Gallerý og vinnustofur

Í Fjallabyggð er að finna fjöldan allan af söfnum, setrum, galleríum og vinnustofum.

Gallerí UGLA

Gallerí UGLA er við Aðalgötu 9 í Ólafsfirði.
Þar er að finna fjölbreytt úrval handunna muna eftir ýmsa aðila í Fjallabyggð. Gjafavörur, skartgripir, fatnaður, málverk, baðvörur og margt fleira. Opnunartími er alla virka daga frá kl. 14.00 til 18.00 og laugardaga frá kl. 13.00 til 17.00. Símar  865 0967/864 2372
Netföng: b.reykjalin@gmail og hagi13@simnet.is

 Gallerí Ugla á facebook 

Garún Vinnustofa

Garún Vinnustofa er í eigu Guðrúnar Þórisdóttir og staðsett við Aðalgötu, Ólafsfirði. Garún gerir ekki upp á milli efna við listsköpun sína þó hún vinni að mestu með olíuliti á striga þá notast hún líka við blandaða tækni. Lífið og tilveran frá sjónarhorni konu er mest áberandi í listsköpun Garúnar enda má finna þær í flestum hennar verkum. Hún túlkar í verkum sínum góðar og slæmar upplifanir, óskir og drauma, sorgir og örvæntingu og væntingar og vonir í gegnum hugarheim kvenna. Sími 896 6656
Netfang: garungarun@simnet.is

Keramikverkstæði neðan við Burstabrekku, Ólafsfirði

Hólmfríður Arngrímsdóttir. Sími 691 8818
Netfang: hofy@centrum.is

Smíðakompan, Vinnustofa

Hagleikskonan Kristín R. Trampe hefur í nokkur ár verið með opna vinnustofu í Ólafsfirði, Smíðakompuna, á gamla vinnustaðnum sínum, apótekinu við Aðalgötu 8. Þar sem hún jafnframt býður til sölu einstaklega falleg verk sín, sem ýmist eru skorin út í tré eða söguð út í þessu efninu eða hinu. Grammófónplötur eru þar engin undantekning. Smíðakompa Kristínar Trampe stendur við Aðalgötu 8 í Ólafsfirði. Sími 865 2318

Pálshús - Náttúrugripasafn

Pálshús, eitt elsta hús Ólafsfjarðar, er í dag safn og menningar- og fræðslusetur í Ólafsfirði.  Hýsir Náttúrugripasafn Ólafsfjarðar og hina skemmtilegu grunnsýningu ,,Flugþrá”. Þar má skoða alla íslensku fuglaflóruna ásamt því að fjallað er um flugþrá mannsins og draum hans að geta flogið. Börn hafa sérstaklega gaman af fuglasýningunni og hefur hún mikið fræðslugildi.  

Að auki er í húsinu að finna glæsilegt einkasafn hjónanna Birnu Kristínar Finnsdóttur og Jóns Gunnars Sigurjónssonar ásamt því að fjölbreyttir tón- og myndlistar viðburðir eru haldnir þar reglulega.

Aðgangur fyrir fatlaða og hreyfihamlaða er til fyrirmyndar og er stólalyfta til að komast á neðri pall hússins.

Sími: 4662651/8484071. 
Opið 1. júní  - 15. september 11:00 - 17:00. Hafðu samband til að bóka heimsókn fyrir hópa.
Heimasíða safnsins:  https://www.palshusmuseum.is/

Bryn design

Bylgjubyggð 4, Ólafsfirði
Sími 893-2716

Alþýðuhúsið á Siglufirði

Alla Sigga er landsþekkt fyrir skemmtilega lifandi trélistaverk sín sem prýða meðal annars Icelandair hótelin. Vinnustofa Öllu Siggu er staðsett í gamla Alþýðuhúsinu.

Alþýðuhúsið er staðsett að Þormóðsgötu 13, Siglufirði.  Sími 865 5091

Netfang: adalheidur@freyjulundur.is

Alþýðuhúsið á Facebook 

Gallerí IMBA

Handverk og hönnun, Gallerí IMBA er i eigu Kolbrúnar Símonardóttur og þar vinnur hún m.a. með jurtalitað band, bútasaum og annað handverk. Galleríið er staðsett að Fossvegi 33, Siglufirði. Sími 865 9853
Opið föstudaga frá kl. 14:00-17:00
Netfang: kollasim@simnet.is

Herhúsið, Siglufirði

Norðurgata 7b Siglufirði. Netfang: herhusid@simnet.is

Gestavinnustofa fyrir innlenda og erlenda myndlistarmenn, tónlistarmenn, rithöfunda eða aðra sem vinna að listsköpun.
Heimasíða http://herhusid.com/

Vinnustofa Abbýjar

Arnfinna Björnsdóttir hefur fengist við listir og handverk í 55 ár á Siglufirði. Draumur hennar á yngri árum var að fara í listnám en örlögin leiddu hana í Verslunarskólann og í framhaldi af því í skrifstofuvinnu fyrir bæjarfélagið og gegndi hún því starfi í 35 ár. Hjá Abbý eru sérlega skemmtilegir og mjög fjölbreyttir munir. Klippimyndir Arnfinnu af stemningu síldaráranna eru vel þekktar og sýna mikla næmni fyrir viðfangsefninu jafnt og meðferð lita og forma. Gallerí Abbý er staðsett að Aðalgötu 13, Siglufirði. Sími 866 1978.

Opið alla virka daga frá kl. 15:00 -18:00. 
Hægt er að hringja til að fá að skoða um helgar

Vinnustofa Fríðu Gylfa

Fríða Björk Gylfadóttir eða “Fríða” eins og hún er kölluð, er búsett á Siglufirði ásamt eiginmanni sínum og syni. Hún ólst upp í Reykjavík og hefur verið að teikna og skapa síðan hún man eftir sér. Fríða sótti nokkur námskeið hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur sem krakki. Það nám opnaði dyrnar að mörgum tilraunum til frekari sköpunar. Fyrstu vinnustofuna opnaði Fríða því árið 2003. Árið 2006 opnaði Fríða síðan núverandi vinnustofu sína að Túngötu 40a, Siglufirði. Sími 467 1173 / 896 8686

Frida Súkkulaðikaffihús á Facebook.
Heimasíða http://frida.is/

Vinnustofa Sjálfsbjargar

Í Sjálfsbjörgu kennir ýmissa grasa og er þar unnið með gler, leir, postulín og fleira. Fjöldi listamanna kemur þar saman og nýtur góðra stunda við iðju sína.

Sjálfsbjörg er staðsett að Lækjargötu 2, Siglufirði. Sími 467 1815

Opið alla virka daga frá kl. 13:00 - 16:00
Keramik o.fl.

Ljósmyndavélasafn,  Saga-Fotografica

Saga ljósmyndunar á Íslandi, Sýningar á hinum ýmsu tækjum og ljósmyndum ljósmyndasögunnar.  ljósmyndasýningar.

Saga- Fotografica er til húsa að Vetrarbraut 17, Siglufirði. Sími: 892 1569 / 848 4143

Opnunartími:

Vinsamlega hafið samband við: Svein Þorsteinsson 848-4143 eða Steingrím Kristinsson 892-1569 Þeir eru snöggir á staðinn. Almenn opnun auglýst á fésbók.

Ljóðasetur Íslands

Á setrinu er sögu íslenskrar ljóðlistar gerð skil og er þar að finna hátt á annað þúsund íslenskra ljóðabóka. Ljóðasetur Íslands á sér enga hliðstæðu á landinu og býður gestum færi á að glugga í ljóðabækur og upplifa lifandi viðburði. Á Ljóðasetri gefur að líta, ljóðabækur og ýmsu öðru sem tengist ljóðlistinni, myndir af skáldum, hljómplötur með upplestri, gömul póstkort, blaðaúrklippur, veggspjöld og ýmislegt fleira.

Ljóðasetur Íslands er staðsett að Túngötu 5, Siglufirði.  Sími: 865 6543

Opið 14:00 - 17:30. 
Lifandi viðburðir alla daga kl. 16:00
Netfang: hafnargata22@hive.is

Síldarminjasafnið

Síldarminjasafnið er eitt stærsta sjóminja- og iðnaðarsafn landsins. Í þremur ólíkum húsum kynnumst við síldveiðum og vinnslu á silfri hafsins. Í Bátahúsinu liggja skip og bátar við bryggjur þar sem hafnarstemningin frá því um 1950 er endursköpuð. Róaldsbrakki er gamla norska söltunarstöðin og þar er flest eins og áður, vistarverur síldarstúlknanna, kontórinn og vinnuplássið. Á góðum sumardögum er þar sýnd síldarsöltun, harmonikan þanin og slegið er upp bryggjuballi. Í Gránu er safn um sögu bræðsluiðnaðarins sem löngum hefur verið kallaður fyrsta stóriðja Íslendinga. Þar hefur verið komið upp lítilli síldarverksmiðju frá 1935-40.

Síldarminjasafnið er staðsett að Snorragötu 15, Siglufirði. Sími: 467 1604. Netfang:  safn@sild.is. Heimaíða: www.sild.is

Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar

Í Þjóðlagasetrinu eru íslensk þjóðlög kynnt á aðgengilegan og skemmtilegan hátt. Þar er boðið upp á myndbönd af fólki á öllum aldri sem syngur, kveður eða leikur á hljóðfæri. Einnig er sagt frá þjóðlagasöfnun sr. Bjarna Þorsteinssonar, greint frá heimildarmönnum hans og mörgum þeim sem aðstoðuðu hann við söfnunina víða um land. Loks eru á sýningunni munir úr eigu þeirra sr. Bjarna og Sigríðar Blöndal konu hans.

Í Þjóðlagasetri má sjá sýnishorn af handritum sr. Bjarna, bæði þjóðlög og eigin tónsmíðar. Þar eru hljóðfæri sýnd og almennur fróðleikur settur fram á lifandi hátt. Setrið hyggst gangast fyrir gerð námsefnis um íslenskan tónlistararf fyrir grunn- og framhaldsskóla, stuðla að rannsóknum á þjóðlagaarfinum og standa að námskeiðum um íslenska tónlist.

Árlega er haldin alþjóðleg tónlistarhátíð á Siglufirði sem hefur það að markmiði að kynna þjóðlagaarf ólíkra þjóða og þjóðarbrota. Á hátíðinni hefur tónlist fjölmargra þjóða verið kynnt auk þess sem íslensk þjóðlög sitja ætíð í öndvegi. Þjóðlagahátíðin stendur frá miðvikudegi til sunnudags fyrstu heilu vikuna í júlí ár hvert. Auk tónleika er boðið upp á námskeið, bæði í tónlist og handverki, gömlu og nýju. Þá er börnum þátttakenda boðið upp á ókeypis námskeið í leiklist og tónlist. Opnunartími safnsins er yfir sumartímann en yfir vetrartímann annast starfsmenn Síldarminjasafnsins um að opna fyrir hópa eða einstaklinga sem þess óska.

Þjóðlagasetrið er staðsett að Norðurgötu 1, Siglufirði. Sími: 467 2300 netfang: setur@folkmusik.is

Opnunartímar Júní til ágúst  12:00 - 18:00  

Heimasíða Þjóðlagaseturs: https://siglofestival.com/