Bæjarráð Fjallabyggðar - 249. fundur - 6. mars 2012
Málsnúmer 1203001F
Vakta málsnúmer
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 249. fundur - 6. mars 2012
Ráðstefna slökkviliða og Mannvirkjastofnunar verður haldin í Reykjavík 15. og 16. mars næstkomandi.
Bæjarráð telur rétt að slökkviliðsstjóri taki þátt í umræddri ráðstefnu að þessu sinni.
Bókun fundar
Afgreiðsla 249. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 249. fundur - 6. mars 2012
Í sameiginlegri fyrirspurn 14 eigenda geymslugáma í Ólafsfirði er óskað eftir rökstuðningi bæjaryfirvalda á óvenjulega háum stöðuleyfisgjöldum að mati fyrirspyrjenda og er vísað m.a. til sambærilegra gjalda í öðrum sveitarfélögum.
Lögð fram gögn umhverfisfulltrúa er sýna tilurð gjaldskrár,samþykki hennar 2009 og samanburð.
Bæjarráð telur rétt að miða við núgildandi gjaldskrá, en málið verður til umfjöllunar við fjárhagsáætlunargerð 2013.
Bókun fundar
Afgreiðsla 249. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 249. fundur - 6. mars 2012
Í tengslum við umsókn um endurnýjun á rekstarleyfi fyrir Höllina veitingahús í Ólafsfirði, leitar Sýslumaðurinn á Siglufirði eftir því við bæjaryfirvöld, hvort þau hafi einhverjar athugasemdir við endurnýjun fram að færa.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umsókn um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Höllina verði samþykkt.
Bæjarráð samþykkir jafnframt að fela bæjarstjóra að sjá framvegis um afgreiðslu slíkra erinda enda séu umsóknirnar í samræmi við 13.gr. sbr. 21.gr. laga nr. 85/2007.
Þessi ákvörðun byggir á því að um sé að ræða endurnýjun slíkra leyfa og að engar kvartanir eða ábendingar um úrbætur liggi fyrir, um umræddan rekstur.
Bókun fundar
<DIV>Bjarkey Gunnarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.<BR>Afgreiðsla 249. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 249. fundur - 6. mars 2012
Fundargerð frá 1. mars 2012 lögð fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 249. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 249. fundur - 6. mars 2012
Bókun fundar
Afgreiðsla 249. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 249. fundur - 6. mars 2012
Í erindi frá fulltrúum LES.IS ehf, er leitað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um þjónustu á sviði skóla- og félagsmála.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 249. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 249. fundur - 6. mars 2012
Lögð fram fréttatilkynning frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar frá 23. febrúar 2011 um endurnýjun Vaxtasamnings Eyjafjarðar við Iðnaðarráðuneytið til tveggja ára.
Bókun fundar
Afgreiðsla 249. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 249. fundur - 6. mars 2012
Fundargerð frá 24. febrúar 2012 lögð fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 249. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 249. fundur - 6. mars 2012
Fundargerð frá 31. janúar 2012 lögð fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 249. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 249. fundur - 6. mars 2012
Fundagerðir frá 31. janúar og 28. febrúar lagðar fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 249. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.