Auglýsingar um skipulags- og byggingarmál

Fréttir og tilkynningar um skipulagsmál af heimasíðu Fjallabyggðar

2024

06.05.2024

Tillaga að deiliskipulagi Hrannar- og Bylgjubyggðar 2 í Ólafsfirði.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 30. apríl 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Hrannar- og Bylgjubyggðar 2 skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið afmarkast af deiliskipulagsmörkum þjóðvegarins í norður og austur. Í vestur eru mörkin dregin við deiliskipulagsmörk íbúðarbyggðar við Flæðar og við gangstétt Bylgjubyggðar í suður. Tilgangur deiliskipulagsins er að ná óbyggðum svæðum inn í skipulag og skilgreina nýjar lóðir með skilmálum fyrir nýbyggingar. Markmiðið er að halda í heildrænt yfirbragð byggðarinnar á svæðinu þannig að nýbyggingar verði hluti af núverandi heild
____________________________________________________________________________
Frestur til að skila inn athugasemdum er frá 8. maí til og með 27. júní 2024. Eingöngu er tekið við athugasemdum og ábendingum á rafrænan hátt í gegnum skipulagsgátt, bein slóð inn á málið er skipulagsgatt.is/issues/2024/401. Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum hjá skipulagsfulltrúa í gegnum netfangið iris@fjallabyggd.is.


Greinargerð  Skipulagsuppdráttur

06.05.2024

Auglýsing um skipulagsmál í Fjallabyggð -Flæðar á Ólafsfirði 

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 30. apríl 2024 að kynna skipulagslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 í samræmi við 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi felur í sér að íbúðarsvæði 320 ÍB í Ólafsfirði stækkar um 0,3 ha sunnan núverandi byggðar við Bylgjubyggð og ofan bakka Ólafsfjarðarvatns. Vegna stækkunar íbúðarsvæðis minnkar opið svæði 323 OP um 0,3 ha. Breytingin er til komin vegna áforma um að koma fyrir lóð fyrir raðhús sunnan núverandi raðhúsalóða við Bylgjubyggð 13-25 og 27-35. Með breytingu á aðalskipulagi er verið að bjóða upp á fjölbreyttari húsagerðir á svæðinu en gert er ráð fyrir í gildandi aðalskipulagi.

Skipulagslýsingin er auglýst með umsagnarfresti frá 7. maí til og með 28. maí 2024. Umsagnir við skipulagslýsinguna skulu berast rafrænt í gegnum skipulagsgátt Skipulagsstofnunar: skipulagsgatt.is/issues/2024/420.

Hægt er að óska eftir nánari upplýsingum hjá skipulagsfulltrúa á netfangið iris@fjallabyggd.is eða í síma 464-9100.

Skipulagslýsing

06.05.2024

Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 Námuvegur 8 – breytt landnotkun

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti 30. apríl 2024 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í því að lóðin Námuvegur 8 fer úr því að vera á skilgreindu athafnasvæði 302 AT og fellur í stað undir landnotkunaflokkinn verslun og þjónustu, 329 VÞ. Greinargerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags. 25.3.2024.

Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til tæknideildar Fjallabyggðar.

Íris Stefánsdóttir, skipulagsfulltrúi.

Námuvegur 8 – breytt landnotkun

2023

 

26.04.2023

Deiliskipulagsbreyting. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Snorragötu á Siglufirði:

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti þann 29. mars sl. að auglýsa að nýju tillögu að breytingu á deiliskipulagi Snorragötu skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Áður auglýst breyting felst m.a. í að staðsetning göngu- og hjólastíga hefur verið breytt, sleppisvæði við hótel bætt við, miðeyjum bætt við gönguþveranir, deiliskipulagsmörk lagfærð og hringtorgi við Norðurtún breytt í T-gatnamót.Einnig hefur verið bætt við bryggjustúf austan Snorragötu til móts við Gránu þar sem áformað er að staðsetja listaverk.  

Tillaga að breyttu deiliskipulagi Snorragötu verður til sýnis á bæjarskrifstofu að Gránugötu 24, Siglufirði frá og með 28. apríl til og með 9. júní 2023.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til föstudagsins 9. júní 2023. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast Írisi Stefánsdóttur skipulagsfulltrúa annað hvort í Ráðhús Fjallabyggðar á Gránugötu 24, Siglufirði eða á netfangið iris@fjallabyggd.is.

Greinargerð með deiliskipulagi

10.03.2023

Skipulagslýsing – upphaf vinnu við deiliskipulag kirkjugarðs á Saurbæjarási, Siglufirði

Bæjarstjórn Fjallabyggðar leitar ábendinga á fyrirhugaðri deiliskipulagsvinnu kirkjugarðsins á Saurbæjarási. Í skipulagslýsingu, sem gefin er út af Kanon arkitektum koma fram upplýsingar um forsendur, stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. Tilgangur með útgáfu lýsingar er að tryggja aðkomu almennings og hagsmunaaðila að skipulagsferlinu á fyrstu stigum.

Helsta viðfangsefni deiliskipulagsins er m.a. að vinna tillögu að nýjum heildstæðum grafreit út frá núverandi garðsvæði og tryggja að hægt sé að móta kistugrafreiti til næstu 20 ára og koma til móts við fjölbreyttara form greftrana til lengri framtíðar. Deiliskipulagið kallar á breytingu Aðalskipulags Fjallabyggðar 2020-2032 sem verður unnið samhliða deiliskipulagsbreytingunni.

Skipulagslýsingin sem er sett fram í greinargerð er til sýnis á tæknideild, í Ráðhúsi Fjallabyggðar og  á heimasíðu sveitarfélagsins www.fjallabyggd.is.

Íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á því að senda inn ábendingar varðandi viðfangsefni og markmið skipulagsins. Ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu Fjallabyggðar, Gránugötu 24, 580 Siglufirði eða á netfangið iris@fjallabyggd.is fyrir lok 12. apríl nk.

Skipulagsfulltrúi.

Kirkjugarður Saurbæjarási - Lýsing vegna deiliskipulagsgerðar

20.02.2023

Skipulagslýsing – upphaf vinnu við deiliskipulag hafnarsvæðis Siglufjarðar

Bæjarstjórn Fjallabyggðar leitar ábendinga á fyrirhuguðu deiliskipulagsverkefni fyrir hafnarsvæðið á Siglufirði. Í skipulagslýsingu, sem gefin er út af Lilium teiknistofu fyrir Fjallabyggð, koma fram upplýsingar um forsendur, stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. Tilgangur með útgáfu lýsingar er að tryggja aðkomu almennings og hagsmunaaðila að skipulagsferlinu á fyrstu stigum.

Helsta viðfangsefni deiliskipulagsins er tryggja sambýli ólíkra atvinnugreina, þ.e. ferðamennsku og sjávarútveg og gefa kost á nýjum tækifærum.

Skipulagslýsingin sem er sett fram í greinargerð er til sýnis á tæknideild, í Ráðhúsi Fjallabyggðar og  á heimasíðu sveitarfélagsins www.fjallabyggd.is.

Íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á því að senda inn ábendingar varðandi viðfangsefni og markmið skipulagsins. Ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu Fjallabyggðar, Gránugötu 24, 580 Siglufirði eða á netfangið iris@fjallabyggd.is fyrir lok 20. mars nk.

Skipulagsfulltrúi

DEILISKIPULAG HAFNARSVÆÐIS SIGLUFJARÐAR

09.02.2023

Tillaga að breyttu Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032

Verslun og þjónusta í Skarðsdal, Siglufirði – nýr landnotkunarreitur

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 8. febrúar sl. að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umhverfisskýrslu.

Breytingin gerir ráð fyrir nýjum landnotkunarreit fyrir verslun og þjónustu í Skarðsdal á Siglufirði.

 Tillaga

Tillaga að deiliskipulagi fyrir þjónustuhús og smáhýsi við Skarðsveg, Siglufirði:

Bæjarstjórn Fjallabyggðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi fyrir þjónustuhús og smáhýsi við Skarðsveg á Siglufirði, samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Svæðið er 2,3 ha. að stærð og afmarkast af Skarðsvegi til suðurs og læk til norðurs. Austur og vestur mörk skipulagssvæðisins verða mörkuð með hnitum. Helsta viðfangsefni deiliskipulagsins er að gera ráð fyrir 10 smáhýsum auk þjónustubygginga til útleigu og styrkja ferðaþjónustu innviði á svæðinu.

Tillaga

Tillögur að breyttu aðalskipulagi og nýju deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslum eru til sýnis á bæjarskrifstofu að Gránugötu 24, Siglufirði frá og með 9. febrúar til og með 28. mars 2023. Tillögurnar verða einnig aðgengilegar á heimasíðu Fjallabyggðar, www.fjallabyggd.is.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar til þriðjudagsins 28. mars 2023. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast Írisi Stefánsdóttur skipulagsfulltrúa annað hvort í Ráðhús Fjallabyggðar á Gránugötu 24, Siglufirði eða á netfangið iris@fjallabyggd.is.

 Skipulagsfulltrúi

13.01.2023 

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Snorragötu á Siglufirði:

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 11. janúar sl. að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Snorragötu skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst m.a. í að staðsetning göngu- og hjólastíga hefur verið breytt, sleppisvæði við hótel bætt við, miðeyjum bætt við gönguþveranir, deiliskipulagsmörk lagfærð og hringtorgi við Norðurtún breytt í T-gatnamót.  

Tillaga að deiliskipulagi þjóðvegar í þéttbýli Siglufjarðar:

Bæjarstjórn Fjallabyggðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi þjóðvegar í þéttbýli Siglufjarðar samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Þjóðvegur í þéttbýli á Siglufirði liggur frá Siglufjarðarvegi (76) að sunnanverðu við gatnamót Norðurtúns um Snorragötu að gatnamótum Gránugötu/Suðurgötu og áfram til norðurs eftir Túngötu að gatnamótum Hvanneyrarbrautar/Hlíðarvegar og þaðan til norðurs eftir Hvanneyrarbraut að Hólavegi. Jafnframt er tengibraut frá gatnamótum við Snorrabraut/Túngata um Gránugötu og Tjarnargötu að höfninni, 420 m. Heildarlengd er um 2,6 km. Helsta viðfangsefni deiliskipulagsins er að móta og ákveða gerð umferðarmannvirkja og umhverfi þeirra með þeim hætti að stuðlað sé að auknu öryggi allra vegfarenda í umferðinni og ásættanlegri sambúð byggðar og vegar.

Tillögur að breyttu deiliskipulagi Snorragötu og nýju deiliskipulagi þjóðvegarins verða til sýnis á bæjarskrifstofu að Gránugötu 24, Siglufirði frá og með 13. janúar til og með 24. febrúar 2023. Tillögurnar verða einnig aðgengilegar á heimasíðu Fjallabyggðar, www.fjallabyggd.is.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar til föstudagsins 24.febrúar 2023. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast Írisi Stefánsdóttur skipulagsfulltrúa annað hvort í Ráðhús Fjallabyggðar á Gránugötu 24, Siglufirði eða á netfangið iris@fjallabyggd.is.

 

2022

14.11.2022  Skipulagslýsing – upphaf vinnu við deiliskipulag lóða undir þjónustuhús og smáhýsi í Skarðsdal

24.10.2022      Samþykkt deiliskipulags fyrir þjóðveg í þéttbýli Ólafsfjarðar

20.04.2022   Tillaga að deiliskipulagi –  ÞJÓÐVEGUR Í ÞÉTTBÝLI FJALLABYGGÐAR - ÓLAFSFJÖRÐUR

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

15.11.2010      Auglýsing um deiliskipulag - Svæði fyrir hesthús, hestaíþróttir og frístundabúskap, Siglufirði

03.08.2010   Deiliskipulagstillögur – athugasemdafrestur 

 

2009

2008

2007

2004