Bæjarstjórn Fjallabyggðar

105. fundur 18. ágúst 2014 kl. 17:00 - 19:00 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
 • Steinunn María Sveinsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
 • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
 • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi, D lista
 • Kristinn Kristjánsson bæjarfulltrúi, F lista
 • Kristjana Rannveig Sveinsdóttir bæjarfulltrúi, S lista
 • Ríkharður Hólm Sigurðsson varabæjarfulltrúi, F lista
 • Jón Valgeir Baldursson varabæjarfulltrúi, B lista
 • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
13. ágúst s.l. setti forseti bæjarstjórnar Magnús S. Jónasson fund og bauð viðstadda velkomna til fundar.
Allir aðalfulltrúar voru þá mættir að undanskildum Sólrúnu Júlíusdóttur, B-lista sem boðaði forföll og í hennar stað mætti Jón Valgeir Baldursson.
Áður en gengið var til dagskrár bar forseti upp tillögu um að við dagskrá fundarins bættist
"Síðari umræða um breytingar á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar - Atvinnumál."
Bæjarstjórn samþykkti tillögu samhljóða.

S. Guðrún Hauksdóttir óskaði eftir því að taka til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu ásamt Helgu Helgadóttur.

"11. gr.
Tilkynning til íbúa um fundi bæjarstjórnar.

Í upphafi kjörtímabils bæjarstjórnar tekur bæjarstjórn ákvörðun um hvar og hvenær bæjarstjórnarfundir eru haldnir, sbr. 8. gr. samþykktar þessarar og skal sú ákvörðun kynnt íbúum bæjarfélagsins með tryggum hætti.

Íbúum bæjarfélagsins skal kynnt með auglýsingu á vefsíðu Fjallabyggðar um fyrirhugaða fundi bæjarstjórnar ásamt dagskrá, innan sömu tímafresta og við á um bæjarfulltrúa enda standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi".

Í 15.grein sveitarstjórnarlaga nr. 138 frá 2011 segir einnig:
"Íbúum sveitarfélags skal kunngert með opinberri auglýsingu hvar og hvenær sveitarstjórn heldur fundi. Einnig skal sveitarstjórn birta opinberlega innan sömu tímafresta og við á um sveitarstjórnarmenn fundarboð og dagskrá fundar, enda standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Auglýsing á vefsíðu sveitarfélags telst fullnægjandi."

Nú er ljóst að þessi fundur var ekki auglýstur á heimasíðu Fjallabyggðar og því ljóst að íbúar Fjallabyggðar hafa almennt ekki vitneskju um að þessi fundur er haldinn eða hver dagskrá fundarins er. Þetta er skýrt brot á bæði samþykktum Fjallabyggðar og sveitarstjórnarlögum.

Það er einn af hornsteinum íbúalýðræðis að fundir bæjarstjórna skuli vera opnir öllum og að íbúar hafi aðgang að dagskrá funda með eðlilegum fyrirvara eins og kveðið er á í lögum. Teljum við því að vafi leiki á lögmæti þessa fundar og leggjum til að honum verði frestað þar til hann hefur verið auglýstur samkvæmt settum reglum."

S.Guðrún Hauksdóttir.
Helga Helgadóttir.

Í ljósi tillögunnar og til að taka af allan vafa um lögmæti fundarins og afgreiðslu mála ákvað meirihlutinn að fresta fundi og boðaði forseti til fundar n.k. mánudag 18. ágúst kl. 17:00 í Tjarnarborg.

Í forföllum forseta bæjarstjórnar Magnúsar S. Jónassonar setti varaforseti Steinunn María Sveinsdóttir fundinn og bauð viðstadda velkomna til fundar.
Ný tímasetning fundar hafði verið auglýst á vef sveitarfélagsins 14. ágúst s.l. og taldi varaforseti löglega til fundarins boðað.

Allir aðalfulltrúar voru mættir á framhaldsfund að undanskildum Magnúsi S. Jónassyni og Sólrúnu Júlíusdóttur.
Í þeirra stað mættu Ríkharður Hólm Sigurðsson, F- lista og
Jóna Valgeir Baldursson, B-lista.

Til máls tók Kristinn Kristjánsson.
Í ljósi þess að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Fjallabyggð lögðu fram tilllögu sem dróg í vafa lögmæti fundar nr. 105, þann 13. ágúst sl. leggur meirihlutinn fram eftirfarandi bókun:
"Meirihluti bæjarstjórnar Fjallabyggðar harmar þau mistök sem áttu sér stað í stjórnsýslu Fjallabyggðar er láðist að auglýsa síðasta fund bæjarstjórnar á heimasíðu sveitarfélagsins eins og lög og samþykktir gera ráð fyrir.
Jafnframt átelur meirihluti bæjarstjórnar bæjarfulltrúa Sjálfstæðismanna fyrir óvönduð og óheiðarleg vinnubrögð í aðdraganda síðasta fundar. Af tillögunni má ráða að þeim hafi verið fullljóst fyrir fundinn að ekki hafi verið formlega rétt boðað til fundarins. Þrátt fyrir það upplýstu þeir ekki um vitneskju sína fyrr en fundur hafði verið settur og forseti borið upp tillögur að breytingum á dagskrá sem allir bæjarfulltrúar samþykktu, þar á meðal báðir bæjarfulltrúar Sjálfstæðismanna. Þeim sem kjörnum fulltrúum ber að koma fram af háttvísi í sínum störfum samkvæmt 4. gr. siðareglna fyrir kjörna fulltrúa Fjallabyggðar en ljóst er að bæjarfulltrúar sjálfstæðismanna virtu það að vettugi í þeim eina tilgangi að fella ómerkilegar pólítískar keilur"

Steinunn María Sveinsdóttir.
Kristinn Kristjánsson.
Kristjana R. Sveinsdóttir.
Ríkharður Hólm Sigurðsson.

Til máls tóku Helga Helgadóttir og Steinunn María Sveinsdóttir.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 346. fundur 8. júlí 2014

Málsnúmer 1407003FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 346. fundur 8. júlí 2014
  Ferðamálastofa í samvinnu við Alta stendur fyrir verkefninu "Kortlagning auðlinda í ferðaþjónustu á Íslandi".
  Til að grunnurinn verði skilvirkur er nauðsynlegt að allar upplýsingar séu rétt skráðar.
  Óskað er eftir því að Fjallabyggð tilnefni einn fulltrúa í svæðisbundinn stýrihóp fyrir verkefnið.
  Bæjarráð leggur til að fulltrúi Fjallabyggðar sé markaðs- og menningarfulltrúi Fjallabyggðar.
  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Afgreiðsla 346. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 346. fundur 8. júlí 2014
  Umfjöllun bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.
  Bókun fundar Afgreiðsla 346. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 346. fundur 8. júlí 2014
  Í bréfi frá formanni UÍF dags. 4. júlí er gerð grein fyrir ályktun til f.v. bæjarstjórnar og allra bæjarfulltrúa Fjallabyggðar. Þar kemur fram að ársþingið harmar það verklag f.v. bæjarstjórnar að vísa styrkbeiðni til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.  
  Þingið óskar, að bæjarstjórn Fjallabyggðar endurskoði ákvörðun sína um aðkomu að endurbyggingu á tengigangi Hóls.
  Sótt var um 8 m.kr. framlag til verksins.
  Bæjarráð samþykkir að óska eftir fundi með formanni UÍF.
  Bókun fundar Afgreiðsla 346. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 346. fundur 8. júlí 2014
  Sameining íbúða á 3ju hæð í Skálarhlíð var ekki fyrirhuguð í áætlun f.v. bæjarstjórnar.
  Áætlaður kostnaður er um 7,5 m.kr.

  Bæjarráð samþykkir að vísa framkvæmdinni og fjárveitingum til næsta árs og verður málið tekið fyrir við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2015.
  Bókun fundar Afgreiðsla 346. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 346. fundur 8. júlí 2014
  Á fundi bæjarráðs þann 24. júní kom fram að verið væri að íhuga með hvaða hætti hægt væri að koma við eðlilegri þjónustu við íbúa Ólafsfjarðar er varðar bókasafn og almenna þjónustu bæjarfélagsins. Umræðan er tilkomin vegna ákvörðunar f.v. bæjarráðs sjá 343. fund frá 10. júní 2014 um að fresta framkvæmdum og þar með opnun á Ólafsvegi 4.
  Í bókuninni kemur fram að stefnt er að opnun 1. janúar 2015.
  Fram kom einnig að bæjarstjóri hefur rætt við forstöðumann bókasafnsins um hugmyndir að lausn á þessum vanda.
  Álit forstöðumanns og deildarstjóra tæknideildar liggur nú fyrir, sjá bréf frá 4. júlí 2014. Þar kemur fram m.a. að núverandi húsnæði að Ólafsvegi 4 henti ágætlega og mun betur en eldra húsnæði bókasafnsins að Aðalgötu 15, Ólafsfirði. Meira rými er á Ólafsvegi 4 en á gamla staðnum og verður þetta bylting fyrir gesti safnsins. Forstöðumaðurinn leggur áherslu á neðantalda þætti í rekstrinum.
  1. Aðalútlánadeild, þar sem væru skáldsögur og ævisögur.
  2. Barnadeild.
  3. Deild fyrir tímarit og fræðibækur.
  4. Þjónusta við íbúa er varðar málefni bæjarfélagsins.

  Deildarstjóri tæknideildar hefur tekið saman áætlaðan kostnað við lagfæringar og er það mat hans að kostnaðurinn yrði um 1,1 m.kr.
  Búið er að fjárfesta í búnaði og hillum fyrir 3000 bókatitla og er áætlaður kostnaður um 2,0 m.kr. Búnaðurinn verður kominn til Fjallabyggðar um næstu mánaðarmót.
  Hönnunarkostnaður við breytingar sem og útboðsgögn á húsnæðinu nemur nú um 4,65 m.kr.
  Bæjarstjóri lagði fram vinnuskjal er varðar hugmyndir meirihluta bæjarráðs.

  Meirihluti bæjarráðs samþykkir tillögu að bókasafn og þjónustumiðstöð verði opnuð að Ólafsvegi 4 um miðjan ágúst.
  S. Guðrún Hauksdóttir sat hjá.

  Með þessari ákvörðun er ekki verið að hætta við fyrirhugaðar framkvæmdir við Ólafsveg 4 þ.e. stækkun hússins, en þeim framkvæmdum er slegið á frest og verður málið tekið til umræðu og afgreiðslu í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2015.

  S. Guðrún Hauksdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Bæjarráð samþykkir að útboð vegna framkvæmda við viðbyggingu að Ólafsvegi 4, Ólafsfirði, verði auglýst aftur með rýmri verktíma sem miðast við verklok 31. desember 2014".

  Tillagan borin upp og felld með tveimur atkvæðum gegn atkvæði S. Guðrúnar Hauksdóttur.

  S. Guðrún Hauksdóttir lagði fram eftirfarandi bókun.
  ”Undirrituð leggur þunga áherslu á að framkvæmdir við breytingar og viðbyggingu við Ólafsveg 4 hefjist sem fyrst í samræmi við samhljóða ákvörðun bæjarstjórnar þann 9. apríl s.l. um framtíðarhúsnæði bókasafnsins í Ólafsfirði og þjónustu og upplýsingamiðstöð fyrir íbúa. Gert hefur verið ráð fyrir fjármagni til framkvæmdanna á þessu ári.
  Því tel ég nauðsynlegt að allra leiða verði leitað til að hefja framkvæmdir við varanlega lausn sem fyrst.“

  Steinunn María Sveinsdóttir og Kristinn Kristjánsson lögðu fram eftirfarandi bókun.
  ”Lögð er áhersla á að hér er verið að fresta umfangsmiklum breytingum á umræddu húsnæði og aðkomu þ.e. að Ólafsvegi 4 en í staðinn er verið að opna þjónustu eftir sumarlokun á bókasafninu og tryggja opnun á almennri þjónustu við íbúa Ólafsfjarðar strax í haust. Framtíðarlausn á bókasafni og þjónustumiðstöð Fjallabyggðar í Ólafsfirði verði tekin til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015“
  Bókun fundar <DIV><DIV><DIV>Afgreiðsla 346. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 5 atkvæðum.<BR>Helga Helgadóttir greiddi atkvæði á móti og S. Guðrún Hauksdóttir sat hjá.</DIV></DIV></DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 346. fundur 8. júlí 2014
  Fram hafa komið hugmyndir um að setja innkomu að gámasvæði á suðurhlið lóðarinnar þannig að innkeyrsla komi frá Ránargötu.
  Við nánari skoðun þá gerir deiliskipulagið ráð fyrir tveimur hliðum inn á svæðið að austanverðu. Ekki er búið að setja upp syðra hliðið og er áætlaður kostnaður við framkvæmdina um 1,4 m.kr. sjá minnisblað deildarstjóra tæknideildar frá 7. apríl.

  Bæjarráð samþykkir að malbika innkeyrslu inn fyrir suðurhlið í þessum áfanga.
  Bæjarráð telur rétt að ljúka við þennan áfanga á árinu 2014 og að gerð verði breyting á áætlun ársins með þetta í huga.
  Miðað er við að fjármögnun verður innan heimilda í framkvæmdaáætlun ársins og er vísað í tillögu að viðauka 5 sem verður til afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 346. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 346. fundur 8. júlí 2014
  Deildarsstjórar fjölskyldu- og tæknideildar og bæjarstjóri hafa komið fram með tillögu um kaup á lausri leikskólastofu fyrir Leikskála. Deildarstjóri tæknideildar var falið að skoðað þær einingar sem koma til greina.
  Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar frá 3. júlí 2014.
  Þar kemur fram að áætlaður heildarkostnaður með flutningi og uppsetningu er 8,5 m.kr.
  Bæjarráð samþykkir að ráðast í framkvæmdina og að húsnæðið verði tilbúið í byrjun september til notkunar.

  Miðað er við að fjármögnun verði innan heimilda í framkvæmdaáætlun ársins og er vísað í tillögu að viðauka 5 sem verður til afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 346. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 346. fundur 8. júlí 2014
  Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar frá 25. júní 2014 er varðar frágang við biðstöðvar í Fjallabyggð ásamt áskorun til bæjarráðs frá skipulags- og umhverfisnefnd.
  Fram kemur að heildarkostnaður við frágang biðstöðva í Fjallabyggð er áætlaður um 15 m.kr.
  Áætlað er að ljúka að mestu við framkvæmd við tvær biðstöðvar af fjórum á árinu, en heildarkostnaður þeirra verka er áætlaður um 6,4 m.kr.
  Ekki er gert ráð fyrir uppsetningu á biðskýli við hlið Aðalgötu 25 í aksturstefnu til Akureyrar í þessum áfanga á þessu fjárhagsári.
  Bæjarráð tekur undir ábendingar skipulags- og umhverfisnefndar er varðar mikilvægi þess að ganga frá biðstöðvum í bæjarfélaginu og samþykkir fjárveitingu að upphæð 3,3 millj. kr til að ljúka framkvæmdum við þessar tvær biðstöðvar.
  Bæjarráð leggur áherslu á að framkvæmdum verði lokið fyrir skólabyrjun 2014.
  Bókun fundar Afgreiðsla 346. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 346. fundur 8. júlí 2014
  Lagt fram minnisblað frá 3. júlí frá deildarstjóra tæknideildar er varðar frágang á vegi að skíðasvæði í Ólafsfirði.
  Áætlaður kostnaður er um 5,9 m.kr.
  Hlutur bæjarfélagsins í framkvæmdinni er um 2,1 m.kr.
  Skíðamót Íslands 2015 verður haldið í Ólafsfirði.

  Bæjarráð samþykkir að ráðast í framkvæmdina á árinu.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að fá staðfestingu á aðkomu Vegagerðarinnar að fjármögnun framkvæmdarinnar og tímasetningu.

  Miðað er við að fjármögnun verði innan heimilda í framkvæmdaáætlun ársins og er vísað í tillögu að viðauka 5 sem verður til afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 346. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 346. fundur 8. júlí 2014
  Ályktanir lagðar fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 346. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 346. fundur 8. júlí 2014
  Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá 3. júlí 2014 með ábendingu frá íþrótta- og tómstundafulltrúa er varðar viðgerð á sláttutraktor á knattspyrnuvelli og nauðsyn þess að gera ráð fyrir að endurnýja þurfi vélakost á íþróttasvæðum við gerð næstu fjárhagsáætlunar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 346. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 346. fundur 8. júlí 2014
  Ársreikningur 2013 lagður fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 346. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 346. fundur 8. júlí 2014
  Lagt fram minnisblað bæjarstjóra frá fundi 26.06.2014 með vegamálastjóra og sviðstjóra siglingasviðs Samgöngustofu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 346. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 346. fundur 8. júlí 2014
  Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir fimm fyrstu mánuðina.
  Rekstrarniðurstaða tímabils er 16,5 milljónum betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir, -39,5 millj. miðað við -22,9 millj.
  Tekjur eru 0,8 millj. hærri en áætlun gerði ráð fyrir, gjöld 7,7 millj. lægri og fjárm.liðir 8,0 millj. lægri.
  Bókun fundar Afgreiðsla 346. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 346. fundur 8. júlí 2014
  Fundargerð 817. fundar frá 27. júní s.l. lögð fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 346. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 347. fundur - 15. júlí 2014

Málsnúmer 1407004FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 347. fundur - 15. júlí 2014
  Formaður bauð Konráð K. Baldursson og Rúnar Guðlaugsson velkomna til fundar við bæjarráð til að ræða tillögur um sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi eystra.  Í nýju frumvapi til fjárlaga fyrir árið 2014 kemur fram að ætlunin sé að sameina heilbrigðisstofnanir í þrem heilbrigðisumdæmum.
  Gert er ráð fyrir að Heilbrigðisstofnun Norðurlands verði til í kjölfar sameiningar heilbrigðisstofnana á Blönduósi, Sauðárkróki og Fjallabyggð auk Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga og heilsugæslustöðvanna á Dalvík og Akureyri.

  Sameiningin á að taka gildi þann 1. október næstkomandi og mun þá nýr forstjóri taka við hinum sameinuðu stofnunum. Þetta kemur fram á vef Velferðarráðuneytis. Þar er því haldið fram að með sameiningum færist ákvarðanataka í auknum mæli frá ráðuneyti til heimamanna. Markmiðið er m.a. að nýta fjármuni betur.

  Bæjarráð telur rétt að óska eftir fundi með byggðarráði Dalvíkurbyggðar þar sem þetta mál verður m.a. á dagskrá.

   

  Bókun fundar Afgreiðsla 347. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 347. fundur - 15. júlí 2014
  Á síðasta fundi bæjarráðs var ákveðið að boða formann UÍF á fund bæjarráðs.
  Formaður bauð Guðnýju Helgadóttur velkomna til fundar við bæjarráð. Farið var yfir ósk stjórnar UÍF um aðkomu Fjallabyggðar að endurbótum að Hóli eftir bruna.
  Um er að ræða lagfæringar á aðalhúsi og tengigangi. Lögð er áhersla á að vinna verkið sem eina heild með loforði um styrk frá Fjallabyggð á næstu fjórum fjárhagsárum að upphæð 8 m.kr.
  Bæjarráð tekur vel í aðkomu að endurbyggingu á tengigangi við Hól. Bæjarráð óskar eftir raunkostnaði fyrir næsta fund sem og fjárþörf verkefnisins miðað við greitt tryggingarféð og framkomnar upplýsingar um viðbótarkostnað.
   
  Bókun fundar Afgreiðsla 347. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 2.3 1407016 Lenging vinnuskóla
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 347. fundur - 15. júlí 2014
  Lagðar fram upplýsingar og útreikningur að tillögu til bæjarráðs um lengingu vinnuskóla Fjallabyggðar á árinu 2014.

  Eftir fund íþrótta- og tómstundafulltrúa með bæjarverkstjóra er ljóst að mörg verk á eftir að vinna í sveitarfélaginu og hafa unglingar

  í vinnuskólanum vart komist yfir annað en að slátt.

  Leggja þeir til að lengja vinnuskólann sem nemur 2 vikum á hvern árgang.

  Það er einnig ljóst að einhverjir þiggja ekki vinnu áfram vegna sumarfría o.s.frv.

  Árg. 2000 verði til 18. júlí  (átti að vera til 4.júlí).

  Árg. 1999 verði til 31.júlí  (átti að vera til 11.júlí).

  Árg. 1998 og eldri verði til 15.ágúst (átti að vera til 8. ágúst).

  Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna vinnuskólans verði í samræmi við áætlun.

  Bæjarráð samþykkir framkomna breytingu á vinnutíma vinnuskólans.

  Bókun fundar Afgreiðsla 347. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 347. fundur - 15. júlí 2014
  Til sýslumannsins á Siglufirði hefur leitað Jakob Örn Kárason, kt. 200960-2809, f.h. Aðalbakarans ehf. kt. 520803-3350 og óskað eftir útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli 11. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald til handa Aðalbakaríi, vegna reksturs bakarísins sb. meðfylgjandi afrit af umsókninni.

  Sótt er um nýtt rekstrarleyfi veitingastaðar skv. III. flokki 4 gr. laganna, en nánar er tiltekið að um er að ræða stað með áfengisveitingar.
  Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, er þess hér með farið á leit að sveitarstjórn veiti skriflega umsögn um umsóknina og staðfesti að afgreiðslutími og staðsetning staðar sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
  Bæjarráð gerir ekki athugasemd við framlagða umsókn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 347. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 347. fundur - 15. júlí 2014
  Lagðar fram til yfirferðar og kynningar fjárhagslegar stöður framkvæmda 14.07.2014.
  Búið er að framkvæma fyrir um 150 m.kr, og eftir er að framkvæma fyrir um 170 m.kr.
  Til framkvæmda við Grunnskóla Fjallabyggðar er búið að fjárfesta fyrir tæpar 105 m.kr.
  Framkvæmdir við ráðhús bæjarfélagsins fer fram úr áætlun og verður tekið fyrir í viðauka 5.
   
  Bókun fundar Afgreiðsla 347. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 347. fundur - 15. júlí 2014
  Lagðar fram til umræðu tillögur á viðauka 5, sem verður til afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar.
  Til viðbótar við fyrri áherslur er fjárveiting vegna ráðhússins 3.4 m.kr. og til gámaplans við Námuveg á Ólafsfirði 1.4 m.kr.´
  Lögð fram bókun frá Sólrúnu Júlíusdóttur.
  Ég tek undir tillögu að viðauka 5 í ljósi þess að fulltrúar meirihluta í bæjarráði hafa lýst því yfir að einungis sé um frestun að ræða á endurbótum á Ólafsvegi 4 fram á næsta ár eða að fundin verði önnur sambærileg lausn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 347. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 347. fundur - 15. júlí 2014
  Ráðningasamningur bæjarstjóra er lagður fram til kynningar.
  Samningurinn er í fullu samræmi við fyrri samning en akstur hefur verið minnkaður, húsnæðishlunnindi eru felld út úr samningnum frá 2010 í samræmi við tillögu frá bæjarstjóra framkomna í ágúst 2013 og kostnaður við endurmenntun er ekki lengur í samningi bæjarstjóra.
  Minnihluti bæjarráðs óskar eftir því að bæjarstjóri sitji fundi með minnihluta þegar á þarf að halda og er vísað í 3.gr. samningsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 347. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 347. fundur - 15. júlí 2014
  Kjörbréf hafa verið afgreidd og fóru þau frá Fjallabyggð 1. júlí s.l. fyrir bæjarfulltrúa og bæjarstjóra.
  Bókun fundar Afgreiðsla 347. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 347. fundur - 15. júlí 2014
  Minnisblað bæjarstjóra lagt fram til kynningar.
  Bæjarráð telur nauðsynlegt að fá niðurstöðu í umrædd mál hið fyrsta.
  Bókun fundar Afgreiðsla 347. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 347. fundur - 15. júlí 2014
  Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir janúar til júní. Niðurstaðan fyrir heildina er 427,9 m.kr. sem er um 99,9% af áætlun tímabilsins sem var 428,4 m.kr. Þó eru deildir sem eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 19,1 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 19,6 m.kr. Nettóstaðan er því um 0,5 m.kr.
  Vísa þarf kjarasamningsbreytingum til viðauka við fjárhagsáætlun 2014.
  Bókun fundar Afgreiðsla 347. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 348. fundur - 22. júlí 2014

Málsnúmer 1407006FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 348. fundur - 22. júlí 2014
  Skólameistari, Lára Stefánsdóttir, kom á fund bæjarráðs til að ræða byggingaráform og framtíð Menntaskólans á Tröllaskaga.
  Fram kom í máli skólameistara að skólann vantar húsnæði fyrst og fremst fyrir;
  1.  Mötuneyti eða mataraðstöðu fyrir nemendur.
  2.  Aðstöðu fyrir fundi, kynningar og viðburði.
  3.  Fyrir sérdeild skólans.
  4.  Fyrir tónlist eða listljósmyndun.
  5.  Kaffiaðstöðu fyrir starfsmenn.
  Fram kom sú hugmynd að mynda vinnuhóp til að ræða og koma fram með hugmyndir um húsnæðismál skólans.
  Bæjarráð samþykkir að velja vinnuhóp til að taka saman og vinna þarfagreiningu og rýmisáætlun fyrir starfsemina.
  Hópurinn verði skipaður fimm einstaklingum, fulltrúum allra flokka ásamt fulltrúa frá Menntaskólanum. Vinnuhópurinn verði skipaður á næsta fundi bæjarstjórnar.
   
  Bókun fundar <DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tók Kristinn Kristjánsson og lagði fram eftirfarandi tillögu.<BR><BR>"Meirihlutinn leggur til að gerð verði sú breyting á bókun bæjarráðs að vinnuhópur er varðar málefni Menntaskólans á Tröllaskaga verði skipaður sex fulltrúum í stað fimm, þ.e. fjórum fulltrúum frá Fjallabyggð og tveimur frá Menntaskólanum á Tröllaskaga".<BR><BR>Steinunn María Sveinsdóttir.<BR>Kristinn Kristjánsson. <BR>Kristjana R Sveinsdóttir.<BR>Ríkharður Hólm Sigurðsson.<BR><BR></DIV><DIV>Tillagan var samþykkt samhljóða. <BR><BR>Afgreiðsla 348. fundar bæjarráðs svo breytt staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.</DIV></DIV></DIV></DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 348. fundur - 22. júlí 2014
  Umhverfisstofnun hefur sett saman drög að samningi við sveitarfélög vegna endurgreiðslu á kostnaði við refaveiðar.
  Samninsdrögin eru byggð á grundvelli laga nr. 64/1994 um vernd, veiðar og friðun á villtum fuglum og spendýrum.
  Sveitarfélögum er gefin kostur á að koma fram með ábendingar fyrir 25. ágúst n.k.
  Fram kemur að markmið Umhverfisstofnunar er að hafa yfirsýn á þeim aðgerðum sem þarf til að stemma stigu við fjölgun refa og draga úr tjóni af þeirra völdum.
  Ætlunin er að stofnunin greiði um þriðjung af kostnaði verktaka, en að hámarki kr. 100.000,- fyrir árið 2014. Greiðslan fer fram í lok árs.
  Heildarkostnaður Fjallabyggðar var á árinu 2013 var kr. 664.500.- og engin endurgreiðsla fékkst á því ári.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 348. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 348. fundur - 22. júlí 2014
  Lagður fram tölvupóstur frá leikskólastjóra Fjallabyggðar. Þar kemur fram að endurskoða þurfi launaliði leikskólans fyrir árið 2014.
  Bendir leikskólastjóri á nokkrar ástæður.
  1.  Fjölgun barna umfram það sem gert var ráð fyrir í áætlun. Um er að ræða tvö stöðugildi við nýja deild eftir sumarleyfi leikskólans.
  2.  Aukin sérkennsluþörf, en um er að ræða 75% stöðugildi.
  3.  Aukið álag í eldhúsi, en um er að ræða 25% stöðugildi.
  4.  Aukinn undirbúningstími vegna fjölgunar faglærðra starfsmanna við leikskólann og áætlar leikskólastjóri aukninguna um 35% - 40% starfshlutfalli.
  5.  Forsendur fjárhagsáætlunar fyrir 2014 vegna endanlegra samninga verður að taka til skoðunar, þar sem laun hafa hækkað verulega umfram áætlun ársins.
  6.  Meta þarf framlag úr veikindapotti vegna langtímaveikinda starfsmanna leikskólans.
   
  Bæjarráð vísar erindinu til fagnefndar er varðar breytingar á mannahaldi, en óskar eftir því að launadeild meti þær áherslur sem koma fram í ábendingum leikskólastjóra sjá 5. og 6. lið hér að framan.
  Bæjarráð leggur áherslu á að allar forsendur og tillögur að breytingum liggi fyrir á fundi bæjarráðs þriðjudaginn 5. ágúst n.k. Tillögurnar verða síðan til afgreiðslu í bæjarstjórn miðvikudaginn 13. ágúst.
   
  Bókun fundar Afgreiðsla 348. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 348. fundur - 22. júlí 2014
  Fram kemur í erindi frá Sigurlínu Káradóttur í tölvupósti frá 3. júlí 2014, að það svæði sem sveitarfélagið hefur samþykkt að hundaeigendur megi vera með hunda sína sé að mörgu leyti óhentugt þar sem það er ófært megnið af árinu.
  Fram koma óskir um að úthluta hundaeigendum almennilegu svæði sem hægt er að nota allt árið sem hundaeigendur geta girt af í sjálfboðavinnu og með styrkjum.
  Til fróðleiks tók tæknideild saman kostnað við hundahald í bæjarfélaginu.
  Skráðir hundar á árinu 2014, á Siglufirði eru 78 á skrá og í Ólafsfirði eru 75 á skrá.
  Tekjur árið 2013 var um 1.500 þúsund. 
  Greiddur kostnaður á árinu 2013 var:
  Dýralæknir um  kr. 780 þúsund
  Auglýsingar um kr. 110 þúsund
  Vinna starfsmanna um kr. 300 þúsund
  Önnur þjónustukaup um kr. 60 þúsund
  Þátttaka í sameiginlegum kostnaði um 730 þúsund
  Gjöld umfram tekjur voru um 460 þúsund.
   
  Bæjarráð felur tæknideild að kanna hvort hentugra svæði sé fyrir hundaeigendur í Fjallabyggð sem hægt er að nota allt árið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 348. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 348. fundur - 22. júlí 2014
  Lagt fram fréttabréf hag- og upplýsingasviðs Sambands ísl. sveitarfélaga er varðar Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga fyrir árið 2015.
  Þar kemur fram að í sveitarstjórnarlögum nr. 139/2011 er kveðið á um þann ramma sem unnið skal eftir við undirbúning og afgreiðslu á fjárhagsáætlun sveitarfélaga.
  Lögð er áhersla á að áætlanir gefi glögga mynd af rekstri sveitarfélagsins, efnahag þess og breytingum á handbæru fé.
  Sambandið hefur nú tekið saman forsendur fyrir næsta ár.
  Almennar forsendur.
  1.a.  Verðbólga miðast við um 1.9%.
  1.b.  Atvinnuleysi verði um 3.5%.
  1.c.  Gengismál miðist við að gengi krónunnar verði stöðugt.
  Önnur almenn atriði.
  2.a.  Hagvöxtur miðast við 3.4% á árinu 2015.
  2.b.  Samneysla og einkaneysla eiga að aukast frá því sem gert var ráð fyrir á árinu 2014.
  2.c.  Fjárfestingar munu aukast að mati greiningardeildar og miða þeir við 15.7% á árinu 2015.
  1.d.  Vaxtamál taki mið af stýrivöxtum um 6%.
  Einnig ber að skoða almenna þróun samfélagsins.
  Þróun útsvarstekna.
  Þróun á fasteignamati, en nýtt fasteignamat tekur gildi 31. desember 2014 og gildir fyrir árið 2015.
  Launakostnaður sveitarfélagsins, hafa ber í huga magnbreytingar og áhrif kjarasamninga.
  Vert er að huga að launaskriði m.a. vegna endurmenntunar, námskeiða og starfsaldurshækkana. Reikna skal með 0.5% á ári að jafnaði.
  Greiðslur úr Jöfnunarsjóði.
  Útgjaldaþróun.
  Áætlaðar fjárfestingar.
  Bæjarráð telur rétt að bæjarstjóri og deildarstjórar ásamt forstöðumönnum hefji undirbúning á gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015 - 2018.
  Vinnuáætlun verði lögð fram til samþykktar á fundi bæjarstjórnar í september.
  Bókun fundar Afgreiðsla 348. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 348. fundur - 22. júlí 2014
  Lagt fram afrit af bréfi bæjarstjóra til Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar.
  Bæjarstjóri átti fund með sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar mánudaginn 21.07.2014.
  Þar var ákveðið að boða til samráðsfundar að loknum fundi í byggðarráði Dalvíkur, en fundur er fyrirhugaður í næstu viku.
  Til umræðu voru neðantalin málefni:
  1.  Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar
  2.  Rekstur Tónskóla
  3.  Samstarf á sviði leik- og grunnskóla
  4.  Samgöngumál
  5.  Lífeyrisskuldbindingar 
  6.  Önnur mál. 
  Bókun fundar Afgreiðsla 348. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 3.7 1404049 Reitir 2014
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 348. fundur - 22. júlí 2014
  Lagt fram til kynningar samantekt á verkefnum á vegum Reita, en um er að ræða alþjóðlegt skapandi samstarfsverkefni sem hófst formlega laugardaginn 12. júlí s.l.
  Bæjarstjóri og formaður bæjarráð voru viðstödd þegar þátttakendur voru boðnir velkomnir til Fjallabyggðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 348. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 348. fundur - 22. júlí 2014
  Lögð fram bréf frá Vidigulfo á Ítalíu, dags. 14. júní og frá 4. júlí sl.
  Bókun fundar Afgreiðsla 348. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 348. fundur - 22. júlí 2014
  Aðalfundur Eyþings verður haldinn 3. og 4. október n.k. Skipað verður í fulltrúaráð að loknum aðalfundi.
  Fjallabyggð hefur tilnefnt sína fulltrúa á umræddan aðalfund.
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 348. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 349. fundur - 29. júlí 2014

Málsnúmer 1407008FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 349. fundur - 29. júlí 2014
  Til Sýslumannsins á Siglufirði hefur leitað Ólöf Ýr Lárusdóttir, kt. 230366-4629, f.h. Eylendu ehf. kt. 410714-0780 og óskað eftir útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli 11. gr. laga nr.85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, til handa Eylendu ehf. vegna reksturs gististaðar að Brimnesvegi 10, Ólafsfirði.
  Sótt er um nýtt rekstrarleyfi gististaðar skv. II. flokki 5.gr.laganna, en nánar tiltekið er um að ræða gistingu í íbúðum án veitinga.

  Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, óskar sýslumaður eftir umsögn Fjallabyggðar um umsóknina.

  Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við framlagða umsókn.
  Bókun fundar <DIV><DIV>Helga Helgadóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.</DIV>Afgreiðsla 349. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.</DIV><DIV> </DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 349. fundur - 29. júlí 2014
  Bæjarstjóri leggur til að frístundastefna bæjarfélagsins verði yfirfarin og endurbætt af fræðslu- og frístundanefnd og deildarstjóra.
  Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og felur deildarstjóra fjölskyldudeildar að fylgja málinu eftir.
  Yfirferð verði lokið við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.
  Bókun fundar Afgreiðsla 349. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 349. fundur - 29. júlí 2014
  Bæjarstjóri leggur til að fræðslustefna bæjarfélagsins verði yfirfarin og endurbætt af fræðslu- og frístundanefnd og deildarstjóra.
  Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og felur deildarstjóra fjölskyldudeildar að fylgja málinu eftir.
  Yfirferð verði lokið við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.
  Bókun fundar Afgreiðsla 349. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 349. fundur - 29. júlí 2014
  Bæjarstjóri leggur til að menningarstefna bæjarfélagsins verði yfirfarin og endurbætt af markaðs- og menningarnefnd og deildarstjóra.
  Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að fylgja málinu eftir.
  Yfirferð verði lokið við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.
  Bókun fundar Afgreiðsla 349. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 349. fundur - 29. júlí 2014
  Bæjarstjóri leggur til að starfsmannastefna bæjarfélagsins verði yfirfarin og endurbætt af bæjarráði og deildarstjóra.
  Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að fylgja málinu eftir.
  Yfirferð verði lokið við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.
  Bókun fundar Afgreiðsla 349. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 349. fundur - 29. júlí 2014
  Lögð fram niðurstaða fræðslu- og frístundanefndar sjá 10. fundargerð nefndarinnar frá 24.07.2014.
  Þar samþykkir fræðslu- og frístundanefnd með þremur atkvæðum fulltrúum meirihlutans verðtilboð í mat frá Rauðku ehf. fyrir bekkjardeildir í Ólafsfirði og á Siglufirði.
  Í framhaldi af afgreiðslu fagnefndar telur bæjarráð rétt að bóka neðanritað.

  "Bæjarráð leggur áherslu á að rökstuðningur fylgi ávallt tillögum fagnefnda til bæjarráðs eða bæjarstjórnar og fylgi þeim reglum sem yfirstjórn bæjarfélagsins setur.
  Bæjarráð telur eðlilegt og rétt að taka lægsta tilboði í samræmi við innkaupareglur bæjarfélagsins".

  Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fjölskyldudeildar að undirrita samninga við lægstbjóðendur.
  Bókun fundar Afgreiðsla 349. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 349. fundur - 29. júlí 2014
  Fram kemur í yfirferð og samantekt formanns UÍF að sjálfboðavinna var stór þáttur í enduruppbyggingu staðarins eftir bruna. Mun meira var hins vegar lagfært en það sem skemmdist af völdum reyks og sóts.
  Raunkostnaður við endurbætur á íbúðarhúsnæði íþróttamiðstöðvinni á Hóli er:
  Tryggingabætur voru kr. 7.266.398.-, kostnaður endurbóta, kr. 15.067.262.- og lán kr. 4.600.000.-. Mismunur kr. 3.200.873.-

  Raunkostnaður við endurbætur á tengigangi og skemmu Íþróttamiðstöðinni Hóli til 1.júlí 2014
  Tryggingabætur kr. 7.704.324.-, kostnaður endurbóta kr. 6.387.423.-.  Mismunur kr. 1.316.901.-.
  Til að hægt sé að meta fjárþörf sem eftir er af verkinu hefur verið óskað eftir að iðnaðarmenn og stafsmenn tæknideildar setjist niður og fari yfir áætlaðan kostnað við verkið svo hægt sé að ljúka endurbyggingu.
  Inn á fund bæjarráðs bárust upplýsingar frá tæknideild um áætlaðan raunkostnað við að ljúka endurbyggingu á tengigangi og skemmu
  og er hann áætlaður tæplega 10 milljónir kr.

  Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og felur bæjarstjóra að funda með formanni ÚÍF, til að fara yfir fjármögnun verkefnisins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 349. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 349. fundur - 29. júlí 2014
  Tekin til umfjöllunar ályktun stjórnar Skalla, félags smábátaeigenda, frá 16. júlí um opnun á veiðihólfi á Fljótagrunni.
  Bæjarráð tekur undir ályktun félagsins, ef mælingar Fiskistofu sem gerðar voru í sumar sýna að ástand svæðisins sé með þeim hætti, að opna megi það til veiða.
  Bókun fundar Afgreiðsla 349. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 349. fundur - 29. júlí 2014
  Lögð fram til kynningar 256. fundargerð stjórnar Eyþings frá 17. júlí 2014.
  Bókun fundar Afgreiðsla 349. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Bæjarráð Fjallabyggðar - 350. fundur - 5. ágúst 2014

Málsnúmer 1407011FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 350. fundur - 5. ágúst 2014

  Sýslumaðurinn á Siglufirði Ásdís Ármannsdóttir var boðin velkominn á fund bæjarráðs.

  Farið var yfir núverandi verkefni sýslumannsins sjá neðanritað og framtíðar hugmyndir um rekstur skrifstofunnar en fyrirhugaðar breytingar á rekstri embættisins taka gildi um næstu áramót.

  Rekin er skrifstofa bótanefndar skv. lögum nr. 69/1995 um greiðslu bóta til þolenda afbrota er hjá embættinu.                                       

  ·         Annast verkefni sem sýslumanni er falið skv. lögum nr. 47/2010 um sanngirnisbætur.

  ·        Gefur út leyfisbréf til starfsréttinda héraðsdóms- og hæstaréttarlögmanna og annast aðra umsjón þeirra verkefna sem sýslumönnum eru falin á grundvelli laga nr. 77/1998 um lögmenn, sbr. lög nr. 145/2013 um breytingu á ýmsum lögum vegna flutnings verkefna frá innanríkisráðuneytinu til sýslumannsembætta og annarra embætta og stofnana.

  ·         Annast skráningu og eftirlit með skráðum trúfélögum og lífsskoðunarfélögum á grundvelli laga nr. 108/1999 og reglugerðar 106/2014.

  ·         Ákvarðanir um kvaðaarf skv. 1. og 2. mgr. 50. gr. erfðalaga nr. 8/1962, sbr. reglugerð nr. 108/2014 um ákvarðanir varðandi kvaðabindingu arfs og niðurfellingu kvaðar.

  ·       Veita leyfi til dreifingar á ösku látins manns utan kirkjugarðs, sbr. reglugerð nr. 104/2014 um breytingu á reglugerð nr. 203/2003 um dreifingu ösku utan kirkjugarðs.

  ·         Veitir leyfi til tilfærslu líka í kirkjugarði eða flutning þeirra í annan kirkjugarð eða grafreiti. sbr. reglugerð nr.105/2014 um leyfi til tilfærslu eða flutning líka.

  Sýslumannsembættin verða níu eftir breytingar og verður sýslumaður Fjallabyggðar staðsettur á Húsavík. Hinsvegar er ekki gert ráð fyrir breytingum á rekstri skrifstofunnar á Siglufirði. Ásdís leggur áherslu á gott samstarf við nýjan sýslumann.

  Bókun fundar Afgreiðsla 350. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 350. fundur - 5. ágúst 2014

  Bæjarráð tók málið fyrir á fundi sínum þann 22. júlí s.l. og vísar því til umfjöllunar fræðslu og frístundanefndar. Leikskólastjóri óskar eftir heimild til að auka við stöðugildi við sérkennslu þ.e. 75% stöðugildi þroskaþjálfa og í eldhúsi, 25% stöðugildi. Einnig er óskað eftir heimild til að auka við undirbúningstíma starfsfólks, 35-40% stöðugildi.

  Nefndin tekur undir sjónarmið leikskólastjóra um þörf á auknum mannafla við leikskólann og fellst á beiðni leikskólastjóra fyrir sitt leyti.
  Nefndin bendir jafnframt á að endurmeta og gera viðaukatillögu við aðra kostnaðarliði sem falla undir almennan rekstrarkostnað leikskólans.

  Í framhaldi af bókun fræðslu og frístundanefndar voru neðantaldir boðaðir á fund bæjarráðs til að fara betur yfir málið fyrir fund bæjarstjórnar í næstu viku.
  Á fund bæjarráðs mættu Kristín María Hlökk frá leikskóla Fjallabyggðar og Ríkey Sigurbjörnsdóttir skólastjóri Grunnskólans.
  Bæjarráð felur deildarstjóra fjármála og stjórnsýslu að kostnaðarmeta framkomnar óskir fyrir næsta fund í bæjarráði í samvinnu við aðstoðarleikskólastjóra.
  Bókun fundar Afgreiðsla 350. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 350. fundur - 5. ágúst 2014
  Bæjarstjóri lagði fram tvö bréf er varðar sjóvarnir á Siglunesi.
  Fyrra bréfið er dagsett 21. júlí 2014 og undirritað af Önnu M. Jónsdóttur og Birni Jónssyni. Í bréfinu kemur fram að í ágúst 2009 hafi þau lýst yfir miklum áhyggjum af landbroti af völdum sjávar en þau eru eigendur jarðar og frístundahúss á Siglunesi 7.
  Vísað er og í minnisblað frá Siglingastofnun þar sem fram kemur það mat að veruleg þörf sé á landvörnum við hús þeirra sem og skemmu. Eigendur ítreka nauðsyn þess að samhliða vörnum við umrædda skemmu verði ráðist í varnir fyrir framan þeirra sumarhús.
  Síðara bréfið er ritað 1. ágúst af Hreini Magnússyni. Fram kemur í bréfinu að áætlaður kostnaður við sjóvarnir sé vanmetinn. Einnig leggur hann áherslu á að núverandi vegur um landið muni ekki bera þann þunga sem ætlað er án mikils viðhalds.
  Fram kemur í bréfinu að landeigandi mun ekki taka þátt í kostnaði við fyrirhugaðar framkvæmdir þar sem hann hafi ekki gefið sitt leyfi fyrir byggingarframkvæmdum á sínum tíma á óskiptu landi.
  Lagt fram til kynningar.
  Bæjarráð vill taka fram að framkvæmdarleyfi hefur ekki verið gefið út eins og fram kemur í bréfi Hreins.
  Siglingastofnun hefur ákveðið að boða landeigendur á Siglunesi á fund þann 13. ágúst vegna fyrirhugaðra sjóvarna.
  Bókun fundar Afgreiðsla 350. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 350. fundur - 5. ágúst 2014
  Lögð fram framvinduskýrsla fyrir snjóflóðavarnir á Siglufirði en um er að ræða 2. áfanga verksins.
  Tilboð í framleiðslu stoðvirkja voru opnuð 5. febrúar 2013 og tilboð í uppsetningu stoðvirkja voru opnuð 16. apríl 2013.
  Bæjarráð leggur áherslu á að framkvæmdum við 3. áfanga verði framhaldið og að áfanginn verði boðinn út í vetur.
  Bæjarráð felur því bæjarstjóra að rita stjórn Ofanflóðasjóðs bréf þar sem lögð er áhersla á að framkvæmdum verði framhaldið eins og gert var ráð fyrir í upphafi þegar í framkvæmdirnar var ráðist til að tryggja öryggi bæjarbúa.
  Bókun fundar Afgreiðsla 350. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 350. fundur - 5. ágúst 2014
  Lagt fram minnisblað bæjarstjóra er varðar fund með yfirlögreglustjóra á Akureyri um löggæslumál í Fjallabyggð.
  Bæjarráð leggur áherslu á að gert verði átak gegn fíkniefnasölu í bæjarfélaginu og að hér verði ekki griðarstaður fyrir fíkniefnasala.
  Bæjarráð hvetur foreldra til aðgæslu er þessi mál varðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 350. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 350. fundur - 5. ágúst 2014
  Í bréfi framkvæmdarstjóra Tækifæris frá 26. maí 2014 kemur fram að hlutur Fjallabyggðar í fyrirtækinu er um 2,2 m.kr. eða 0,29%.
  Fyrirtækið er nú að yfirfara, innkalla, og endurútgefa hlutabréf í fyrirtækinu.
  Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við áform fyrirtækisins er þetta varðar en telur rétt að ný hlutabréf verði í vörslu bæjarfélagsins eins og verið hefur. 
  Bókun fundar Afgreiðsla 350. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 350. fundur - 5. ágúst 2014
  Bæjarstjóri lagði fram til kynningar samþykktir fyrir Ungmennaráð Fjallabyggðar. Starfstími ráðsins er frá 20. september til 10. júní ár hvert.
  Ekki gekk að manna ráðið á síðasta starfsári og leggur bæjarráð áherslu á að tilnefning í ráðið eigi sér stað fyrir 20. september n.k.
  Bæjarstjóra er falið að rita stjórnendum Grunnskóla Fjallabyggðar, Menntaskólans á Tröllaskaga og UÍF bréf er varðar tilnefningu þeirra en um er að ræða fimm fulltrúa og fimm til vara.
  Bókun fundar Afgreiðsla 350. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 350. fundur - 5. ágúst 2014
  Lagðar fram til kynningar samþykktir um búfjárhald í Fjallabyggð frá 28. febrúar 2011.
  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði vinnuhópur er varðar búfjárhald í Fjallabyggð.
  Hópnum verði falið að vinna tillögur um úrbætur og setja reglur í sambandi við búfjárhald og fjallskil í bæjarfélaginu.
  Tilnefndir eru Jón Traustason, Jón Konráðsson og Ólafur Jónsson.
  Bókun fundar Afgreiðsla 350. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 350. fundur - 5. ágúst 2014
  Aðalfundur Greiðrar leiðar verður haldinn 14. ágúst næst komandi.
  Forseti bæjarstjórnar eða formaður bæjarráðs munu sækja fundinn í fjarveru bæjarstjóra sem mun taka hluta af sínu sumarleyfi frá næsta bæjarstjórnarfundi og til mánaðamóta.
  Bókun fundar Afgreiðsla 350. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 350. fundur - 5. ágúst 2014
  Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir sex fyrstu mánuðina.

  Rekstrarniðurstaða tímabils er 7,7 milljónum betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir, -30,2 millj. miðað við -22,5 millj.
  Tekjur eru 6,6 millj. lægri en áætlun gerði ráð fyrir, gjöld 7,2 millj. lægri og fjárm.liðir 7,1 millj. lægri.
  Bókun fundar Afgreiðsla 350. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Bæjarráð Fjallabyggðar - 351. fundur - 12. ágúst 2014

Málsnúmer 1408001FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 351. fundur - 12. ágúst 2014
  Formaður bæjarráðs bauð byggðarráð og sveitarstjóra Dalvíkur velkomna til samráðsfundar.

  Frá Dalvíkurbyggð mættu, Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, Kristján Guðmundsson, Guðmundur St. Jónsson og Bjarni Theódór Bjarnason sveitarstjóri.
  Til umræðu voru almenningssamgöngur, heilbrigðismál, málefni fatlaðra - Byggðasamlagið Rætur, skólamál og fleira.
  Fundarmenn sammála um að boða til sameiginlegs fundar 8. september kl. 17 á Dalvík, bæjar- og byggðarráðs með skólastjórnendum, deildar og sviðsstjórum og formönnum fræðsluráðs/-nefndar sveitarfélaganna.
  Bókun fundar <DIV><DIV><DIV><P>Til máls tók Kristinn Kristjánsson og lagði fram eftirfarandi tillögu.</P><P>"Bæjarstjórn felur deildarstjóra fjölskyldudeilar að kanna í samráði við félagsmálayfirvöld í Dalvíkurbyggð hvaða reglur gilda almennt í sveitarfélögum um skipan í barnaverndarnefndir. <BR>Bæjarstjórn beinir því sérstaklega til deildarstjóra fjölskyldudeildar að nefndarskipunin verði skoðuð þar sem sambærilegar aðstæður eru og í Fjallabyggð".<BR><BR>Engin tók til máls um tillögu.<BR><BR>Tillaga samþykkt með 4 atkvæðum gegn 2 atkvæðum S. Guðrúnar Hauksdóttur og Helgu Helgadóttur.  Jón Valgeir Baldursson sat hjá.<BR><BR>Til máls tók, S. Guðrún Hauksdóttir og lagði fram eftirfarandi tillögu.<BR><BR>"Bæjarstjórn felur deildarstjóra fjölskyldudeildar að taka upp viðræður við félagsmálayfirvöld í Dalvíkurbyggð um breytingar á reglum varðandi skipan í barnaverndarnefnd Útey. <BR>Lögð verði áhersla á að nefndin verði skipuð fagmenntuðu fólki með þekkingu og reynslu í barnaverndarmálum." <BR><BR>S.Guðrún Hauksdóttir. <BR>Helga Helgadóttir.<BR><BR>Til máls um tillögu tóku Steinunn María Sveinsdóttir og S. Guðrún Hauksdóttir.<BR>Tillaga felld með 4 atkvæðum gegn 3 atkvæðum S. Guðrúnar Hauksdóttur, Helgu Helgadóttur og Jóns Valgeirs Baldurssonar.<BR><BR>Afgreiðsla 351. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.</P></DIV></DIV></DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 351. fundur - 12. ágúst 2014
  Bæjarstjóri lagði fram minnispunkta frá fulltrúa VSÓ er vann tillögur um almenningssamgöngur á sínum tíma fyrir Vegagerð ríkisins. Fram kemur m.a. neðanritað.            
  Fjallabyggð-samnýting
  Innan stjórnar Eyþings er áhugi er fyrir því að kanna hvort/hvernig megi samnýta/styrkja/auka almenningssamgöngur í Fjallabyggð, sérstaklega milli Ólafsfjarðar, Siglufjarðar og Dalvíkur.

  - Núverandi þjónusta á þessu svæði eru almenningssamgöngur/sérleyfi sem Eyþing tók nýlega yfir og er umsjónaraðili akstursins Strætó bs, auk skólaaksturs fyrir grunnskóla og menntaskóla sem er á vegum Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar.

  Sauðárkrókur-Siglufjörður

  - Innan stjórnar Eyþings er einnig vilji að kanna hvort/hvernig þjónusta mætti leggin Siglufjörður-Sauðárkrókur.

  - Á þessu ári byrjuðu SSNV að bjóða upp á ferðir í pöntunarþjónustu á leggnum Sauðárkrókur-Hofsós.

  - Farið yfir ástæður þess að Siglufjörður hafi ekki verið valinn sem viðkomustaður á leggnum Reykjavík-Akureyri í endurskipulagningu á leiðinni árið 2011. Aðalástæða þess að leið um Öxnadalsheiði var valin í stað að fara um Siglufjarðarveg/Ólafsfjarðarveg er að hún er um 50 mínútum styttri í akstri frá Sauðárkróki. Núverandi leið um Reykjavík-Akureyri er um 6,5 klst og því var erfitt að réttlæta að lengja ferðina enn frekar. Við endurskipulagninguna var reynt að nýta styrki frá Vegagerðinni á sem bestan hátt og var þetta talin vera besta leiðin, auk þess var reynt að tryggja að hringakstur yrði um landið og að leggurinn Reykjavík-Akureyri myndi tengjast leiðunum Akureyri-Egilsstaðir og Reykjavík-Höfn.

  Verkefni VSÓ Ráðgjafar væri tvíþætt og snýr að Fjallabyggð-samnýtingu annars vegar og Sauðarkróki-Siglufirði hinsvegar.

  Niðurstöðum greiningarvinnu verður skilað á minnisblaði sem inniheldur nýja tillögu að almenningssamgöngum fyrir þessi svæði og kostnaðarmati á rekstri þeirra. Miðað er við að þjónustustig verði sambærilegt eða betra en nú er.

  Bæjarstjóri leggur til að málið verði unnið áfram í samráði við Dalvíkurbyggð, Sveitarfélagið Skagafjörð, Vegagerðina og Eyþing. Ljóst er að slíkar breytingar geta ekki tekið gildi fyrr en á næsta fjárhagsári.

  Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að taka málið upp á vettvangi Eyþings.

  Bókun fundar Afgreiðsla 351. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 351. fundur - 12. ágúst 2014
  Bæjarráð tekur undir bókun f.v. bæjarstjórnar og vísar málinu til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar.
  Bæjarráð telur rétt að taka upp viðræður við ÚÍF um framtíðaráform og uppbyggingu staðarins, og niðurstaða liggi fyrir við gerð fjárhagsáætlunar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 351. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 351. fundur - 12. ágúst 2014
  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðauki við launaliði leikskólans fyrir haustið 2014 verði samþykktur.
  Um er að ræða kr. 4,6 m.kr.
  Bæjarráð leggur áherslu á að launaliðir leikskólans verði til skoðunar er varðar sérkennslu og stuðning í takt við viðræður við Dalvíkurbyggð um aukið samstarf.
  Niðurstaða þarf að liggja fyrir við gerð fjárhagsáætlunargerðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 351. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 351. fundur - 12. ágúst 2014
  Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að viðauka 5 við fjárhagsáætlun  til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
  Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tók Kristinn Kristjánsson og lagði fram eftirfarandi tillögu.<BR>"Bæjarstjórn óskar eftir því að sundurliðun á kostnaði við endurbætur á Ráðhúsi Fjallabyggðar verði lagður fyrir 353. fund bæjarráðs". <BR><BR>Til máls tóku Helga Helgadóttir, Steinunn María Sveinsdóttir og S. Guðrún Hauksdóttir.<BR>Tillaga samþykkt samhljóða.<BR><BR>Afgreiðsla 351. fundar bæjarráðs staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.</DIV></DIV>

7.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 59. fundur - 4. júlí 2014

Málsnúmer 1407002FVakta málsnúmer

Kristinn Kristjánsson, bæjarfulltrúi gerði grein fyrir fundargerð.

 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 59. fundur - 4. júlí 2014
  Lögð fram umsókn um starf hafnarvarðar við hafnir Fjallabyggðar. Ein umsókn barst og er hún frá Kjartani Smára Ólafssyni.
  Kjartan hefur langa reynslu við störf hafnarvarðar enda hefur hann leyst af í 13 ár á Siglufirði.
  Hafnarstjóri lagði til að hann yrði ráðinn.
  Hafnarstjórn staðfestir tillögu og ákvörðun hafnarstjóra samhljóða.
  Bókun fundar <DIV><DIV>Afgreiðsla 59. fundar hafnarstjórnar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.<BR>Bæjarstjórn bíður starfsmann velkominn til starfa.</DIV></DIV>
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 59. fundur - 4. júlí 2014
  Lagt fram rekstraryfirlit fyrir janúar til apríl 2014.
  Tekjur eru lægri um 3.5 m.kr. Launaliðir eru undir áætlun um 0.2 m.kr. Annar rekstrarkostnaður eru lægri um 3.8 m.kr. og fjármagnsliðir eru lægri um 0.1 m.kr.
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar hafnarstjórnar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 59. fundur - 4. júlí 2014
  Lögð fram skýrsla frá VSÓ ráðgjöf er varðar endurbætur á fráveitu á Siglufirði. Sambærileg skýrsla er í vinnslu fyrir Ólafsfjörð.
  Nú er verið að vinna við lögn meðfram Snorragötu að dælubrunni við Gránugötu.
  Hafnarstjórn leggur áherslu á að vinna við lagnir á hafnarsvæðinu komi til framkvæmda hið fyrsta. Verið er að setja upp dælubúnað til að dæla rækju á milli húsa á hafnarsvæðinu. 
  Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar hafnarstjórnar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 59. fundur - 4. júlí 2014
  Lagt fram til kynningar.
  Hafnarstjórn leggur áherslu að umhverfi hafna sé til fyrirmyndar.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Kristinn Kristjánsson, Ríkharður Hólm Sigurðsson og Steinunn María Sveinsdóttir.<BR><BR>Afgreiðsla 59. fundar hafnarstjórnar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.</DIV>
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 59. fundur - 4. júlí 2014
  Til umræðu komu neðantaldar eignir sem kalla á viðhald og eða endurbyggingu.
   
  1. Til umræðu kom Hafnarbyggja á Siglufirði
  2. Tenging á milli Óskarsbryggju að Hafnarbryggju.
  3. Bryggju frá Fiskmarkaði að togarabryggju.
  4. Bryggum í suðurhöfninni - vestur og suðurþil.
  5. Flotbryggju á Ólafsfirði
  6. Norðurbryggju Ólafsfirði.
  Hafnarstjórn telur rétt og eðlilegt að málið sé til skoðunar og frekari umræðu á næsta fundi hafnarstjórnar.
  Nauðsynlegt er að forgangsraða verkefnum fyrir áætlunargerð næsta árs.
   
   
   
  Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar hafnarstjórnar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 59. fundur - 4. júlí 2014
  Hafnarstjóri gat þess að hann hefði átt fund með siglingasviði Vegagerðarinna þann 26.06.2014 í Reykjavík. Þar var lögð áhersla á að koma fjárveitingu Hafnarbryggju inn í samgönguáætlun. Bréf mun berast fljótlega frá stofnunni þar sem fram mun koma kostnaður við framkvæmdirnar og farið yfir stöðu málsins.
  Hafnarstjórn leggur áherslu á að næsti fundur verði fljótlega eða þegar umrætt bréf hefur borist.
  Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar hafnarstjórnar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

8.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 81. fundur - 22. júlí 2014

Málsnúmer 1407005FVakta málsnúmer

Formaður félagsmálanefndar, Kristjana R. Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.

 • 8.1 1406043 Formsatriði nefnda
  Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 81. fundur - 22. júlí 2014
  Lögð fram drög að uppfærðu erindisbréfi fyrir félagsmálanefnd.
  Fundir verði að jafnaði haldnir einu sinni í mánuði á þriðjudögum dögum kl. 14:30.
  Fundarritari sé að jafnaði deildarstjóri fjölskyldudeildar. 


  Undir þessum lið undirrituðu fundarmenn drengskaparheit um þagnarskyldu. 


  Félagsmálanefnd samþykkir framlögð drög að erindisbréfi og leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki bréfið.

  Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar félagsmálanefndar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 81. fundur - 22. júlí 2014
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar félagsmálanefndar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 81. fundur - 22. júlí 2014
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar félagsmálanefndar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 81. fundur - 22. júlí 2014
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar félagsmálanefndar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 81. fundur - 22. júlí 2014
  Lögð fram til kynningar skýrsla um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Í skýrslunni er fjallað um skipulag fjárhagsaðstoðar í nágrannalöndunum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar félagsmálanefndar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 81. fundur - 22. júlí 2014

  Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir maí 2014.
  Niðurstaða fyrir félagsþjónustuna er 38,7 millj. kr., sem er 91% af áætlun tímabilsins.

  Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar félagsmálanefndar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

9.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 10. fundur - 24. júlí 2014

Málsnúmer 1407007FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.

 • 9.1 1406043 Formsatriði nefnda
  Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 10

  Lögð fram drög að uppfærðu erindisbréfi fyrir fræðslu- og frístundanefnd.
  Fundir verði að jafnaði haldnir einu sinni í mánuði á miðvikudögum dögum kl. 17:00.
  Fundarritari sé að jafnaði deildarstjóri fjölskyldudeildar.
  Undir þessum lið undirrituðu fundarmenn drengskaparheit um þagnarskyldu.

  Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir framlögð drög að erindisbréfi og leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki bréfið.

  Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 10

  Guðný vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þessa erindis. Ásdís tók hennar sæti á fundinum.

  Deildarstjóri lagði fram niðurstöður verðkönnunar meðal þjónustuaðila í Fjallabyggð um verð fyrir skólamötuneyti Grunnskóla Fjallabyggðar. Svör bárust frá eftirtöldum aðilum:

  Allinn ehf: kr. 649 einstök máltíð fyrir bekkjardeildir á Siglufirði 1.-4. bekk og kr. 749 kr. einstök máltíð fyrir 5.-10. bekk.
  Einstök máltíð fyrir starfsmenn kr. 749.

  Höllin: kr. 680, einstök máltíð, fyrir bekkjardeildir í Ólafsfirði: kr. 980 fyrir starfsmenn.

  Rauðka: Kr. 790 einstök máltíð, fyrir bekkjardeildir á Ólafsfirði og Siglufirði, ef heil önn er skráð í einu lagi. Kr. 800 m.v. skráningu fyrir máltíðum í einn mánuð í senn. Kr. 850 fyrir bekkjardeildir á Siglufirði. Kr. 900 fyrir bekkjardeildir á Ólafsfirði.

  Formaður tók fundarhlé kl. 16:25 til 16:30.

  Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir með þremur atkvæðum fulltrúna meirihlutans, Nönnu Árnadóttur, Hilmars Hreiðarssonar og Ásdísar Sigurðardóttur gegn tveimur atkvæðum minnihlutans, Hólmfríðar Ó N Rafnsdóttur og Hjördísar Hönnu Hjörleifsdóttur að verðtilboði Rauðku verði tekið fyrir bekkjardeildir á Ólafsfirði og Siglufirði.

   

  Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 10

  Ásdís vék af fundi og Guðný tók sæti á fundinum að nýju.

  Bæjarráð tók málið fyrir á fundi sínum þann 22. júlí s.l. og vísar því til umfjöllunar fræðslu og frístundanefndar. Leikskólastjóri óskar eftir heimild til að auka við stöðugildi við sérkennslu, 75% stöðugildi og í eldhúsi, 25% stöðugildi. Einnig er óskað eftir heimild til að auka við undirbúningstíma starfsfólks, 35-40% stöðugildi.

  Nefndin tekur undir sjónarmið leikskólastjóra um þörf á auknum mannafla við leikskólann og fellst á  beiðni leikskólastjóra fyrir sitt leyti. Nefndin bendir jafnframt á að endurmeta og gera viðaukatillögu við aðra kostnaðarliði sem falla undir almennan rekstarkostnað leikskólans.
   
   
  Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 10
  Lögð fram til kynningar Úttekt á fyrirkomulagi og framkvæmd sérfræðiþjónustu í sex sveitarfélögum, sem unnin var fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið 2013.
  Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 10

  Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir maí 2014.

  Niðurstaða fyrir fræðslu og uppeldismál er 246,1 millj. kr., sem er 99% af áætlun tímabilsins.

  Niðurstaða fyrir æskulýðs- og íþróttamál er 96,9 milj. kr., sem er 97% af áætlun tímabilsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

10.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 169. fundur - 30. júlí 2014

Málsnúmer 1407009FVakta málsnúmer

Kristinn Kristjánsson, bæjarfulltrúi gerði grein fyrir fundargerð.

 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 169. fundur - 30. júlí 2014
  Á 167. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var samþykkt að óveruleg breyting á deiliskipulagi Vesturtanga yrði grenndarkynnt nálægum lóðarhöfum. Grenndarkynning fór fram skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lauk henni þann 8. júlí síðastliðinn. Engar athugasemdir bárust.
   
  Nefndin samþykkir framlagða deiliskipulagsbreytingu og felur tæknideild að senda auglýsingu um staðfestingu deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda og í framhaldinu til Skipulagsstofnunar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 169. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 169. fundur - 30. júlí 2014
  Fjallabyggð sækir um stöðuleyfi fyrir lausa kennslustofu á lóð leikskólans Leikskála að Brekkugötu 2 á Siglufirði til bráðabirgða. Kennslustofan yrði staðsett sunnan við núverandi leikskólabyggingu.
   
  Nefndin samþykkir stöðuleyfi fyrir bráðabirgða kennslustofu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 169. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 169. fundur - 30. júlí 2014
  Lagt fram bréf frá Hilmari Þ. Hreiðarssyni og Sigríði Ó. Salmannsdóttur þar sem þau óska eftir að gangstétt við fasteign sína að Hvanneyrarbraut 74 á Siglufirði verði endurnýjuð. Gangstéttin sé brotin og við það að ganga niður í garð þeirra, auk þess sem hún valdi slysahættu fyrir gangandi vegfarendur. Aukinheldur óska þau eftir leyfi nefndarinnar til að gera bílastæði norðan við fasteign sína.
   
  Nefndin samþykkir leyfi fyrir bílastæði en vísar erindi um endurnýjun gangstéttar til gerð fjárhagsáætlunar ársins 2015 þar sem búið er að ráðstafa fjármunum til gangstétta fyrir árið 2014.
  Bókun fundar Afgreiðsla 169. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 169. fundur - 30. júlí 2014
  Lagt fram bréf frá Þorsteini Ásgeirssyni þar sem hann óskar eftir því að gamli vegurinn vestan við Ósinn í Ólafsfirði verði lagfærður sem göngu- og hjólastígur, en hann er oft umflotinn vatni og því ekki fær vegfarendum.
   
  Nefndin samþykkir að ofangreind gönguleið verði lagfærð, en mælist til þess að Vegagerðin komi að gerð áningarstaðar á svæðinu vestan Óss líkan þeim sem er í Héðinsfirði og á Saurbæjarás, Siglufirði.
  Nefndin felur tæknideild að senda bréf til Vegagerðarinnar er varðar málið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 169. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 169. fundur - 30. júlí 2014
  Á 168. fundi nefndarinnar voru fyrirhugaðar breytingar á Aðalgötu 26 samþykktar, þó ekki leyfi fyrir bílalúgu á austurhlið hússins. Deildarstjóri tæknideildar hefur skoðað útfærslu á aðkomu að bílalúgu og þarf að breyta Grundargötu milli Aðalgötu og Eyrargötu í einstefnugötu til norðurs svo hægt verði að setja upp bílalúgu á austurhlið Aðalgötu 26.
   
  Nefndin telur það ekki mögulegt að gera Grundargötu að einstefnugötu þar sem göturnar austan og vestan við Grundargötu, Lækjargata og Norðurgata eru báðar einstefnugötur til norðurs. Að auki þyrfti að fjarlægja gangstétt við bílalúgu og þar með þröngva gangandi vegfarendur út á götuna.
   
  Af öllu framansögðu, hafnar nefndin gerð bílalúgu á austurhlið hússins.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók Helga Helgadóttir.<BR>Afgreiðsla 169. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.</DIV>
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 169. fundur - 30. júlí 2014
  Borist hefur ábending um að vegur um bátadokk með fram Hannes Boy hafi verið lokað án leyfis.
   
  Nefndin ítrekar bókun 79. fundar bæjarstjórnar Fjallabyggðar frá 13. júní 2012 þar sem segir meðal annars: "Að höfðu samráði við lögreglu er yfirhafnarverði heimilt að loka götunni tímabundið". Einnig bendir nefndin á að umræddur vegur er einstefnu vistgata og því þurfa ökumenn að sýna gangandi vegfarendum sérstaka tillitssemi og víkja fyrir þeim.
  Bókun fundar Afgreiðsla 169. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 169. fundur - 30. júlí 2014
  Guðmundur Ó. Einarsson óskar eftir leyfi nefndarinnar til að halda hænur og hana að Hvanneyrarbraut 52 á Siglufirði. Meðfylgjandi er samþykki íbúa Hvanneyrarbrautar 48 og 50.
   
  Samkvæmt samþykkt um búfjárhald samþykkir nefndin leyfi fyrir hænur en hafnar leyfi fyrir hana.
  Bókun fundar Afgreiðsla 169. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 169. fundur - 30. júlí 2014
  Einar Á. Sigurðsson og Stefanía G. Ámundadóttir sækja um lóðina Skútustíg 4 á Saurbæjarási, Siglufirði undir frístundahús.
   
  Einnig lagður fram lóðarleigusamningur fyrir áðurnefnda lóð.
   
  Nefndin samþykkir úthlutun og lóðarleigusamning með fyrirvara um greiðslu lóðarúthlutunargjalds.
  Bókun fundar Afgreiðsla 169. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 169. fundur - 30. júlí 2014
  Lagður fram lóðarleigusamningur fyrir Ægisgötu 8, Ólafsfirði.
   
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 169. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 169. fundur - 30. júlí 2014
  Lagður fram lóðarleigusamningur fyrir Laugarveg 15 á Siglufirði.
   
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 169. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 10.11 1407035 Starf tæknifulltrúa
  Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 169. fundur - 30. júlí 2014
  Umsóknarfrestur í starf tæknifulltrúa Fjallabyggðar er runninn út og bárust fjórar umsóknir. Lagt fram til kynningar minnisblað deildarstjóra tæknideildar þar sem fram kemur að Írisi Stefánsdóttur verði boðin staðan.
  Bókun fundar Afgreiðsla 169. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 169. fundur - 30. júlí 2014
  Að beiðni fyrirtækja við Aðalgötu á Siglufirði hefur verið merkt bílastæði fyrir hreyfihamlaða við Aðalgötu 34. Einnig hafa gulir stólpar verið fjarlægðir og munu blómaker koma í stað þeirra.
  Bókun fundar Afgreiðsla 169. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 169. fundur - 30. júlí 2014
  Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir maí 2014.
  Niðurstaða fyrir hreinlætismál er 8,5 millj. kr. sem er 98% af áætlun tímabilsins sem var 8,7 millj. kr.
  Niðurstaða fyrir skipulags- og byggingarmál er 8,5 millj. kr. sem er 95% af áætlun tímabilsins sem var 9,0 millj. kr.
  Niðurstaða fyrir umferðar- og samgöngumál er 42,6 millj. kr. sem er 95% af áætlun tímabilsins sem var 45,0 millj. kr.
  Niðurstaða fyrir umhverfismál er 12,0 millj. kr. sem er 112% af áætlun tímabilsins sem var 10,7 millj. kr.
  Niðurstaða fyrir eignasjóð er -58,4 millj. kr. sem er 127% af áætlun tímabilsins sem var -46,0 millj. kr.
  Niðurstaða fyrir þjónustumiðstöð er 10,2 millj. kr. sem er 108% af áætlun tímabilsins sem var 9,7 millj. kr.
  Niðurstaða fyrir veitustofnun er -2,9 millj. kr. sem er -102% af áætlun tímabilsins sem var 2,8 millj. kr.
  Bókun fundar Afgreiðsla 169. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

11.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 9. fundur - 7. ágúst 2014

Málsnúmer 1407010FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.

 • 11.1 1406043 Formsatriði nefnda
  Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 9. fundur - 7. ágúst 2014

  Lögð fram drög að uppfærðu erindisbréfi fyrir markaðs- og menningarnefnd.
  Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að fundir verði að jafnaði haldnir fyrsta fimmtudag í mánuði kl. 17:00.
  Fundarritari sé að jafnaði deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála.
  Undir þessum lið undirrituðu fundarmenn drengskaparheit um þagnarskyldu.

  Markaðs- og menningarnefnd samþykkir framlögð drög að erindisbréfi fyrir sitt leyti.

  Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 9. fundur - 7. ágúst 2014
  Bæjarráð samþykkti á 349. fundi sínum 29. júlí s.l. að menningarstefna bæjarfélagsins verði yfirfarin og endurbætt. Yfirferð verði lokið við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.
  Ábendingum nefndar- og embættismanna er vísað til umfjöllunar á næsta fundi nefndarinnar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 9. fundur - 7. ágúst 2014
  Á 343. fundi bæjarráðs 10.6 s.l. var lögð fram umsókn Aðalheiðar Eysteinsdóttur um styrk til að mæta innheimtu fasteignagjalda af Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
  Til stuðnings umsókn var samantekt yfir menningardagskrá og notkun á Alþýðuhúsinu ásamt kostnaði við viðburði og framlag listamannsins frá 2012 til 2014.
  Bæjarráð samþykkti styrk á móti fasteignaskatti ársins í samræmi við reglur bæjarfélagsins og vísaði jafnframt málinu til frekari skoðunar í markaðs- og menningarnefnd.

  Markaðs- og menningarnefnd fagnar og þakkar fyrir þá fjölbreyttu listviðburði sem Aðalheiður hefur staðið fyrir í Alþýðuhúsinu að undanförnu og hvetur listamanninn til að leggja inn umsókn um frekari stuðning við starfsemina, þegar bæjarfélagið auglýsir eftir styrkjum nú í haust vegna fjárhagsáætlunargerðar 2015.
  Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 9. fundur - 7. ágúst 2014
  Á fund nefndarinnar mætti forstöðumaður Tjarnarborgar,
  Anna María Guðlaugsdóttir og kynnti menningarhúsið fyrir nefndarmönnum og fór yfir innsent viðhaldsbréf, dagsett 31. júlí 2014.
  Markaðs- og menningarnefnd leggur áherslu á að viðhaldsfé verði aukið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 9. fundur - 7. ágúst 2014
  Nefndin skoðaði aðstæður í Ólafsvegi 4 Ólafsfirði, þar sem verið er að opna bókasafn síðar í mánuðinum.
  Forstöðumaður bóksafns Fjallabyggðar Hrönn Hafþórsdóttir tók á móti nefndarmönnum og kynnti stofnunina.
  Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 11.6 1404056 17. júní 2014
  Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 9. fundur - 7. ágúst 2014
  Lagt fram til kynningar kostnaðaryfirlit frá Menningar- og fræðslunefnd slökkviliðsins í Ólafsfirði sem kom að skemmtidagskrá 17. júní hátíðarhaldanna.
  Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 9. fundur - 7. ágúst 2014
  Lögð fram til kynningar fundargerð 4. fundar frá 31. júlí 2014.
  Bókun fundar <DIV>Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.<BR>Afgreiðsla 9. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.</DIV>
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 9. fundur - 7. ágúst 2014
  Rekstraryfirlit fyrstu sex mánuði ársins lagt fram til kynningar. Niðurstaða fyrir menningarmál er 32,3 millj. kr. sem er 94% af áætlun tímabilsins sem var 34,3 millj. kr.
  Niðurstaða fyrir atvinnu- og ferðamál er 4,7 millj. kr. sem er 76% af áætlun tímabilsins sem var 6,2 millj. kr
  Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 105. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

12.Kosningar í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum

Málsnúmer 1406011Vakta málsnúmer

1. Atvinnumálanefnd.

Á síðasta bæjarstjórnarfundi var dregið um fulltrúafjölda hvers framboðs í atvinnumálanefnd og kom fimmti nefndarmaður í hlut F-lista.

Til máls tóku Jón Valgeir Baldursson og Steinunn María Sveinsdóttir.

Eftirtaldir hlutu samhljóða kosningu í Atvinnumálanefnd Fjallabyggðar.

Valur Þór Hilmarsson - Formaður F-lista
Friðfinnur Hauksson - Varaformaður S-lista
Lára Stefánsdóttir - Aðalmaður S-lista
Þorsteinn Þorvaldsson - Aðalmaður D-lista
Ásdís Sigurðardóttir - Aðalmaður F-lista
Árni Sæmundsson -Varamaður F-lista
Egill Rögnvaldsson - Varamaður S-lista
Sæbjörg Ágústsdóttir - Varamaður S-lista
Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir - Varamaður D-lista

Anna Þórisdóttir - Varamaður F-lista

Formaður nefndar er talinn upp fyrstur nefndarmanna, og varaformaður annar í röðinni.

Samþykkt var samhljóða að áheyrnarfulltrúi B-lista yrði Sólrún Júlíusdóttir og varaáheyrnarfulltrúi B-lista yrði Jón Valgeir Baldursson.

2. Leiðrétting vegna laga um kynjahlutfall.
Leiðrétting D-lista og F-lista er varðar kynjahlutfall verður gerð á fundi bæjarstjórnar í september.


3. Breyting á nefndarskipan.
Samþykkt var samhljóða eftirfarandi breyting hjá S-lista.

Í Skipulags- og umhverfisnefnd verður Rögnvaldur Ingólfsson varamaður í stað Benedikts Þorsteinssonar.

Í stjórn Róta - byggðasamlags um málefni fatlaðs fólks á vestanverðu norðurlandi verður aðalmaður Steinunn María Sveinsdóttir í stað Helgu Hermannsdóttur, og til vara

Kristinn Kristjánsson, F lista.

Samþykkt var samhljóða eftirfarandi breyting hjá D-lista.
Erla Gunnlaugsdóttir verður aðalmaður í Barnaverndarnefnd ÚtEy, í stað Gunnlaugar Kristjánsdóttur.

4.  Tillaga um vinnuhóp er varðar búfjárhald í Fjallabyggð.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs frá 350. fundi og samþykkir tilnefningu Jóns Traustasonar, Jóns Konráðssonar og Ólafs Jónssonar í vinnuhópinn.

5.  Tillaga um vinnuhóp er varðar málefni Menntaskólans á Tröllaskaga.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi tilnefningar:

Steinunn María Sveinsdóttir - S lista
Kristinn Kristjánsson - F lista
S. Guðrún Hauksdóttir - D lista
Jón Valgeir Baldursson - B lista

13.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2014 og 2015 - 2017

Málsnúmer 1401087Vakta málsnúmer

Varaforseti fór yfir tillögu að 5. viðauka við fjárhagsáætlun.
Í tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir útgjaldabreytingu á rekstri fyrir árið 2014, að upphæð 8.608.000.
Gert er ráð fyrir aukinni rekstrarfjárhæð í tengslum við deiliskipulag og launalið leikskólans. Einnig er tilfærsla á framkvæmdaliðum vegna kaupa á skólastofum fyrir leikskólann, biðstöðvar almenningssamgangna, veg að skíðaskála í Tindaöxl, bæjarskrifstofur og gámasvæði.
Rekstrarniðurstaða verður því jákvæð um 78.679.000 í stað 87.287.000.
Breyting samkvæmt tillögu er fjármögnuð með eigin fé.

Varaforseti lagði fram undirskriftalista frá 99 íbúum Fjallabyggðar þar sem hafnað er áformum sveitarfélagsins að bæta við gámageymslusvæði á lóð Námuvegar 11 í Ólafsfirði.

Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi tillögu samhljóða.
"Í ljósi undirskriftalistans sem lagður hefur verið fram, telur bæjarstjórn rétt að skoða betur áform um að færa gámageymslusvæðið í Ólafsfirði af höfninni og að Námuvegi 11. Bæjarstjórn felur skipulags- og umhverfisnefnd að taka gámageymslusvæði Fjallabyggðar til heildarendurskoðunar."

Til máls um tillöguna tók Helga Helgadóttir.

Eftirfarandi breytingartillaga við viðauka 5 var samþykkt samhljóða.
"Bæjarstjórn samþykkir að þær 1,4 milljónir sem áætlaðar voru í gámageymslusvæði að Námuvegi 11 í Ólafsfirði falli út."

Til máls tóku: Jón Valgeir Baldursson, Helga Helgadóttir, Steinunn María Sveinsdóttir, Kristinn Kristjánsson og S. Guðrún Hauksdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu að viðauka 5 svo breyttri með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 19:00.