Fjárhagsaðstoð

Fjárhagsaðstoð félagsþjónustu Fjallabyggðar fer eftir 21. gr. Laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr.40/1997 og Reglum Fjallabyggðar um fjárhagsaðstoð sem samþykktar voru í bæjarstjórn 14. desember 2000.
Í 19. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga segir m.a. að hverjum manni sé skylt "að framfæra sjálfan sig, maka sinn og börn yngri en 18 ára". Til að eiga rétt á fjárhagsaðstoð frá Fjallabyggð þarf umsækjandi að vera fjárráða og eiga lögheimili í sveitarfélaginu. Sjálfstætt starfandi einstaklingar þurfa að hafa lagt inn vsk-númer sitt. Fjárhagsaðstoð er veitt í tengslum við önnur úrræði, t.d. ráðgjöf og leiðbeiningar.

Sótt er um fjárhagsaðstoð hjá starfsmönnum félagsþjónustu. Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • Tekjuseðlar (laun/bætur) fyrir síðustu 2 mánuði.
  • Staðfest afrit af skattframtali og álagningarseðill eða veflykill frá RSK.
  • Skráning frá Svæðisvinnumiðlun Norðurlands eystra eða læknisvottorð um óvinnufærni.
  • Önnur gögn eða gjöld sem við geta átt, s.s. yfirlit yfir greiðsluþjónustu.
  • Dvalarleyfisskírteini frá Útlendingastofnun hafi umsækjandi erlent ríkisfang.

Allir fjárhagsstyrkir eru skattskyldir og af þeim er dregin staðgreiðsla skatta. 
Eftir að öll gögn hafa borist eru umsóknir lagðar fyrir teymisfund starfsmanna og í vissum tilfellum fyrir félagsmálanefnd. Áfrýja má niðurstöðu félagsmálanefndar til Úrskurðarnefndar félagsþjónustu- og húsnæðismála í velferðarráðuneytinu.

Umsókn um fjárhagsaðstoð

Reglur um fjárhagsaðstoð frá Fjallabyggð