Leiguíbúðir fyrir aldraða eru í boði í Skálarhlíð á Siglufirði og á Ólafsfirði en þar hafa aldraðir og öryrkjar forgang við úthlutun leiguíbúða að Ólafsvegi 32, samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar.
Umsókn er að finna í Rafrænni Fjallabyggð. Að loknum umsóknarfresti úthlutar Starfshópur um úthlutun leiguíbúða í Fjallabyggð íbúðum samkvæmt sérstöku mati.
Gjaldskrá vegna húsaleigu er tekin til skoðunnar og ákvörðuð af bæjarstjórn ár hvert.
Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:
- Staðfest afrit af þremur síðustu skattframtölum umsækjanda og maka/sambúðaraðila.
- Ljósrit af launaseðlum umsækjanda fyrir síðustu sex mánuði eða reiknuðu endurgjaldi.
- Íbúavottorð frá Þjóðskrá Íslands.
- Læknisvottorð ef við á.
- Núverandi leigusamningur og umsögn fyrrverandi/núverandi leigusala um greiðslur húsaleigu og umgengni.