Félög eldri borgara í Fjallabyggð

Félag eldri borgara Ólafsfirði stofnað 1987, Stofnfélagar 28. Fyrsti formaður og aðal kvatamaður að stofnun félagsins var Grímur Bjarnason póstmeistari. 1993 tók við formennsku Hulda Kristjánsdóttir og var hún í forystu um byggingu "Hús aldraðra" sem við höfum enn aðstöðu í, fyrir félagsstarfið. Eigum við, núverandi félagsmenn, þessum einstaklingum og fólkinu sem dreif félagstarfið áfram fyrstu árin, mikið að þakka.

Núverandi fjöldi félaga er 93.

Núverandi formaður er Þorbjörn Sigurðsson
Sími 867 5414
Netfang: tungata19@gmail.com

 

Félag eldri borgara Siglufirði. Það var árið 1983, þá hafði félagsmálaráð Siglufjarðar haldið áfram frá fyrri árum því starfi að bjóða eldri borgurum bæjarins til samverustundar á Hótel Höfn, "opið hús" var það kallað, því allir voru velkomnir, þiggja kaffi og meðlæti, njóta skemmtiatriða, setjast að spilum eða spjalla við kunningjana.

Á einu slíku ,,opnu húsi,, í haustbyrjun 1983 fóru nokkrir gamlir félagsmálajaxlar að ræða það sín á milli hvort ekki væri tímabært að stofna félag eldri borgara í Siglufirði, eins og gert hafði verið á Akureyri og reyndar víðar í þéttbýli landsins. Er nú ekki að orðlengja það að skömmu síðar boða þeir til stofnfundar félags eldri borgara Siglufirði.

Þessir þrír heiðursmenn voru Hjörleifur Magnússon, Jóhann Þorvaldsson og Eggert Theodórsson. Síðan var boðað til stofnfundar 19. nóvember 1983 og fyrsta stjórn félagsins kjörin, formaður: Jóhann Þorvaldsson auk hans í stjórn vöru kjörin Hjörleifur Magnússon, Þórhalla Hjálmarsdóttir,Jónas Tryggvason og Soffía Jónsdóttir. Fundarstarf félagsins varð fljótlega að föstum lið í daglegu lífi félagsmanna. Fundir voru fyrst haldnir reglulega tveir í mánuði. Fundarstaður var í safnaðarheimilinu í kirkjunni.

Starf félagsins hefur verið öflugt, fundir frá október og til maí. Félagið fer í sumarferðir yfirleitt á sumrin, farið til Færeyja, Vesrmannaeyja, Hrísey svo að eitthvað sé nefnt, Kanarí líklega eftir.

  • Félagið hefur frá upphafi verið hagsmunagæsla fyrir málefnum aldraðra.
  • Kynningu á réttindum aldraðra
  • Úrbótum í húsnæðismálum
  • Atvinnu-og félagsmálum
  • Og samskipti við stjórnsýslu

Lækjargötu 11
580 Siglufirði
Fomaður: Ólafur Baldursson
Sími: 892 4123
Netfang: olibald@simnet.is