Valdsvið
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar hefur umsjón með þeim málaflokkum sem undir hana heyra í umboði bæjarstjórnar. Fræðslu- og frístundanefnd hefur heimild bæjarstjórnar til að fullnaðarafgreiða umsóknir um greiðslu kostnaðar vegna námsvistar íbúa Fjallabyggðar í leikskólum, grunnskólum eða tónlistarskólum í öðrum
sveitarfélögum skv. reglum sem bæjarstjórn hefur samþykkt. Nefndin hefur einnig heimild til að afgreiða umsóknir um dagvistun barna í heimahúsum í öðrum sveitarfélögum skv. samþykktum Fjallabyggðar. Aðrar ákvarðanir hennar eru ekki bindandi fyrir bæjarfélagið fyrr en þær hafa hlotið staðfestingu bæjarstjórnar.
Fræðslu- og frístundanefnd er fjölskipað stjórnvald. Fulltrúar hlutast ekki til um starfsemi bæjarfélagsins í málefnum sem fræðslu- og frístundanefnd eru falin nema á nefndarfundum. Þó getur nefndin falið fulltrúa að vinna að undirbúningi máls með starfsmanni enda felist engar ákvarðanir í þeirri vinnu.
Málaflokkar
Fræðslu- og frístundanefnd fer með verkefni leiks- og grunnskóla samkvæmt lögum og reglugerðum þar um. Fer einnig með íþrótta- og æskulýðsmál, samkvæmt lögum og reglugerðum þar um, ásamt öðrum þeim verkefnum sem nefndinni eru falin.
Fundargerðir fræðslu- og frístundanefndar eru aðgengilegar hér.
Erindi til nefndar óskast send á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is
Erindisbréf fræðslu- og frístundanefndar
Nafn |
Starfsheiti |
Netfang |
Aðalmenn
|
|
|
|
|
|
Varamenn
|
|
|
|
|
|