Í framhaldi af ákvörðun bæjarstjórnar um tillögur að samræmingu, staðsetningu og óskum um áætlaðan kostnað við uppsetningu á upplýsingaskiltum fyrir ferðafólk miðsvæðis í bæjarfélögunum hefur skipulags- og umhverfisnefnd samþykkt tillögu sem tekur á nokkrum veigamiklum þáttum í þessu sambandi.
Kortin verði þrenns konar.
1. Bæjarkort með upplýsingum um gistingu, afþreyingu, heilsugæslu og fleira.
2. Yfirlitskort með göngu- og útivistarmöguleikum.
3. Auglýsingaskilti fyrir þjónustuaðila innan bæjar.
Bæjarráð fagnar framkomnum hugmyndum og telur staðsetningu í Ólafsfirði vera í góðu lagi, en óskar eftir annari tillögu að staðsetningu á Siglufirði þar sem fram komin tillaga er á mjög lokuðu svæði.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjármögnun og uppsetningu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2013 en áætlaður kostnaður er um 1,5 m.kr.