Frístundastyrkur Fjallabyggðar 2024

Hér er að finna upplýsingar um frístundastyrk Fjallabyggðar. Ef fleiri spurningar vakna er hægt að hafa samband við frístundafulltrúa Fjallabyggðar.

Frístundastyrkur á árinu 2024 er kr. 47.500.-  pr. barn á aldrinum 4-18 ára

Reglur um frístundastyrki Fjallabyggðar

Fyrir hverja er frístundastyrkur?

Til að starfsemi geti talist styrkhæf þarf námskeiðið/starfsemin að standa yfir í a.m.k. 10 klst. Starfsemin þarf að vera byggð á uppeldislegum gildum og forvörnum og fara fram undir stjórn/leiðsögn menntaðs fagaðila á sviði íþrótta og/eða tómstunda.

Vakin er athygli á að ekki er heimilt að flytja styrkinn á milli ára.

Tilgangur með frístundastyrk

Meginmarkmið frístundastyrkja er að öll börn og unglingar frá 4 - 18 ára aldurs í Fjallabyggð geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Með frístundastyrknum má greiða að hluta fyrir íþrótta-, lista- og tómstundastarfsemi, á vegum félaga, samtaka og stofnana í Fjallabyggð. Frístundastyrkurinn eykur jöfnuð í samfélaginu og fjölbreytileika í iðkun íþrótta-, lista- og tómstundastarfsemi. Með frístundastyrknum skapast einnig möguleikar til nýrrar starfsemi og sérstakra verkefna sem beinast að ófélagsbundinni æsku.

Skráning á námskeið

Skráning á námskeið fer fram hjá viðkomandi félagi/fyrirtæki þar sem barnið stundar sitt frístundastarf. 

Frístundastyrkur er rafrænn.  Umsýsla fer öll í gegnum Sportabler

Hverjir geta ráðstafað styrknum?

Foreldrar og forráðamenn iðkanda/styrkþega sem eigi lögheimili eða stunda nám í Grunnskóla Fjallabyggðar. Að félagið/stofnunin sem nýtur greiðslunnar hafi lögheimili í Fjallabyggð og hafi gert samning um endurgreiðslu frístundastyrkja við Fjallabyggð. Að styrkþegi sé á aldrinum 4 – 18 ára miðað við fæðingarár. Að um skipulagt starf/kennslu/þjálfun sé að ræða. Að ekki verði óeðlilegar hækkanir á kostnaði við iðkun og æfingagjöldum.  Styrkur getur aldrei orðið hærri en þátttöku- eða æfingagjald viðkomandi íþrótta- eða tómstundagreinar.

 

Stakir starfsmenn

Salka Hlín Harðardóttir

Frístundafulltrúi