Frístundanefnd Fjallabyggðar - 52. fundur - 20. febrúar 2012

Málsnúmer 1202012F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 76. fundur - 14.03.2012

Bjarkey Gunnarsdóttir sem sat fund frístundanefndar gerði grein fyrir fundargerð.

 • .1 1201016 Gisting íþróttahópa
  Frístundanefnd Fjallabyggðar - 52. fundur - 20. febrúar 2012
  UMFÍ óskar eftir samningi um afsláttarkjör á gistingu fyrir ungmennafélaga sem og hópa sem eru í íþróttakeppni eða í öðrum samskipum á vegum íþróttahreyfingarinnar þegar þeir gista í skólum eða öðrum sambærilegum hjá Fjallabyggð. Nefndin tekur jákvætt í erindið og telur eðilegt að íþróttahópar með börnum og ungmennum geti fengið ódýra gistingu í Fjallabyggð.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Egill Rögnvaldsson.<BR>Afgreiðsla 52. fundar frístundanefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
 • .2 1202008 Samningur um afnot og rekstur af Ægisgötu 15 Ólafsfirði
  Frístundanefnd Fjallabyggðar - 52. fundur - 20. febrúar 2012
  Bæjarráð óskaði eftir að frístundanefnd myndi ljúka umræðu um samning áður en til afgreiðslu kemur í bæjarráði. Lögð voru fram drög að leigusamningi og samþykktir nefndin þau fyrir sitt leiti.
  Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar frístundanefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • .3 1112007 Samþykktar tillögur á 47. sambandsþingi UMFÍ
  Frístundanefnd Fjallabyggðar - 52. fundur - 20. febrúar 2012
  Lagaðar fram til kynningar tillögur 47. sambandsþings Ungmennafélags Íslands.
  Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar frístundanefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • .4 1202033 Ungmennaráð Fjallabyggðar tekur til starfa
  Frístundanefnd Fjallabyggðar - 52. fundur - 20. febrúar 2012
  Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir hlutverki Ungmennaráðs Fjallabyggðar. Þarf því að hafa í huga að vísa erindum sem viðkoma málefnum ungs fólks til ráðsins til umfjöllunar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar frístundanefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • .5 1109039 Ungmennaráð sveitarfélaga
  Frístundanefnd Fjallabyggðar - 52. fundur - 20. febrúar 2012
  Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, þar sem fjallað er um 2. mg. 11. gr. æskulýðslaga nr.70/2007, en þar er kveðið á um að sveitarstjórnir skuli hlutast til um að stofnuð séu ungmennaráð. Bæjarráð vísaði leiðbeiningum þessum til íþrótta- og tómstundafulltrúa og fagráðs til umfjöllunar. ungmennaráð hefur nú þegar tekið til starfa og var notast við leiðbeiningarnar við stofnun ráðsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar frístundanefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • .6 1112067 Uppgjör vegna framkvæmda við Bárubraut 2011
  Frístundanefnd Fjallabyggðar - 52. fundur - 20. febrúar 2012
  Lagt fram til kynningar uppgjör og reikningar vegna framkvæmda við Bárubraut árið 2011 samkvæmt gildandi samningi við skíðafélag Ólafsfjarðar um uppbyggingu á skíðagöngubrautinni í Ólafsfirði. Forsenda greiðslu árið 2012 er að slíkt uppgjör hafi skilað sér. Nefndin gerir ekki athugasemdir við framkomin gögn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar frístundanefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.