Siglufjarðarhöfn

Siglufjarðarhöfn

er meðalstór fiski- og flutningahöfn með alla algenga hafnarþjónustu. Má þar nefna löndun afla, frysti og kæligeymslur, flutning afla á markað, afgreiðslu á eldsneyti og smurolíum.

Innsigling er greið, og dýpi í innsiglingu mikið.

Stærð og takmörk hafnarsvæðis fyrir Siglufjarðarhöfn eru:
Á sjó: Hafnarsvæði Siglufjarðarhafnar takmarkast af Siglunestá að austan í Djúpavog að vestan.
Á landi: Í samræmi við aðalskipulag fyrir Fjallabyggð á hverjum tíma.

Tæknilegar upplýsingar

Lengd bryggjukanta: 1.040,0 m
Dýpi við kant 9,0 m
Mesta dýpi við bryggju: 9,0 m á 155 m kafla
Kallrás 10 á vhf

 Höfnin er byggð í hálfhring í kringum eyrina og er umferð gangandi og akandi vegfarenda mikil um hafnarsvæðið.

Bryggjurnar eru tvær: 

Óskarsbryggja, sem er norðantil, er 155 m. löng og dýpi 8,5 m.
Hafnarbryggjan sem er syðst á Þormóðseyri, er 160 m. kantur og dýpi 9,0-9,5. m.

Frá Siglufirði eru gerðir út 1 rækjutogari, rúmlega 20 trillur og dekkbátar af stærðinni 3-50 bt. Einnig 1 frystiskip 3700t.

Hafnarvogin Gránugötu 5 b,  Siglufirði sími  464-9177. Hafnarvogin Námuvegi 1, Ólafsfirði sími  466-2184

Landsvæði hafnanna skiptast í:

  1. Hafnarbakka og bryggjur.
  2. Farmstöðvar og önnur afgreiðslusvæði.
  3. Götur.
  4. Lóðir, iðnaðar- og baksvæði.

Hafnarvogin Gránugötu 5 b, Siglufirði sími 464-9177. Hafnarvogin Námuvegi 1, Ólafsfirði sími 466-2184

Opnunartími Hafnavoga

Hafnarvogin Siglufirði:
Á tímabilinu 1. september – 31. ágúst frá kl. 08:00-17:00 virka daga.
Hafnarvogin Ólafsfirði:
Á tímabilinu 1. september - 31. ágúst frá kl. 08.00-17.00 virka daga.

Fyrir þjónustu hafnarvarða utan opnunartíma greiðist yfirvinna.

Fiskmarkaður Siglufjarðar


Mánagötu 2-4
580 Siglufjörður
Sími 422-2442
steini(hja)fiskmarkadur.is

Fiskmarkaður Norðurlands ehf

Ránarbraut 1,
620 Dalvík
Sími: 466 1140
Netfang: markadur@nordfisk.is

Björgunarsveitin Strákar


Tjarnargötu 18,
580 Siglufirði
Sími  467 1801

Vaktsími Fjallabyggðarhafna 852-2177 
Sími yfirhafnararðar 861-8839

Tengiliðir

Þórir Hákonarson

Bæjarstjóri