Bæjarstjórn Fjallabyggðar

120. fundur 07. október 2015 kl. 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi, B lista
  • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Kristinn Kristjánsson bæjarfulltrúi, F lista
  • Hilmar Þór Elefsen bæjarfulltrúi, S lista
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson varabæjarfulltrúi, F lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
1. Varaforseti setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Allir aðalfulltrúar voru mættir að undanskildum Magnúsi S. Jónassyni, F-lista.
Í hans stað mætti varabæjarfulltrúinn Ríkharður Hólm Sigurðsson.

1.Ósk um lausn frá störfum

Málsnúmer 1510023Vakta málsnúmer

1. varaforseti las upp ósk Magnúsar S. Jónasonar um lausn frá störfum það sem eftir er af kjörtímabilinu.

Bæjarstjórn samþykkti beiðnina samhljóða.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar þakkar Magnúsi samstarfið og óskar honum velfarnaðar.

2.Kosningar í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum

Málsnúmer 1406011Vakta málsnúmer

Í framhaldi af afsögn Magnúsar S. Jónasson F-lista, þarf að kjósa í eftirtaldar trúnaðarstöður:

a) Bæjarráð.
Samþykkt var samhljóða tillaga um Ríkharð Hólm Sigurðsson sem varamann í bæjarráði.

b) Landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga.
Samþykkt var samhljóða tillaga um Kristinn Kristjánsson sem aðalmann á landsþing SÍS og Ríkharð Hólm Sigurðsson til vara.

c) Fulltrúaráð Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands.
Samþykkt var samhljóða tillaga um Ríkharð Hólm Sigurðsson sem aðalmann í fulltrúaráð EBÍ.

d) Aðalfundur Eyþings.
Samþykkt var samhljóða tillaga um Kristinn Kristjánsson sem varamann á aðalfund Eyþings.

e) Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.
Samþykkt var samhljóða tillaga um Kristinn Kristjánsson sem aðalmann á aðalfund AFE og Ríkharð Hólm Sigurðsson til vara.

f) Stjórn Síldarminjasafns Íslands ses.
Samþykkt var samhljóða tillaga um Arndísi Erlu Jónsdóttur sem varamann í stjórn Síldarminjasafns Íslands ses.

g) Forseti bæjarstjórnar
Samþykkt var samhljóða tillaga um Ríkharð Hólm Sigurðsson sem forseta bæjarstjórnar.

Fundi slitið.