Fundarstjórn forseta bæjarstjórnar Fjallabyggðar

Málsnúmer 1203062

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 76. fundur - 14.03.2012

Sólrún Júlíusdóttir óskaði að leggja fram bókun vegna máls sem ekki var á dagskrá fundarins. Forseti hafnaði beiðninni, en benti á að hún gæti óskað eftir atkvæðagreiðslu, sem hún gerði.
Dagskrártillaga hennar var felld með 5 atkvæðum gegn atkvæðum Sólrúnar Júlíusdóttur, Egils Rögnvaldssonar og Guðmundar Gauta Sveinssonar.
Bjarkey Gunnarsdóttir sat hjá.