Kosningar í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum

Málsnúmer 1406011

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 103. fundur - 18.06.2014

a. Kjör forseta bæjarstjórnar. Tillaga kom fram um að Magnús Jónasson F-lista yrði forseti bæjarstjórnar. Tillagan samþykkt með 7 atkvæðum. Magnús Jónasson tók nú við stjórn fundarins. b. Kjör 1. varaforseta bæjarstjórnar. Tillaga kom fram um að Steinunn María Sveinsdóttir S-lista yrði 1. varaforseti bæjarstjórnar. Tillagan samþykkt með 7 atkvæðum. c. Kjör 2. varaforseta bæjarstjórnar. Tillaga kom fram um að Sigríður Guðrún Hauksdóttir D-lista yrði 2. varaforseti bæjarstjórnar. Tillagan samþykkt með 7 atkvæðum. d. Kosning tveggja skrifara og tveggja til vara. Tillaga kom fram um Kristjönu R. Sveinsdóttir S-lista og Kristin Kristjánsson F-lista sem skrifara og Helgu Helgadóttur D-lista og Sólrúnu Júlíusdóttur B-lista til vara. Tillagan samþykkt með 7 atkvæðum. e. Kosning í bæjarráð. Aðalmenn í bæjarráði Steinunn María Sveinsdóttir, formaður S-lista Kristinn Kristjánsson, varaformaður F-lista S. Guðrún Hauksdóttir, aðalmaður D-lista Til vara Kristjana R. Sveinsdóttir S-lista Magnús Jónasson F-lista Helga Helgadóttir D-lista Tillaga samþykkt með 7 atkvæðum. Tillaga um áheyrnarfulltrúa B - lista í bæjarráð var samþykkt með 7 atkvæðum. Sólrún Júlíusdóttir - áheyrnarfulltrúi B-lista Jón Valgeir Baldursson - varaáheyrnarfulltrúi B-lista Kosning í nefndir og stjórnir. Áður en tilnefningar fóru fram, var dregið um fulltrúafjölda hvers framboðs í eftirtöldum nefndum. Í Hafnarstjórn kom fimmti nefndarmaður í hlut D-lista. Í Félagsmálanefnd kom fimmti nefndarmaður í hlut D-lista. Í Skipulags- og umhverfisnefnd kom fimmti nefndarmaður í hlut B lista. Í Markaðs- og menningarnefnd kom fimmti nefndarmaður í hlut meirihluta F og S lista. Í Fræðslu- og frístundanefnd kom fimmti nefndarmaður í hlut D lista. Eftirtaldir hlutu samhljóða kosningu í nefndir, ráð og stjórnir Fjallabyggðar. Formaður nefndar er talinn upp fyrstur nefndarmanna. Nefndir Hafnarstjórn: Ólafur H. Kárason - formaður S-lista Ríkharður Hólm Sigurðsson - aðalmaður F-lista Gunnlaugur Oddsson - aðalmaður F-lista Ásgeir Logi Ásgeirsson - aðalmaður D-lista Steingrímur Óli Hákonarson - aðalmaður D-lista Sigmundur Agnarsson - Varamaður S - lista Árni Sæmundsson - varamaður F-lista Hilmar Zophaníasson - varamaður F-lista Þorsteinn Þorvaldsson - varmaður D-lista Helga Helgadóttir - varamaður D-lista Félagsmálanefnd: Kristjana R. Sveinsdóttir - formaður S-lista Ásdís Sigurðardóttir - aðalmaður F-lista Hrafnhildur Ýr Denke - aðalmaður F-lista Margrét Ósk Harðardóttir - aðalmaður D-lista Sæunn Pálmadóttir - aðalmaður D-lista Eva Karlotta Einarsdóttir - varamaður S-lista Rannveig Gústafsdóttir - varamaður F-lista Eyrún Sif Skúladóttir - varamaður F-lista Ásgeir Logi Ásgeirsson - varamaður D-lista Gunnlaug Kristjánsdóttir - varamaður D-lista Skipulags- og umhverfisnefnd: Guðmundur Skarphéðinsson - formaður F-lista Hilmar Þór Elefsen - aðalmaður S-lista Rögnvaldur Ingólfsson- aðalmaður S-lista Jón Valgeir Baldursson - Aðalmaður B-lista Brynja I Hafsteinsdóttir - aðalmaður D-listi Valur Þór Hilmarsson - varamaður F-lista Benedikt Þorsteinsson - varamaður S-lista Nanna Árnadóttir - varamaður S-lista Jakob Agnarsson - varamaður B-lista Helgi Reynir Árnason - varamaður D-lista Markaðs- og menningarmálanefnd: Anna Þórisdóttir - formaður F-lista Sæbjörg Ágústsdóttir - aðalmaður S-lista Ægir Bergsson - aðalmaður S-lista Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir aðalmaður D-lista Arndís Erla Jónsdóttir - aðalmaður F-lista Eyrún Sif Skúladóttir - varamaður F-lista Svanborg Anna Sigurlaugsdóttir - varamaður S-lista Jakob Örn Kárason - varamaður S-lista Lisebet Hauksdóttir - varamaður D-lista Gunnlaugur Guðleifsson - varamaður F-lista Fræðslu- og frístundanefnd: Nanna Árnadóttir - formaður S-lista Guðný Kristinsdóttir - aðalmaður F-lista Hilmar Hreiðarsson - aðalmaður F-lista Hjördís Hjörleifsdóttir - aðalmaður D-lista Hólmfríður Norðfjörð - aðalmaður D-lista Helga Hermannsdóttir - varamaður S-lista Ásdís Sigurðardóttir - varamaður F-lista Rannveig Gústafsdóttir - varamaður F-lista Anna María Elíasdóttir - varamaður D-lista S. Guðrún Hauksdóttir - varamaður D-lista Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar: Sigurður Fanndal - formaður F-lista Ámundi Gunnarsson - aðalmaður - S-lista Gunnlaugur Magnússon - aðalmaður D-lista Undirkjörstjórn á Siglufirði: Rögnvaldur Þórðarson - formaður S- lista Gunnlaugur Stefán Guðleifsson - aðalmaður F-lista Pétur Garðarsson - aðalmaður D-lista Hulda Ósk Ómarsdóttir - varamaður S-lista Ragnheiður Ragnarsdóttir - varamaður F-lista Ragnar Aðalsteinsson - varamaður D-lista Undirkjörstjórn í Ólafsfirði: Auður Ósk Rögnvaldsdóttir - formaður S-lista Gunnlaugur Gunnlaugsson - aðalmaður F-lista Þorvaldur Hreinsson - aðalmaður D-lista G. Jörgína Ólafsdóttir - varamaður S-lista Árni Sæmundsson - varamaður F-lista Signý Hreiðarsdóttir - varamaður D-lista Heilbrigðisnefnd SSNV Kristinn Kristjánsson - aðalmaður F-lista Byggðasamlag um málefni fatlaðra - Rætur: Frá og með september 2014 Helga Hermannsdóttir S-lista Almannavarnanefnd Eyjafjarðar: Tómas A. Einarsson - aðalmaður F-lista Magnús Tómasson - varamaður S-lista Barnaverndarnefnd ÚtEy: Sigurlaug Hrafnsdóttir - aðalmaður S-lista Guðjón Marinó Ólafsson - aðalmaður F-lista Gunnlaug Kristjánsdóttir - aðalmaður D-lista Kristjana R Sveinsdóttir - varamaður S-lista Unnur Guðrún Rögnvaldsdóttir - varamaður F-lista Margrét Ósk Harðardóttir - varamaður D-lista Héraðsnefnd Eyjafjarðar (AFE): Magnús Jónasson - aðalmaður F-lista Steinunn María Sveinsdóttir - aðalmaður S-lista Kristinn Kristjánsson - varamaður F-lista Kristjana R Sveinsdóttir - varamaður S-lista Fulltrúaráð Brunabótafélags: Magnús Jónasson - aðalmaður F-lista Steinunn María Sveinsdóttir - varamaður S-lista Aðalfundur Eyþings: Magnús Jónasson - aðalmaður F-lista Steinunn María Sveinsdóttir - aðalmaður S-lista Kristinn Kristjánsson - varamaður F-lista Kristjana R Sveinsdóttir - varamaður S-lista Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga: Magnús Jónasson - aðalmaður F-lista Steinunn María Sveinsdóttir - aðalmaður S-lista Kristinn Kristjánsson - varamaður F-lista Kristjana R Sveinsdóttir - varamaður S-lista Menningarsjóður SPS: Friðfinnur Hauksson - aðalmaður S-lista Ragnheiður Ragnarsdóttir - varamaður F-lista Stjórn Hornbrekku: Sæbjörg Ágústsdóttir - formaður S-lista Rannveig Gústafsdóttir - aðalmaður F-lista Anna María Elíasdóttir - aðalmaður D-lista Rósa Jónsdóttir - aðalmaður B-lista Nanna Árnadóttir - varamaður S-lista Eyrún Sif Skúladóttir - varamaður F-lista Helga Helgadóttir - varamaður D-lista Ásdís Pálmadóttir - varamaður B-lista Stjórn Síldarminjasafns: Sigurður Hlöðversson - aðalmaður S-lista Magnús Jónasson - varamaður F-lista Stjórn Þjóðlagaseturs sr. Bjarna: Kristinn Kristjánsson - aðalmaður F-lista Kristjana R Sveinsdóttir - varamaður S-lista Atvinnumálanefnd: Samþykkt var að fresta umræðu um atvinnumálanefnd.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 344. fundur - 24.06.2014

Samkvæmt 43. gr. um kosningu og kjörgengi kemur m.a. neðanritað fram.

Kosningar í fastanefndir bæjarstjórnar, nefndir fyrir hluta sveitarfélags, nefndir til að fara með einstök verkefni eða málaflokka og aðrar nefndir og stjórnir sem sveitarfélag á aðild að, skulu vera leynilegar og hlutfallskosningar ef þess er óskað. Framkvæmd kosninga skal þá vera í samræmi við ákvæði 44. og 45. gr. sveitarstjórnarlaga. Ef ekki er kosið hlutfallskosningu til nefndar, sbr. 1. mgr. 43. gr., sveitarstjórnarlaga, skal bæjarstjórn gæta þess að fullnægja kröfum um kynjahlutfall skv. 2. tölul. 44. gr. laganna við skipun í viðkomandi nefnd. Sjá og sveitarstjórnarlög.

Nýkjörið bæjarráð leggur til að nefndarkjör verði lagfært í samræmi við lög og samþykktir bæjarfélagsins um kynjahlutfall sjá ofanritað.
Bæjarráð leggur til að minnihluti D-lista og meirihluti S-lista og F-lista leggi fram breytingar á fundi bæjarstjórnar eins fljótt og kostur er.


Um er að ræða neðantaldar nefndir.  
Hafnarstjórn, félagsmálanefnd, markaðs- og menningarnefnd, fræðslu- og frístundanefnd og skipulags- og umhverfisnefnd.


Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 104. fundur - 03.07.2014

1. Atvinnumálanefnd
Áður en tilnefning fór fram, var dregið um fulltrúafjölda hvers framboðs í atvinnumálanefnd.
Í Atvinnumálanefnd kom fimmti nefndarmaður í hlut F-lista.

Eftirtaldir hlutu samhljóða kosningu í Atvinnumálanefnd Fjallabyggðar.

Valur Þór Hilmarsson - Formaður F-lista
Friðfinnur Hauksson - Varaformaður S-lista
Lára Stefánsdóttir - Aðalmaður S-lista
Kjöri á aðalmanni D-lista frestað til næsta fundar bæjarstjórnar
Ásdís Sigurðardóttir - Aðalmaður F-lista

Árni Sæmundsson -Varamaður F-lista
Egill Rögnvaldsson - Varamaður S-lista
Sæbjörg Ágústsdóttir - Varamaður S-lista

Kjöri á varamanni D-lista frestað til næsta fundar bæjarstjórnar
Anna Þórisdóttir - Varamaður F-lista

Formaður nefndar er talinn upp fyrstur nefndarmanna, og varaformaður annar í röðinni.

Samþykkt var samhljóða að áheyrnarfulltrúi B-lista yrði Sólrún Júlíusdóttir og varaáheyrnarfulltrúi B-lista yrði Jón Valgeir Baldursson.


2. Leiðrétting S-lista vegna laga um kynjahlutfall.
Samþykkt var samhljóða eftirfarandi breyting á nefndarskipan S-lista.


Skipulags- og umhverfisnefnd:
Aðalmaður í stað Rögnvaldar Ingólfssonar verður Nanna Árnadóttir og varamaður Kristjana R. Sveinsdóttir, í stað Nönnu Árnadóttur.

Leiðrétting D-lista og F-lista er varðar kynjahlutfall verður gerð á fundi bæjarstjórnar í ágúst.

3. Eftirtaldir hlutu samhljóða kosningu sem varaformenn nefnda.

Hafnarstjórn: Ríkharður Hólm Sigurðsson F-lista
Félagsmálanefnd: Ásdís Sigurðardóttir F-lista
Skipulags- og umhverfisnefnd: Hilmar Þór Elefsen S-lista
Markaðs- og menningarnefnd: Ægir Bergsson S-lista
Fræðslu- og frístundanefnd: Guðný Kristinsdóttir F-lista


4. Varamaður í Heilbrigðisnefnd SSNV

Á síðasta fundi bæjarstjórnar hlaut Kristinn Kristjánsson F-lista kosningu sem aðalmaður.

Samþykkt var samhljóða að Guðný Kristinsdóttir F-lista yrði varamaður.


5. Kosning fulltrúa á aðalfund Eyþings.

Á síðasta fundi bæjarstjórnar hlutu eftirtaldir kosningu:
Magnús Jónasson - Aðalmaður F-lista
Steinunn María Sveinsdóttir - Aðalmaður S-lista
Kristinn Kristjánsson - Varamaður F-lista
Kristjana R Sveinsdóttir - Varamaður S-lista

Samþykkt var samhljóða að til viðbótar kæmu:

Helga Helgadóttir - Aðalmaður D-lista

Sólrún Júlíusdóttir - Aðalmaður B-lista

S. Guðrún Hauksdóttir - Varamaður D-lista

Jón Valgeir Baldursson - Varamaður B-lista

Jafnframt var samþykkt samhljóða eftirfarandi breyting:

Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri kemur í stað

Magnúsar Jónassonar F-lista, sem aðalmaður og

Magnús Jónasson verður varamaður F-lista í stað
Kristins Kristjánssonar

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 105. fundur - 18.08.2014

1. Atvinnumálanefnd.

Á síðasta bæjarstjórnarfundi var dregið um fulltrúafjölda hvers framboðs í atvinnumálanefnd og kom fimmti nefndarmaður í hlut F-lista.

Til máls tóku Jón Valgeir Baldursson og Steinunn María Sveinsdóttir.

Eftirtaldir hlutu samhljóða kosningu í Atvinnumálanefnd Fjallabyggðar.

Valur Þór Hilmarsson - Formaður F-lista
Friðfinnur Hauksson - Varaformaður S-lista
Lára Stefánsdóttir - Aðalmaður S-lista
Þorsteinn Þorvaldsson - Aðalmaður D-lista
Ásdís Sigurðardóttir - Aðalmaður F-lista
Árni Sæmundsson -Varamaður F-lista
Egill Rögnvaldsson - Varamaður S-lista
Sæbjörg Ágústsdóttir - Varamaður S-lista
Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir - Varamaður D-lista

Anna Þórisdóttir - Varamaður F-lista

Formaður nefndar er talinn upp fyrstur nefndarmanna, og varaformaður annar í röðinni.

Samþykkt var samhljóða að áheyrnarfulltrúi B-lista yrði Sólrún Júlíusdóttir og varaáheyrnarfulltrúi B-lista yrði Jón Valgeir Baldursson.

2. Leiðrétting vegna laga um kynjahlutfall.
Leiðrétting D-lista og F-lista er varðar kynjahlutfall verður gerð á fundi bæjarstjórnar í september.


3. Breyting á nefndarskipan.
Samþykkt var samhljóða eftirfarandi breyting hjá S-lista.

Í Skipulags- og umhverfisnefnd verður Rögnvaldur Ingólfsson varamaður í stað Benedikts Þorsteinssonar.

Í stjórn Róta - byggðasamlags um málefni fatlaðs fólks á vestanverðu norðurlandi verður aðalmaður Steinunn María Sveinsdóttir í stað Helgu Hermannsdóttur, og til vara

Kristinn Kristjánsson, F lista.

Samþykkt var samhljóða eftirfarandi breyting hjá D-lista.
Erla Gunnlaugsdóttir verður aðalmaður í Barnaverndarnefnd ÚtEy, í stað Gunnlaugar Kristjánsdóttur.

4.  Tillaga um vinnuhóp er varðar búfjárhald í Fjallabyggð.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs frá 350. fundi og samþykkir tilnefningu Jóns Traustasonar, Jóns Konráðssonar og Ólafs Jónssonar í vinnuhópinn.

5.  Tillaga um vinnuhóp er varðar málefni Menntaskólans á Tröllaskaga.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi tilnefningar:

Steinunn María Sveinsdóttir - S lista
Kristinn Kristjánsson - F lista
S. Guðrún Hauksdóttir - D lista
Jón Valgeir Baldursson - B lista

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 106. fundur - 10.09.2014

1. Tilkynning með ósk um lausn frá störfum.
Bæjarstjóri las upp tilkynningu frá Magnúsi S. Jónassyni, sem óskar eftir leyfi frá störfum fram til 31. desember 2014.
Bæjarstjórn samþykkir fram komna ósk samhljóða.
Ríkharður Hólm Sigurðsson mun taka við sem aðalmaður Fjallabyggðarlistans frá og með næsta fundi bæjarstjórnar.

2. Leiðrétting vegna laga um kynjahlutfall.
Samþykkt var samhljóða eftirfarandi breyting hjá F-lista vegna laga um kynjahlutfall.
Félagsmálanefnd:
Ríkharður Hólm Sigurðsson verður aðalmaður í stað Ásdísar Sigurðardóttur.
Markaðs- og menningarnefnd:
Gunnlaugur Stefán Guðleifsson verður aðalmaður í stað Arndísar Erlu Jónsdóttur sem verður varamaður í hans stað.
Hafnarstjórn:
Ragnheiður Ragnarsdóttir verður aðalmaður í stað Ríkharðs Hólm Sigurðssonar.

3. Leiðrétting D-lista er varðar kynjahlutfall verður gerð á fundi bæjarstjórnar í október.

4. Tilnefning stjórnarmanns í Seyru.

Samþykkt var samhljóða að fulltrúi Fjallabyggðar í stjórn Seyru verði Ríkharður Hólm Sigurðsson og Valur Þór Hilmarsson til vara.

5. Tilnefning fulltrúa í Flokkun Eyjafjörður ehf í stað Arnars F Þrastarsonar.
Samþykkt var samhljóða að fulltrúi Fjallabyggðar verði deildarstjóri tæknideildar Ármann Viðar Sigurðsson.

6. Varaáheyrnarfulltrúi B-lista í Atvinnumálanefnd.
Samþykkt var samhljóða að varááheyrnarfulltrúi B-lista í Atvinnumálanefnd verði Kolbrún Bjarnadóttir í stað Jóns Valgeirs Baldurssonar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 107. fundur - 15.10.2014

1. Leiðrétting vegna laga um kynjahlutfall.
Samþykkt var samhljóða eftirfarandi breyting hjá D-lista vegna laga um kynjahlutfall.


Hafnarstjórn:

Margrét Ósk Harðardóttir verður aðalmaður í stað Steingríms Óla Hákonarsonar.


Félagsmálanefnd:

Þorsteinn Ásgeirsson verður aðalmaður í stað Margrétar Óskar Harðardóttur.


Fræðslu og frístundanefnd:

Steingrímur Óli Hákonarsson verður aðalmaður í stað Hólmfríðar Óskar Norðfjörð sem verður varamaður í stað S. Guðrúnar Hauksdóttur.

2. Fundur Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar frá 6. október 2014.
Bæjarstjóri fór yfir fundargerð.
Þar kom fram að til fundar voru boðaðir framkvæmdastjórar þeirra sveitarfélaga sem eiga aðild að AlmEy ásamt yfirlögregluþjóni og sýslumanni. Fram kom að fundarmenn voru sammála um mikilvægi þess að framkvæmdastjórar sveitarfélaganna sitji í almannavarnarnefndinni, en heimafólk með sérþekkingu á björgunarmálum hvers sveitarfélags séu í vettvangsstjórn hvers svæðis.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa breytingu á skipan fulltrúa Fjallabyggðar í Almannavarnarnefnd Eyjafjarðar til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

3. Kosning forseta.
Á 106. fundi bæjarstjórnar var samþykkt ósk Magnúsar S. Jónassonar um leyfi frá störfum fram til 31. desember 2014.
Í ljósi þess þarf að kjósa í embætti forseta bæjarstjórnar og var borin upp tillaga um Ríkharð Hólm Sigurðsson.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða tillöguna, og í framhaldi af því tók Ríkharður við stjórn fundarins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 360. fundur - 21.10.2014

Á síðasta fundi bæjarstjórnar var kosningu í Almannavarnarnefnd og vettvangsstjórnir vísað til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu.
Lögð var fram fundargerð frá 6. október 2014, en fundurinn var haldinn í fundarsal lögreglustöðvarinnar á Akureyri.
Um er að ræða skipan og staðfestingu í neðantalið:
Almannavarnarnefnd Eyjafjarðar.
Aðalmaður verði Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri.
Varamaður verði Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála.

Í vettvangsstjórn Fjallabyggðar verði:
Fyrir Siglufjörð voru neðanritaðir skráðir.
1. Ámundi Gunnarsson
2. Ingvar Erlingsson
3. Gestur Hansson
4. Einar Áki Valsson
5. Ómar Geirsson
6. Elín Arnardóttir

Bæjarráð staðfestir framkomnar tilnefningar.

Fyrir Ólafsfjörð voru neðanritaðir skráðir.
1. Þormóður Sigurðsson
2. Gunnar Ásgrímsson
3. Grétar Björnsson, er fluttur úr bæjarfélaginu og kemur Rúnar Gunnarsson í hans stað.
4. Björg Traustadóttir

Bæjarráð staðfestir framkomnar tilnefningar.

Vettvangsstjórar verði.
Kristján Hauksson er fluttur úr bæjarfélaginu og kemur Tómas Einarsson í hans stað.
Ingvar Erlingsson
Ármann V. Sigurðsson

Bæjarráð staðfestir framkomnar tilnefningar.
Kristjáni og Grétari eru þökkuð góð störf.

Bæjarstjóra er falið að kalla vettvangsstjórnir til fundar hið fyrsta.
Bæjarráð leggur áherslu á að vettvangsstjórar fari á námskeið fyrir áramót.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 108. fundur - 14.11.2014

Samþykkt var samhljóða eftirfarandi breyting hjá F-lista:

Bæjarráð.
Ríkarður Hólm Sigurðsson, verður varamaður í stað
Magnúsar Jónassonar sem er með tímabundið leyfi frá störfum.

Samþykkt var samhljóða eftirfarandi breyting hjá S-lista:

Atvinnumálanefnd.
Sæbjörg Ágústsdóttir verður aðalmaður fyrir S - lista í stað Láru Stefánsdóttur.

Guðrún Linda Rafnsdóttir verði varamaður fyrir S - lista í stað Sæbjargar Ágústsdóttur.

Láru Stefánsdóttur eru þökkuð góð störf.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 110. fundur - 15.12.2014

Í bréfi dagsettu 11. desember 2014 óskar Magnús Jónasson eftir áframhaldandi leyfi frá störfum fyrir Fjallabyggð vegna veikinda, frá 1. janúar 2015 til og með 31. mars 2015.

Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir beiðni samhljóða.

Í ljósi þess þarf að kjósa í embætti forseta bæjarstjórnar frá og með áramótum og var borin upp tillaga um Ríkharð Hólm Sigurðsson.

Tillaga samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 111. fundur - 15.01.2015

a. Eftirfarandi breyting hjá F-lista var samþykkt samhljóða:

Bæjarráð.
Ríkarður Hólm Sigurðsson, verður varamaður í stað
Magnúsar Jónassonar sem er með tímabundið leyfi frá störfum.

Markaðs- og menningarnefnd.
Arndís Erla Jónsdóttir, verður aðalmaður og jafnframt formaður í stað Önnu Þórisdóttur og
Guðlaugur Magnús Ingason verður aðalmaður í stað Gunnlaugs Stefáns Guðleifssonar.
Árni Sæmundsson verður varamaður í stað Arndísar Erlu Jónsdóttur.

Undirkjörstjórn Siglufirði.
Árni Sæmundsson verður aðalmaður í stað Gunnlaugs Stefáns Guðleifssonar.

Atvinnumálanefnd.
Guðný Kristinsdóttir verður varamaður í stað Önnu Þórisdóttur.

Bæjarstjórn.
Gefa þarf út kjörbréf fyrir Ásdísi Sigurðardóttur þar sem varabæjarfulltrúi Anna Þórisdóttir hefur sagt af sér trúnaðarstörfum fyrir F-lista.

b. Eftirfarandi breyting hjá S-lista var samþykkt samhljóða:

Skipulags- og umhverfisnefnd.
Guðmundur Gauti Sveinsson, verður varamaður í stað Rögnvaldar Ingólfssonar.

Bæjarstjórn færir fráfarandi varabæjarfulltrúa og nefndarmönnum þakkir fyrir vel unnin störf.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 112. fundur - 11.02.2015

a) Samþykkt var samhljóða eftirfarandi breyting hjá B-lista:

Markaðs- og menningarnefnd.
Helga Jónsdóttir verður áheyrnarfulltrúi fyrir B - lista í stað Kristófers Þórs Jóhannssonar.
Vara áheyrnarfulltrúi verður Hafey Pétursdóttir
í stað Helgu Jónsdóttur.

Atvinnumálanefnd.
Kolbrún Bjarnadóttir verður áheyrnarfulltrúi fyrir B - lista í stað Sólrúnar Júlíusdóttur.
Vara áheyrnarfulltrúi verður Sólrún Júlíusdóttir.

b) Samþykkt var að tilnefna Gunnar I. Birgisson í Almannavarnanefnd Eyjafjarðar í stað Sigurðar Vals Ásbjarnarsonar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 113. fundur - 11.03.2015

a) Markaðs- og menningarnefnd
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að
Nanna Árnadóttir S- lista, verði varamaður í markaðs- og menningarnefnd í stað Svanborgar Önnu Sigurlaugsdóttur.

b) Magnús Jónasson F-lista, hefur komið á framfæri ósk um áframhaldandi leyfi frá störfum fyrir Fjallabyggð vegna veikinda, frá 1. apríl 2015 til og með 31. maí 2015.

Bæjarstjórn samþykkir beiðni samhljóða.

Í ljósi þess þarf að kjósa í embætti forseta bæjarstjórnar frá 1. apríl 2015 til og með 31. maí 2015 og var borin upp tillaga um Ríkharð Hólm Sigurðsson.

Tillaga samþykkt samhljóða.

Jafnfram samþykkir bæjarstjórn samhljóða að Ríkarður Hólm Sigurðsson, verði varamaður í stað Magnúsar Jónassonar í bæjarráði frá 1. apríl 2015 til og með 31. maí 2015.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 114. fundur - 15.04.2015

Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi breytingar í nefndum og stjórnum.

Fræðslu- og frístundanefnd:
Árni Sæmundsson F-lista kemur inn sem aðalmaður í stað Hilmars Hreiðarssonar, tímabundin breyting.

Stjórn Sigurhæða ses.
Gunnar I. Birgisson verður aðalmaður í stjórn Sigurhæða ses. í stað Sigurðar Vals Ásbjarnarsonar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 116. fundur - 27.05.2015

Bæjarfulltrúi Kristjana R. Sveinsdóttir tók til máls og bar upp ósk um lausn frá störfum frá 1. júní 2015 sem bæjarfulltrúi og nefndarmaður á vegum S- lista, þar sem hún er að flytjast búferlum úr byggðarlaginu í júní 2015.

Bæjarstjórn samþykkti framkomna ósk og þakkar Kristjönu samstarfið og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða eftirfarandi breytingar hjá S-lista:
Hilmar Elefsen verður bæjarfulltrúi í stað Kristjönu R. Sveinsdóttur.
Hilmar Elefsen verður varamaður í bæjarráði í stað Kristjönu R. Sveinsdóttur.
Hilmar Elefsen verður varamaður á aðalfundi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar í stað Kristjönu R. Sveinsdóttur.
Hilmar Elefsen verður varamaður á aðalfundi Eyþings í stað Kristjönu R. Sveinsdóttur.
Hilmar Elefsen verður varamaður á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í stað Kristjönu R. Sveinsdóttur.
Friðfinnur Hauksson verður varamaður í stjórn Þjóðlagasetursins í stað Kristjönu R. Sveinsdóttur.
Guðrún Linda Rafnsdóttir verður varamaður í barnaverndarnefnd í stað Kristjönu R. Sveinsdóttur.
Nanna Árnadóttir verður formaður félagsmálanefndar í stað Kristjönu R. Sveinsdóttur.
Helga Hermannsdóttir verður varamaður í skipulags- og umhverfisnefnd í stað Kristjönu R. Sveinsdóttur.

Sæbjörg Ágústsdóttir verður aðalmaður og jafnframt formaður fræðslu- og frístundanefndar í stað Nönnu Árnadóttur.

Guðrún Linda Rafnsdóttir verður aðalmaður í atvinnumálanefnd í stað Sæbjargar Ágústsdóttur og Sæbjörg Ágústsdóttir verður varamaður í stað Guðrúnar Lindu Rafnsdóttur.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða eftirfarandi tímabundnar breytingar hjá D-lista í fræðslu- og frístundanefnd til 1. október 2015:
Hólmfríður Ósk Norðfjörð verður aðalmaður í stað Steingríms Óla Hákonarsonar og S. Guðrún Hauksdóttir verður varamaður í stað Hólmfríðar Ósk Norðfjörð.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða eftirfarandi breytingar hjá B-lista:
Kristófer Þór Jóhannsson verður varaáheyrnarfulltrúi í fræðslu- og frístundanefnd í stað Sigrúnar Sigmundsdóttur.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða beiðni Magnúsar Jónasson F-lista, um áframhaldandi leyfi frá störfum fyrir Fjallabyggð vegna veikinda, frá 1. júní 2015 til og með 31. ágúst 2015.

Í ljósi þess þarf að kjósa í embætti forseta bæjarstjórnar frá 1. júní 2015 til og með 31. ágúst 2015 og var borin upp tillaga um Ríkharð Hólm Sigurðsson.

Bæjarstjórn samþykkti tillögu samhljóða.

Jafnfram samþykkir bæjarstjórn samhljóða að Ríkarður Hólm Sigurðsson, verði varamaður í stað Magnúsar Jónassonar í bæjarráði frá 1. júní 2015 til og með 31. ágúst 2015.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 117. fundur - 18.06.2015

a)Samkvæmt samþykktum um stjórn Fjallabyggðar þarf að kjósa árlega þrjá aðalmenn í bæjarráð og þrjá til vara

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að aðalmenn í bæjarráði verði:
Steinunn María Sveinsdóttir, S-lista, formaður
Kristinn Kristjánsson, F-lista, varaformaður
Helga Helgadóttir, D-lista, aðalmaður.
Til vara Hilmar Elefsen, S-lista,
Ríkharður Hólm Sigurðsson, F-lista og
S. Guðrún Hauksdóttir, D-lista.

b) Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að Sólrún Júlíusdóttir, B-lista verði áheyrnarfulltrúi í bæjarráði og Jón Valgeir Baldursson til vara.

c)Bæjarstjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi breytingar hjá D-lista

Fræðslu og frístundanefnd :
Steingrímur Óli Hákonarson verður aðalmaður í stað Hólmfríðar Ósk Norðfjörð.

Aðalfundur Eyþings
S.Guðrún Hauksdóttir verður aðalmaður í stað Helgu Helgadóttur sem verður varamaður í stað S. Guðrúnar Hauksdóttur.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 405. fundur - 18.08.2015

Samþykkt
Lagt fram bréf Ásdísar Sigurðardóttur þar sem hún segir af sér trúnaðarstörfum fyrir F-listann vegna brottflutnings úr bæjarfélaginu.

Bæjarráð þakkar Ásdísi vel unnin störf fyrir bæjarfélagið og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 118. fundur - 09.09.2015

a) Bæjarstjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi breytingar hjá F-lista:

Guðný Kristinsdóttir verður aðalmaður í atvinnumálanefnd í stað Ásdísar Sigurðardóttur.

Ragnheiður Ragnarsdóttir verður varamaður í atvinnumálanefnd í stað Guðnýjar Kristinsdóttur.

Hilmar Þór Hreiðarsson verður aðalmaður í fræðslu- og frístundanefnd í stað Árna Sæmundssonar sem verður varamaður í sömu nefnd.

Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir verður varaformaður í félagsmálanefnd í stað Ríkharðs Hólm Sigurðssonar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 119. fundur - 30.09.2015

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða eftirfarandi tilnefningar í Ungmennaráð Fjallabyggðar.

Frá Grunnskóla Fjallabyggðar
Tinna Kristjánsdóttir, 10. bekk og Anna Día Baldvinsdóttir 9. bekk.
Til vara Helga Dís Magnúsdóttir, 10. bekk og Árni Haukur Þorgeirsson 9. bekk.

Frá Menntaskólanum á Tröllaskaga
Haukur Orri Kristjánsson og Óskar Helgi Ingvason.
Til vara Elsa Hrönn Auðunsdóttir og Jón Áki Friðþjófsson.

Frá Ungmenna- og íþróttasambandi Fjallabyggðar
Vaka Rán Þórisdóttir.
Til vara Erla Marý Sigurpálsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða eftirfarandi breytingu hjá S-lista:
Sigmundur Agnarsson verður aðalmaður í Atvinnumálanefnd í stað Friðfinns Haukssonar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 120. fundur - 07.10.2015

Í framhaldi af afsögn Magnúsar S. Jónasson F-lista, þarf að kjósa í eftirtaldar trúnaðarstöður:

a) Bæjarráð.
Samþykkt var samhljóða tillaga um Ríkharð Hólm Sigurðsson sem varamann í bæjarráði.

b) Landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga.
Samþykkt var samhljóða tillaga um Kristinn Kristjánsson sem aðalmann á landsþing SÍS og Ríkharð Hólm Sigurðsson til vara.

c) Fulltrúaráð Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands.
Samþykkt var samhljóða tillaga um Ríkharð Hólm Sigurðsson sem aðalmann í fulltrúaráð EBÍ.

d) Aðalfundur Eyþings.
Samþykkt var samhljóða tillaga um Kristinn Kristjánsson sem varamann á aðalfund Eyþings.

e) Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.
Samþykkt var samhljóða tillaga um Kristinn Kristjánsson sem aðalmann á aðalfund AFE og Ríkharð Hólm Sigurðsson til vara.

f) Stjórn Síldarminjasafns Íslands ses.
Samþykkt var samhljóða tillaga um Arndísi Erlu Jónsdóttur sem varamann í stjórn Síldarminjasafns Íslands ses.

g) Forseti bæjarstjórnar
Samþykkt var samhljóða tillaga um Ríkharð Hólm Sigurðsson sem forseta bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 121. fundur - 15.10.2015

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi breytingar hjá B-lista:

Ólafur Jónsson verður áheyrnarfulltrúi í félagsmálanefnd í stað Hafeyjar Pétursdóttur.
Ólafur Jónsson verður varaáheyrnarfulltrúi í markaðs- og menningarnefnd í stað Hafeyjar Pétursdóttur.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi breytingar hjá D-lista:
Brynja Hafsteinsdóttir verður varamaður í fræðslu- og frístundanefnd í stað S. Guðrúnar Hauksdóttur.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 123. fundur - 11.11.2015

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum breytingu í hafnarstjórn hjá F- lista.
Hilmar Zophoníasson verður aðalmaður og jafnframt varaformaður í stað Ragnheiðar Ragnarsdóttur, sem verður varamaður í hans stað.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 126. fundur - 20.01.2016

Skipan í fulltrúaráð Eyþings.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að skipa Kristinn Kristjánsson sem aðalmann í fulltrúaráð Eyþings í stað Sigurðar Vals Ásbjarnarsonar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 127. fundur - 10.02.2016

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum breytingu á áheyrnarfulltrúa B-lista í atvinnumálanefnd.
Jón Valgeir Baldursson verður áheyrnarfulltrúi í stað Kolbrúnar Bjarnardóttur.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 128. fundur - 09.03.2016

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum breytingu á áheyrnarfulltrúa B-lista í fræðslu- og frístundanefnd.
Sóley Anna Pálsdóttir verður áheyrnarfulltrúi í stað Ólafs Guðbrandssonar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 132. fundur - 11.05.2016

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum breytingu í undirkjörstjórn Fjallabyggðar, Siglufirði á þann veg að Pétur Garðarsson verður formaður í stað Rögnvaldar Þórðarsonar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 134. fundur - 22.06.2016

a)Aðalsteinn Arnarsson hefur lagt fram afsögn sína sem
varabæjarfulltrúi F-lista, vegna breyttra forsenda og mikilla anna.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afsögn.

b)Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum breytingu í undirkjörstjórn Fjallabyggðar, Siglufirði á þann veg að í stað Árna Sæmundssonar kemur Guðjón M. Ólafsson og í stað Ragnheiðar Ragnarsdóttur sem er varamaður kemur Guðrún Linda Rafnsdóttir. Sóley Anna Pálsdóttir kemur inn sem aðalmaður í stað Ragnars Aðalsteinssonar.

c)Samkvæmt samþykktum um stjórn Fjallabyggðar þarf að kjósa árlega þrjá aðalmenn í bæjarráð og þrjá til v
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 akvæðum að aðalmenn í bæjarráði verði:
Steinunn María Sveinsdóttir, S-lista, formaður
Kristinn Kristjánsson, F-lista, varaformaður
S. Guðrún Hauksdóttir, D-lista, aðalmaður.
Til vara:
Hilmar Elefsen, S-lista,
Ríkharður Hólm Sigurðsson, F-lista og
Helga Helgadóttir, D-lista.

d) Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 akvæðum að Sólrún Júlíusdóttir, B-lista verði áheyrnarfulltrúi í bæjarráði og Jón Valgeir Baldursson til vara.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 136. fundur - 12.10.2016

Til máls tók Kristinn Kristjánsson.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum breytingu á skipan yfirkjörstjórnar.
Gunnlaugur Gunnlaugsson kemur inn í nefndina í stað Sigurðar Fanndal. Formaður yfirkjörstjórnar verður Ámundi Gunnarsson.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 137. fundur - 26.10.2016

Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum breytingu á skipan undirkjörstjórnar á Siglufirði.
Ólafur H. Kárason kemur inn í nefndina í stað Rögnvaldar Þórðarsonar.