7 - Héðinsfjörður - Rauðskörð - Kleifar

Vegalengd: 20 km
Leið: Héðinsfjörður - Víkurdalur - Rauðskarðsdalur - Syðri-Árdalur - Kleifar
Mesta hæð: 570 m.
Göngutími: 5-6 klst.
GPS: hedinsfjordur-olafsfj.gpx

Gönguleiðin um Rauðskarð er sú leið sem mest er farin úr Ólafsfirði og koma margir ferðamenn nú hvert sumar, bæði innlendir og erlendir, og leggja upp frá Kleifum eða koma til Kleifa úr Héðinsfirði og mjög algengt er líka að Héðinsfjörður sé aðeins viðkomustaður á leið ferðamanna frá Siglufirði eða Ólafsfirði.

Upphaf göngu er með sama hætti og leiðin um Rauðskörð til Ólafsfjarðar (sjá Héðinsfjörður til Ólafsfjarðar). Hér er um áhugaverða hringleið að ræða með upphaf og lok ferðar í Héðinsfirði. Leiðin er í lengra lagi sem dagleið, krefjandi en áhugaverð fyrir duglegt göngufólk. Þegar búið er að stikla yfir Rauðskarðsána, eins og lýst er í leiðinni Héðinsfjörður til Ólafsfjarðar, er ágætt að halda hæðinni utan í hlíðum Þverfjalls, ofan til þar sem heita Tungur, í átt til Syðri-Árdals. Greiðfært er inn dalinn og óþarfi að fara yfir ána.

 

Distance: 20 km
Route: Héðinsfjörður - Víkurdalur - Rauðskarðsdalur - Syðri-Árdalur - Kleifar
Highest altitude: 570 m.
Walking time: 5-6 hours.

GPS:
hedinsfjordur-olafsfj.gpx

The trail around Rauðskarð is the most traveled route from Ólafsfjörður, and many tourists now come every summer, both domestic and foreign, and leave from Kleif or come to Kleif from Héðinsfjörður, and it is also very common for Héðinsfjörður to be only a stopover on the way from tourists Siglufjörður or Ólafsfjörður.

The start of the walk is the same as the route via Rauðskörð to Ólaffjörður (see Héðinsfjörður to Ólaffjörður). This is an interesting circular route with the start and end of the journey in Héðinsfjörður. The route is longer as a day route, challenging but interesting for active hikers. When you have crossed Rauðskarðsána, as described in the route Hédinsfjörður to Ólaffjörður, it is good to keep the hill outside on the slopes of Þverfjall, up to where Tungur is, in the direction of Syðri-Árdal. You enter the valley and there is no need to cross the river.