13.-15. september
Listasýning í nýja galleríinu okkar, Gallerí Anddyri. Pia Rakel Sverrisdóttir myndlistakona frá Siglufirði sýnir bæði teikningar og glerverk á sýningu sinni Frosin stund.
Verið hjartanlega velkomin í Menningarhúsið Berg á Dalvík
13.-23. september
Opnað hefur verið fyrir styrkumsóknir, innsendar ábendingar, tillögur og eða erindi árið 2025.
11. september - 16. október
Opið er fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra frá 11. september til kl. 12:00 þann 16. október.
6. september - 20. desember
Síldarkaffi býður heldri borgurum í Fjallabyggð til samverustunda í Salthúsinu alla föstudaga kl. 13:30.
18. september kl. 12-16
Velferðartæknimessa fer fram þann 18. september kl: 12:00 í Tjarnarborg Ólafsfirði. Kynningar á snjall- og velferðartæknilausnum sem auðvelda sjálfstæða búsetu í heimahúsi sem og lausnir sem nýtast stofnunum og stærri skipulagsheildum. Frábært tækifæri til að kynnast lausnum sem auðvelda lífið.
Tjarnarborg
11. desember kl. 19:30-21
Söngkonan og píanóleikarinn Guðrún Árný verður á flakki í desember með hugljúfa og einlæga jólatónleika ásamt strengjum og kórum úr heimabyggð.