Stafsmenn Fjallabyggðar

Bæjarfélagið Fjallabyggð er einn af stærstu vinnustöðum sveitarfélagsins með um 170  starfsmenn.  Á hverju vori fjölgar starfsfólki  þegar vinnuskólinn hefst og sumarstarfsmenn eru ráðnir.

Starfsmenn Fjallabyggðar sinna hinum ýmsu verkefnum sem tryggja eiga ánægju og velferð íbúa..  Það eru störf við grunn- og leikskóla, frístund, félagsmiðstöð, heimilishjálp og dagdvöl, sambýli og vinnustofu fatlaðra, þjónustumiðstöð, höfn, bóka- og héraðsskjalasafn, íþróttahús og sundlaug,  húsverðir og ræsting, ásamt stjórnsýslu sveitarfélagsins.