Saga Fotografica

Hjónin Baldvin Einarsson og Ingibjörg Sigurjónsdóttir opnuðu Saga Fotografica við Vetrarbraut á Siglufirði árið 2013. Á safninu eru til sýnis fjölbreytt tæki og tól sem tengjast ljósmyndun. Safnið stendur einnig fyrir ljósmyndasýningum í húsinu. Hjónin reka einnig verslunina BECO sem stendur við Langholtsveg í Reykjavík, nærri Laugardalnum. Hugmyndin að ljósmyndasögusafninu kveiknaði þegar þau keyptu gamalt hús á Siglufirði, en fyrir áttu þó stórt safn gamalla ljósmyndamuna.

Ljósmyndasögusafnið á Siglufirði er á tveimur hæðum og má þar finna ýmsa gamla muni sem tengjast ljósmyndun. Á efri hæð hússins eru reglulega haldnar ljósmyndasýningar.

Gjaldfrjálst er fyrir gesti að heimsækja þetta merkilega safn á Siglufirði.  Safnið er opið alla daga á sumrin frá kl. 13:00-16:00.