Bæjarstjóri Fjallabyggðar

Bæjarstjóri Fjallabyggðar er Sigríður Ingvarsdóttir

Sigríður Ingvarsdóttir tók við starfi bæjarstjóra Fjallabyggðar fyrir kjörtímabilið 2022 til 2026. Sigríður er fyrrverandi forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, eins hefur hún átt sæti á Alþingi og setið í bæjarstjórn á árum áður. Sigríður er m.a. með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og diploma gráðu í opinberri stjórnsýslu. Hún hefur víðtæka reynslu af starfi með frumkvöðlum og fyrirtækjum. Hefur setið í fjölmörgum stjórnum, nefndum, ráðum og starfshópum og sinnt margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir hin ýmsu ráðuneyti s.s. verið stjórnarformaður yfir Átaki til atvinnusköpunar og stjórnarformaður Verknaust, þ.e. verkefnisstjórnar um nýtingu náttúruauðlinda í Þingeyjarsýslum.

Nafn Starfsheiti Netfang

Bæjarstjóri