Málefni aldraðra

Félagsþjónusta skal stuðla að því að aldraðir geti búið við eðlilegt heimilislíf í umgengni við aðra svo lengi sem verða má meðal annars með heimaþjónustu, félagsráðgjöf og  heimsendingu matar.  Jafnframt skal  öldruðum tryggður aðgangur að félags- og tómstundastarf við hæfi.
Aldraðir eiga rétt á allri almennri þjónustu sveitarfélags að öðru leyti fer um málefni þeirra samkvæmt lögum um málefni aldraða.

Til að sækja um þjónustu er farið í gegnum Þjónustugátt og til þess notuð rafræn skilríki eða Íslykill. Aðstoðarmaður getur sótt um fyrir viðkomandi á sínum rafrænum skilríkjum eða Íslykli en þá þarf að muna eftir að breyta upplýsingum inni á svæðinu.

Nánari upplýsingar um þjónustu Fjallabyggðar má lesa með því að smella á hlekkina hér neðar.

Félagsleg heimaþjónusta  Leiguíbúðir fyrir aldraða   Félagsstarf aldraðra  Færni- og heilsumat  

Gjaldskrá félagsþjónustu 2023   

Fréttir

Veglegar gjafir til Neons og Dagdvalar í Hornbrekku – kærar þakkir

Í vetur hefur hópur áhugasamra um félagsvist hist vikulega og spilað. Hópurinn ákvað að ágóðinn af spilakvöldunum rynni til góðs málefnis í Fjallabyggð. Fyrir valinu varð Félagsmiðstöðin Neon og Dagdvölin í Hornbrekku.
Lesa meira

Formleg opnun verkefnisins Hátindur 60+

Formleg opnun verkefnisins Hátindur 60+ Menningarhúsinu Tjarnarborg Ólafsfirði, miðvikudaginn 29. mars nk. kl. 12:00
Lesa meira

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hornbrekka auglýsir þrjú sumarstörf

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hornbrekka auglýsir þrjú sumarstörf.
Lesa meira

Hornbrekka Ólafsfirði laust starf í ræstingu

Hornbrekka Ólafsfirði auglýsir eftir starfsmanni í tímabundna afleysingu í ræstingu. Um er að ræða 100% stöðu en möguleiki á að ráða tvo einstaklinga í 50% vinnu. Laun eru skv. kjarasamningi SFV og Kjalar. Nánari upplýsingar veitir Birna Sigurveig Björnsdóttir forstöðumaður og hjúkrunarforstjóri í síma 466-4066 / 663-5299 eða á netfangið birna@hornbrekka.is
Lesa meira

Tæknilæsi í Fjallabyggð 60+

Tæknilæsi í Fjallabyggð - frítt fyrir 60+ Símey, Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar býður íbúum Fjallabyggðar 60 ára og eldri upp á námskeið í tæknilæsi. Námskeiðin verða haldin i báðum byggðakjörnum 5. og 6. október og 12. og 13. október nk. (miðvikudaga og fimmtudaga) frá kl. 10:00-12:00 hjá Einingu Iðju, Eyrargötu 24b Siglufirði og sömu daga frá kl. 13:00-15:00 í Tjarnarborg Ólafsfirði.
Lesa meira