Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 6. fundur - 13. febrúar 2012

Málsnúmer 1202009F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 76. fundur - 14.03.2012

 • .1 1201024 Tjarnarstígur 3 - útboðs- og samningsskilmálar
  Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 6. fundur - 13. febrúar 2012

  Málefni:  Val á verktaka eftir útboð sem auglýst var 10. janúar en opnað 3. febrúar s.l.

  Niðurstaða og bókun nefndarinnar.  Það er skoðun byggingarnefndar að bæjarstjórn taki upp viðræður við lægst bjóðanda um stækkun grunnskólans í Ólafsfirði.

  Greinargerð:

  Nú er ljóst að sjö aðilar skiluðu inn tilboðum í framkvæmdir við stækkun grunnskólans og fjögur tilboð bárust í umræddar framkvæmdir þegar miðað var við lengri byggingartíma.

  Í því ljósi vill nefndin taka fram að tilboðsgjafar hafa ekki komið fram með ábendingar um stuttan byggingartíma eins og óttast var í fyrstu og sem glöggt má til dæmis sjá, á  fjölda tilboða, þ.e. þeim sjö sem bárust.

  Einn verktaki kom þó með ábendingu um að gera megi ráð fyrir of litlum þurrki í gólfum efri hæðar, en ítrekar að hann muni standa við þau tímamörk sem fram koma í útboðsgögnum.

  Byggingarnefndin hefur auk þess óskað eftir frekari upplýsingum um tilboðsgjafa og hafa engar þær forsendur komið fram sem leggur þær skyldur á herðar nefndarinnar að hafna þeim aðilum sem buðu í verkið og óskað var eftir upplýsingum frá.

  Byggingarnefndin telur því  brýnt að bæjarstjórn miði sína ákvörðun við lægsta tilboð í umræddri framkvæmd sem fer saman við þær áherslur bæjarfélagsins um að skila húsnæðinu 1. september n.k.

  Auk þess er rétt að minna á,  að Fjallabyggð hefur sett sér innkaupareglur en þar er kveðið á um útboðsskyldu verka yfir ákveðinni upphæð.

  Þessu til viðbótar vill nefndin leggja áherslu á og draga fram í dagsljósið aðra þætti sem skipta máli við væntanlega ákvörðun bæjarstjórnar en þeir eru:

  1.      Verktaka er ætlað að ljúka framkvæmdum á sama tíma og nemendur eru að koma til starfa, eða 1. september og er því um að ræða forvarnir um að tryggja öryggi á vinnustað þeirra.

  Nefndin telur því afar brýnt að húsnæðið verði afhent á réttum tíma.

  2.      Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir umræddum breytingum á rekstri skólans frá þeim tíma - tafir munu hafa mikinn kostnað í för með sér.

  3.      Núverandi kennsluhúsnæði grunnskólans ( þ.e. verkgreinarstofur) verða komnar í notkun og rekstur hjá Menntaskólanum á Tröllaskaga frá þessum tíma.

  4.      Allt mannahald skólans byggir á þeirri staðreynd að umrætt húsnæðið verði tekið í notkun 1. september.

  5.      Gera má ráð fyrir auknum akstri á milli bæjarkjarna og þar með auknum óþægindum fyrir börn og kennara ef húsnæðið verður ekki tilbúið næsta haust eða ef miða á við 22. desember.

  6.      Fjallabyggð á eftir að bjóða út önnur verkefni í tengslum við stækkun grunnskólans og verða bæjaryfirvöld að halda trúverðugleika í vali á verktökum fyrir bæjarfélagið.

  7.      Nefndin leggur þunga áherslu á öflugt eftirlit með verkinu og að fylgst verði náið með framkvæmdinni frá fyrsta degi og að tekið sé á öllum vafamálum ef upp koma strax.

  Nefndin vill taka fram að til ráðstöfunar samkvæmt áætlun til verksins er um 200 m.kr.   Ljóst er að stækkunin tekur til sín um 157 m.kr. miðað við lægsta tilboð.  Þá á eftir að huga að lagfæringum og breytingum á eldra húsnæði skólans og búnaðarkaupum.

  Allir nefndarmenn undirrituðu nafn sitt undir ofanritaða tillögu og greinargerð.

  Undirritaður áherynarfulltrúi, Jón Tryggvi Jökulsson, leggur fram neðanritaða bókun.

  "Vekja verður sérstaka athygli á því að ekki hafa verið lögð fram gögn sem sanna það að lægstbjóðandi uppfylli hæfisskilyrði s.s. hvað varðar greiðslu iðgjalda í lífeyrissjóð, en vel er þekkt að verktakafyrirtæki greiða í  marga lífeyrissjóði. Viðskiptasaga lægstbjóðanda hefur og ekki verið nægilega könnuð, en upplagt hefði verið að fá t.d. álit endurskoðanda sveitarfélagsins á félaginu og viðskiptasögu þess".

  Jón Tryggvi Jökulsson, sign.

  Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.