Bæjarráð Fjallabyggðar - 247. fundur - 21. febrúar 2012

Málsnúmer 1202011F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 76. fundur - 14.03.2012

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 247. fundur - 21. febrúar 2012
    Lagðar fram upplýsingar um skuldir Fjallabyggðar í samræmi við óskir og fyrirspurnir frá Alþingi og innanríkisráðuneyti.
    Um er að ræða annars vegar skuldir og endurfjármögnun lána vegna A-hluta og hins vegar vegna B-hluta.
     
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 247. fundur - 21. febrúar 2012
    Skotfélag Ólafsfjarðar óskar eftir styrk til greiðslu á stöðuleyfi á gám þeirra að upphæð kr. 20.000.-
    Bæjarráð samþykkir fram komna ósk.
    Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 247. fundur - 21. febrúar 2012
    Ákveðið hefur verið að XXVI. landsþing sambandsins verði haldið föstudaginn 23. mars 2012 á Hótel Reykjavík.
    Meðfylgjandi er skrá yfir kjörna landsfundarfulltrúa en þeir eru kosnir í upphafi hvers kjörtímabils og gildir sú kosning út kjörtímabil sveitarstjórnar.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 247. fundur - 21. febrúar 2012
    Á síðasta ári hóf Hagstofa Íslands að taka saman upplýsingar um fjárhagslega stöðu sveitarfélaga á hverju þriggja mánaða tímabili. Skilin eru á grundvelli reglugerðar nr. 395/2011.
    Í erindi Hagstofu Íslands frá 16. febrúar sl. er vakin athygli á skyldu sveitarfélaga til að afhenda fjárhagslegar upplýsingar og í leiðinni tekið fram að ekki sé verið að tala um formleg uppgjör sveitarfélaga.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 247. fundur - 21. febrúar 2012
    Formaður Smábátafélagsins Skalla leggur fram fyrirspurn um skiptingu byggðakvóta áranna 2008 til 2010 og hvar aflinn var unninn.
    Bæjarráð vill árétta að það hvorki úthlutar byggðakvóta né hefur eftirlit með vinnslu hans.
    Bæjarráð gerir tillögu, samkv. lögum og reglugerðum, um almennar reglur sem gilda við úthlutun byggðakvóta. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið samþykkir reglurnar og felur Fiskistofu úthlutun og eftirlit.
    Bæjarráð telur rétt að benda formanni Smábátafélagsins Skalla á að beina fyrirspurn sinni til Fiskistofu sem sér um úthlutun á byggðakvóta og eftirlit með ráðstöfun hans.
    Að öðru leyti vísast til samþykktar bæjarráðs 17. janúar 2012 og bæjarstjórnar 18. janúar 2012.
    Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 247. fundur - 21. febrúar 2012
    Í tengslum við uppgjör á rekstrarleigusamningi frá 2003 vegna slökkvibifreiðar hjá sveitarfélaginu, liggur fyrir yfirlýsing frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, þar sem fallið er frá endurkauparétti á bifreiðinni.
    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ljúka samningi við Lýsingu vegna eignarréttar sveitarfélagsins á slökkvibifreiðinni LN-415. 
    Gert er ráð fyrir að upphæðin verði færð til gjalda 2011.
    Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 247. fundur - 21. febrúar 2012
    Fyrir bæjarráði liggur tillaga um verklag og upphæð vegna endurgreiðslu á kaupum á vinnufatnaði, skv. kjarasamningum frá 1. júní 2011, grein 8.2.5. g.
    Bæjarráð samþykkir að leita álits kjarasviðs Sambands ísl. sveitarfélaga á tillögunni áður en til afgreiðslu kemur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 247. fundur - 21. febrúar 2012
    Lagðar fram upplýsingar um skuldir og skuldbindingar í hlutfalli af tekjum í Fjallabyggð en hún hefur farið lækkandi síðustu árin og er nú um 98%.
    Viðmiðun hjá sveitarfélögum er að skuldir og skuldbindingar fari ekki yfir 150%.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 247. fundur - 21. febrúar 2012
    Lagt fram til kynningar minnisblað bæjarstjóra frá 14.09.2012.
    Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 247. fundur - 21. febrúar 2012
    Hluthafafundur Greiðar leiðar ehf. fór fram 16. febrúar s.l.
    Rétt er að vísa í afgreiðslu bæjarráðs sjá 7.mál,  nr. 1201082 frá 244. fundi bæjarráðs þann 31. janúar 2012.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 247. fundur - 21. febrúar 2012
    Lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 247. fundur - 21. febrúar 2012
    Lagðar fram upplýsingar um lækkun á breytilegum útlánavöxtum Lánasjóðsins í 3.45% úr 3.90% frá og með 1. febrúar 2012.
    Vaxtakostnaður Fjallabyggðar á lántöku ársins mun verða lægri, um 675 þúsund á ársgrundvelli miðað við þessar upplýsingar.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 247. fundur - 21. febrúar 2012
    Lagðar fram upplýsingar um framlög til Fjallabyggðar fyrir árið 2011.
    Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.