhúss Fjallabyggðar, Gránugötu 24.
25. janúar kl. 15-18
Síðastliðnar tvær vikur hafa útskriftarnemendur við myndlistardeild Listaháskóla Íslands dvalið á vegum Alþýðuhússins á Siglufirði. Nemendurnir hafa starfað undir handleiðslu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur og Sindra Leifssonar ásamt því að hafa kynnst heimamönnum og menningarstarfsemi í Siglufirði og Eyjafirði. Öll eruð þið hjartanlega velkomin á samsýningu þeirra 17 nemendur, einn fokkaði upp í Segli 67 (Vetrarbraut 8-10, 580 Siglufjörður), þar sem sýndur verður afrakstur síðustu vikna.
30. janúar kl. 17:30-18:30
Stórskemmtilegur fjölskyldusöngleikur frá Leikhópnum Lottu. Leikhópurinn Lotta er landsmönnum að góðu kunnur en hópurinn hefur frá árinu 2007 ferðast með sýningar sínar um landið þvert og endilangt. Lotta, sem hefur sérhæft sig í sýningum utandyra, er nú þriðja veturinn í röð komin inn í hlýjuna um allt land. Hópurinn setti Hans Klaufa fyrst upp árið 2010, en nú tíu árum síðar verður rykið dustað af þessu skemmtilega verki og fært nýjum og gömlum áhorfendum í glænýjum búningi.
6. febrúar kl. 18-20
Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2020, Elías Þorvaldsson, verður útnefndur við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 6. febrúar nk. í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði og hefst athöfnin kl. 18:00. Við sama tilefni verða afhentir menningarstyrkir Fjallabyggðar fyrir árið 2020.
28. mars kl. 11-23
Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg heldur hið frábæra Fjallaskíðamót, Super Troll Ski Race, í sjötta skiptið.