Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 7. fundur - 12. mars 2012
Málsnúmer 1203004F
Vakta málsnúmer
.1
1203026
Aðgengi
Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 7. fundur - 12. mars 2012
Lögð fram skýrsla frá Vinnueftirlitinu sem tekur á aðgengi og inngangi að skólahúsnæðinu í Ólafsfirði. Einnig lagðar fram tillögur arkitekts að flóttaleiðum í eldri hluta Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði, dags. 12. mars 2012.
Eftir umræður samþykkti byggingarnefnd tillögu arkitekta um að opna aðgengi á skólanum til suðurs og setja m.a. gám við endann til að bæta aðstöðuna við að taka á móti börnum þeim megin á byggingartímanum.
Samþykkt samhljóða en umræðu um flóttaleiðir frestað.
Bókun fundar
Afgreiðsla 7. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
.2
1112008
Gólfhiti í 1. hæð nýbyggingar - Skólahúsnæði við Tjarnarstíg 3
Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 7. fundur - 12. mars 2012
Ekki tekið til umræðu enda frágengið mál.
Bókun fundar
Afgreiðsla 7. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
.3
1203029
Eftirlit með framkvæmdum við nýbyggingu Grunnskólans í Ólafsfirði
Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 7. fundur - 12. mars 2012
Byggingarnefnd samþykkir að ráða Þorstein Jóhannesson, verkfræðing til að sjá um eftirlit með framkvæmdunum.
Deildarstjóri tæknideildar mun sitja verkfundi f.h. byggingarnefndar.
Samþykkt samhljóða.
Bókun fundar
Afgreiðsla 7. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
.4
1203027
Gólfhiti í stað ofna á 2. hæð
Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 7. fundur - 12. mars 2012
Málið tekið til umræðu og lagt fram bréf frá arkitektum og verkfræðingum, sjá viðhengi 1 og 2.
Niðurstaðan er óbreytt. Ofnakerfi verður á efri hæð og gólfhitakerfi á neðri hæð.
Byggingarnefnd telur fram komnar upplýsingar staðfesta rétta ákvörðun hönnuða, sem tekin var þegar verkið var boðið út.
Samþykkt án athugasemda.
Bókun fundar
Afgreiðsla 7. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
.5
1203030
Minnisblöð bæjarstjóra vegna framkvæmda við Grunnskólann í Ólafsfirði
Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 7. fundur - 12. mars 2012
Lagt fram til kynningar minnisblað bæjarstjóra er varðar stöðu útboðsmála og samræmi upplýsinga við fjárhagsáætlun bæjarfélagsins.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við fram komna samantekt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 7. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
.6
1111031
Verkhönnunarfundir vegna Grunnskóla Fjallabyggðar - Ólafsfirði
Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 7. fundur - 12. mars 2012
Bókun fundar
Afgreiðsla 7. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
.7
1203024
Verktakafundir vegna Grunnskóla Fjallabyggðar - Ólafsfirði
Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 7. fundur - 12. mars 2012
Lögð fram til kynningar fundargerð frá 07.03.2012.
Nefndin fagnar góðri samantekt en hafnar alfarið 19. dagskrárlið sem fjallar um verkáætlun og hugsanlegar tafir verktaka.
Deildarstjóra tæknideildar er falið að svara fram settum skoðunum verktaka með rökum.
Bókun fundar
<DIV><DIV>Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir, Ólafur H. Marteinsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 7. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>
Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.