Félagslegt leiguhúsnæði

Félagslegt leiguhúsnæði er ætlað þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, þungrar framfærslubyrðar eða annarra félagslegra aðstæðna. Veita þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru færir um það sjálfir, úrlausn í húsnæðismálum til að leysa úr bráðum vanda á meðan unnið er að varanlegri lausn. Í Fjallabyggð eru félagslegar leiguíbúðir til staðar bæði á Siglufirði og í Ólafsfirði. Einnig eru í boði leiguíbúðir fyrir aldraða og öryrkja í Skálarhlíð á Siglufirði og á Ólafsfirði hafa aldraðir og öryrkjar forgang við úthlutun leiguíbúða að Ólafsvegi 32, samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar.

Íbúðir eru auglýstar til leigu á vef sveitarfélagsins www.fjallabyggd.is Umsóknum, ásamt fylgigögnum er skilað á skrifstofu Fjallabyggðar. Að loknum umsóknarfresti úthlutar Starfshópur um úthlutun leiguíbúða í Fjallabyggð íbúðum samkvæmt sérstöku mati.

Gjaldskrá vegna húsaleigu er tekin til skoðunar og ákvörðuð af bæjarstjórn ár hvert.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  1. Staðfest afrit af þremur síðustu skattframtölum umsækjanda og maka/sambúðaraðila.
  2. Ljósrit af launaseðlum umsækjanda fyrir síðustu sex mánuði eða reiknuðu endurgjaldi.
  3. Íbúavottorð frá Þjóðskrá Íslands.
  4. Læknisvottorð ef við á.
  5. Núverandi leigusamningur og umsögn fyrrverandi/núverandi leigusala um greiðslur húsaleigu og umgengni.

Umsókn um félagslegt húsnæði

Umsókn um félagslegt leiguhúsnæði er að finna undir Rafrænni Fjallabyggð - Íbúagátt