Málefni fatlaðra

Þjónusta við fötluð börn og fjölskyldur þeirra  Þjónusta við fullorðna 

Félagsþjónusta skal stuðla að því að fötluðum einstaklingum séu tryggð jafnrétti og sambærileg lífskjör á við aðra þjóðfélagsþegna ásamt því að skapa skilyrði til þess að fatlaðir geti lifað sem eðlilegustu lífi. Fatlað fólk á rétt á almennri þjónustu ríkis og sveitarfélags eftir því sem unnt er og við á, að öðru leyti er þjónusta við fatlað fólk veitt samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks.  Með fötlun er átt við einstakling sem er andlega eða líkamlega fatlaður og þarfnast sérstakrar þjónustu og stuðnings af þeim sökum. Er hér átt við þroskahömlun, geðfötlun, hreyfihömlun, sjón- og heyrnarskerðingu ásamt fötlun vegna  langvarandi veikinda eða af völdum slyss.