Skíðasvæðið Skarðsdal á Siglufirði

Skíðasvæðið í Skarðsdal má telja með skemmtilegustu skíðasvæðum landsins en þar eru þrjár lyftur og nýlegur skíðaskáli þar sem aðstaða fyrir gesti er öll til fyrirmyndar.

Á svæðinu eru nú þrjár lyftur, tvær samfelldar lyftur, diska og T-lyfta sem samtals eru u.þ.b. 1500 metrar að lengd. Þriðja og efsta lyftan er 530 metra löng með um 180 metra fallhæð og afkastar hún um 550 manns á klukkustund.

Göngusvæði:
Aðstaða fyrir skíðagöngu: Troðin er gönguleið upp á Súlur þegar nægur snjór og aðstæður leyfa. En bent er á að mjög góð gönguskíðabraut (Bárubraut) er í Ólafsfirði og þegar nægur snjór er í Ólafsfirði er troðinn braut fyrir allan almenning að auki. 

     

Kíktu á vefinn okkar