Deiliskipulag

Deiliskipulag er gert fyrir einstök svæði eða reiti. Við gerð deiliskipulags er byggt á stefnu aðalskipulags og hún útfærð fyrir viðkomandi svæði eða reiti til að myndist heildstæð mynd.

Í deiliskipulagi eru teknar ákvarðanir um lóðir, lóðanotkun, byggingarreiti, byggðarmynstur, nýtingarhlutfall, útlit mannvirkja og form eftir því sem við á og aðrar skipulagsforsendur sem þurfa að liggja fyrir vegna byggingar- og framkvæmdaleyfa.

Vinna við deiliskipulag

Þegar unnið er deiliskipulag í þegar byggðu hverfi skal lagt mat á varðveislugildi svipmóts byggðar og einstakra byggingar sem fyrir eru, með gerð húsakönnunar. Við deiliskipulagsgerð í þegar byggðu hverfi getur sveitarfélag ákveðið að skilgreina afmarkað svæði sem þróunarsvæði þar sem vinna skal hefðbundið deiliskipulag. Í slíkri áætlun skal tilgreina framkvæmdartíma áætlunarinnar sem verður að vera minnst fimm ár en ekki lengri en fimmtán ár.

Lög um skipulag og framkvæmdir

Gjaldskrá

Gjaldskrá er sett af bæjarstjórn Fjallabyggðar með heimild í 51. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 ásamt 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast þegar gildi. Gjöld samkvæmt gjaldskránni má innheimta með fjárnámi, sbr. 3. mgr. 53. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Frá sama tíma fellur úr gildi gjaldskrá nr. 1301/2016 um byggingarleyfis- og þjónustugjöld byggingarfulltrúa Fjallabyggðar. 
Gjaldskráin var samþykkt í bæjarstjórn Fjallabyggðar þann 18. desember 2017.

Gjaldskrá byggingafulltrúa

Öll deiliskipulög sem eru í vinnslu má finna undir útgefið efni.