Um heilsueflandi samfélag

Fjallabyggð er eitt af þeim sveitarfélögum sem undirritað hefur samstarfssamning við Embætti landlæknis um verkefnið Heilsueflandi samfélag. 

Í stýrihópi um heilsueflandi samfélag Fjallabyggðar sitja:

Heilsugæslan: Guðrún Helga Kjartansdóttir.
Eldri borgarar: Björn Þór Ólafsson, s. 8998270, btho[at]simnet.is
UÍF: Þórarinn Hannesson, s. 8656543, toti[at]mtr.is
GF og LF: María Bjarney Leifsdóttir, s. 6632969, maja[at]fjallaskolar.is
Fjallabyggð: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri FFM, s. 8445819, rikey[at]fjallabyggd.is
 

Samningurinn um heilsueflandi samfélag

Heilsueflandi samfélag er samfélag þar sem tekið er mið af heilsu og vellíðan allra íbúa í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum. Í Heilsueflandi samfélagi er unnið markvisst lýðheilsustarf með lýðheilsuvísa, gátlista og önnur viðeigandi gögn til að meta stöðuna með tilliti til þarfa íbúa á öllum æviskeiðum og forgangsraða í samræmi við þá greiningu.

Meginmarkmið samstarfsins er að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lífsháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa í Fjallabyggð.

Leiðarljós Heilsueflandi samfélags:

 • Virk þátttaka samfélagsins í heild með aðkomu lykilhagsmunaaðila.
 • Starfið byggir á bestu þekkingu og reynslu á hverjum tíma.
 • Valda ekki skaða (do no harm) með því að huga ávallt að áhrifum starfsins á andlega, líkamlega og félagslega heilsu og vellíðan allra íbúa.
 • Jöfnuður til heilsu með almennum aðgerðum og aðgerðum sem taka tillit til viðkvæmra hópa.
 • Sjálfbærni, skipuleggja starfið og leggja grunninn að árangri til lengri tíma litið.

Fjallabyggð:

 • Ber ábyrgð á starfinu og vinnur í samræmi við meginmarkmið og leiðarljós HSAM samanber 1. grein.
 • Tilnefnir tengilið við EL og stuðlar að virku starfi og reglulegri aðkomu lykilhagsmunaaðila með því að hafa starfandi stýrihóp, og eftir þörfum aðra samráðshópa, sem hittast reglulega og horfa heildstætt á málin m.t.t. ólíkra þarfa allra íbúa.
 • Setur fram stefnu, markmið og aðgerðaáætlun og metur árangur og framvindu starfsins.
 • Notar vinnusvæðið heilsueflandi.is og leggur þannig til gögn í árlega skýrslu um stöðu og framvindu starfsins. 

Embætti landlæknis:

 • Styður við starfið m.a. með ráðgjöf, auðkennisefni, gátlistum fyrir helstu áhersluþætti HSAM og útgáfu lýðheilsuvísa.
 • Leggur til vinnusvæðið heilsueflandi.is sem m.a. útbýr árlegar skýrslur um stöðu og framvindu starfsins.

Allar frekari upplýsingar um verkefnið er að finna á heimasíðu Landlæknisembættisins.

Fréttir

Skíðagöngunámskeið á Siglufirði 29. - 31. janúar 2024

Stýrihópur um heilsueflandi samfélag, Skíðafélag Ólafsfjarðar og Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg, standa sameiginlega fyrir námskeiðum í skíðagöngu fyrir íbúa Fjallabyggðar í janúar 2024. Skíðagöngunámskeið verður á Siglufirði mánudaginn 29. janúar nk. Kennt verður þrjá daga, 29. 30. og 31. janúar. Mæting er við Hól kl. 18:00 alla dagana.
Lesa meira

Skíðagöngunámskeið í Ólafsfirði 8.-10. janúar 2024

Stýrihópur um heilsueflandi samfélag, Skíðafélag Ólafsfjarðar og Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg, ætla að standa sameiginlega fyrir námskeiðum í skíðagöngu fyrir íbúa Fjallabyggðar í janúar 2024. Fyrirhugað er að námskeiðin verði tvö, í sitt hvorum bæjarhluta Fjallabyggðar en íbúum er frjálst að velja það námskeið sem hentar.
Lesa meira

Námskeið í skíðagöngu fyrir íbúa Fjallabyggðar

Stýrihópur um heilsueflandi samfélag, Skíðafélag Ólafsfjarðar og Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg, ætla að standa sameiginlega fyrir námskeiðum í skíðagöngu fyrir íbúa Fjallabyggðar í janúar 2024.
Lesa meira

Opnir hreyfitímar Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar Ólafsfirði fyrir íbúa Fjallabyggðar

Heilsueflandi Fjallabyggð býður fullorðnum íbúum í opna hreyfitíma í Íþróttahúsi Fjallabyggðar í Ólafsfirði í október. Í boði verður fjölbreytt hreyfing og góður félagsskapur. Mánudaginn 16. október kl. 17:30 - K-dagur í dag; Körfubolti, kóngurinn á kistunni, kviðæfingar og kannski eitthvað rólegra á kantinum, s.s. badminton. Aðgangur ókeypis !
Lesa meira

20 ára og eldri velkomnir í opna hreyfitíma í þessari viku í íþróttahúsum Fjallabyggðar

Ákveðið að bjóða íbúum 20 ára og eldri í síðustu opnu hreyfitímana fyrir páska. Þriðjudaginn 28. mars kl. 17:30 - 18:30 á Siglufirði og miðvikudaginn 29. mars kl. 17:00 - 18:00 í Ólafsfirði. Stýrihópur um heilsueflandi samfélag ákvað að framlengja verkefnið með fjórum tímum í viðbót í Ólafsfirði eftir páska, þar sem mikil þátttaka hefur verið í opnum tímum þar. Allir íbúar Fjallabyggðar 20 ára og eldri eru velkomnir í tímana sem verða miðvikudagana 12. apríl, 19. apríl, 26. apríl og 3. maí. Í boði verður fjölbreytt hreyfing og góður félagsskapur.
Lesa meira