Bæjarstjórn Fjallabyggðar

127. fundur 10. febrúar 2016 kl. 17:00 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson forseti bæjarstjórnar, F-lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi, B lista
  • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Kristinn Kristjánsson bæjarfulltrúi, F lista
  • Hilmar Þór Elefsen bæjarfulltrúi, S lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Ríkharður Hólm Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð viðstadda velkomna til fundar.

Allir aðalfulltrúar voru mættir.

Samþykkt var samhljóða með 7 atkvæðum að taka á dagskrá tvö mál, annað er varðaði framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar og hitt er varðar skipan í nefndir Fjallabyggðar.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 429. fundur - 26. janúar 2016

Málsnúmer 1601011FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 429. fundur - 26. janúar 2016 Á fund bæjarráðs komu deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristinn J. Reimarsson og skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Jónína Magnúsdóttir.

    Lögð fram til kynningar skýrsla Menntamálastofnunar á ytra mati á Grunnskóla Fjallabyggðar sem fór fram á haustönn 2015. Teknir voru fyrir fjórir matsþættir, þar af voru þrír fyrirfram ákveðnir, en fjórði matsþátturinn var ákveðinn af bæjarfélagi og skóla. Þættirnir sem lagt var mat á voru stjórnun, nám og kennsla, innra mat og að ósk skóla og bæjarfélags var fjórði þáttur skóli án aðgreiningar.

    Skólastjóri greindi frá þeirri vinnu sem þegar er komin í gang með gerð umbótaáætlunar sem skila þarf til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

    Skýrslan verður kynnt foreldrum og nemendum á næstunni og verður í kjölfarið gerð opinber.
    Bókun fundar Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.
    Afgreiðsla 429. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 429. fundur - 26. janúar 2016 Tekið fyrir erindi deildarstjóra tæknideildar, dagsett 22. janúar 2015, þar sem óskað er eftir heimild til þess að ráða tímabundið í starf tæknifulltrúa, frá apríl 2016 til loka janúar 2017, þar sem núverandi tæknifulltrúi sé á leið í fæðingarorlof.

    Bæjarráð samþykkir erindi deildarstjóra tæknideildar og felur honum að auglýsa í tímabundið starf tæknifulltrúa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 429. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 1.3 1601082 Allir lesa
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 429. fundur - 26. janúar 2016 Landsleikurinn Allir lesa fór aftur af stað á bóndadaginn, 22. janúar, og stendur yfir í um mánuð. Fyrsti leikurinn sló í gegn, en lesnir klukkutímar voru vel yfir 70.000. Þegar lestur var skoðaður eftir búsetu sátu Vestmanneyingar í efsta sæti en Fjallabyggð hafnaði í 40. sæti af 74. Konur reyndust lesa töluvert meira en karlar.

    Liðakeppnin skiptist í þrjá flokka: vinnustaðaflokk, skólaflokk og opinn flokk.

    Skráning liða er hafin á allirlesa.is og landsleikurinn er í gangi frá 22. janúar til 21. febrúar.

    Bæjarráð hvetur bæjarbúa til að taka þátt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 429. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 429. fundur - 26. janúar 2016 Í erindi Skíðafélags Ólafsfjarðar, dagsett 11. janúar 2016 er óskað eftir því við Fjallabyggð að endurnýja innkeyrsluhurð á troðaraskemmunni í Tindaöxl í Ólafsfirði.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2017.
    Bókun fundar Afgreiðsla 429. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 429. fundur - 26. janúar 2016 Lagðar fram til kynningar niðurstöður úr könnuninni Öryggi barna í bíl 2015.

    Samgöngustofa, Slysavarnafélagið Landsbjörg tryggingafélögin VÍS og Sjóvá lögðu fyrir könnun á öryggi barna í bílum í september á þessu ári. Könnunin var gerð við 60 leikskóla í 25 bæjarfélögum víða um land með 2.236 þátttakendum.

    Í kynningu kemur fram að að í 71. gr. umferðarlaga segir m.a.:
    "Ökumaður skal sjá um að í stað öryggisbeltis eða ásamt öryggisbelti noti barn viðurkenndan barnabílstól, beltispúða eða annan sérstakan öryggis- og verndarbúnað ætlaðan börnum lægri en 135 sm á hæð".
    Ennfremur segir þar:
    "Ökumaður skal sjá um að farþegi yngri en 15 ára noti öryggis- og verndarbúnað.
    Ökumaðurinn ber þannig fulla ábyrgð á að barnið noti verndarbúnað. Með breytingu umferðarlaga í febrúar 2015 er ekki heimilt að nota öryggisbelti ef annar búnaður er ekki til staðar".

    Bæjarráð telur að hægt sé að standa betur að öryggismálum barna og samþykkir að fela bæjarstjóra að óska eftir aðkomu lögregluembættisins og tryggingarfélaga til að fanga athygli foreldra á öryggi barna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 429. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 429. fundur - 26. janúar 2016 Samgönguþing MN 2016 verður haldið miðvikudaginn 17. febrúar n.k. á Akureyri.
    Fjallað verður um samgöngur með augum ferðaþjónustunnar.

    Lagt fram til kynningar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 429. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 429. fundur - 26. janúar 2016 Lagt fram erindi frá Háskólanum á Akureyri, dagsett 22. janúar 2015, er varðar vinnu við greiningu á því hvort hratt vaxandi ferðaþjónusta sé jákvæð eða neikvæð fyrir fjárhag sveitarfélaga. Í tengslum við þá vinnu er óskað er eftir upplýsingum um fjölda ferðamanna í bæjarfélaginu á tímabilinu 2004-2014.

    Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristni J. Reimarssyni að svara erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 429. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 429. fundur - 26. janúar 2016 Lögð fram þjónustukynning LT - rannsókna og ráðgjafar frá 13. janúar 2016, sem er tilbúið að vinna með bæjarfélaginu við gerð hvers konar rannsóknar-, greiningar- og stefnumótunarvinnu í tengslum við fjölda ferðamanna. Bókun fundar Afgreiðsla 429. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 429. fundur - 26. janúar 2016 Lögð fram þjónustukynning á sérstakri vsk. skráningu sveitarfélaga vegna byggingarframkvæmda og fjármögnun.

    Í umsögn deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála er ekki talin þörf á hagkvæmnisathugun vegna málsins.

    Bókun fundar Afgreiðsla 429. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 429. fundur - 26. janúar 2016 Lagt fram til kynningar uppgjör Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra vegna greiðslu eftirstöðva þeirra fjármuna sem eftir stóðu hjá SSNV vegna málefna fatlaðra í árslok 2013. Bókun fundar Afgreiðsla 429. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 429. fundur - 26. janúar 2016 Lagðar fram til kynningar eftirfarandi fundargerðir:

    Atvinnumálanefnd, 13. fundur, 20. janúar.
    Ungmennaráð, 11. fundur, 21. janúar.
    Félagsmálanefnd, 95. fundur 21. janúar.
    Starfshópur - MTR, 1. fundur, 25. janúar.
    Fræðslu- og frístundanefnd, 23. fundur, 25. janúar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 429. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 430. fundur - 2. febrúar 2016

Málsnúmer 1601013FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 430. fundur - 2. febrúar 2016 Á 23. fundi fræðslu- og frístundarnefndar, 25. janúar 2016, var tekin fyrir áskorun á bæjaryfirvöld í Fjallabyggð frá foreldum, sem eru með börn á biðlista, um að þau fái úthlutað plássi við leikskólann Leikskála Siglufirði í byrjun maí en þá eru börnin að ná 12 mánaða aldri. Um er að ræða fjögur börn. Fyrir liggur að leikskólinn er fullsetinn og útilokað að taka inn fleiri börn á þessum tíma einnig í ljósi þess að þrengt verður að starfsemi skólans þegar framkvæmdir við stækkun hans fara í gang með vorinu.

    Fræðslu- og frístundanefnd lagði til við bæjarráð að foreldrum yrði boðið tímabundið pláss á leikskólanum Leikhólum Ólafsfirði.

    Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu- frístunda-og menningarmála.

    Bæjarráð samþykkir tillögu fræðslu- og frístundanefndar.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu fræðslu- og frístundanefndar um að foreldrum verði boðið tímabundið pláss á leikskólanum Leikhólum Ólafsfirði.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 430. fundur - 2. febrúar 2016 Á 425. fundi bæjarráðs, 22. desember 2015, var fjallað um athugasemd Báss ehf við auglýsta tillögu að deiliskipulagi Leirutanga.
    Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra að kalla eftir lögfræðiáliti varðandi málið.

    Bæjarstjóri kynnti bæjarráði fyrirliggjandi lögfræðiálit.

    Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til skipulags- og umhverfisnefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 430. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 430. fundur - 2. febrúar 2016 Á 428. fundi bæjarráðs, 19. janúar 2016, var tekið fyrir erindi Þóris Kr. Þórissonar dagsett 4. janúar 2016, þar sem komið var á framfæri athugasemdum við hækkun álagningar fasteignagjalda á fasteignina að Hlíðarvegi 1 Siglufirði.
    Fært var til bókar að bæjarráð sá sér ekki fært að taka upp tímabilsálagningu fasteignagjalda vegna gististarfsemi á þessu ári.

    Í bréfi Þóris Kr. Þórissonar, dagsett 28. janúar 2016, er sett fram ósk um rökstuðning fyrir ákvörðun bæjarráðs.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að svara erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 430. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 430. fundur - 2. febrúar 2016 Lagt fram til kynningar undirritaður húsaleigusamningur við Fasteignasjóð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um húsnæðið að Lindargötu 2, Siglufirði, fyrir 2016.

    Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum húsaleigusamning við Fasteignasjóð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna Lindargötu 2 Siglufirði.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 430. fundur - 2. febrúar 2016 Á fund bæjarráðs mætti deildarstjóri tæknideildar, Ármann Valur Sigurðsson.

    Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar.

    Tilboð voru opnuð í viðbyggingu og endurbætur á leikskólanum við Brekkugötu 2, Siglufirði þann 1. febrúar kl 14:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar.

    Tvö tilboð bárust.
    Berg ehf 145.357.000 - 118,6% af kostn.áætlun.
    Tréverk ehf 166.136.077 - 135,6% af kostn.áætlun.
    Kostnaðaráætlun 122.519.995.

    Báðir aðilar skiluðu inn frávikstilboði m.v. lengdan verktíma:
    Berg ehf 127.551.000 miðað við skil á verki 10.10.2016 - 104,1% af kostn.áætlun.
    Tréverk ehf 137.513.531 miðað við skil á verki 15.11.2016 - 112,2% af kostn.áætlun.

    Í útboðsgögnum er gert ráð fyrir verklokum 15.08.2016.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að ganga til samninga við lægstbjóðanda um frávikstilboð.
    Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson.
    Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að gengið verði til samninga við Berg ehf. um frávikstilboð.

    Tilboð Berg ehf var 127.551.000 miðað við skil á verki 10.10.2016 - 104,1% af kostn.áætlun.
    Í útboðsgögnum er gert ráð fyrir verklokum 15.08.2016.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 430. fundur - 2. febrúar 2016 Lögð fram drög að samkomulagi við Akureyrarbæ um eingreiðslu vegna eldri og framtíðar leigugreiðslna húsnæðis Menntaskólans á Tröllaskaga.

    Bæjarráð samþykkir drög að samkomulagi við Akureyrarbæ og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson.
    Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum drög að samkomulagi við Akureyrarbæ um eingreiðslu vegna eldri og framtíðar leigugreiðslna húsnæðis Menntaskólans á Tröllaskaga.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 430. fundur - 2. febrúar 2016 Á 13. fundi atvinnumálanefndar, 20. janúar 2016, var lagt til við hafnarstjórn og bæjarráð að farið yrði af stað með vinnu þar sem kannaðir yrðu möguleikar á aukinni nýtingu hafnarmannvirkja í Fjallabyggð. Haldinn yrði opinn fundur um nýtingu hafnarmannvirkjanna þar sem málefnið yrði rætt og í kjölfarið skipaður vinnuhópur sem tæki saman og ynni úr tillögunum.

    Bæjarráð samþykkir að fela atvinnumálanefnd að vinna málið markvisst og ýtarlegar áður en bæjarráð tekur málið til umfjöllunar.
    Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 430. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 430. fundur - 2. febrúar 2016 Á 13. fundi atvinnumálanefndar, 20. janúar 2016, var lagt til við bæjarráð og jafnframt óskað eftir umsögn skipulags- og umhverfisnefndar á því að fram fari fagleg umræða um stefnumótun í ferðaþjónustu í Fjallabyggð og hvort ekki sé rétt að tengja þá vinnu við endurskoðun eða breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Lagði nefndin jafnframt til að á næsta atvinnumálaþingi yrði ferðaþjónusta til umræðu.

    Bæjarráð vísar í bókun skipulags- og umhverfisnefndar frá 27. janúar 2016, þar sem segir að nefndin muni hafa ferðamál í öndvegi við endurskoðun aðalskipulags.
    Bókun fundar Afgreiðsla 430. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 430. fundur - 2. febrúar 2016 Í erindi Norrænafélagsins á Siglufirði, dagsett 25. janúar 2016, er óskað skýringar á höfnun við styrkbeiðni.

    Styrkumsóknir vegna menningarmála 2016 voru 31 að upphæð um 14 milljónir.
    Áætluð upphæð til styrkveitinga var um 9 milljónir.
    Niðurstaða umfjöllunar í bæjarráði varð sú að 24 umsækjendur voru styrktir.

    Því miður hlaut Norrænafélagið Siglufirði ekki styrk að þessu sinni samkvæmt forgangsröðun bæjarráðs sem m.a. er grunduð á starfsemi umsækjenda.

    Bæjarráð hvetur félagið til að sækja um styrk við gerð næstu fjárhagsáætlunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 430. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 430. fundur - 2. febrúar 2016 Lögð fram drög að samningi við Ósland ehf. um kaup á mannskaps- og tækjabíl fyrir Slökkvilið Fjallabyggðar.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn bæjarstjóra og slökkviliðsstjóra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 430. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 430. fundur - 2. febrúar 2016 Lagður fram til kynningar undirritaður samningur um vátryggingar Fjallabyggðar við Sjóvá-Almennar tryggingar hf, dagsettur 28. janúar 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 430. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 430. fundur - 2. febrúar 2016 Lagðar fram til kynningar upplýsingar deildarstjóra fjármála og stjórnsýslu um breytingu á vísitölu lífeyrisskuldbindinga 2015.
    Vísitala hefur hækkað um tæp 12% á síðasta ári.

    Árlegur útreikningur tryggingarsérfræðings á lífeyrisskuldbindingum Fjallabyggðar mun liggja fyrir í febrúar.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir að fá kynningu tryggingarsérfræðings þegar útreikningur liggur fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 430. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 430. fundur - 2. febrúar 2016 Lögð fram sáttartillaga eigenda fasteignarinnar Hólavegi 7, Siglufirði.

    Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna.
    Stjórn Ofanfljóðasjóðs hefur samþykkt tillöguna.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi við eigendur samkvæmt fyrirliggjandi sáttartillögu.
    Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson.
    Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum sáttatillögu eigenda fasteignarinnar að Hólavegi 7, Siglufirði.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 430. fundur - 2. febrúar 2016 Lögð fram beiðni forstöðumanns bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar um ráðningu í starf skjalavarðar, þar sem núverandi skjalavörður hefur sagt upp starfinu.

    Bæjarráð samþykkir beiðni forstöðumanns bókasafnsins og þakkar Brynju Hafsteinsdóttur góð störf og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 430. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 430. fundur - 2. febrúar 2016 Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 25. janúar 2016, er varðar umsögn um endurnýjun rekstrarleyfis til sölu veitinga í þjónustustöð Olís, í Ólafsfirði.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 430. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 430. fundur - 2. febrúar 2016 Á 427. fundi bæjarráðs, 12. janúar 2016, var til umræðu frumvarp um framlengingu B-gatnagerðargjalds, sem Alþingi hefur samþykkt. Bráðabirgðaákvæði við lög um gatnagerðargjald hefði að óbreyttu runnið út um áramót, en það hefur nú verið framlengt til ársloka 2017.
    Bæjarráð óskaði eftir umsögn bæjarstjóra.

    Bæjarstjóri flutti munnlega umsögn.

    Bæjarráð fagnar því að ákvæði hafi verið framlengt.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að lista upp þær götur sem gætu fallið undir ákvæðið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 430. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 430. fundur - 2. febrúar 2016 Lagt fram til kynningar svar við fyrirspurn Velferðarráðuneytis um kostnað vegna niðurgreiðslu frístunda hjá sveitarfélögum sem eru með 1.000 íbúa eða fleiri.

    Í Fjallabyggð fá rúmlega 300 einstaklingar útgefin frístundakort.

    Í svari íþrótta- og tómstundafulltrúa kemur m.a. fram að hlutfall barna sem nýtir sér frístundakort er um 72%. Frístundakort í Fjallabyggð eru gefin út fyrir aldurinn 4 - 18 ára. Upphæðin er 9.000 á hvern einstakling og er leyfilegt að færa styrkinn á milli systkina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 430. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 430. fundur - 2. febrúar 2016 Lögð fram þjónustukynning frá Gísla arkitekt ehf. á Akureyri um m.a. öll almenn arkitektastörf á sviði skipulags og byggingarmála. Bókun fundar Afgreiðsla 430. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 430. fundur - 2. febrúar 2016 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um um uppbyggingu og rekstur fráveitna (gjaldtökuheimildir, réttindi og skyldur fráveitna), 404. mál.

    Bæjarráð óskar eftir umsögn bæjarstjóra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 430. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 430. fundur - 2. febrúar 2016 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um um vatnsveitur sveitarfélaga (skilgreining og álagning vatnsgjalds), 400. mál.

    Bæjarráð óskar eftir umsögn bæjarstjóra.


    Bókun fundar Afgreiðsla 430. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 430. fundur - 2. febrúar 2016 Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (heimagisting, veitingastaðir án áfengisveitinga, ótímabundin rekstrarleyfi), 457. mál.

    Lagt fram til kynningar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 430. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 430. fundur - 2. febrúar 2016 Lagt fram til kynningar fréttaskot Markaðsstofu Norðurlands.

    http://www.nordurland.is/is/bladamenn/frettir/frettaskot-markadsstofu-nordurlands-28-1-2016
    Bókun fundar Afgreiðsla 430. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 430. fundur - 2. febrúar 2016 Lagt fram til kynningar fundarboð aðalfundar Róta bs.
    Stjórn Róta bs. hefur ákveðið nýja dagsetningu aðalfundar, en honum var frestað í desember vegna veðurs.

    Fundurinn verður haldinn í Menningarhúsinu Tjarnarborg, Ólafsfirði, föstudaginn 19. febrúar kl. 14:00.

    Fulltrúar Fjallabyggðar á aðalfund Róta bs eru:

    Steinunn María Sveinsdóttir
    Kristinn Kristjánsson
    S. Guðrún Hauksdóttir
    Sólrún Júlíusdóttir
    Helga Helgadóttir
    Hilmar Elefsen
    Ríkharður Hólm Sigurðsson

    Til vara:
    Nanna Árnadóttir
    Guðný Kristinsdóttir
    Ásgeir Logi Ásgeirsson
    Jón Valgeir Baldursson
    Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir
    Ægir Bergsson
    Aðalsteinn Arnarsson
    Bókun fundar Afgreiðsla 430. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 430. fundur - 2. febrúar 2016 Lagt fram til kynningar bréf flugrekstrarstjóra og flugstjóra Norlandair og þjálfunarflugstjóra Mýflugs, dagsett 28. janúar 2016, til Innanríkisráðherra, forsvarsmanna Isavia, fulltrúa bæjar-og sveitarstjórna við Eyjafjörð, þingmenn norðausturkjördæmis og samgöngunefndar Alþingis. Bókun fundar Afgreiðsla 430. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 430. fundur - 2. febrúar 2016 Fundargerð 25. fundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, frá 15. janúar 2016, lögð fram til kynningar.

    Bæjarráð tekur undir bókun stjórnar er varðar viðskiptabann Rússa á íslenskar sjávarafurðir.

    Gífurlegir hagsmunir eru í húfi fyrir fyrirtæki og launþega.

    Í bókun stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga er lýst yfir þungum áhyggjum vegna viðskiptabanns Rússlands á íslenskar sjávarafurðir. Fram kemur að bannið mun koma niður á sveitar- og hafnarsjóðum landsins og metur Byggðastofnun það tap um 400 milljónir króna.
    Stjórn sjávarútvegssveitarfélaga telur að samráð af hendi ríkisstjórnar Íslands hefði átt að vera við sjávarútvegssveitarfélög við undirbúning aðgerða um viðskiptaþvinganir á Rússland og skilgreina fyrirfram með hvaða hætti það tjón yrði bætt sem þau yrðu fyrir, myndu Rússnesk stjórnvöld beita íslenska þjóð viðskiptaþvingunum á móti. Því sé ljóst að verði sömu stefnu fylgt af hendi Íslands hvað þetta viðskiptabann varðar, þurfi að leita leiða til að bæta íslenskum sjávarútvegssveitarfélögum það tjón sem af áframhaldandi viðskiptabanni mun hljótast. Rétt eins og við önnur áföll sem dynja á. Er þess krafist að nú þegar verði sest niður með fulltrúum samtakanna til að fara yfir þau mál og finna leiðir í því hvernig tjónið verði bætt. Þá er ónefnt það framtíðartap sem mun skapast með tapaðri markaðshlutdeild, sem mun þá hafa meiri áhrif til framtíðar fyrir sjávarútvegssveitarfélög.
    Bókun fundar Afgreiðsla 430. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 430. fundur - 2. febrúar 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð 196. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 27. janúar 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 430. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 431. fundur - 9. febrúar 2016

Málsnúmer 1602004FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 431. fundur - 9. febrúar 2016 Lagður fram húsaleigusamningur við Menntaskólann á Tröllaskaga um kennsluaðstöðu að Ægisgötu 13 Ólafsfirði.
    Gildistími samnings er út árið 2020.

    Samningur bíður staðfestingar ráðuneyta fjármála og menntamála.
    Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum húsaleigusamning við Menntaskólann á Tröllaskaga.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 431. fundur - 9. febrúar 2016 Lögð fram til upplýsingar, umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi væntanlega reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til málefna fatlaðs fólks á árinu 2016.

    Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra félagsmála, Hjartar Hjartarsonar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 431. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 431. fundur - 9. febrúar 2016 Lögð fram til kynningar afgreiðsla 197. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 8. febrúar.
    Eftirfarandi var fært til bókar:
    "Í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 var auglýst tillaga að deiliskipulagi Leirutanga ásamt umhverfisskýrslu, með athugasemdafresti frá 20.október til 1.desember 2015.
    Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun, sem gerðu ekki athugasemdir við skipulagstillöguna né umhverfismat hennar. Ein athugasemd barst frá Bás ehf. 30.nóvember 2015.
    Nefndin óskaði eftir aðkomu bæjarstjóra og bæjarráðs vegna málsins. Bæjarstjóra var falið að kalla eftir lögfræðiáliti.
    Lagt fram lögfræðiálit Hjörleifs B. Kvaran hjá Nordik lögfræðiþjónustu.
    Samkvæmt auglýstri tillögu að deiliskipulagi er lóð Bás ehf., Egilstangi 1, í samræmi við þinglýstan lóðarleigusamning.

    Nefndin leggur til eftirfarandi breytingar á deiliskipulagstillögunni:
    Á athafnalóð við Egilstanga 1 er notkun byggingar ekki tilgreind, almenn bílastæði og jarðmön eru færð út fyrir lóðarmörk. Mótun víkur er lagfærð með aukinni fjarlægð frá lóð Egilstanga 5.
    Annað í áður auglýstu deiliskipulagi verði óbreytt.

    Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar."
    Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum breytingu á deiliskipulagi Leirutanga, Siglufirði, með vísan í 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 431. fundur - 9. febrúar 2016 Bæjarstjóri kynnti umsögn sína um frumvarp til laga um vatnsveitur sveitarfélaga (skilgreining og álagning vatnsgjalds), 400. mál.

    Í umsögn bæjarstjóra kemur m.a. fram að í frumvarpinu séu eftirfarandi meginatriði.

    1. Vatnsgjald verður ekki innheimt af fasteign fyrr en hún hefur verið tengd dreifikerfi vatnsveitu um heimæð.

    2. Vatnsgjaldið tekur mið af fasteignamati fasteignarinnar í heild eða stærð allra mannvirkja á fasteign samkvæmt flatarmáli og/eða rúmmáli sé notkunin ekki mæld.

    Bæjarráð samþykkir umsögn bæjarstjóra og leggur til að frumvarpið verði samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 431. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 431. fundur - 9. febrúar 2016 Bæjarstjóri kynnti umsögn sína um frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur fráveitna (gjaldtökuheimildir, réttindi og skyldur fráveitna), 404. mál.

    Í umsögn bæjarstjóra kemur m.a. fram að í frumvarpinu séu nokkrar meginbreytingar.

    1. Kveðið er skýrt á um að heimilt verði að heimta fráveitugjald af öllum fasteignum sem tengjast fráveitu sveitarfélagsins.

    2. Lagt er til að sett verði ákvæði um hámarksgjald, sem er tiltekið hlutfall af heildarfasteignamati.

    3. Álagning fráveitugjalds taki mið af landfræðilegum og tæknilegum aðstæðum.

    4. Hlunnindi, ræktað land og önnur sérstök fasteignaréttindi skulu vera undanþegin álagningu fráveitugjalds.

    5. Heimilt er að ákveða fráveitugjald miðað við fast gjald auk álags vegna rúmmáls allra mannvirkja á fasteign eða flatarmáls allra mannvirkja á fasteign og/eða notkunar samkvæmt mæli.

    Bæjarráð samþykkir umsögn bæjarstjóra og leggur til að frumvarpið verði samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 431. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 431. fundur - 9. febrúar 2016 Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála varðandi fasteignagjöld 2016.

    Einnig var lögð fram niðurstaða í verðkönnun meðal banka um þóknun fyrir kröfuinnheimtu fasteignagjalda með greiðsluseðlum.
    Aðilar sem tóku þátt í verðkönnun, Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion banki buðu upp á að sömu einingarverð gætu gilt fyrir aðra kröfuinnheimtu á vegum bæjarfélagsins.

    Bæjarráð leggur eftirfarandi til við bæjarstjórn:

    Tekjuviðmið vegna afsláttar af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum hækki um 10% frá fyrra ári. Tekjuviðmið eru með því lægsta sem gerist í samanburði við nágrannasveitarfélög.

    Afsláttarprósenta vegna fasteignaskattsstyrks til félagasamtaka verði óbreytt 100%.

    Fjöldi gjalddaga verði átta, sem er óbreytt frá fyrra ári, frá 1. mars til 1. október og að nái álagning fateignagjalda á fasteign ekki 35.000 á gjaldanda, verði öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga.

    Í verðkönnun sem gerð var í tengslum við álagningu fasteignagjalda 2016, varðandi þóknun fyrir kröfuinnheimtu með greiðsluseðlum, tóku þátt Landsbanki, Íslandsbanki og Arion banki.

    Miðað við þær forsendur sem lagðar voru fram í verðkönnuninni bauð Landsbankinn 92.470, p/mánuð, Arion banki 116.550 og Íslandsbanki 133.740.
    Allir aðilar buðu að sömu einingarverð gætu gilt varðandi aðra kröfuinnheimtu á vegum Fjallabyggðar.
    Bæjarráð leggur til að gengið verði að tilboði Landsbankans.

    Sólrún lagði fram tillögu um að veita greiðendum fasteignagjalda staðgreiðsluafslátt sem nemur 3%.
    Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til umfjöllunar í bæjarstjórn.
    Bókun fundar 431. fundur bæjarráðs 9. febrúar 2015, vísaði til bæjarstjórnar eftirfarandi tillögum í tengslum við álagningu fasteignagjalda 2016.

    a) Tekjuviðmið vegna afsláttar af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum hækki um 10% frá fyrra ári. Tekjuviðmið eru með því lægsta sem gerist í samanburði við nágrannasveitarfélög.
    b) Afsláttarprósenta vegna fasteignaskattsstyrks til félagasamtaka verði óbreytt 100%.
    c) Fjöldi gjalddaga verði átta, sem er óbreytt frá fyrra ári, frá 1. mars til 1. október og að nái álagning fateignagjalda á fasteign ekki 35.000 á gjaldanda, verði öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga.
    d) Í verðkönnun sem gerð var í tengslum við álagningu fasteignagjalda 2016, varðandi þóknun fyrir kröfuinnheimtu með greiðsluseðlum, tóku þátt Landsbanki, Íslandsbanki og Arion banki.
    Bæjarráð leggur til að gengið verði að tilboði Landsbankans.
    e) Tillaga um að veita greiðendum fasteignagjalda staðgreiðsluafslátt sem nemur 3%.

    Til máls tóku Gunnar I. Birgisson, Sólrún Júlíusdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir, Helga Helgadóttir og Steinunn María Sveinsdóttir.

    Sólrún Júlíusdóttir óskaði að eftirfarandi yrði bókað:
    "Í ljósi þess að fasteignagjöld á íbúa Fjallabyggðar hækka skv. fjárhagsáætlun um 8%, þá legg ég til að reynt verði að koma til móts við íbúa með því að gefa 3% staðgreiðsluafslátt af fasteignagjöldum, gegn því að gert sé upp með einni greiðslu á fyrsta mánuði. Þetta ætti væntanlega ekki að leiða af sér aukin útgjöld fyrir bæjarsjóð, þar sem bæjarsjóður mun fá vaxtatekjur af fyrirframgreiddum fasteignagjöldum, auk þess sem sparnaður verður í þjónustugjöldum hjá viðskiptabanka, vegna mánaðarlegra þjónustugjalda".

    Tillaga a) samþykkt með 7 atkvæðum.
    Tillaga b) samþykkt með 7 atkvæðum.
    Tillaga c) samþykkt með 7 atkvæðum.
    Tillaga d) samþykkt með 7 atkvæðum.
    Tillaga e) var felld með 5 atkvæðum gegn atkvæði Sólrúnar Júlíusdóttur. Ríkharður Hólm Sigurðsson sat hjá.

    Tillaga Steinunnar Maríu Sveinsdóttur um að vísa tillögu um staðgreiðsluafslátt af fasteignagjöldum til gerðar fjárhagsáætlunar 2017, var samþykkt með 5 atkvæðum. Ríkharður Hólm Sigurðsson og Sólrún Júlíusdóttir sátu hjá.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 431. fundur - 9. febrúar 2016 Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit desember 2015.

    Óendurskoðuð rekstrarniðurstaða Fjallabyggðar fyrir árið 2015, er 37,3 milljónum betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir, 185,2 millj. í tekjur umfram gjöld, í stað 147,9 millj. Tekjur eru 117,1 millj. hærri en áætlun, gjöld 78,7 millj. hærri og fjármagnsliðir 1,1 millj. hærri.
    Bókun fundar Afgreiðsla 431. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 431. fundur - 9. febrúar 2016 Starfshópnum var ætlað að kortleggja grunnþætti í starfsemi framhaldsskólanna svo sem mannauð og námsframboð og leggja fram sameiginlega tillögu um framtíð framhaldskólastarfs á svæðinu.
    Hópurinn hefur nú lokið störfum sínum og skilað skýrslu til ráðherra.

    Skýrsla lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.
    Afgreiðsla 431. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 431. fundur - 9. febrúar 2016 Lagt fram svar Ofanflóðanefndar, dagsett 2. febrúar 2016, er varðaði erindi Fjallabyggðar dagsett 25. nóvember 2015 um skemmdir á mannvirkjum á Siglufirði í hamfaraúrhelli 28. ágúst 2015.

    Ofanflóðanefnd telur ekki forsendur vera til frekari aðkomu að kostnaði vegna viðgerða vegna tjóns sem varð á Hólavegi og Fossvegi á Siglufirði, umfram kr. 9,1 milljón.
    Jafnframt var óskað eftir gögnum vegna aðkeyptrar vinnu við hreinsun á suðursvæði í Siglufirði áður en afstaða yrði tekin til þess hluta erindis.

    Bæjarráð er ósátt við afgreiðslu Ofanflóðanefndar og felur bæjarstjóra að rita nefndinni bréf miðað við umræður í bæjarráði.
    Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 431. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 431. fundur - 9. febrúar 2016 Í erindi frá Neyðarlínunni er upplýst um áform í samstarfi við Ríkiskaup um rammasamningsútboðs vegna innkaupa á tetra farstöðvum.

    Sýni Fjallabyggð áhuga á að vera með í rammasamningsútboði þarf yfirlýsing að hafa borist fyrir 15. febrúar n.k.

    Samkvæmt munnlegri umsögn slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar Ámunda Gunnarssonar, er talið eðlilegt að Fjallabyggð verði með í útboði.

    Bæjarráð samþykkir að taka þátt í útboði um innkaup á tetra farstöðvum.
    Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að taka þátt í útboði um innkaup á tetra farstöðvum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 431. fundur - 9. febrúar 2016 Tekin til umfjöllunar styrkbeiðni Hestamannafélagsins Gnýfara. Láðst hafði að afgreiða styrkbeiðni við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2016.

    Sótt er um styrk vegna kaldavatnsinnstaks að Faxavöllum 9 miðað við 40mm inntak.
    2011 hafnaði bæjarráð samskonar beiðni frá félaginu.

    Bæjarráð samþykkir að taka erindið til umfjöllunar við fjárhagsáætlunargerð 2017.
    Bókun fundar Afgreiðsla 431. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 431. fundur - 9. febrúar 2016 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 431. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 431. fundur - 9. febrúar 2016 Í erindi formanns Almannavarnanefndar Eyjafjarðar, Höllu Bergþóru Björnsdóttur, dagsett 2. febrúar 2016, til Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, er lögð fram beiðni um gerð hættumats og áhættugreiningar vegna jarðskjálfta á starfsvæði Almannavarnanefndar Eyjafjarðar.

    Samskonar beiðni liggur fyrir frá Almannavarnarnefnd Þingeyinga.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 431. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 431. fundur - 9. febrúar 2016 Í tengslum við niðurskurð sem nú er fyrirhugaður hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar vill umboðsmaður barna með erindi sínu dagsettu 4. febrúar 2016, skora á sveitarfélög að virða Barnasáttmálann í störfum sínum og láta hagsmuni barna ganga framar hugsanlegum fjárhagslegum hagsmunum sveitarfélaga.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 431. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 431. fundur - 9. febrúar 2016 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis), 13. mál.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 431. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 431. fundur - 9. febrúar 2016 Lagt fram til kynningar talnaefni frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um skólahald í leik- og grunnskólum árið 2014.

    http://www.samband.is/verkefnin/rekstur-sveitarfelaga/utgefid-efni-og-skyrslur/skyrslur-og-onnur-utgafa/skolaskyrsla-2015/


    Bókun fundar Afgreiðsla 431. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 431. fundur - 9. febrúar 2016 Í erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 4. febrúar 2016, er minnt á stefnumörkun sambandsins fyrir þetta kjörtímabil, en þar segir að sambandið skuli hvetja og styðja sveitarfélögin í því að ná fram jafnrétti kynjanna í reynd. Með vísun til þess hyggst sambandið standa fyrir málþingi um jafnrétti í sveitarfélögum fimmtudaginn 31. mars og námskeiði daginn eftir.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 431. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 431. fundur - 9. febrúar 2016 KEA svf. hefur nýlega keypt 15,22% eignarhlut Akureyrarkaupstaðar í Tækifæri hf. og gerir Fjallabyggð og öðrum sveitarfélögum sambærilegt tilboð í þeirra hlut, með bréfi dagsettu 2. febrúar 2016.

    Um er að ræða 0,29% af útgefnu hlutafé Tækifæris hf. og hljóðar tilboðið upp á kr. 2.197.749,-.

    Bæjarráð samþykkir tilboð KEA svf. og felur bæjarstjóra að undirrita framangreint tilboð.

    Jafnframt liggur fyrir að Fjallabyggð hefur ekki áhuga á að nýta sér forkaupsrétt í bréf Akureyrarkaupstaðar í Tækifæri hf.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tilboð KEA svf. í 0,29% eignarhlut Fjallabyggðar af útgefnu hlutafé Tækifæris hf. að upphæð kr. 2.197.749,-.

    Bæjarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða með 7 atkvæðum að nýta sér ekki forkaupsrétt í bréf Akureyrarkaupstaðar í Tækifæri hf.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 431. fundur - 9. febrúar 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Eyþings frá 276. fundi, 13. janúar, 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 431. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 431. fundur - 9. febrúar 2016 Lagðar fram til kynningar eftirfarandi fundargerðir:

    Fræðslu- og frístundanefnd 24. fundur, 8. febrúar 2016.
    Skipulags- og umhverfisnefnd 197. fundur, 8. febrúar 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 431. fundar bæjarráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Atvinnumálanefnd - 13. fundur - 20. janúar 2016

Málsnúmer 1601006FVakta málsnúmer

  • 4.1 1501053 Fyrirtækjaheimsóknir
    Atvinnumálanefnd - 13. fundur - 20. janúar 2016 Fundurinn hófst með heimsókn á Hótel Brimnes. Atvinnumálanefnd þakkar rekstraraðilum góðar móttökur og kynningu á fyrirtækinu. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 4.2 1601064 Nýting hafnarmannvirkja í Fjallabyggð
    Atvinnumálanefnd - 13. fundur - 20. janúar 2016 Atvinnumálanefnd leggur til við hafnarstjórn og bæjarráð að farið verði af stað með vinnu þar sem kannaðir verði möguleikar á aukinni nýtingu hafnarmannvirkja í Fjallabyggð. Haldinn verði opinn fundur um nýtingu hafnarmannvirkjanna þar sem málefnið verður rætt og í kjölfarið skipaður vinnuhópur sem tekur saman og vinnur úr tillögunum. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 4.3 1601065 Stefnumótun ferðaþjónustu í Fjallabyggð
    Atvinnumálanefnd - 13. fundur - 20. janúar 2016 Atvinnumálanefnd leggur til við bæjarráð og óskar jafnframt eftir umsögn skipulags- og umhverfisnefndar á því að fram fari fagleg umræða um stefnumótun í ferðaþjónustu í Fjallabyggð og hvort ekki sé rétt að tengja þá vinnu við endurskoðun eða breytingar á Aðalskipulagi sveitarfélagsins. Leggur nefndin jafnframt til að næsta atvinnumálaþing verði ferðaþjónusta til umræðu. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 4.4 1407005 Fundagerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 2014 og 2015
    Atvinnumálanefnd - 13. fundur - 20. janúar 2016 Fundargerðir stjórnar AFE nr. 182, 183 og 184 lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 95. fundur - 21. janúar 2016

Málsnúmer 1601007FVakta málsnúmer

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 95. fundur - 21. janúar 2016 Deildarstjóri gerði félagsmálanefnd grein fyrir stöðu samstarfs við Dalvíkurbyggð í málefnum fatlaðra og helstu verkefnum sem fram undan eru. Bókun fundar Afgreiðsla 95. fundar félagsmálanefndar staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 95. fundur - 21. janúar 2016 Lögð fram tillaga deildarstjóra um að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar hækki um 2% frá og með 1. mars næstkomandi. Bókun fundar Afgreiðsla 95. fundar félagsmálanefndar staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 95. fundur - 21. janúar 2016 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 95. fundar félagsmálanefndar staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 95. fundur - 21. janúar 2016 Erindi samykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 95. fundar félagsmálanefndar staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 95. fundur - 21. janúar 2016 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 95. fundar félagsmálanefndar staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 95. fundur - 21. janúar 2016 Deildarstjóri kynnti tillögu að viljayfirlýsingu Fjallabyggðar og Heilbrigðisstofnunar Norðurlands um samstarf heimaþjónustu og heimahjúkrunar.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Til máls tóku Gunnar I. Birgisson og S. Guðrún Hauksdóttir.
    Afgreiðsla 95. fundar félagsmálanefndar staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 95. fundur - 21. janúar 2016 Lagt fram rekstraryfirlit félagsþjónustu fyrir tímabilið janúar - nóvember 2015. Rauntölur, 106.168.855 kr. Áætlun, 94.386.714 kr. Mismunur; -11.782.142 kr. Bókun fundar Afgreiðsla 95. fundar félagsmálanefndar staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 95. fundur - 21. janúar 2016 Velferðarráðuneytið hefur tilkynnt að uppreiknuð viðmiðunarfjárhæð vegna eignamarka við útreikning húsaleigubóta 2016 er kr. 7.124.000.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 95. fundar félagsmálanefndar staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 95. fundur - 21. janúar 2016 Fundargerð úthlutunarhóps frá 20.11.2015, lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 95. fundar félagsmálanefndar staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Ungmennaráð Fjallabyggðar - 11. fundur - 21. janúar 2016

Málsnúmer 1601003FVakta málsnúmer

  • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 11. fundur - 21. janúar 2016 Fundarmenn komu með spurningar til að setja í væntanlega könnun.
    Umræður urðu um félagslífið í félagsmiðstöðinni og einnig kom fram að Haukur Orri er að fara á fund hjá Ungmennaráði UMFÍ á föstudag, en hann var valinn af umsækjendum víða af landinu. Enginn kostnaður verður af ferðum Hauks Orra á þessa fundi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar ungmennaráðs staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 23. fundur - 25. janúar 2016

Málsnúmer 1601010FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 23. fundur - 25. janúar 2016 Á fundinn mætti Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar. Hún ásamt Kristni J. Reimarssyni deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála kynntu niðurstöður úr ytra mati sem framkvæmt var af sérfræðingum Menntamálastofnunar í október sl.
    Markmið mats og eftirlits með gæðum starfs í grunnskólum er samkvæmt 35. grein laga um grunnskóla nr. 91/2008 að:
    - Veita upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólk skóla, viðtökuskóla, foreldra og nemenda.
    - Tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár grunnskóla.
    - Auka gæði náms og skólastarfs og stuðla að umbótum.
    - Tryggja að réttindi nemenda séu virt og að þeir fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á samkvæmt lögum.

    Við úttekt á skólastarfi ert horft til þriggja fyrirfram ákveðna matsþátta; stjórnun, nám og kennsla og innra mat. Fjórði þátturinn er að ósk skóla og sveitarfélags og í Fjallabyggð var skoðaður matsþátturinn skóli án aðgreiningar.

    Í grófum dráttum er niðurstaða þessa ytra mats að Grunnskóli Fjallabyggðar er skóli þar sem nemendum og starfsfólki líður vel, umhyggja er sýnileg og lögð er rækt við að sinna hegðum og samskiptum en efla þarf árangur í námi, setja fram hvert á að stefna og gera kröfur til allra.

    Í skýrslu matsaðila er bent á fjölmarga þætti innan hvers matsþáttar sem tækifæri til umbóta í skólastarfi.

    Jónína greindi frá þeirri vinnu sem þegar er komin í gang með gerð umbótaáætlunar sem skila þarf inn til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Kynningarfundir með foreldrum verða 3. og 4. febrúar nk. Vill nefndin hvetja foreldra til að taka virkari þátt í skólastarfi.
    Bókun fundar Til máls tóku Gunnar I. Birgisson, S. Guðrún Hauksdóttir, Kristinn Kristjánsson, Helga Helgadóttir og Steinunn María Sveinsdóttir.
    Afgreiðsla 23. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 23. fundur - 25. janúar 2016 Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar kynnti Símenntunaráætlun skólans fyrir skólaárið 2015 - 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 23. fundur - 25. janúar 2016 Bæjaryfirvöldum í Fjallabyggð hefur borist áskorun frá foreldum, sem eru með börn á biðlista, um að þau fái úthlutað plássi við leikskólann Leikskála Siglufirði í byrjun maí en þá eru börnin að ná 12 mánaða aldri. Um er að ræða fjögur börn. Fyrir liggur að leikskólinn er fullsetinn og útilokað að taka inn fleiri börn á þessum tíma einnig í ljósi þess að þrengt verður að starfsemi skólans þegar framkvæmdir við stækkun hans fara í gang með vorinu.

    Lagt var fram minnisblað deildarstjóra, fræðslu-, frístunda- og menningarmála með hugslegum lausnarleiðum. Nefndin leggur til við bæjarráð að foreldrum verði boðið tímabundið pláss á leikskólanum Leikhólum Ólafsfirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 23. fundur - 25. janúar 2016 Lagt fram til kynningar bréf frá Samstarfshópi um Dag leikskólans þar sem vakin er athygli á því að Dagur leikskólans verði haldin hátíðlegur í 9. seinn þann 5. febrúar eða daginn fyrir hinn raunverulega Dag leikskólans sem er 6. febrúar og ber nú upp á laugardag.
    Jafnframt er vakin athygli á því að haldin verður samkeppni um tónlistarmyndband og hvatningarverðlaunin Orðsporið sem verða veitt í fjórða sinn, að þessu sinni þeim sem þykja hafa skarað fram úr við að fjölga karlmönnum sem hafa leyfisbréf til kennslu í leikskóla.
    Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 23. fundur - 25. janúar 2016 Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar - nóvember. Fræðslu- og uppeldismál: Rauntölur, 592.176.335 kr. Áætlun, 620.398.700 kr. Mismunur; 28.222.365 kr. Æskulýðs- og íþróttamál: Rauntölur, 216.515.795 kr. Áætlun 226.261.100 kr. Mismunur; 9.745.305 kr. Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

8.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 24. fundur - 8. febrúar 2016

Málsnúmer 1602001FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 24. fundur - 8. febrúar 2016 Lögð fram áætlun um vinnu við endurskoðun á Frístundastefnu Fjallabyggðar. Nefndin tekur jákvætt í framlagða áætlun og fagnar því að farið verði í þessa vinnu. Nefndin skipar Hilmar Þór Hreiðarsson sem sinn fulltrúa í væntanlegum vinnuhópi. Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 24. fundur - 8. febrúar 2016 Á fundinn mættu Magnús Ólafsson skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar, Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Olga Gísladóttir, skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Hugborg Inga Harðardóttir áheyrnarfulltrúi foreldra við Grunnskóla Fjallabyggðar, Katrín Sif Andersen áheyrnarfulltrúi foreldra við Leikskóla Fjallabyggðar og Sigurlaug Guðjónsdóttir áheyrnarfulltrúi starfsmanna við Grunnskóla Fjallabyggðar.
    Magnús Ólafsson kynnti starfsáætlun tónskólans fyrir veturinn 2015 - 2016. Fræðslu- og frístundanefnd staðfestir starfsáætlun tónskólans en vill þó vekja athygli á því að samræma þurfi betur skóladagatal við dagatal leik- og grunnskóla.
    Bókun fundar Til máls tóku Kristinn Kristjánsson og S. Guðrún Hauksdóttir.
    Afgreiðsla 24. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 24. fundur - 8. febrúar 2016 Lögð fram áætlun um vinnu við endurskoðun á fræðslustefnu Fjallabyggðar. Nefndin fagnar því að farið verði í þessa vinnu og skipar Sæbjörgu Ágústsdóttur til að vera fulltrúi nefndarinnar í væntanlegum vinnuhópi. Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 24. fundur - 8. febrúar 2016 Jónína Magnúsdóttir fór yfir endurskoðaða starfsáætlun fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar veturinn 2015 - 2016. Fræðslu- og frístundanefnd staðfestir starfsáætlun grunnskólans. Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 24. fundur - 8. febrúar 2016 Jónína Magnúsdóttir kynnti helstu niðurstöður úr nemendakönnun Skólapúlsins sem lagðar voru fyrir nemendur í október. Annars vegar er um að ræða niðurstöður fyrir 8. - 10. bekk og hins vegar fyrir 6. - 7. bekk. Könnunin er liður í sjálfsmati skólans og er ætlað að fylgjast með og bæta innra starf skólans. Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 24. fundur - 8. febrúar 2016 Afgreiðslu þessa erindis var frestað á fundi nr. 20 í sept. 2015. Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarráð að reglur um niðurgreiðslu á rútufargjaldi fyrir framhalds- eða háskólanema frá 2013 verði afnumdar þar sem nemendur eiga rétt á akstursstyrk frá LÍN. Akstursstyrkur er ætlaður þeim nemendum sem sækja skóla frá lögheimili þ.e. keyra daglega í skólann frá lögheimili sínu. Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 24. fundur - 8. febrúar 2016 Lögð fram umsókn um tímabundna námsvist grunnskólanema utan lögheimilissveitarfélags.
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 24. fundur - 8. febrúar 2016 Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar - desember 2015. Fræðslu- og uppeldismál: Rauntölur, 664.059.549 kr. Áætlun, 686.097.000 kr. Mismunur; 22.037.451 kr. Æskulýðs- og íþróttamál: Rauntölur, 246.563.976 kr. Áætlun 249.009.000 kr. Mismunur; 2.445.024 kr. Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

9.Starfshópur um málefni Menntaskólans á Tröllaskaga MTR - 1. fundur - 25. janúar 2016

Málsnúmer 1601012FVakta málsnúmer

  • 9.1 1601094 Nýbygging við Menntaskólann á Tröllaskaga
    Starfshópur um málefni Menntaskólans á Tröllaskaga MTR - 1. fundur - 25. janúar 2016 Aðstöðu vantar í skólann fyrir félagsaðstöðu fyrir nemendur, mataraðstöðu nemenda og kennara, fundaraðstöðu og geymslur (fjölnota sal). Farið yfir mögulega nýtingu á salnum og skólameistara falið að koma með hugmyndir stjórnenda skólans að nýtingu, út frá þarfagreiningu innan skólans eftir ca tvær vikur. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar starfshóps um málefni MTR staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 9.2 1601095 Viðhald - Menntaskólinn á Tröllaskaga
    Starfshópur um málefni Menntaskólans á Tröllaskaga MTR - 1. fundur - 25. janúar 2016 Farið yfir viðhald á Menntaskólanum. Fyrir liggur að ljúka við hluta viðhalds á gluggum og fara í endurnýjun þaks í sumar. Viðhald glugga verður lokið á næsta ári. Salernisaðstaða fyrir starfsfólk og nemendur verður lagfærð árið 2017. Skoðað verður nánar innan skólans hvort þörf sé á frekari endurbótum. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar starfshóps um málefni MTR staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

10.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 196. fundur - 27. janúar 2016

Málsnúmer 1601009FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 196. fundur - 27. janúar 2016 Lagt fram að nýju erindi áhugamannahóps um Jólabæinn Ólafsfjörð ásamt nánari útskýringum á hugmynd hópsins.

    Á 194.fundi nefndarinnar óskaði markaðs- og menningarnefnd eftir áliti skipulags- og umhverfisnefndar á tillögu hópsins um varanleg tréhús sunnan við Tjarnarborg, 8-10fm að stærð. Nefndin tók vel í þá hugmynd að notast yrði við stærri hús á þessum stað en ekki að þau yrðu varanleg þar sem það myndi rýra notagildi svæðisins. Lögð fram afstöðumynd af svæðinu og tillögu hópsins að staðsetningu og umfangi húsanna.

    Nefndin mun fjalla um málið við gerð næstu fjárhagsáætlunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 196. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 196. fundur - 27. janúar 2016 Lögð fram að nýju tillaga tæknideildar að hönnun tjaldsvæðis í Ólafsfirði.

    Tæknifulltrúa falið að koma með tvær tillögur að staðsetningu grillaðstöðu á næsta fund nefndarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 196. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 196. fundur - 27. janúar 2016 Atvinnumálanefnd óskar eftir umsögn skipulags- og umhverfisnefndar á því að fram fari fagleg umræða um stefnumótun í ferðaþjónustu í Fjallabyggð og hvort ekki sé rétt að tengja þá vinnu við endurskoðun á Aðalskipulagi sveitarfélagsins.

    Skipulagsnefnd mun hafa ferðamál í öndvegi við gerð endurskoðun aðalskipulags. Nefndin óskar eftir því að tæknifulltrúi geri grein fyrir vinnu við endurskoðun aðalskipulags, m.a. við stöðu ferðamála á næsta fundi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 196. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 196. fundur - 27. janúar 2016 Umræða tekin í nefndinni um að hefja vinnu við deiliskipulag miðbæjar Siglufjarðar. Lagðar voru fram þrjár útfærslur af lagfærðum gatnamótum Gránugötu, Snorragötu og Suðurgötu. Bókun fundar Afgreiðsla 196. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 196. fundur - 27. janúar 2016 Lagðar fram teikningar og umsókn um byggingarleyfi við Aðalgötu 10 á Siglufirði, f.h. Joachim ehf. Sótt er um leyfi fyrir breytingum á innra skipulagi.

    Erindi samþykkt og deildarstjóra tæknideildar falið að sjá um eftirlit með framkvæmdinni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 196. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 196. fundur - 27. janúar 2016 Lagt fram erindi húseiganda við Hverfisgötu 3, Siglufirði. Óskað er eftir stækkun lóðar sem nemur óúthlutuðu landi milli lóðanna Hverfisgötu 1, Hverfisgötu 3, Lindargötu 12 og Lindargötu 14. Umrætt svæði hefur hingað til verið afmarkað sem hluti lóðarinnar Hverfisgötu 3 og í umsjá fyrrverandi og núverandi húseiganda.

    Erindi samþykkt og tæknifulltrúa falið að ganga frá nýjum lóðarleigusamningi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 196. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 10.7 1509094 Gjaldskrár 2016
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 196. fundur - 27. janúar 2016 Lögð fram gjaldskrá vatnsveitu í Fjallabyggð. Breyting er gerð á notkunargjaldi skv. 6.grein gjaldskrárinnar, það hækkar um 4,5% í samræmi við fjárhagsáætlun fyrir 2016. Önnur gjöld í gjaldskránni miðast við byggingarvísitölu. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum gjaldskrá fyrir vatnsveitu í Fjallabyggð.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 196. fundur - 27. janúar 2016 Frumdrög að hönnun skólalóðar við Tjarnarstíg lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 196. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 196. fundur - 27. janúar 2016 Lagt fram til kynningar samkomulag um skil á lóðinni Hvanneyrarbraut 27 til Fjallabyggðar. Bókun fundar Afgreiðsla 196. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 196. fundur - 27. janúar 2016 Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir nóvember 2015.

    Niðurstaða fyrir hreinlætismál er 12 millj. kr. sem er 68% af áætlun tímabilsins sem var 17,5 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir skipulags- og byggingarmál er 14,5 millj. kr. sem er 63% af áætlun tímabilsins sem var 23,1 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir umferðar- og samgöngumál er 102 millj. kr. sem er 97% af áætlun tímabilsins sem var 105,2 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir umhverfismál er 46,8 millj. kr. sem er 90% af áætlun tímabilsins sem var 52 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir eignasjóð er -129,7 millj. kr. sem er 115% af áætlun tímabilsins sem var -112,3 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir þjónustumiðstöð er 16,9 millj. kr. sem er 50% af áætlun tímabilsins sem var 33,7 millj. kr.

    Niðurstaða fyrir veitustofnun er -25,9 millj. kr. sem er 76% af áætlun tímabilsins sem var -33,9 millj. kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 196. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

11.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 197. fundur - 8. febrúar 2016

Málsnúmer 1602003FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 197. fundur - 8. febrúar 2016 Í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 var auglýst breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 ásamt umhverfisskýrslu vegna deiliskipulags Leirutanga, með athugasemdafresti frá 20.október -1.desember 2015 þar sem áfram er gert ráð fyrir athafnasvæði á lóð Bás ehf. við Egilstanga 1 í samræmi við gildandi lóðarleigusamning.
    Umsögn barst frá Vegagerðinni dagsett 12.nóvember 2015 sem gerði ekki athugasemd við skipulagstillöguna. Umsögn barst einnig frá Umhverfisstofnun, sem tekur undir breytingarnar og telur þær jákvæðar. Ein athugasemd barst frá Bás ehf. 30.nóvember 2015.
    Nefndin óskaði eftir aðkomu bæjarstjóra og bæjarráðs vegna málsins. Bæjarstjóra var falið að kalla eftir lögfræðiáliti.
    Lagt fram lögfræðiálit Hjörleifs B. Kvaran hjá Nordik lögfræðiþjónustu.

    Nefndin leggur til að auglýst breyting á Aðalskipulagi Fjallbyggðar 2008-2028 verði samþykkt af bæjarstjórn og afgreidd í samræmi við 32.gr skipulagslaga nr.123/2010.
    Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum breytingu á Aðalskipulagi Fjallbyggðar 2008-2028 með vísan í 32. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 197. fundur - 8. febrúar 2016 Í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 var auglýst tillaga að deiliskipulagi Leirutanga ásamt umhverfisskýrslu, með athugasemdafresti frá 20.október -1.desember 2015. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun sem gerðu ekki athugasemdir við skipulagstillöguna né umhverfismat hennar. Ein athugasemd barst frá Bás ehf. 30.nóvember 2015.
    Nefndin óskaði eftir aðkomu bæjarstjóra og bæjarráðs vegna málsins. Bæjarstjóra var falið að kalla eftir lögfræðiáliti.
    Lagt fram lögfræðiálit Hjörleifs B. Kvaran hjá Nordik lögfræðiþjónustu.
    Samkvæmt auglýstri tillögu að deiliskipulagi er lóð Bás ehf., Egilstangi 1, í samræmi við þinglýstan lóðarleigusamning.

    Nefndin leggur til eftirfarandi breytingar á deiliskipulagstillögunni:
    Á athafnalóð við Egilstanga 1 er notkun byggingar ekki tilgreind, almenn bílastæði og jarðmön eru færð út fyrir lóðarmörk. Mótun víkur er lagfærð með aukinni fjarlægð frá lóð Egilstanga 5.
    Annað í áður auglýstu deiliskipulagi verði óbreytt.

    Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum breytingu á deiliskipulagi Leirutanga, Siglufirði, með vísan í 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 197. fundur - 8. febrúar 2016 Á síðasta fundi óskaði nefndin eftir að tæknifulltrúi kæmi með nýjar tillögur að staðsetningu grillsvæðis á tjaldsvæðinu í Ólafsfirði. Lagðar fram þrjár nýjar tillögur.

    Nefndin samþykkir framlagða tillögu númer 3.
    Bókun fundar Afgreiðsla 197. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 197. fundur - 8. febrúar 2016 Lögð fram byggingarleyfisumsókn ásamt aðaluppdrætti fyrir hönd Aðalbakarans ehf. við Aðalgötu 28 Siglufirði. Óskað er eftir leyfi fyrir 70,46fm viðbyggingu norðan við húsið sem mun koma í stað tveggja gáma sem staðsettir eru þar í dag.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 197. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 197. fundur - 8. febrúar 2016 Lögð fram byggingarleyfisumsókn frá Rúnari Marteinssyni vegna Gránugötu 13b Siglufirði. Óskað er eftir leyfi fyrir 241 fm viðbyggingu suður af núverandi húsnæði.

    Nefndin felur tæknideild að grenndarkynna tillöguna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 197. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 197. fundur - 8. febrúar 2016 Á síðasta fundi óskaði nefndin eftir því að að tæknifulltrúi gerði grein fyrir vinnu við endurskoðun aðalskipulags. Lögð fram til kynningar staða verkefnisins. Bókun fundar Afgreiðsla 197. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 127. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

12.Kosningar í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum

Málsnúmer 1406011Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum breytingu á áheyrnarfulltrúa B-lista í atvinnumálanefnd.
Jón Valgeir Baldursson verður áheyrnarfulltrúi í stað Kolbrúnar Bjarnardóttur.

13.Framtíðarstaðsetning Reykjavíkurflugvallar

Málsnúmer 1602035Vakta málsnúmer

Til máls tóku Steinunn María Sveinsdsóttir, Gunnar I. Birgisson og Kristinn Kristjánsson.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum eftirfarandi:

Bæjarstjórn Fjallabyggðar tekur undir bókun bæjarstjórnar Akureyrar sem samþykkt var þann 2. febrúar sl., þar sem skorað er á ríkisstjórn Íslands og borgarstjórn Reykjavíkur að tryggja óskerta starfsemi Reykjavíkurflugvallar, a.m.k. þar til að jafngóð eða betri lausn finnst svo ekki verði dregið úr öryggi íbúa landsbyggðanna.

Bókunin er eftirfarandi:

"Bæjarstjórn Akureyrar skorar á ríkisstjórn Íslands og borgarstjórn Reykjavíkur að tryggja óskerta starfsemi Reykjavíkurflugvallar og tryggja þar með öryggishagsmuni íbúa landsbyggðanna, a.m.k. þangað til jafngóð eða betri lausn finnst. Það er með öllu ólíðandi að dregið verði úr öryggi sjúklinga og slasaðra sem þurfa að komast með hraði á Landspítalann þar sem staðsett er sérhæfð þjónusta s.s. hjartaþræðingar, heila- og taugaskurðlækningar og vökudeild.

Árið 2015 voru 752 einstaklingar fluttir í sjúkraflugi þar af rúmlega 85% með flugvélum Mýflugs og tæplega 15% með þyrlum Landhelgisgæslunnar.

Því miður er óraunhæft að ætla að í náinni framtíð skapist þær aðstæður í íslenskri heilbrigðisþjónustu að ekki verði þörf á að koma mörgum af erfiðustu tilfellunum sem koma upp á landsbyggðunum á Landspítalann við Hringbraut.

Mikilvægt er að aðgengi íbúa landsbyggðanna að öflugustu heilbrigðisþjónustu landsmanna sé tryggt".

Fundi slitið.