Bæjarstjórn Fjallabyggðar

119. fundur 30. september 2015 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
 • Steinunn María Sveinsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
 • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
 • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi, B lista
 • Kristinn Kristjánsson bæjarfulltrúi, F lista
 • Hilmar Þór Elefsen bæjarfulltrúi, S lista
 • Ríkharður Hólm Sigurðsson varabæjarfulltrúi, F lista
 • Ásgeir Logi Ásgeirsson varabæjarfulltrúi, D lista
 • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
 • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
1. Varaforseti setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Allir aðalfulltrúar voru mættir að undanskildum Magnúsi S. Jónassyni, F-lista og Helgu Helgadóttur, D-lista.
Í þeirra stað mættu varabæjarfulltrúarnir Ríkharður Hólm Sigurðsson, F-lista og Ásgeir Logi Ásgeirsson D-lista.

Samþykkt var samhljóða að taka á dagskrá fimmta mál, kosningar í trúnaðarstöður.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 409. fundur - 22. september 2015

Málsnúmer 1509007FVakta málsnúmer

 • 1.1 1412020 Skipurit
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 409. fundur - 22. september 2015 Undir þessum dagskrárlið vék Helga Helgadóttir D-lista af fundi og í hennar stað kom S. Guðrún Hauksdóttir.

  Fyrirhugaðar skipuritsbreytingar teknar til umræðu.

  Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála kynnti samanburðartölur og vék síðan af fundi undir þessum dagskrárlið.

  Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að skipulagsbreytingum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 409. fundar bæjarráðs staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 409. fundur - 22. september 2015 Vegna slysahættu af leiktæki á skólalóð grunnskólans á Siglufirði, samþykkir bæjarráð að fela deildarstjóra tæknideildar að láta fjarlægja hjólabrettaramp af skólalóð grunnskólans. Bókun fundar Afgreiðsla 409. fundar bæjarráðs staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 409. fundur - 22. september 2015 Tekið fyrir erindi frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett 2. september 2015, þar sem ráðuneytið gefur bæjar- og sveitarstjórnum kost á að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2015/2016 á grundvelli 10. gr. laga nr. 116/2006, með síðari breytingum. Umsóknarfrestur er til 30. september n.k.

  Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um fyrir Fjallabyggð.
  Bókun fundar Afgreiðsla 409. fundar bæjarráðs staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 409. fundur - 22. september 2015 Lagt fram tilboð í mannskaps og tækjabíl fyrir Slökkvilið Fjallabyggðar frá fyrirtækinu Ósland ehf. sem sérhæft er í smíði og framleiðslu á slökkvibifreiðum.

  Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og slökkviliðsstjóra að ganga til samninga við fyrirtækið.
  Jafnframt heimilar bæjarráð sölu á eldri mannskaps- og tækjabíl.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að fela bæjarstjóra og slökkviliðsstjóra að ganga til samninga við Ósland ehf. um kaup á mannskaps- og tækjabifreið fyrir Slökkvilið Fjallabyggðar.
  Jafnframt var samþykkt samhljóða að selja eldri mannskaps- og tækjabíl.

2.Atvinnumálanefnd - 11. fundur - 23. september 2015

Málsnúmer 1509006FVakta málsnúmer

 • 2.1 1509024 Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016
  Atvinnumálanefnd - 11. fundur - 23. september 2015 Atvinnumálanefnd hvetur bæjaryfirvöld til að hafa samráð við hagsmunaaðila í sjávarútvegi áður en kemur að úthlutun byggðakvóta. Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 2.2 1501052 Fyrirtækjaþing í Fjallabyggð
  Atvinnumálanefnd - 11. fundur - 23. september 2015 Lögð fram drög að dagskrá ásamt kostnaðaráætlun. Jafnframt lagðar fram tillögur að spurningum vegna könnunar á húsnæðismarkaði. Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28. september 2015

Málsnúmer 1509008FVakta málsnúmer

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28. september 2015 Lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna fjárhagsáætlana fyrir árin 2016-2019.

  Þar er m.a. vakin athygli á endurskoðaðri þjóðhagsspá sem birt er í frumvarpi til fjárlaga.
  Spáð er að vísitala neysluverðs hækki á árinu 2016 um 4,5%, 4,1% 2017, 3,2% 2018 og 2,6% 2019.
  Spáð er að launavísitala hækki á árinu 2016 um 8%, 6% 2017, 5% 2018 og 5% 2019.

  Bæjarráð samþykkir að leggja þessar forsendur til grundvallar við upphaf fjárhagsáætlunargerðar.

  Óvissa er í launaáætlunargerð þar sem vel flestir kjarasamningar sveitarfélaga við stéttarfélög eru lausir.

  Bæjarráð samþykkir að auglýsa eftir styrkjum og ábendingum í tengslum við fjárhagsáætlunargerð.
  Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar bæjarráðs staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28. september 2015 Lögð fram tillaga um framlög til stjórnmálasamtaka og frambjóðenda á grundvelli laga nr. 162 frá 2006 um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldur þeirra.
  Lagt er til að framlag vegna 2014 verði kr. 360.000 og verði úthlutað í samræmi við ákvæði 5. gr. laganna, eftir kjörfylgi í kosningum 2014.
  Framlög færist á fárhagsáætlunarlið 21810 og komi til greiðslu í október 2015.

  Bæjarráð samþykkir framkomna tillögu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar bæjarráðs staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28. september 2015 Á 407. fundi bæjarráðs, 3. september 2015, var tekið fyrir bréf Menntamálastofnunar, vegna fyrirspurnar um undanþágur og fjarvistir í samræmdum könnunarprófum haustið 2014.

  Bæjarráð fól skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar að veita umsögn.

  Lagt fram til kynningar svar skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar, Jónínu Magnúsdóttur til Menntamálastofnunar, dagsett 11. september 2015. Þar kemur fram að rangfærsla sé í skýrslu Menntamálastofnunar um mætingu í samræmd próf í 4. bekk. Leiðréttingu var komið á framfæri við Menntamálastofnun s.l. vetur eftir að skýrsla með þessum upplýsingum var birt á vef stofnunarinnar. Skólastjóri telur að þátttaka nemenda í 4. bekk í samræmdum könnunarprófum haustið 2014 hafi verið með eðlilegu móti.
  Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar bæjarráðs staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28. september 2015 118. fundur bæjarstjórnar, 9. september 2015, vísaði þessu máli aftur til umfjöllunar hjá atvinnumálanefnd þar sem upplýsingar um kostnað vantaði.

  Lögð fyrir bæjarráð til kynningar drög að dagskrá atvinnumálaþings ásamt kostnaðaráætlun.
  Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar bæjarráðs staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 3.5 1412012 Gjaldskrár 2015
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28. september 2015 Lögð fram fyrirspurn um systkinaafslátt og/eða afslátt fyrir einstætt foreldri, vegna lengdrar viðveru.

  Sambærilegur afsláttur í leik- og tónskóla er 30%.

  Gjald fyrir lengda viðveru, skólamáltíðir og mjólkuráskrift:
  Gjald fyrir vistun 1 tími á dag (á mánuði): 3.931 kr.
  Gjald fyrir vistun 2 tímar á dag (á mánuði): 7.862 kr. - hressing: 1.769 kr. Samtals: 9.631 kr.
  Gjald fyrir vistun 3 tímar á dag (á mánuði): 11.794 kr. - hressing 1.769 kr. Samtals: 13.563 kr.

  Miðað er við:
  hver tími í viðveru 182,00
  hver tími í nónhressingu 82,00

  Tveir forsjáraðilar eru með tvö börn skólaárið
  2015-2016, þar af annað einstætt foreldri.

  Bæjarráð samþykkir að vísa endurskoðun á gjaldskrá til gerðar fjárhagsáætlunar 2016.
  Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar bæjarráðs staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28. september 2015 Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir janúar til ágúst 2015.

  Breyting á launaáætlun vegna starfsmatsbreytinga að upphæð 13,7 millj. sem vísað var til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2015, er meðtalin í þessu yfirliti.

  Niðurstaðan fyrir heildina er 672,9 m.kr. sem er 97,9% af áætlun tímabilsins sem var 687,2 m.kr.
  Sumar deildir eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 7,5 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 21,7 m.kr.

  Nettóniðurstaða er því 14,2 m.kr. undir áætlun tímabilsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar bæjarráðs staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28. september 2015 Lagðir fram til kynningar, undirritaðir reikningar fyrir árið 2014.

  Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að slitum á félaginu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar bæjarráðs staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 3.8 1509007 Trölli - samstarf
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28. september 2015 Á 408. fundi bæjarráðs, 8. september 2015, var lagt fram til kynningar erindi frá útvarpi Trölla er varðaði hugmynd um nýtingu Trölla til að efla ímynd Fjallabyggðar hjá íbúum, ferðafólki og nærsveitarmönnum.
  Bæjarráð óskaði eftir umsögn markaðs- og menningarfulltrúa.

  Lögð fram umsögn markaðs- og menningarfulltrúa, dagsett 17. september.

  Í umsögn kemur m.a. fram að samkomulag eða samvinnuverkefni Fjallabyggðar og Trölla geti verið báðum aðilum til góða.

  Bæjarráð tekur vel í erindið og samþykkir að vísa afgreiðslu erindis til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2016.
  Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar bæjarráðs staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28. september 2015 Lagðar fram til kynningar tilnefningar í ungmennaráð.

  Frá Grunnskóla Fjallabyggðar
  Tinna Kristjánsdóttir, 10. bekk og Anna Día Baldvinsdóttir 9. bekk.
  Til vara Helga Dís Magnúsdóttir, 10. bekk og
  Árni Haukur Þorgeirsson 9. bekk.

  Frá Menntaskólanum á Tröllaskaga
  Haukur Orri Kristjánsson og Óskar Helgi Ingvason.
  Til vara Elsa Hrönn Auðunsdóttir og Jón Áki Friðþjófsson.

  Frá Ungmenna- og íþróttasambandi Fjallabyggðar
  Vaka Rán Þórisdóttir.
  Til vara Erla Marý Sigurpálsdóttir.

  Tilnefningum vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
  Afgreiðsla 410. fundar bæjarráðs staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28. september 2015 116. fundur bæjarstjórnar, 27. maí 2015, samþykkti að vísa úthlutunarreglum til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

  395. fundur bæjarráðs, 2. júní 2015, samþykkti að óska eftir umsögn Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, áður en reglurnar yrðu teknar til endanlegrar afgreiðslu.

  Á 404. fundi bæjarráðs, 11. ágúst 2015, var lögð fram umsögn UÍF og breytingartillaga íþrótta- og tómstundafulltrúa.
  Bæjarráð samþykkti að vísa tillögu til umsagnar í fræðslu- og frístundanefnd.

  20. fundur fræðslu- og frístundanefndar, 2. september 2015, samþykkti fyrir sitt leyti tillöguna, en telur rétt að athuga með tímasetningu frítíma, þannig að íþróttafélög fái úthlutaða tíma eftir að skólatíma líkur til kl. 18:00 í stað 19:00, með sveigjanleika þó.

  Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að úthlutunarreglum svo breyttum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar bæjarráðs staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28. september 2015 Tilboð í landmótun á Leirutanga, Siglufirði voru opnuð 21. september s.l.
  Eitt tilboð barst frá Bás ehf. kr. 23.486.000.
  Kostnaðaráætlun var kr. 11.885.000.

  Bæjarráð hafnar framkomnu tilboði og felur deildarstjóra tæknideildar að leysa málið með öðrum hætti.
  Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Gunnar I. Birgisson.
  Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að hafna framkomnu tilboði.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28. september 2015 Lögð fram beiðni deildarstjóra tæknideildar um heimild til þess að framkvæma lokað útboð á sameiningu íbúða 306 og 308 í Skálarhlíð, Siglufirði.

  Bæjarráð samþykkir framkomna ósk.
  Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar bæjarráðs staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28. september 2015 Lagt fram til kynningar bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dagsett þann 8. september 2015, þar sem boðað er til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga miðvikudaginn 23. september n.k. í Reykjavík. Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar bæjarráðs staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28. september 2015 Lögð fram til kynningar uppfærð tillaga að viðbyggingu og innri breytingum á núverandi húsi leikskólans við Brekkugötu á Siglufirði.

  Tillögu vísað til umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd og skipulags- og umhverfisnefnd.
  Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar bæjarráðs staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28. september 2015 Tekið fyrir erindi Jassklúbbs Ólafsfjarðar þar sem óskað er eftir niðurfellingu á viðskiptaskuld frá árinu 2012, vegna auglýsinga um jasshátíð klúbbsins það árið, þar sem þáverandi menningarfulltrúi hafi samþykkt að Fjallabyggð greiddi þær.

  Bæjarráð felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að veita umsögn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar bæjarráðs staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28. september 2015 Lagt fram erindi eiganda Norðurgötu 4a Siglufirði, dagsett 7. september 2015, þar sem þess er farið á leit við Fjallabyggð, að það hlutist til um við eigendur Norðurgötu 4b að þeir sinni eðlilegu viðhaldi eigna sinna, þannig að Norðurgötu 4a standi ekki tjón af vanrækslu eigenda Norðurgötu 4b Siglufirði.

  Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar um málið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar bæjarráðs staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28. september 2015 Lagt fram til kynningar erindi frá Locatify er varðar upplýsingaapp fyrir Fjallabyggð, þar sem öll þjónusta yrði skráð ásamt þeim upplýsingum sem ferðamaður þarf á að halda, staðhættir, þjóðsögur, gönguleiðir, náttúruminjar og ýmislegt fleira á einn aðgengilegan stað. Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar bæjarráðs staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28. september 2015 Lagt fram til kynningar erindi frá Innanríkisráðuneytinu, dagsett 17. september 2015.

  Þar er vakin athygli á því að til umsagnar eru nú hjá Innanríkisráðuneytinu drög að lagafrumvarpi um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga.
  Snýst breytingin um að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga greiði sveitarfélögum tímabundið framlag sem fengið er með hlutdeild í tekjum ríkissjóðs af sérstökum skatti á fjármálafyrirtæki árin 2015 til 2017.
  Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar bæjarráðs staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28. september 2015 Lagt fram til kynningar yfirlit yfir starf klasans fyrstu átta mánuði ársins. Þar er farið yfir helstu verkefni og árangur sem náðst hefur. Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar bæjarráðs staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28. september 2015 Í erindi Umhverfis- og auðlindaráðuneytis, dagsett 1. september 2015, boðar Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra til níunda Umhverfisþings 9. október 2015 í Reykjavík.

  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar bæjarráðs staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28. september 2015 Lögð fram fyrirspurn frá Ungmenna- og íþróttasambandi Fjallabyggðar, dagsett 7. september 2015, varðandi hækkun gjaldskrár á íþróttasal í skólahúsi við Norðurgötu á Siglufirði og óskað upplýsinga um kostnaðarforsendur sem liggja þar að baki.

  Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu, en gjaldskráin verður tekin til endurskoðunar við gerð fjárhagsáætlunar 2016.
  Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar bæjarráðs staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28. september 2015 Í erindi bæjarstjóra Fjallabyggðar til Norðurorku, 4. júní 2015, voru ítrekaðar óskir bæjarstjórnar Fjallabyggðar um meiri afslátt á heitu vatni til almennings sundlauga.

  Í svarbréfi forstjóra Norðurorku, dagsett 7. september 2015, kemur fram að stjórn Norðurorku hefur ákveðið að gera ekki breytingar á verðskrá til sundlauga, samhliða gerð fjárhagsáætlunar 2016.
  Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar bæjarráðs staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28. september 2015 Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga boðaði til 2. sjávarútvegsfundar, sem haldinn var á Hilton Reykjavík Nordica, miðvikudaginn 23. september nk.

  Formaður og varaformaður bæjarráðs sóttu fundinn f.h. Fjallabyggðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar bæjarráðs staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28. september 2015 Lögð fram styrkumsókn, dagsett 14. september 2015, vegna útgáfu á ljósmyndabók með myndum Brynjólfs Sveinssonar frá Ólafsfirði.

  Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2016.
  Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar bæjarráðs staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28. september 2015 Lagt fram erindi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett 16. september 2015, þar sem tilkynnt er um innheimtu á framlagi Fjallabyggðar til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðumun nemenda til námsins að upphæð kr. 1,4 millj.
  Vísað er til setningu laga nr. 72/2015.

  Bæjarráð samþykkir að vísa upphæð erindis til viðauka við fjárhagsáætlun 2015.
  Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar bæjarráðs staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28. september 2015 Tekið fyrir bréf frá forsætisráðuneytinu, dagsett 3. september 2015, þar sem fram kemur að síðast liðið vor samþykkti Alþingi lög um verndarsvæði í byggð, nr. 87/2015. Er lögunum ætlað að stuðla að vernd og varðveislu byggða sem hafa sögulegt gildi og ná þau til þéttbýlis og byggðarkjarna utan þéttbýlis sem ástæða er til að varðveita vegna svipmóts, menningarsögu eða listræns gildis. Í ljósi þess að sveitarfélögum er ætlað mikilvægt hlutverk í lögunum boðaði Forsætisráðuneytið og Minjastofnun Íslands til kynningarfunda um hin nýsamþykktu lög víða um landið.

  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar bæjarráðs staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28. september 2015 Matsgerð Viðlagatryggingar Íslands, dagsett 21. september 2015, lögð fram til kynningar.
  Tjónabætur að frádreginni eigin áhættu eru kr. 730 þús.
  Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar bæjarráðs staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 3.28 1509078 Fiskflutningar
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28. september 2015 Lagt fram erindi frá íbúa við Hvanneyrarbraut á Siglufirði vegna fiskflutninga í gegnum byggðalagið.

  Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita álits Samgöngustofu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar bæjarráðs staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28. september 2015 Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefni aldraðra (uppfærsluréttur íbúðarréttar), 35. mál.

  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar bæjarráðs staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28. september 2015 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum, 133. mál.

  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar bæjarráðs staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28. september 2015 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um náttúruvernd (varúðarregla, almannaréttur, sérstök vernd, framandi tegundir o.fl.), 140. mál.

  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar bæjarráðs staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28. september 2015 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um þjóðgarð á miðhálendinu, 10. mál.

  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar bæjarráðs staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28. september 2015 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2026, 101. mál.

  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar bæjarráðs staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28. september 2015 Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar (hækkun lífeyris í 300 þús. kr.), 3. mál.

  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar bæjarráðs staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28. september 2015 Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um byggingarsjóð Landspítala (heildarlög), 4. mál.

  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar bæjarráðs staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28. september 2015 Lagt fram svar Velferðarráðuneytisins, dagsett 22. september 2015 við beiðni Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar um undanþágur frá lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða í málefnum fatlaðs fólks á grundvelli landfræðilegra ástæðna, þannig að þau geti stofnað sameiginlegt þjónustusvæði.

  Ráðuneytið samþykkir undanþáguna í eitt ár frá 1. janúar 2016.

  Ráðuneytið leggur áherslu á að undanþágutíminn verði notaður til að kanna gaumgæfilega samstarf á Eyjafjarðarsvæðinu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar bæjarráðs staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28. september 2015 Viðtalstímar þingmanna og fulltrúa Fjallabyggðar verður á Akureyri í dag mánudag 28. september kl. 15:00.

  Farið yfir málefni sem þarf að ræða sérstaklega á þessum fundi með þingmönnum.

  Lögð verður áhersla á eftirtalin mál auk annarra mála:
  1.
  Nýtt þil við hafnarbryggju á Siglufirði
  2.
  Skarðsdalsvegur - skíðasvæði
  3.
  Endurgreiðsla virðisaukaskatts á holræsaframkvæmdir
  4.
  Öldrunarmál
  5. Önnur mál

  Bæjarstjóri ásamt fulltrúum bæjarstjórnar munu sitja fundinn fundinn f.h. bæjarfélagsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar bæjarráðs staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28. september 2015 Fundargerð 270. fundar frá 26. ágúst 2015 og 271. fundar frá 14, september 2015, lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar bæjarráðs staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28. september 2015 Fundargerð 830. fundar frá 11. september 2015, lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar bæjarráðs staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28. september 2015 Lagt fram til kynningar svar Ofanflóðasjóðs vegna viðgerða á drenlögn norðan við snjóflóðagarðinn Stóra Bola.

  Ofanflóðasjóður samþykkir 90% þátttöku í endurbótum.

  Bæjarráð samþykkir að bjóða út í lokuðu útboði ofangreindar endurbætur til Bás ehf, Smára ehf, Árna Helgasonar ehf, Magnúsar Þorgeirssonar og Sölva Sölvasonar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 410. fundar bæjarráðs staðfest á 119. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Kosningar í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum

Málsnúmer 1406011Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða eftirfarandi tilnefningar í Ungmennaráð Fjallabyggðar.

Frá Grunnskóla Fjallabyggðar
Tinna Kristjánsdóttir, 10. bekk og Anna Día Baldvinsdóttir 9. bekk.
Til vara Helga Dís Magnúsdóttir, 10. bekk og Árni Haukur Þorgeirsson 9. bekk.

Frá Menntaskólanum á Tröllaskaga
Haukur Orri Kristjánsson og Óskar Helgi Ingvason.
Til vara Elsa Hrönn Auðunsdóttir og Jón Áki Friðþjófsson.

Frá Ungmenna- og íþróttasambandi Fjallabyggðar
Vaka Rán Þórisdóttir.
Til vara Erla Marý Sigurpálsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða eftirfarandi breytingu hjá S-lista:
Sigmundur Agnarsson verður aðalmaður í Atvinnumálanefnd í stað Friðfinns Haukssonar.

5.Skipurit

Málsnúmer 1412020Vakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs gerði grein fyrir tillögu að skipulagsbreytingum á stjórnsýslu Fjallabyggðar.

Samþykkt var einróma í bæjarráði Fjallabyggðar að vísa eftirfarandi tillögu að breytingum til bæjarstjórnar:

Í stað þriggja deilda verði deildirnar fjórar:

a.
Stjórnsýslu- og fjármáladeild
b.
Tæknideild
c.
Félagsmáladeild
d.
Fræðslu-, frístunda- og menningardeild

Ráðinn verði nýr deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningardeildar.
Á milli umræðna í bæjarstjórn verði útfærð ný erindisbréf og starfslýsingar.

Áætlaður kostnaður við nýja stöðu deildarstjóra verður 11,7 milljónir á ársgrundvelli. Á móti þeim kostnaði kemur til lægri launakostnaður vegna minnkaðs starfshlutfalls á bæjarskrifstofu sem nemur um 5,5 milljónum á ári.
Staðan verði auglýst og yrði auglýsingin birt 15. október n.k.
Umsóknarfrestur yrði til 1. nóvember 2015 og gert er ráð fyrir að nýr deildarstjóri taki til starfa eigi síðar en um áramót.

Tillaga samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum og jafnframt vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Fundi slitið.