Styrkir Fjallabyggðar

Fjallabyggð auglýsir einu sinni á ári styrki til menningartengdra verkefna, reksturs safna, setra, hátíðarhalda og stærri viðburða og úthlutar þeim samkvæmt reglum þessum með hliðsjón af menningarstefnu sveitarfélagsins. Framlag til úthlutunar er ákveðið við gerð fjárhagsáætlunar Fjallabyggðar ár hvert. 

Tekið er við umsóknum í eftirfarandi flokkum:

  • Styrkir til greiðslu fasteignaskatts (félög/félagasamtök)
  • Styrkir til menningarmála
  • Styrkir til fræðslumála
  • Styrkir til reksturs safna og setra
  • Styrkir til hátíða og stærri viðburða
  • Aðrir styrkir eða framlög

Markmið styrkveitinga er að styðja við menningarstarfsemi, metnaðarfull verkefni, listsköpun og viðburði í Fjallabyggð sem efla fjölbreytileika samfélagsins og jákvæða þróun.  

Sótt skal um styrki rafrænt á heimasíðu Fjallabyggðar „Þjónustugátt“ á þar til gerðum eyðublöðum. Umsókn án nauðsynlegra fylgigagna telst ófullnægjandi og kemur ekki til greina við úthlutun.  Styrkveiting felur ekki í sér fyrirheit um frekari skuldbindingu af hálfu sveitarfélagsins nema gerður sé sérstakur samningur þess efnis.

Styrkir til greiðslu fasteignaskatts (Félög/félagasamtök)

Reglur um afslátt af fasteignaskatti

Reglur Fjallabyggðar um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka

Rekstrarstyrkir til safna og setra

Starfandi safn eða setur getur sótt um styrk til reksturs meðal annars til að efla faglega starfsemi, til nýsköpunar, vegna daglegrar starfsemi, samstarf við félagasamtök, stofnanir eða aðra aðila í gegnum samninga um varðveislu og miðlun menningararfs. Skilyrði styrkveitingar er að um sé að ræða fasta starfsemi á ársgrundvelli í Fjallabyggð.  

Reglur Fjallabyggðar um úthlutun styrkja til reksturs safna og setra

Strykir til menningartendra verkefna, hátíðarhalda og stærri viðburða

Fjallabyggð veitir styrki til einstaklinga, hópa og félagssamtaka, til verkefna s.s. sýninga, námskeiða, fyrirlestra eða annarra menningartengdra verkefna, hátíða eða stærri viðburða sem fram fara innan Fjallabyggðar. Styrkveitingar geta verið í formi fjárstyrks, afnota af mannvirkjum og/eða munum Fjallabyggðar. 

Styrkir til menningartengdra verkefna og hátíða geta aldrei verið hærri fjárhæð en sem nemur helmingi (50%) alls kostnaðar. Styrkir vegna menningartengdra verkefna geta að hámarki orðið 500.000 kr. – Umsækjendur um styrk til menningartengdra verkefna þurfa að eiga lögheimili í Fjallabyggð. Ekki er veittur styrkur til uppbyggingar eða framkvæmda.  

Reglur Fjallabyggðar um úthlutun styrkja til menningartendra verkefna, hátíðarhalda og stærri viðburða

Rafrænt umsóknareyðublað á Þjónustugátt