Skrá yfir fugla Siglufjarðar samkæmt athugunum
Eitt af því sem einkennir Siglufjörð er mikið fuglalíf allt árið um kring. Um 2000 fuglar af 16-18 tegundum eru taldir að jafnaði í Siglufirði í jólatalningu Náttúrufræðistofnunar. Enn fleiri tegundir teljast til siglfirskra varpfugla og fer þeim sífjölgandi sem reyna varp hvort sem þær festa sig í sessi sem fastir varpfuglar eða ekki.
Langmesta og fjölbreytilegasta fuglalífið er í kringum Leirurnar svo nefndu, flæðisanda innst í firðinum. Þar hefur frá því um 1980 orðið til allstórt kríu- og æðarvarp, beggja megin fjarðar. Ætla má að 1980 hafi 50 kríur og 20-30 æðarfuglar verpt á svæðinu. Árið 1997 voru varpfuglarnir margfalt fleiri eða á.a.g. 500 kríupör og 750 æðarpör.
Áður fyrr var umtalsvert kríuvarp á Úlfsdölum, í Héðinsfirði og á Siglunesi, en á öllum þessum stöðum lagðist varp niður að mestu er fólkið flutti burtu. Greinilegt var hve þessum fugli fjölgaði inni í firðinum eftir að Siglunes fór í eyði.
Skýringar: A = dvelur allt árið. V = vetrarfugl. S = sumarfugl. O = fastur varpfugl. o = óreglulegur varpfugl. G = gestur.
- Fýll - S,O
- Súla - G
- Dílaskarfur - A
- Álft - F
- Heiðagæs - G
- Grágæs - F
- Rauðhöfði - S,o
- Urtönd - S,O
- Stokkönd - A,O
- Grafönd - G
- Skeiðönd - G
- Skúfönd - o
- Duggönd - S,O
- Æður - A,O
- Æðarkóngur - o
- Straumönd - A,O
- Hávella - V
- Húsönd - G
- Toppönd - A,O
- Gulönd - G
- Haförn - G
- Smyrill - S
- Fálki - V
- Rjúpa - A,O
- Keldusvín - G
- Sandlóa - S,O
- Heiðlóa - S,O
- Sendlingur - A,O
- Tjaldur - S,O
|
- Hrossagaukur - S,O
- Jaðrakan - S,O
- Spói - S,O
- Stelkur - S,O
- Óðinshani - S,O
- Kjói - S,O
- Skúmur - G
- Hettumávur - A,O
- Stormmávur - o
- Silfurmávur - A,O
- Hvítmávur - V
- Svartbakur - A,O
- Rita - S,O
- Kría - S,O
- Langvía - G
- Teista - V
- Haftyrðill - G
- Húsdúfa - A,O
- Snæugla - G
- Brandugla - G
- Grátittlingur - S,O
- Máríuerla - S,O
- Músarrindill - S,O
- Steindepill - S,O
- Skógarþröstur - A,O
- Stari - o
- Hrafn - A,O
- Auðnutittlingur - o
- Snjótittlingur - A,O
|
- Aðrir fuglar, útlenskir flækingar og fargestir sem sést hafa á Siglufirði eru þessir:
- Gráhegri, helsingi, brandönd, vepja, rauðbrystingur, skógarsnípa, fjöruspói, tildra, bjartmávur, hringdúfa, turtildúfa, eyrugla, múrsvölungur, bakkasvala, landsvala, silkitoppa, glóbrystingur, svartþröstur, gráþröstur, söngþröstur, sefsöngvari, hettusöngvari, gransöngvari, bókfinka, fjallafinka, barrfinka, rósafinka, krossnefur.