Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

132. fundur 07. mars 2012 kl. 17:00 - 17:30 í fundarherbergi í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Kristinn Gylfason formaður
  • Magnús Albert Sveinsson varaformaður
  • Jón Árni Konráðsson aðalmaður
  • Ingvi Óskarsson varamaður
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson Deildarstjóri tæknideildar

1.Gránugata 17

Málsnúmer 1203014Vakta málsnúmer

Finnur Yngvi Kristinsson fyrir hönd Rauðku ehf sækir um leyfi til breytinga á húseigninni við Gránugötu 17, Siglufirði.

Um er að ræða breytingar bæði utan og innandyra skv. meðfylgjandi teikningum.

Erindi frestað þar sem teikningar eru ekki fullnægjandi.

2.Grenndarkynning - sjóvarnargarðar, Siglunesi

Málsnúmer 1109093Vakta málsnúmer

Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar 7. september 2011 var samþykkt að framkvæmd við sjóvarnargarða á Siglunesi yrði send í grenndarkynningu til landeigenda á Siglunesi.  Grenndarkynningin fór fram í október 2011 og á fundi nefndarinnar þann 16. nóvember var ákveðið að fá umsögn lögfræðings á þeim athugsemdum sem bárust. Umsögnin hefur borist og er lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:30.