Bæjarráð Fjallabyggðar - 246. fundur - 14. febrúar 2012

Málsnúmer 1202007F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 76. fundur - 14.03.2012

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 246. fundur - 14. febrúar 2012
    Í tölvupósti frá Gunnari Trausta f.h. félagsskaparins Hafliða SI 2, er óskað eftir viðræðum við sveitarfélagið um framkvæmd afhendingar líkans af nýsköpunartogaranum Elliða SI 1, þann 21. júlí n.k. á Siglufirði.
    Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð 30 þúsund og felur menningafulltrúa að sjá um samskipti við félagið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 246. fundur - 14. febrúar 2012

    Þar sem húsaleigusamningi vegna Bylgjubyggðar 55 í Ólafsfirði hefur verið sagt upp og húsnæðið laust frá 1. apríl 2012, óskar skrifstofu- og fjármálastjóri eftir heimild til að setja umrædda húseign á sölu með möguleika á skammtímaleigu á meðan á söluferli stendur.
    Bæjarráð samþykkir söluheimild fyrir Bylgjubyggð 55 í Ólafsfirði.

    Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 246. fundur - 14. febrúar 2012
    Fyrir bæjarráði liggur minnisblað skrifstofu- og fjármálastjóra í sjö liðum um fasteignagjöld 2012, álagningu þeirra, álagningarprósentur, afsláttarreglur og vanskilainnheimtu.
    Við fjárhagsáætlunargerð 2012 var samþykkt að álagningarprósentur yrðu óbreyttar frá fyrra ári.
    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að semja um endurnýjun samnings um innheimtu vanskilakrafna við Momentum greiðsluþjónustu ehf. og Gjaldheimtunnar ehf.
    Bæjarráð samþykkir að taka til umfjöllunar álagningarprósentu á gripahús á skipulögðum svæðum í þéttbýli, þegar Alþingi hefur lokið umfjöllun um 3. grein laga um tekjustofna sveitarfélaga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 246. fundur - 14. febrúar 2012
    Tekinn til umfjöllunar samningur um lóðina Valló í Skarðsdal l.nr. 197278 undir sumarbústað, sem ekki fékkst þinglýstur á sínum tíma vegna búsetukvaðar.
    Gengið hefur verið tvívegis frá lóðarleigusamningi fyrir umrædda eign, sjá m.a. bókun frá 12. nóvember 2003.
    Fyrir bæjarráði liggja upplýsingar Umhverfisráðuneytisins frá 1994 vegna sambærilegs máls á Ísafirði, þar sem skilyrði við bústetu var takmarkað og þeirri kvöð þinglýst.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera breytingar á kvöðum sem uppfylla þinglýsingu á lóðarleigusamningi.
    Egill Rögnvaldsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV>Egill Rögnvaldsson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.<BR>Afgreiðsla 246. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV></DIV></DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 246. fundur - 14. febrúar 2012
    Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra umboð til að ganga frá stofnun byggingarreiknings í Arion banka fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar.
    Jafnframt var samþykkt úttektar og aðgangsheimild fyrir bæjarstjóra og skrifstofu- og fjármálastjóra.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Egill Rögnvaldsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 246. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.</DIV><DIV>Egill Rögnvaldsson, Sólrún Júlíusdóttir og Guðmundur Gauti Sveinsson sátu hjá.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 246. fundur - 14. febrúar 2012
    Í erindi Sýslumanns á Siglufirði er tilkynnt að rekstrarleyfi Tjarnarborgar í Ólafsfirði á grundvelli laga nr 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald renni út 1. mars n.k. 
    Bæjarráð samþykkir að sækja um endurnýjun rekstrarleyfis.
    Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 246. fundur - 14. febrúar 2012
    Lögfræðiálit lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 246. fundur - 14. febrúar 2012
    Lögð fram til kynningar ársskýrsla Slökkviliðs Fjallabyggðar fyrir árið 2011.
    Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 246. fundur - 14. febrúar 2012
    Í tilkynningu Íþrótta- og tómstundafulltrúa Fjallabyggðar, kemur fram tillaga um skipan Ungmennaráðs Fjallabyggðar.

    Aðalmenn verði:
    Brynja Sigurðardóttir MTR
    Guðni Brynjólfur Ásgeirsson MTR
    Sigurjón Ólafur Sigurðarson MTR
    Sveinn Andri Jóhannsson GF og
    Sigurbjörg Áróra Ásgeirsdóttir GF

    Varamenn:
    Marinó Jóhann Sigursteinsson GF
    Sigurður Björn Gunnarsson MTR
    Eva Rún Þorsteinsdóttir MTR og
    Magnús Andrésson MTR

    Kynningarfundur var haldinn í ráðhúsinu Siglufirði 13. febrúar, þar sem deildarstjórar funduðu með ungmennaráði.
    Bæjarráð vísar tillögu að nefndarskipan til bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 246. fundur - 14. febrúar 2012

    Skrifstofu- og fjármálastjóri lagði fram launayfirlit fyrir janúar 2012. Gerði hann grein fyrir helstu frávikum frá áætlun ársins.
    Niðurstaða launayfirlits er 104,7% eða um 3 m.kr. umfram áætlun.

    Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 246. fundur - 14. febrúar 2012
    Skrifstofu- og fjármálastjóri lagði fram lánayfirlit fyrir Fjallabyggð 31. janúar 2012. 
    Nettóstaða skulda er 858 milljónir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 246. fundur - 14. febrúar 2012
    Lagt fram til kynningar framkvæmdaáætlun vegna snjóflóðavarna í Siglufirði 2012-2020.
    Fyrirhugaður er fundur Umhverfisráðuneytis í næsta mánuði til yfirferðar á forsendum framkvæmdaáætlunarinnar.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir því að fulltrúi sveitarfélagsins fái að sækja þennan fund.
    Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 246. fundur - 14. febrúar 2012

    Atvinnuveganefnd Alþingis hefur sent til umsagnar frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (þjóðareign á nytjastofnum og nýtingarréttur), 408. mál.
    Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/140/s/0589.html

    Lagt fram til kynningar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 246. fundur - 14. febrúar 2012
    Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur sent til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011-2014, 343. mál. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/140/s/0419.html.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 246. fundur - 14. febrúar 2012
    Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur sent til umsagnar tillögu til þingsályktunar um tólf ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011-2022, 342. mál.
    Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/140/s/0418.html
     
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 246. fundur - 14. febrúar 2012
    Lagt fram bréf frá Norðurorku hf. dagsett 3. febrúar 2012, þar sem gerð er grein fyrir breytingum sem fyrirtækið ætlar að gera á mælabúnaði hitaveitu í Ólafsfirði á næstu vikum og mánuðum.
    Ætlunin er að skipta úr hemlum yfir í mæla hjá stærstu viðskiptavinum Norðurorku.
    Til lengri framtíðar er síðan horft til þess að skipt verði úr hemlum yfir í mæla í öllum húsum í Ólafsfirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.