Árlegir viðburðir í Fjallabyggð

Aðventan í Fjallabyggð 2018-2019

Aðventudagsrká 2018-2019 

Sækið PDF útgáfuna hér

Fjarðagangan

Páskafjör á skíðasvæðum Fjallabyggðar, Skarðsdal Siglufirði og Tindaöxl Ólafsfirði

Sækið PDF útgáfuna hér

Menningadagar í Fjallabyggð

Fjallaskíðamót Super Troll Ski Race 

Fjallaskíðamótinu Super Troll Ski Race var aflýst í ár.

Sjómannadagurinn í Ólafsfirði

Mikið verður um dýrðir í Ólafsfirði sjómannadagshelgina að venju. Sjómannadagurinn hefur lengi verið haldinn hátíðlegur í Ólafsfirði þar sem lögð hefur verið áhersla á að gera daginn og helgina alla að fjölskylduhátíð fyrir íbúa og gesti.

Sækið PDF útgáfuna hér:

Dagskrá sjómannadagsins 

Auglýsing 

17. júní hátíðarhöld

Fjölbreytt dagskrá verður að vanda í Fjallabyggð á þjóðhátíðardaginn. Á Siglufirði verður meðal annars Hátíðarathöfn við minnisvarða sr. Bjarna Þorsteinssonar við Siglufjarðarkirkju og Kaffihlaðborð Blakfélags Fjallabyggðar á Siglufirði. Í Ólafsfirði verður hátíðardagskrá við Menningarhúsið Tjarnarborg þar sem í boði verða m.a. leiktæki, hoppukastalar, geimsnerill og margt fleira fyrir alla fjölskylduna.

Dagskrá 17. júní 2019

Þjóðlagahátíð á Siglufirði

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði verður haldin dagana 3. til 7. júlí 2019. Hún ber yfirheitið Ást og uppreisn en á henni verða sem fyrr, fjölbreytilegir tónleikar, námskeið og hin árlega Þjóðlagaakademía. Upplýsingar um hátíðina er hægt að sjá hér.  

Trilludagar á Siglufirði 27. júlí 2019

Trilludagar verða haldnir í fjórða sinn á Siglufirði. Boðið verður uppá skemmti- og fjölskyldusiglingu út á fjörðinn fagra og lagt fyrir fisk. Aflinn er síðan grillaður á hafnarsvæðinu. Fjölskyldugrill verður svo einnig á hafnarsvæðinu þar sem grillaðar verða pylsur. Margt annað verður í boði en þar má til að mynda nefna fjölbreytta menningu og afþreyingu, skemmtanir og margt fleira. 

Berjadagar Klassíska tónlistarhátíðin í Ólafsfirði um verslanamannahelgi 1.-4. ágúst  

Tónlistarhátíðin Berjadagar fer fram í Ólafsfirði í Fjallabyggð 1.-4. ágúst næstkomandi, haldin í tuttugasta og fyrsta sinn. Hátíðin fer af stað fimmtudaginn 1. ágúst með kraftmiklu upphafskvöldi. Kvöldið hefst með íslenskum þjóðlögum og hljóðfæraslætti Spilmanna Ríkínís í kirkjunni. Því næst rölta gestir saman yfir í hljómleikasal Menningarhússins þar sem haldið verður áfram inn í norðlenska nótt með bæjarlistamönnunum Guito og Rodrigo sem leiða brasilíska hljómsveit Berjadaga. Ópera í sviðsuppfærslu verður flutt í fyrsta sinn í Ólafsfirði laugardagskvöldið 3. ágúst og markar tímamót. Ekki má heldur missa af hátíðarkvöldi með Bjarna Frímanni Bjarnasyni 2. ágúst. Sem fyrr verður gengið með heimamanni inn í dal til að leggjast í móinn og tína fjallagrös, göngutúr sem fjölskyldan getur notið saman í kyrrð og fegurð fjarðarins. „Brunch“ með djassívafi á Kaffi Klöru slær botninn í helgina.

Fjöldi listamanna kemur fram á Berjadögum 2019. Þeir  eru meðal annars Jón Þorsteinsson, Bjarni Frímann Bjarnason, Sigrún Pálmadóttir, Elmar Gilbertsson, Femke Smit, Jana Salóme Ingibjargardóttir, Ágúst Ólafsson, Hugi Jónsson, Elfa Dröfn Stefánsdóttir, Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, Gunnar Guðbjörnsson, Helga Rós Indriðadóttir, Nathalía Druzin Halldórsdóttir, Ása Fanney Gestsdóttir, Edda Björk Jónsdóttir, Halla Ólöf Jónsdóttir, Páll Palomares, Ólöf Sigursveinsdóttir, Örn Magnússon, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Halldór Bjarki Arnarson, Ásta Sigríður Arnardóttir, Diljá Sigursveinsdóttir, Sigursveinn Magnússon, Sigrún Valgerður Gestsdóttir, tvíeykið Hundur í óskilum skipað Hjörleifi Hjartarsyni og Eiríki Stephensen, brasilíska bandið með Rodrigo Lopes, Rodrigo Guito Thomas og Stefáni Daða Ingólfssyni, og að venju leiðir María Bjarney Leifsdóttir gönguna inn Árdalinn.

Hægt er að skoða dagskrá Berjadaga á heimasíðu hátíðarinnar, http://berjadagar.fjallabyggd.is/

Sept/okt Ljóðahátíðin Haustglæður á Siglufirði

Ungmennafélagið Glói og Félag um Ljóðasetur Íslands heldur hina árlegu Ljóðahátíð ,,Haustglæður". Landsþekkt skáld koma í heimsókn og heimamenn láta ljós sitt skína. Heimasíða Ljóðasetursins er http://ljodasetur.123.is