Skóla- og frístundaakstur

Skóla- og frístundaakstur í Fjallabyggð

Frá og með 23. ágúst tekur við vetraráætlun skóla- og frístundaaksturs í Fjallabyggð.  Almennir farþegar eru velkomnir í skólarútu ef sæti eru laus en nemendur grunnskóla, menntaskóla og starfsfólk sveitarfélagsins ganga fyrir sætum, í þessari röð.

Gildistími: 23. ágúst 2024. Einungis er keyrt á virkum dögum. 

Tímatafla í pdf til útprentunar

Almenningssamgöngur í Fjallabyggð

STRÆTÓ ehf ekur milli Fjallabyggðar og Akureyrar. Strætó annast strætisvagnaþjónustu á landsbyggðinni og er með fastar ferðir milli Fjallabyggðar og Akureyrar. Strætóferðir á virkum dögum frá Siglufirði eru kl. 06:40, 09:30 og 15:00 og stoppar vagninn við Múlaveg í Ólafsfirði kl. 06:56, 09:46 og 15:16. Um helgar er eingöngu ekið á sunnudögum og er þá farið frá Siglufirði kl. 10:30.  Bíllinn er þá í Ólafsfirði kl. 10:46. Sama tímasetning er á helgidögum. Aksturstími til Akureyrar er um 1 klst. og 10 mín. Á virkum dögum fer Strætó frá Menningarhúsinu Hofi kl. 08:15, 13:15 og 16:30.  Á sunnu- og helgidögum kl. 15:40.

Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Strætó.

Fréttir

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra kom til Siglufjarðar í dag

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra kom til Siglufjarðar í dag þar sem hann kynnti sér aðstæður og skoðaði afleiðingar hamfararúrkomu á Tröllaskaga síðast liðinn föstudag og laugardag, en óvissustigi almannavarna var lýst yfir á svæðinu og Siglufjarðarvegur var lokaður í marga daga vegna atburðarins.
Lesa meira

Breytt áætlun skólabíls föstudaginn 30. ágúst

Föstudaginn 30. ágúst verður áætlun skólabíls með breyttu sniði þar sem engin kennsla er í Grunnskóla Fjallabyggðar og MTR vegna skipulagsdags.
Lesa meira

Skólaakstur veturinn 2024-2025

Ný akstursáætlun skólarútu tekur gildi föstudaginn 23. ágúst nk.
Lesa meira

Frístundaakstur sumarið 2024

Frá og með 24. júní tekur við frístundaakstur milli byggðarkjarnanna. Rútan fer frá skólahúsinu við Norðurgötu Siglufirði og Vallarhúsinu Ólafsfirði.
Lesa meira

Vinnuskólinn kominn á fullt skrið

Vinnuskóli Fjallabyggðar er hafinn þetta sumarið og í ár eru um 40 ungmenni á aldrinum 14. - 16 ára skráðir til leiks. Helstu verkefni Vinnuskólans eru eins og áður að halda bæjarkjörnum og opnum svæðum hreinum þannig að íbúar og gestir geti notið sumar.
Lesa meira