10 - Botnaleið Siglufjörður / Ólafsfjörður

Vegalengd: 20-21 km
Leið: Siglufjörður - Hólsskarð - sunnan Ámárhyrnu - Möðruvallaháls - Skeggjabrekkudagur - Garður í Ólafsfirði  
Mesta hæð: 630 m.
Göngutími: 6-8 klst.

botnaleid-sigl-olafsfj.gpx
holsskard.gpx

Gangan hefst við bílastæðið við stífluna í botni Hólsdals í Siglufirði. Best er að halda sér vestan við Hólsána (Fjarðará) og fylgja kindagötu upp með ánni. Ef áin er vatnslítil er oft hægt að stikla yfir hana þegar komið er spölkorn inn fyrir foss er nefnist Gálgafoss. Þegar yfir ána er komið liggur beinast við að fylgja leifum af hestagötu er liggur upp í Hólsskarð (630m). Brekkan undir skarðinu er nokkuð brött en annars er gönguleiðin upp eftir dalnum þægileg með jafnri hækkun, enda fjölfarin hestaleið fyrr á öldum. Af skarðinu sést vel niður Ámárdal í Héðinsfirði, ásamt hluta leiðarinnar á næsta skarð er liggur á milli Ámárhyrnu fremri og efri.

Næst er gengið niður í botn Ámárdals og tekin stefna á áðurnefnt skarð milli Ámárhyrnanna. Í dalbotninum er svonefndur Vegamótahóll þar sem leiðir greinast milli Botnaleiðar og til Fljóta um Uxaskarð. Í skarðinu sést vel til gönguleiðarinnar alla leið á Möðruvallahálsinn (630m) þar sem gengið er niður í Skeggjabrekkudalinn í Ólafsfirði. Best er að halda gönguhæðinni fyrir botn Héðinsfjarðar alla leið að Möðruvallahálsinum. Af skarðinu er fyrst komið í skál eða hvilft er heitir Kolfinnuskál, sem talin er draga nafn af konu, er varð úti í þessari skál fyrr á öldum, villtist á leið úr Fljótum um Uxaskarð til Héðinsfjarðar. Á leiðinni er gott útsýni niður innsta hluta Héðinsfjarðar og alla leið til sjávar. Á köflum er hægt að fylgja leifum af götuslóða sem var gerður í kjölfar lagninggar ljósleiðara um 1990. Gönguleiðin fyrir botninn, uþb. 5 km löng, er greið en oft þakin snjó.

Áður en komið er að Möðruvallahálsinum má vel greina skarð á hægri hönd er nefnist Sandskarð (750m) og er þar gönguleið til Fljóta úr Ólafsfirði um Möðruvallaháls. Af Hálsinum blasir grösugur Skeggjabrekkudalurinn við og er auðveldur niðurgöngu. Oftast er gengið niður norðan við ána og fylgt kindagötum niður dalinn gegnum mjög gott berjaland. Sunnan ár nefnist dalurinn Garðsdalur.

Gangan endar við golfskálann í Ólafsfirði.

Distance: 20 -21 kilometres
Route: Siglufjörður - Hólsskarð - sunnan Ámárhyrnu - Möðruvallaháls - Skeggjabrekkudagur - Garður í Ólafsfirði 
Maximum elevation: 630 metres.
Hiking time:  6-8 hours.

botnaleid-sigl-olafsfj.gpx
holsskard.gpx

The walk starts at the parking lot at the dam at the bottom of Hólsdal in Siglufjörður. It is best to stay west of the Hólsána (Fjarðará) and follow a sheep path up the river. If the river is low in water, it is often possible to cross it when you get to a waterfall called Gálgafoss. When you cross the river, you can focus on following the remains of a horse track that leads up to Hólsskarð (630m). The slope under the pass is quite steep, but otherwise the hiking trail up the valley is comfortable with an even rise, as it was a popular horse trail in the past. From the pass you can see down Ámárdal in Héðinsfjörður, along with part of the route to the next pass that runs between Ámárhyrna front and upper.

Next, you walk down to the bottom of Ámárdal and head towards the aforementioned gap between the Ámárhyrns. At the bottom of the valley is the so-called Vegamótahóll, where routes diverge between Botnaleið and to Fljót via Uxaskarð. In the pass, you can see the hiking trail to Möðruvallahálsinn (630m), where you go down to Skeggjabrekkudalin in Ólafsfjörður. It is best to keep the walking level before the bottom of Héðinfjörður to Möðruvallahálsin. From the pass, you first come to a bowl or rest called Kolfinnuskál, which is said to be named after a woman who got lost in this bowl centuries ago, got lost on her way from Fljóti via Uxaskarð to Hédinsfjörður. On the way there is a good view down the innermost part of Hédinsfjörður and to the sea. In parts, you can follow the remains of a street path that was made following the laying of fibre optic cables around 1990. The trail for the bottom, approx. 5 km long, is smooth but often covered with snow.

Before reaching Möðruvallaháls, from there you can see a pass on the right called Sandskarð (750m) and there is a hiking trail to Fljóta from Ólafsfjörður via Möðruvallaháls. From Hálsin, the grassy Skeggjabrekku valley overlooks and is an easy descent. Most of the time, you walk down to the north of the river and follow sheep tracks down the valley through a very good trail. To the south of the river, the valley is called Garðsdalur.

The walk ends at the golf lodge in Ólafsfjörður.