Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 5. mars 2012

Málsnúmer 1202003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 76. fundur - 14.03.2012

Forseti bæjarstjórnar Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • .1 1202072 Starfsmannamál á Leikskóla Fjallabyggðar
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 5. mars 2012
    Undir þessum lið sátu: Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Kristín M. H. Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri, María Guðmundsdóttir f.h. starfsmanna og Elísabet Sigmundsdóttir f.h. foreldra.
     
    Mikið álag hefur verið á Leikskálum undanfarna fjóra mánuði vegna fjarvista starfsmanna sem eru af margvíslegum toga. Um miðjan febrúar var starfsmaður ráðinn tímabundið fram að sumarfríi í 100% stöðu á leikskólann. Leikskólastjóri sér fram á að ráða þurfi til viðbótar í 50% stöðu tímabundið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar fræðslunefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .2 1202073 Skólanámskrárvinna við Leikskóla Fjallabyggðar
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 5. mars 2012
    Undir þessum lið sátu: Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Kristín M. H. Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri, María Guðmundsdóttir f.h. starfsmanna og Elísabet Sigmundsdóttir f.h. foreldra.
     
    Skólanámskrárgerð fyrir Leikskóla Fjallabyggðar hófst við sameiningu leikskólanna haustið 2010. Mikil vinna er þó framundan við að gera nýja skólanámskrá með hliðsjón af nýrri menntastefnu og Aðalnámskrá leikskóla. Skólastjórar óskuðu eftir aðstoð fræðslu- og menningarfulltrúa að gera umsókn til Sprotasjóðs til verkefnisins. Umsóknarfrestur var 29. febrúar. Fyrirhugaður kostnaður vegna verkefnisins er áætlaður um 800.000 kr. Sótt var um 500.000 kr. til sjóðsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar fræðslunefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .3 1202063 Skólamáltíðir 2012-2014
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 5. mars 2012
    Þjónustusamningar við Allann og Hótel Brimnes vegna skólamáltíða 2010-2012 falla úr gildi í lok maí nk. Hafinn er undirbúningur að nýjum útboðsgögnum. Bjóða þarf skólamáltíðir út fyrir 2012-2014 í byrjun apríl.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tók Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 73. fundar fræðslunefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>
  • .4 1201028 Reglur um skólaakstur í Fjallabyggð
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 5. mars 2012
    Fræðslu- og menningarfulltrúi hefur unnið að reglum um skólaakstur í Fjallabyggð. Fræðslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tók Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 73. fundar fræðslunefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>
  • .5 1201068 Endurskoðun Securitas þjónustasamninga vegna leikskólans
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 5. mars 2012
    Fræðslu- og menningarfulltrúi hefur fundað með ráðgjafa Securitas vegna tengiliða sveitarfélagsins við fyrirtækið og þjónustusamninga vegna innbrota og bruna í leikskólanum. Samræma á þjónustusamningana í öllum stofnunum og skoða lækkun á kostnaði vegna þeirra. Fræðslunefnd leggur til að tengiliðir leikskólans við Securitas verði endurskoðaðir um leið og tengiliðir annarra stofnanna við fyrirtækið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar fræðslunefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .6 1201038 Endurskoðun og samanburður launa og ræstingasamninga á Leikskálum og Leikhólum
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 5. mars 2012
    Endurskoðun frestað fram á haust.
    Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar fræðslunefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .7 1201079 Gjaldskrá Grunnskóla Fjallabyggðar
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 5. mars 2012
    Fræðslunefnd hafnar hækkun á gjaldskrá Grunnskóla Fjallabyggðar og vísar henni til fjárhagsáætlunargerðar 2013.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Þorbjörn Sigurðsson og Helga Helgadóttir.<BR>Afgreiðsla 73. fundar fræðslunefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • .8 1202033 Ungmennaráð Fjallabyggðar tekur til starfa
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 5. mars 2012
    Ungmennaráð hefur tekið til starfa í Fjallabyggð. Fræðslunefnd er hvött til að vísa erindum sem varða málefni ungs fólks til ráðsins til umfjöllunar. Fræðslunefnd fagnar nýstofnuðu Ungmennaráði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar fræðslunefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .9 1201094 Foreldrafundur Grunnskóla Fjallabyggðar með skólaráði, fræðslunefnd, bæjarstjóra, fræðslu- og menningafulltrúa og íþrótta- og tómstundafulltrúa
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 5. mars 2012
    Foreldrafundur Grunnskóla Fjallabyggðar var haldinn 14. febrúar sl. með skólastjóra, bæjarstjóra, fræðslu- og menningarfulltrúa og íþrótta- og tómstundafulltrúa. Fræðslunefnd fagnar því hversu margir foreldrar sáu sér fært að mæta og minnir á að annar slíkur fundur er fyrirhugaður í haust.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tók Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 73. fundar fræðslunefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>
  • .10 1201060 Dagsetningar samræmdra könnunarprófa í 4., 7. og 10. bekk 2012
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 5. mars 2012
    Til kynningar.
     
    Borist hefur bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti vegna dagsetninga samræmdra könnunarprófa í 4., 7. og 10. bekk haustið 2012.  
    Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar fræðslunefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .11 1203012 Íþróttastund í Íþróttahúsinu fyrir leikskólakrakka
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 5. mars 2012
    Fræðslunefnd hefur borist undirskriftarlisti frá foreldrum leikskólabarna á Leikhólum þar sem foreldrar mótmæla að íþróttastundir í íþróttahúsinu falli niður. Fræðslunefnd harmar þau mistök sem urðu við gerð fjárhagsáætlunar 2012 sem urðu til þess að íþróttastundirnar féllu niður. Fræðslunefnd lagði til að íþróttatímunum fækkuðu úr einum tíma í viku í eitt skipti í mánuði. Nefndin lagði ekki til að íþróttatímarnir yrðu teknir af. Til stendur að málið verði skoðað með haustinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar fræðslunefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .12 1202064 Heimsókn fræðslunefndar í fyrirhugaðan Tónskóla Fjallabyggðar Ólafsfjarðarmegin í Tjarnarborg
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 73. fundur - 5. mars 2012
    Fræðslunefnd, ásamt starfsfólki tónskólans fór í skoðunarferð um framtíðarhúsnæði tónskólans, Ólafsfjarðarmegin á efri hæð Tjarnarborgar. Skólastjóri fór yfir breytingar sem gera þarf á húsnæðinu áður en unnt verður að flytja inn. Fræðslunefnd leggur áherslu á að húsnæðið verði tilbúið til afhendingar fyrir næsta skólaár.
    Bókun fundar Afgreiðsla 73. fundar fræðslunefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.