Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar

Í Fjallabyggð er öflugt íþróttastarf. Íþróttamiðstöðvar eru í báðum byggðakjörnum, í Ólafsfirði er útisundlaug og líkamsrækt. Á Siglufirði er inni sundlaug og líkamsrækt

 

Sundhöllin á Siglufirði

Hvanneyrarbraut 52
Sími: 464 9170 / 866 9136

Sundhöllin á Siglufirði er innilaug 10 x 25 metrar. Á útisvæði er stór pottur með nuddi, kalt kar og sauna.

ATH! Sölu ofan í laugarnar lýkur 15 mínútum fyrir lokun.

Á Siglufirði er fjölnota íþróttasalur, tækjasalur.  

Staðsetning sundlaugar á korti

Sundlaugin í Ólafsfirði

Tjarnarstíg 1

Sími: 464 9250 / 866 9136

Á Ólafsfirði er úti sundlaug 8x25m, tveir heitir pottar annar 38° og hinn 40° og er 38° potturinn með nuddi. Sauna og kalt kar. Einnig er góð aðstaða fyrir barnafólk og hægt að velja að fara í fosslaugina og barnalaugina og síðast en ekki síst rennibrautirnar tvær. Önnur er snákur sem er 3,5 metrar en sú stærri er 52,5 metrar og er svarthol.

ATH! Sölu ofan í laugarnar lýkur 15 mínútum fyrir lokun.

Í Ólafsfirði er löglegt íþróttahús og ágætis tækjasalur.

Staðsetning sundlaugar á korti