Málefni eldri borgara

Félagsþjónusta skal stuðla að því að aldraðir geti búið við eðlilegt heimilislíf í umgengni við aðra svo lengi sem verða má meðal annars með heimaþjónustu, félagsráðgjöf og  heimsendingu matar.  Jafnframt skal  öldruðum tryggður aðgangur að félags- og tómstundastarf við hæfi.
Aldraðir eiga rétt á allri almennri þjónustu sveitarfélags að öðru leyti fer um málefni þeirra samkvæmt lögum um málefni aldraða.

Til að sækja um þjónustu er farið í gegnum Þjónustugátt og til þess notuð rafræn skilríki eða Íslykill. Aðstoðarmaður getur sótt um fyrir viðkomandi á sínum rafrænum skilríkjum eða Íslykli en þá þarf að muna eftir að breyta upplýsingum inni á svæðinu.

Nánari upplýsingar um þjónustu Fjallabyggðar má lesa með því að smella á hlekkina hér neðar.

Félagsleg heimaþjónusta  Leiguíbúðir fyrir aldraða   Tómstunda- og íþróttastarf eldri borgara  

Færni- og heilsumat   Gjaldskrá félagsþjónustu 2023   Hátindur 60+

Fréttir

Veglegar gjafir til Neons og Dagdvalar í Hornbrekku – kærar þakkir

Í vetur hefur hópur áhugasamra um félagsvist hist vikulega og spilað. Hópurinn ákvað að ágóðinn af spilakvöldunum rynni til góðs málefnis í Fjallabyggð. Fyrir valinu varð Félagsmiðstöðin Neon og Dagdvölin í Hornbrekku.
Lesa meira

Formleg opnun verkefnisins Hátindur 60+

Formleg opnun verkefnisins Hátindur 60+ Menningarhúsinu Tjarnarborg Ólafsfirði, miðvikudaginn 29. mars nk. kl. 12:00
Lesa meira

Tæknilæsi í Fjallabyggð 60+

Tæknilæsi í Fjallabyggð - frítt fyrir 60+ Símey, Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar býður íbúum Fjallabyggðar 60 ára og eldri upp á námskeið í tæknilæsi. Námskeiðin verða haldin i báðum byggðakjörnum 5. og 6. október og 12. og 13. október nk. (miðvikudaga og fimmtudaga) frá kl. 10:00-12:00 hjá Einingu Iðju, Eyrargötu 24b Siglufirði og sömu daga frá kl. 13:00-15:00 í Tjarnarborg Ólafsfirði.
Lesa meira

Félagsstarf aldraðra og dagdvöl eldri borgara Fjallabyggðar haustið 2022

Félagsstarf aldraðra og dagdvöl eldri borgara hefst samkvæmt vikuplani mánudaginn 5. september nk. og er dagskráin fjölbreytt að venju. Allir heldri borgarar Fjallabyggðar ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og notið félagsstarfsins í vetur.
Lesa meira

Fyrirlestrar 60+

Félagsþjónustan í Fjallabyggð stendur fyrir fyrirlestrum fyrir 60 + í Tjarnarborg Ólafsfirði Félagsþjónustan í Fjallabyggð hefur fengið til liðs við sig Heilsu- & sálfræðiþjónustuna, miðstöð heilsueflingar til að halda fyrirlestra fyrir 60 ára og eldri í Fjallabyggð. Dagskrá fyrirlestra er að finna hér fyrir neðan og eru allir 60+ hjartanlega velkomnir.
Lesa meira