Árlegir viðburðir í Fjallabyggð

Aðventan

Skammdegishátíð í Ólafsfirði 13. desember 2018 - 22. febrúar 2019

Fjöldinn allur af listamönnum tekur þátt í Skammdegishátíðinni með sýningum, gjörningum og tónlistarviðburðum um allan Ólafsfjarðarbæ. Hátíðin stendur í tíu daga. Hér er hægt að kynna sér dagskrá hátíðarinnar http://skammdegifestival.com

Eftirfarandi listamenn taka þátt í hátíðinni í ár: 

• Andrey Kozakov (visual artist | Ukraine/USA)
http://www.andreykozakov.com/

• Angela Dai (visual artist | Chinese/USA)
• Anna Edney (visual artist| Australia) 
https://www.annieedney.org/

• Clara de Cápua (painter & performer | Brazil)
http://www.claradecapua.com/

• Danielle Galietti (visual artist | USA) 
http://daniellegalietti.wixsite.com/artist
with Matthew Runciman (musician | USA
https://www.matthewrunciman.com/
and Gudrun Mobus Bernhards (performer | Icelandic)

• Henry McPherson (composer & musician | UK)
https://www.henrymcpherson.org.uk/

• Hollis Schiavo (visual artist | South Korea/USA) : 
https://www.hollisschiavo.com/

• Santiago Ortiz (visual artist | USA/Colombia)
https://www.behance.net/ortizsantid1f1

• VGN FRST: Pauline Canavesio & Eliza Bozek 
(media artist | French): 
https://vgnfrst.com/ and https://vimeo.com/vgnfrst

Fjarðagangan

Páskafjör á skíðasvæðum Fjallabyggðar, Skarðsdal Siglufirði og Tindaöxl Ólafsfirði 18.-22. apríl  

Menningadagar í Fjallabyggð 18.-22. apríl

Fjallakíðamót Super Troll Ski Race 17. maí 2019 

Sjómannadagurinn í Ólafsfirði 1. - 2. júní 

Mikið verður um dýrðir í Ólafsfirði sjómannadagshelgina að venju. Sjómannadagurinn hefur lengi verið haldinn hátíðlegur í Ólafsfirði þar sem lögð hefur verið áhersla á að gera daginn og helgina alla að fjölskylduhátíð fyrir íbúa og gesti.

17. júní hátíðarhöld

Þjóðlagahátíð á Siglufirði 3.- 7. júlí  

Þjóðlagahátíðin er alhliða tónlistarhátíð með rót sína í þjóðlagaarfinum. Þjóðlagahátíðin stendur frá miðvikudegi til sunnudags fyrstu heilu vikuna í júlí.  Nánari upplýsingar er að finna á: http://www.folkmusik.is

Trilludagar á Siglufirði 27. júlí 

Trilludagar verða haldnir í þriðja sinn á Siglufirði. Boðið verður uppá skemmti- og fjölskyldusiglingu út á fjörðinn fagra og lagt fyrir fisk. Aflinn er síðan grillaður á hafnarsvæðinu. Fjölskyldugrill verður svo einnig á hafnarsvæðinu þar sem grillaðar verða pylsur. Margt annað verður í boði fyrir alla fjölskylduna á Trilludögum og má þar nefna Súkkulaðihlaup, menningu og afþreyingu, skemmtanir og margt fleira. 

Berjadagar  Klassíska tónlistarhátíðin í Ólafsfirði um verslanamannahelgi 1.-4. ágúst  

Á Berjadögum er flutt aðgengileg kammertónlist, auk þess sem gestir úr öðrum listgreinum taka þátt. Hægt er að skoða dagskrá Berjadaga á heimasíðu hátíðarinnar, http://berjadagar.fjallabyggd.is/

Sept/okt Ljóðahátíðin Haustglæður á Siglufirði

Ungmennafélagið Glói og Félag um Ljóðasetur Íslands heldur hina árlegu Ljóðahátíð ,,Haustglæður". Landsþekkt skáld koma í heimsókn og heimamenn láta ljós sitt skína. Heimasíða Ljóðasetursins er http://ljodasetur.123.is