Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 132. fundur - 7. mars 2012

Málsnúmer 1203002F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 76. fundur - 14.03.2012

Nefndarmaður, Magnús Albert Sveinsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • .1 1203014 Gránugata 17
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 132. fundur - 7. mars 2012
    Finnur Yngvi Kristinsson fyrir hönd Rauðku ehf sækir um leyfi til breytinga á húseigninni við Gránugötu 17, Siglufirði.
    Um er að ræða breytingar bæði utan og innandyra skv. meðfylgjandi teikningum.
    Erindi frestað þar sem teikningar eru ekki fullnægjandi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 132. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 132. fundur - 7. mars 2012
    Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar 7. september 2011 var samþykkt að framkvæmd við sjóvarnargarða á Siglunesi yrði send í grenndarkynningu til landeigenda á Siglunesi.  Grenndarkynningin fór fram í október 2011 og á fundi nefndarinnar þann 16. nóvember var ákveðið að fá umsögn lögfræðings á þeim athugsemdum sem bárust. Umsögnin hefur borist og er lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 132. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 76. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.