Skólaakstur

Skólaakstur í Fjallabyggð

Gildistími aksturstöflu frá 21. ágúst 2023. Einungis keyrt á virkum dögum. 

Almennir farþegar eru velkomnir í skólarútu ef sæti eru laus en nemendur grunnskóla, menntaskóla og starfsfólk sveitarfélagsins ganga fyrir sætum, í þessari röð.

Tímatafla til útprentunar 

 

Almenningssamgöngur í Fjallabyggð

STRÆTÓ ehf ekur milli Fjallabyggðar og Akureyrar. Strætó annast strætisvagnaþjónustu á landsbyggðinni og er með fastar ferðir milli Fjallabyggðar og Akureyrar. Strætóferðir á virkum dögum frá Siglufirði eru kl. 06:40, 09:30 og 15:00 og stoppar vagninn við Múlaveg í Ólafsfirði kl. 06:56, 09:46 og 15:16. Um helgar er eingöngu ekið á sunnudögum og er þá farið frá Siglufirði kl. 10:30.  Bíllinn er þá í Ólafsfirði kl. 10:46. Sama tímasetning er á helgidögum. Aksturstími til Akureyrar er um 1 klst. og 10 mín. Á virkum dögum fer Strætó frá Menningarhúsinu Hofi kl. 08:15, 13:15 og 16:30.  Á sunnu- og helgidögum kl. 15:40.

Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Strætó.

Fréttir

Öryggi barna í bíl

Öryggi barna í bílum er efni okkar allra og alltaf gott að upplýsa sig vel og fara yfir reglulega.
Lesa meira

Jarðgöng – og hvað svo?

Jarðgöng – og hvað svo? Morgunfundur Vegagerðarinnar um rekstur og viðhald í jarðgöngum
Lesa meira

Skólaakstur í jólaleyfi Grunnskóla Fjallabyggðar

Akstur skólabíls breytist nú þegar jólafrí grunnskólans hefst 21. desember 2023. Eknar verða þrjár ferðir á dag, virka daga í jólafríinu.
Lesa meira

Bætt umferðaröryggi við gatnamót Hólavegar og Hlíðarvegar til suðurs

Vakin er athygli á breytingu umferðar um suðurhluta Hólavegar á Siglufirði. Markmið breytingarinnar er bætt umferðaröryggi við gatnamótin þar sem lítið pláss er fyrir gangandi vegfarendur, sjónsvið ökumanna takmarkað og erfitt fyrir bíla að mætast.
Lesa meira

Umferðarstýring í Múla-og Strákagöngum 11.-12. ágúst

Orðsending frá lögreglu: Um næstu helgi verður Fiskidagurinn mikli haldinn á Dalvík og því er, í samráði við Vegagerðina, fyrirhugað að notast við umferðarstýringu í Múla-og Strákagöngum föstudaginn 11. og laugardaginn 12. ágúst.
Lesa meira