Bæjarráð Fjallabyggðar - 248. fundur - 28. febrúar 2012

Málsnúmer 1202016F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 76. fundur - 14.03.2012

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 248
    Frístundanefnd hefur á 52. fundi sínum þann 20. febrúar sl. farið yfir og samþykkt drög að leigusamningi um afnot af Ægisgötu 15 Ólafsfirði.
    Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við fram komin drög, en leggur áherslu á að íþrótta- og tómstundafulltrúi ljúki leigusamningum við einstök félög sem fyrst og að leiguverð sé fundið út frá raunkostnaði og í samræmi við annað leiguverð sem bæjarstjórn hefur áður samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 248. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 248
    Lögð var fram ósk deildarstjóra tæknideildar um heimild bæjarráðs til að setja upp varadælu og ráðast í lagfæringar
    við tæknirými við sundlaugina í Ólafsfirði.
    Áætlaður kostnaður er um kr. 600.000.- og mun fjármagn verða fært af viðhaldsfé sundlaugar.
    Megin ástæðan er tjón sem bæjarfélagið varð fyrir þegar tæknirými sundlaugarinnar fylltist af vatni.
    Bæjarráð samþykkir erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 248. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 248
    Í framhaldi af ákvörðun bæjarstjórnar um tillögur að samræmingu, staðsetningu og óskum um áætlaðan kostnað við uppsetningu á upplýsingaskiltum fyrir ferðafólk miðsvæðis í bæjarfélögunum hefur skipulags- og umhverfisnefnd samþykkt tillögu sem tekur á nokkrum veigamiklum þáttum í þessu sambandi.
    Kortin verði þrenns konar.
    1. Bæjarkort með upplýsingum um gistingu, afþreyingu, heilsugæslu og fleira.
    2. Yfirlitskort með göngu- og útivistarmöguleikum.
    3. Auglýsingaskilti fyrir þjónustuaðila innan bæjar.
    Bæjarráð fagnar framkomnum hugmyndum og telur staðsetningu í Ólafsfirði vera í góðu lagi, en óskar eftir annari tillögu að staðsetningu á Siglufirði þar sem fram komin tillaga er á mjög lokuðu svæði.
    Bæjarráð samþykkir að vísa fjármögnun og uppsetningu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2013 en áætlaður kostnaður er um 1,5 m.kr.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku Guðmundur Gauti Sveinsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 248. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 248
    245. fundur bæjarráðs óskaði þess að menningarnefnd fjallaði um framtíðarfyrirkomulag Tjarnarborgar áður en til afgreiðslu kæmi í bæjarráði.

    Afgreiðslu tillögu frá 51. fundi menningarnefndar 22. febrúar s.l. var frestað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 248. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 248
    Lagt fram yfirlit yfir rekstur málaflokka fyrir janúar 2012.
    Rætt var um nýja framsetningu á fjárhag bæjarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 248. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 248
    Lagðar fram upplýsingar um álagningu fyrir árið 2012 og er hún í samræmi við fjárhagsáætlun ársins eða kr. 243.103.778.-.
    Bókun fundar Afgreiðsla 248. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 248
    Samband íslenskra sveitarfélaga sendir sveitarfélögum staðgreiðsluuppgjör fyrir tekjurárið 2011.
    Uppgjörið er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2011, en tekjurnar reynast vera hærri sem nema um 0.6% eða um 4 m.kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 248. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 248
    Lagður fram til kynningar og samþykktar raforkusamningur við Orkusöluna ehf. er gildir til 31. desember 2013.
    Bæjarráð telur rétt í samræmi við innkaupareglur bæjarfélagsins að samningurinn verði tekinn til endurskoðunar
    í júní á næsta ári og bendir á gildistíma og uppsagnarákvæði samningsins í því sambandi.
    Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning.
    Bókun fundar Afgreiðsla 248. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 248
    Egill Rögnvaldsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
    Bæjarstjóri lagði fram tillögu um að fá Valtý Sigurðsson lögmann til að setja upp samning við Rauðku ehf. í samræmi við bókun á 242. fundi bæjarráðs, þar sem lögð er áhersla á að lokið verði sem fyrst við heildstæðan samning sbr. erindi frá Rauðku ehf. og tengdra aðila frá 21. júní 2011 sem og áherslur bæjarstjórnar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012 - 2015.
    Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra.
    Bókun fundar <DIV>Egill Rögnvaldsson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.<BR>Afgreiðsla 248. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 248
    Lagt fram tölvubréf frá bæjarstjóra Akureyrarbæjar frá 22. febrúar 2012 er varðar aðkomu bæjarfélagsins að málefnum Menntaskólans á Tröllaskaga.
    Fram kemur samþykki Akureyrarbæjar fyrir u.þ.b. 15% hlut í kostnaði við breytingar á húsnæði Menntaskólans á Tröllaskaga.
    Dregið er í efa að Akureyarbær beri leigugreiðslur vegna afnota af húsnæði bæjarfélagsins undir MTR í takt og í samræmi við
    samning Fjallabyggðar við ríkið.
    Bæjarráð Fjallabyggðar harmar afstöðu Akureyrarbæjar varðandi leigugreiðslur og mun bæjarstjóri taka málið upp til frekari umræðu á vettvangi AFE.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 248. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 248
    Lögð fram fundargerð frá 5. fundi nefndar um almenningssamgöngur á vegum Eyþings frá 24. febrúar 2012.
    Þar er m.a. fært til bókar að gera þurfi strax breytingar á akstri til Siglufjarðar, en endastöð á núverandi akstri er í Ólafsfirði.
    Bæjarráð fagnar fram komnum upplýsingum og leggur áherslu á að umræddur akstur hefjist strax. Umrædd breyting - aukin þjónusta var forsenda bæjarráðs, er varðar aðkomu Fjallabyggðar að yfirtöku Eyþings að stjórnun almenningssamgangna á akstri sem áður var á hendi Vegagerðar ríkisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 248. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 248
    Bæjarstjóri lagði fram tölvupóst til bæjarstjóra Skagafjarðar um viðræður sveitarfélaganna um sameiginleg hagsmunamál.
    Bæjarráð samþykkti að bæjarstjóri ásamt bæjarfulltrúa færu á fund fulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV>Til máls tóku Guðmundur Gauti Sveinsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 248. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV></DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 248
    Lagður fram samningur og afsal fyrir Ægisgötu 15 Ólafsfirði.
    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 248. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 248
    Lagt fram afsal fyrir Bylgjubyggð 2b Ólafsfirði.
    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirrita afsalið fyrir hönd Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 248. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 248
    Lagt fram afsal og lóðarleigusamningur fyrir Tjarnargötu 2 Siglufirði.
    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirrita afsalið og lóðarleigusamning fyrir hönd Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 248. fundar bæjarráðs staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.