Aðventan í Fjallabyggð 2020
Aðventudagsrká 2020 verður rafræn á heimasíðu Fjallabyggðar í ár.
Páskafjör á skíðasvæðum Fjallabyggðar, Skarðsdal Siglufirði og Tindaöxl Ólafsfirði
Sækið PDF útgáfuna hér
Fjallaskíðamót Super Troll Ski Race
Fjallaskíðamótinu Super Troll Ski Race
Sjómannadagurinn í Ólafsfirði
Mikið verður um dýrðir í Ólafsfirði sjómannadagshelgina að venju. Sjómannadagurinn hefur lengi verið haldinn hátíðlegur í Ólafsfirði þar sem lögð hefur verið áhersla á að gera daginn og helgina alla að fjölskylduhátíð fyrir íbúa og gesti.
Sækið PDF útgáfuna hér:
Dagskrá sjómannadagsins
Auglýsing
17. júní hátíðarhöld
Fjölbreytt dagskrá verður að vanda í Fjallabyggð á þjóðhátíðardaginn. Á Siglufirði verður meðal annars Hátíðarathöfn við minnisvarða sr. Bjarna Þorsteinssonar við Siglufjarðarkirkju og Kaffihlaðborð Blakfélags Fjallabyggðar á Siglufirði. Í Ólafsfirði verður hátíðardagskrá við Menningarhúsið Tjarnarborg þar sem í boði verða m.a. leiktæki, hoppukastalar, geimsnerill og margt fleira fyrir alla fjölskylduna.
Dagskrá 17. júní 2021
Þjóðlagahátíð á Siglufirði
Þjóðlagahátíðin er alhliða tónlistarhátíð með rót sína í þjóðlagaarfinum. Þjóðlagahátíðin stendur frá miðvikudegi til sunnudags fyrstu heilu vikuna í júlí. Nánari upplýsingar er að finna á: http://www.folkmusik.is 
Trilludagar á Siglufirði
Trilludagar eru fjölskylduhátíð sem haldin er á Siglufirði síðasta laugardag í júlí mánuði. Á trilludögum finna allir eitthvað við sitt hæfi, frítt í sjóstöng og útsýnissiglingu þar sem aflinn er grillaður á bryggjunni. Kiwanis menn standa grillvaktina þar sem gestir smakka dýrindis fisk beint úr hafi. Skemmtileg afþreying fyrir börnin, hoppukastalar, og skemmtidagskrá. Tónlistin ómar á trillusviðinu yfir daginn sem endar á Bryggjuballi um kvöldið fyrir alla fjölskylduna.
Berjadagar Klassíska tónlistarhátíðin í Ólafsfirði um verslanamannahelgi
Tónlistarhátíðin Berjadagar fer fram í Ólafsfirði í Fjallabyggð um verslunarmanna helgina.
Á Berjadögum er lögð áhersla á klassíska tónlist þar sem fjölbreytileikinn ræður ríkjum. Fjölmargir listamenn víðs vegar að koma fram á hátíðinni. Hægt er að skoða dagskrá Berjadaga á heimasíðu hátíðarinnar, http://berjadagar.fjallabyggd.is/
Ljóðahátíðin Haustglæður á Siglufirði sept /okt
Ungmennafélagið Glói og Félag um Ljóðasetur Íslands heldur hina árlegu Ljóðahátíð ,,Haustglæður". Landsþekkt skáld koma í heimsókn og heimamenn láta ljós sín skína. Heimasíða Ljóðasetursins er http://ljodasetur.123.is