Bæjarstjórn Fjallabyggðar

116. fundur 27. maí 2015 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson forseti bæjarstjórnar, F-lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi, B lista
  • Kristinn Kristjánsson bæjarfulltrúi, F lista
  • Kristjana Rannveig Sveinsdóttir bæjarfulltrúi, S lista
  • Ásgeir Logi Ásgeirsson varabæjarfulltrúi, D lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Forseti setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Allir aðalfulltrúar voru mættir að undanskilinni Helgu Helgadóttur sem boðaði forföll. Í hennar stað mætti Ásgeir Logi Ásgeirsson.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 391. fundur - 5. maí 2015

Málsnúmer 1505003FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 391. fundur - 5. maí 2015 Tilboð voru opnuð í endurnýjun Lækjargötu Siglufirði og fráveitu Snorragötu Siglufirði, í Ráðhúsi Fjallabyggðar, mánudaginn 4. maí.
    Eitt tilboð barst, frá Bás ehf. að upphæð kr. 40.421.952,-.
    Kostnaðaráætlun: 47.697.500,-.

    Deildarstjóri tæknideildar leggur til að samið verði við Bás ehf.

    Bæjarráð samþykkir að samið verði við Bás ehf.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að semja við Bás ehf um endurnýjun Lækjargötu Siglufirði.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 391. fundur - 5. maí 2015 Lagt fram kauptilboð í Bylgjubyggð 57, Ólafsfirði.
    Bæjarráð samþykkir að gera tilboðsgjafa gagntilboð.

    Jafnframt samþykkir bæjarráð að veita deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála umboð til að ganga frá sölunni á þeim forsendum sem fram komu á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 391. fundar bæjarráðs staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 392. fundur - 11. maí 2015

Málsnúmer 1505007FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 392. fundur - 11. maí 2015 Á fund bæjarráðs kom íþrótta- og tómstundafulltrúi, Haukur Sigurðsson.
    Farið var yfir drög að þjónustu og rekstrarsamningi við Knattspyrnufélag Fjallabyggðar.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir samantekt á beinum og óbeinum styrkjum miðað við fjárhagsáætlun 2015, áður en samningur verður afgreiddur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 392. fundar bæjarráðs staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 392. fundur - 11. maí 2015 Umfjöllun bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál. Bókun fundar Afgreiðsla 392. fundar bæjarráðs staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 392. fundur - 11. maí 2015 Á 390. fundi bæjarráðs, 28. apríl 2014, var lagt fram kauptilboð í Bylgjubyggð 55, Ólafsfirði.
    Bæjarráð samþykkti að gera tilboðsgjafa gagntilboð.

    Jafnframt samþykkti bæjarráð að veita deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála umboð til að ganga frá sölunni á þeim forsendum sem fram komu á fundinum.
    Nú lagt fram samþykkt kauptilboð m. fv. um samþykki bæjarráðs.

    Bæjarráð samþykkir tilboðið.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkti samhljóða tilboð í húseignina Bylgjubyggð 55 Ólafsfirði.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 392. fundur - 11. maí 2015 Á 15. fundi markaðs- og menningarnefndar var samningur við Félag um Síldarævintýri á Siglufirði lagður fram til kynningar.
    Markaðs- og menningarnefnd gerði ekki athugasemdir við samninginn og leggur til við bæjarráð að hann verði samþykktur.

    Bæjarráð samþykkir samninginn.
    Bókun fundar Til máls tók Ásgeir Logi Ásgeirsson.
    Bæjarstjórn samþykkti samhljóða samning við Félag um Síldarævintýrið á Siglufirði.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 392. fundur - 11. maí 2015 Lagt fram minnisblað bæjarstjóra, dagsett 6. maí 2015, vegna fundar sem hann ásamt deildarstjóra tæknideildar átti með forsvarsmönnum Norðurorku er varðaði:
    Skeggjabrekku og Golfklúbb Ólafsfjarðar,
    heitt vatn í sundlaugar og
    umsókn Norlandia á Ólafsfirði um að fá að bora fyrir heitu vatni.

    Bæjarráð óskar eftir því að stjórn Golfklúbbs Ólafsfjarðar veiti umsögn um samkomulag við Norðurorku.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að senda erindi til stjórna Norðurorku og Rarik vegna lækkunar á verði heits vatns í sundlaugar bæjarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 392. fundar bæjarráðs staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 392. fundur - 11. maí 2015 Umfjöllun bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál. Bókun fundar Undir þessum lið vék Sólrún Júlíusdóttir af fundi.
    Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum umfjöllun um málið.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 392. fundur - 11. maí 2015 Boðað er til aðalfundar Málræktarsjóðs 12. júní n.k. í Reykjavík.

    Fjallabyggð hyggst ekki nýta sér þann rétt að tilnefna aðalfulltrúa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 392. fundar bæjarráðs staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 392. fundur - 11. maí 2015 Í erindi Skeljungs, frá 28. apríl 2015, kemur fram að félaginu hugnist ekki sú staðsetning sem stungið var upp á og óskað eftir fundi með fulltrúum Fjallabyggðar vegna málsins.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að boða fulltrúa Skeljungs á fund.
    Bókun fundar Afgreiðsla 392. fundar bæjarráðs staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 392. fundur - 11. maí 2015 Í tengslum við drög að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi fer verkefnisstjórn þess á leit við þær sveitarstjórnir sem hlut eiga að máli að þær taki svæðisáætlunardrögin til umfjöllunar og samþykki að fela verkefnisstjórn að auglýsa áætlunina fyrir hönd sveitarstjórna.
    Jafnframt verði verkefnisstjórninni falið að taka við athugasemdum sem berast á umsagnartíma, vinni úr þeim og rökstyðji afgreiðslu þeirra og sendi síðan endanlega tillögu að svæðisáætlun með áorðnum breytingum, til sveitarstjórnar til endanlegrar staðfestingar.

    Bæjarráð samþykkir ofangreindan hátt á afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 392. fundar bæjarráðs staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 392. fundur - 11. maí 2015 Lagt fram til umsagnar frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli, 361. mál.

    Bæjarráð leggur áherslu á að skipan skipulags- og mannvirkjamála á Reykjavíkurflugvelli verði í höndum innanríkisráðherra eins og fram kemur í frumvarpinu.
    Með þeim hætti verði hagsmunir landsbyggðarinnar best tryggðir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 392. fundar bæjarráðs staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 392. fundur - 11. maí 2015 Lagt fram til umsagnar frá Velferðarnefnd Alþingis, frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum (réttarstaða leigjanda og leigusala), 696. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 392. fundar bæjarráðs staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 392. fundur - 11. maí 2015 Lagt fram til umsagnar frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, 703. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 392. fundar bæjarráðs staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 392. fundur - 11. maí 2015 Lagt fram til umsagnar frá Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, tillögur til þingsályktunar um undirbúning að gerð þjóðhagsáætlana til langs tíma, 355. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 392. fundar bæjarráðs staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 392. fundur - 11. maí 2015 Lagt fram til kynningar aðalfundarboð Landskerfis bókasafna hf. 12. maí n.k. í Reykjavík ásamt ársreikningi félagsins og núgildandi samþykktum. Bókun fundar Afgreiðsla 392. fundar bæjarráðs staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 392. fundur - 11. maí 2015 Tekinn fyrir tölvupóstur, frá 6. maí 2015, þar sem framkvæmdastjóri SÍMEY leggur fram hugmynd að fyrirkomulagi stjórnarkjörs á ársfundi n.k. miðvikudag 13. maí nk.
    Borist hafa tilnefningar frá Fjallabyggð annars vegar og Eyjafjarðarsveit hins vegar, eða tvær tilnefningar í hvort sæti.

    Bæjarráð samþykkir framkomna hugmynd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 392. fundar bæjarráðs staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 392. fundur - 11. maí 2015 Lögð fram til kynningar fundargerð frá 29. apríl 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 392. fundar bæjarráðs staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 392. fundur - 11. maí 2015 Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Hornbrekku, 4. og 5. fundar 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 392. fundar bæjarráðs staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 392. fundur - 11. maí 2015 Fundargerð lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 392. fundar bæjarráðs staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 392. fundur - 11. maí 2015 Fundargerð lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 392. fundar bæjarráðs staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 392. fundur - 11. maí 2015 Fundargerð lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 392. fundar bæjarráðs staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 393. fundur - 21. maí 2015

Málsnúmer 1505008FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 393. fundur - 21. maí 2015 Á 392. fundi bæjarráðs, 11. maí 2015, var samþykkt að óska eftir samantekt á beinum og óbeinum styrkjum miðað við fjárhagsáætlun 2015, áður en samningur verður afgreiddur.

    Lagt fram yfirlit yfir áætlaðar upphæðir í fjárhagsáætlun Fjallabyggðar 2015 með tengingu við KF.
    Samtals eru áætlaðar upphæðir með beinum eða óbeinum hætti 27,2 milljónir kr.

    Bæjarráð leggur áherslu á að vandað sé til verka í tengslum við þjónustusamning bæjarfélagsins við KF um íþróttasvæði.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita fyrirliggjandi samninga við Knattspyrnufélag Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 393. fundar bæjarráðs staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 393. fundur - 21. maí 2015 Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar, Ármanns Viðar Sigurðssonar, þar sem tekið er undir bókun fræðslu- og frístundanefndar.
    Þar var lagt til að ef byggt yrði við ræktina í Ólafsfirði þá yrði valin leið A samkvæmt tillögu sem unnin var af teiknistofunni Víðihlíð 45.
    Einnig bendir deildarstjóri tæknideildar á að í kostnaðarmati sem gerð er á tillögum A og B þá er tillaga B lægri, en þar er ekki gert ráð fyrir að sprengja þurfi klöpp sem raunin er að þarf að gera. Við það myndi því kostnaður á tillögu B aukast að einhverju leyti.

    Bæjarráð samþykkir að vísa tillögum að viðbyggingu við líkamsræktina til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 393. fundar bæjarráðs staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 393. fundur - 21. maí 2015 183. fundur skipulags- og umhverfisnefndar vísaði staðfestingu á grenndarkynningu vegna fyrirhugaðra framkvæmda að Suðurgötu 47a til bæjarráðs.

    Bæjarráð samþykkir erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 393. fundar bæjarráðs staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 393. fundur - 21. maí 2015 á 16. fundi markaðs- og menningarnefndar, 7. maí 2015, var lögð fram skýrsla vinnuhóps um framtíðarsýn fyrir Menningarhúsið Tjarnarborg.
    Í skýrslunni er ítarleg greining á starfsemi hússins í dag, ásamt tillögu að nýrri gjaldskrá og tillögum til eflingar á starfsemi hússins.

    Markaðs- og menningarnefnd samþykkti tillögur vinnuhópsins um nýja gjaldskrá og vísaði henni og skýrslunni í heild sinni til umfjöllunar bæjarráðs.

    Bæjarráð samþykkir að vísa tillögum sem fram koma í skýrslu og gjaldskrá, til frekari umræðu í bæjarráði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 393. fundar bæjarráðs staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 393. fundur - 21. maí 2015 Lagðar fram til kynningar upplýsingar um kostnað við flutning á upplýsingamiðstöð yfir í bókasafnið í Ólafsfirði og ýmsa liði er tengjast upplýsingamiðstöðinni í bókasafninu á Siglufirði.

    Bæjarráð samþykkir að vísa kostnaðarupphæð 607 þúsund kr. til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 393. fundar bæjarráðs staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 393. fundur - 21. maí 2015 Rekstrarniðurstaða Fjallabyggðar fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2015, er 13,8 milljónum betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir, 29,9 millj. í stað 43,7 millj.
    Tekjur eru 23,6 millj. hærri en áætlun, gjöld 17,6 millj. hærri og fjárm.liðir 7,8 millj. lægri.
    Bókun fundar Afgreiðsla 393. fundar bæjarráðs staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 393. fundur - 21. maí 2015 Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir janúar til apríl 2015.

    Niðurstaðan fyrir heildina er 308,9 m.kr. sem er 102,6% af áætlun tímabilsins sem var 301,1 m.kr.
    Sumar deildir eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 13,3 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 5,4 m.kr.

    Nettóniðurstaða er því 7,9 m.kr. yfir áætlun tímabilsins.

    Bæjarráð óskar eftir því að deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála leggi fyrir næsta fund bæjarráðs tillögu að breytingu á launaáætlun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 393. fundar bæjarráðs staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 393. fundur - 21. maí 2015 Lagt fram til kynningar lánayfirlit pr. 30.4.2015 Bókun fundar Afgreiðsla 393. fundar bæjarráðs staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 393. fundur - 21. maí 2015 Á 391. fundi bæjarráðs, 5. maí 2015, var lagt fram kauptilboð í Bylgjubyggð 57, Ólafsfirði.
    Bæjarráð samþykkti að gera tilboðsgjafa gagntilboð.

    Jafnframt samþykkti bæjarráð að veita deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála umboð til að ganga frá sölunni á þeim forsendum sem fram komu á fundinum.

    Fyrir liggur niðurstaða í viðræðum við tilboðsgjafa.

    Bæjarráð samþykkir sölu fasteignarinnar samkvæmt forsendum niðurstöðu í viðræðum við tilboðsgjafa.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkti samhljóða tilboð í húseignina Bylgjubyggð 57 Ólafsfirði.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 393. fundur - 21. maí 2015 Lagt fram minnisblað bæjarstjóra, Gunnars I. Birgissonar og deildarstjóra tæknideildar Ármanns Viðars Sigurðssonar um ástand slitlags á götum Fjallabyggðar.
    Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir um 20 mkr. í viðhald gatna.

    Undirritaðir leggja til að fylgt verði 5 ára áætlun, þar sem 40 mkr. á ári sé ráðstafað til þessa málaflokks og því þarf 20 mkr. í viðbótar fjármagn á þessu ári.

    Í minnisblaði kemur fram tillaga um þær götur sem yrði farið í viðhald á þessu ári.

    Bæjarráð samþykkir að aukna fjárveitingu að upphæð 20 millj. kr. og vísar til gerðar viðaukatillögu.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að auka fjárveitingu vegna yfirlagna á malbiki í Fjallabyggð fyrir árið 2015.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 393. fundur - 21. maí 2015 Lagt fram bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dagsett 11. maí 2015 um stöðu og framtíð framhaldsskóla í Eyþingi.

    Bæjarráð Fjallabyggðar krefst þess að menntamálaráðherra láti af sínum áformum um sameiningu framhaldsskóla á Norðurlandi. Ekkert samráð hefur verið haft við bæjarráð Fjallabyggðar og er minnt á það að málefni framhaldsskólanna eru samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga, sem lagt hafa mikið á sig til þess að tryggja tilveru skólanna og möguleika þeirra til stækkunar.

    Menntaskólinn á Tröllaskaga (MTR) hefur frá upphafi sannað gildi sitt og vaxið og dafnað á þeim fimm árum sem hann hefur starfað eftir nýrri námskrá og útskrifar nemendur á þremur árum. MTR hefur með fjölbreyttu námsframboði og góðu samstarfi við fyrirtæki og stofnanir á svæðinu gert fólki á öllum aldri kleift að ljúka námi. Nái þessi áform fram að ganga óttast bæjarráð að menntunarstig svæðisins lækki og að almenn fólksfækkun verði.

    Ljóst er að rökin sem liggja til grundvallar ákvörðunar menntamálaráðherra eiga ekki við í tilfelli MTR. Rökstuðningur ráðherra byggir á því að bregðast þurfi við samdrætti á umfangi vegna fækkunar nemenda og að skólarnir verði sjálfbærir um stoðþjónustu og rekstur. Hvorugt á við um MTR enda hefur aðsókn í skólann aukist ár frá ári og rekstur skólans verið til fyrirmyndar.

    Bæjarráð Fjallabyggðar krefst þess að menntamálaráðherra láti af sínum áformum um sameiningu framhaldsskóla á Norðurlandi og fundi hið fyrsta með bæjarstjórn Fjallabyggðar um málið.
    Bókun fundar Til máls tóku Ásgeir Logi Ásgeirsson og Steinunn María Sveinsdóttir.
    Afgreiðsla 393. fundar bæjarráðs staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 393. fundur - 21. maí 2015 Lagt fram erindi frá Hundafélaginu Trölla, dagsett 30. apríl 2015, þar sem óskað er eftir því að bæjarfélagið hlutist til um að útbúa afgirt svæði fyrir hunda í Ólafsfirði, við sunnanverðan endann á gamla flugvellinum.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir að fulltrúi félagsins mæti á fund bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 393. fundar bæjarráðs staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 393. fundur - 21. maí 2015 UT-málþing sveitarfélaga verður haldið í Reykjavík þriðjudaginn 2. júní nk. Málþingið á erindi við bæði yfirstjórnendur, vefumsjónarmenn og þá sem annast rekstur upplýsingakerfa sveitarfélagsins.

    Bæjarráð samþykkir að fela markaðs- og menningarfulltrúa Kristni J. Reimarssyni að sækja málþingið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 393. fundar bæjarráðs staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 393. fundur - 21. maí 2015 Tekið fyrir erindi frá Logos lögmannsþjónustu, dagsett 8. maí 2015, um möguleg kaup og framtíðaráform varðandi íþróttamiðstöðina að Hóli, í Siglufirði.

    Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins þar til afstaða Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar liggur fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 393. fundar bæjarráðs staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 393. fundur - 21. maí 2015 Lögð fram tillaga Landssambands smábátaeigenda til að efla strandveiðar enn frekar. Hún byggir á því að bætt verði 2.000 tonnum við heildaraflaviðmiðun þeirra.
    LS leggur til að tillagan verði útfærð í þeirri þingsályktun sem sjávarútvegsráherra er skylt að leggja fyrir Alþingi fyrir þinglok nú í maí.

    Bæjarráð tekur undir að efla þurfi strandveiðar með auknum aflaheimildum.
    Bókun fundar Til máls tóku Gunnar Ingi Birgisson, Ásgeir Logi Ásgeirsson og Steinunn María Sveinsdóttir.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða áskorun til stjórnvalda vegna strandveiða og að áskorun verði send Atvinnuveganefnd Alþingis.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 393. fundur - 21. maí 2015 Lögð fram ályktun frá Afli, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi sem hefur starfað á Akureyri og Norðurlandi öllu frá árinu 2002.

    Fram kemur í ályktun samtakanna að óskað er eftir því að félagsmálaráðherra tryggi Aflinu nauðsynlegt fjármagn til að standa vörð um sambærilega þjónustu á landsbyggðinni og veitt er á höfuðborgarsvæðinu.

    Bæjarráð tekur undir ályktunina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 393. fundar bæjarráðs staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 393. fundur - 21. maí 2015 Á 377. fundi bæjarráðs, 29. janúar 2015, var tekið fyrir erindi Valló ehf, þar sem óskað var eftir því að snjóflóðaeftirlit á skíðasvæðinu í Skarðsdal, sem er nú á vegum rekstraraðila skíðasvæðins verði fært yfir til bæjarfélagsins og samþætt eftirliti fyrir þéttbýlið í Siglufirði, sem Veðurstofan sér um og greiðir.

    Bæjarráð lagði þá áherslu á að lokið yrði við aðgerðaráætlun um daglegt snjóflóðaeftirlit í samvinnu við Veðurstofu Íslands samkvæmt reglugerð og að fundað verði með fulltrúum Leyningsáss ses. og Valló ehf. í framhaldinu.

    Þar sem nú liggur fyrir áætlun um snjóflóðaeftirlit, samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að taka málið upp í stjórn Leyningsáss.
    Bókun fundar Til máls tóku Gunnar Ingi Birgisson og Ásgeir Logi Ásgeirsson.
    Afgreiðsla 393. fundar bæjarráðs staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 393. fundur - 21. maí 2015 Boðað er til aðalfundar Greiðrar leiðar ehf. 29. maí 2015 á Akureyri.

    Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra fullt umboð til að sækja fundinn f.h. Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 393. fundar bæjarráðs staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 393. fundur - 21. maí 2015 Á 392. fundi bæjarráðs, 11. maí 2015, var lagt fram minnisblað bæjarstjóra, dagsett 6. maí 2015, vegna fundar sem hann ásamt deildarstjóra tæknideildar átti með forsvarsmönnum Norðurorku er varðaði m.a. Skeggjabrekku og Golfklúbb Ólafsfjarðar.

    Bæjarráð óskaði eftir því að stjórn Golfklúbbs Ólafsfjarðar veitti umsögn um samkomulag við Norðurorku.

    Lagt fram bréf G.Ó., dagsett 18. maí 2015.
    Bæjarráð samþykkir að kalla eftir nánari skýringu á afstöðu Golfklúbbs Ólafsfjarðar sem fram kemur í bréfinu.
    Bókun fundar Til máls tóku Gunnar Ingi Birgisson, Steinunn María Sveinsdóttir, Kristinn Kristjánsson og Ásgeir Logi Ásgeirsson.
    Afgreiðsla 393. fundar bæjarráðs staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 393. fundur - 21. maí 2015 Undir þessum dagskrárlið vék af fundi Sólrún Júlíusdóttir.
    Í hennar stað mætti Jón Valgeir Baldursson.

    Tekið til umfjöllunar málefni AFLs-sparisjóðs.

    Bæjarráð skorar á stjórn AFLs-sparisjóðs að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2927-/2013 til Hæstaréttar til þess að fá úr því skorið hvort að umtalsverðar upphæðir gætu orðið til í samfélagssjóði.

    Ef lánin dæmast ólögleg þá rennur samfélagssjóðurinn sem reiknaður er sem hluti af óráðstöfuðu eigin fé til byggðalaganna skv. lögum sparisjóðsins um samfélagssjóð.

    Leitað verði til Innanríkisráðuneytisins til að tryggja rétta málsmeðferð og hlut byggðarlaganna m.t.t. ætlaðs samfélagssjóðs.
    Bókun fundar Sólrún Júlíusdóttir vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þessa máls.
    Afgreiðsla 393. fundar bæjarráðs staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

4.Atvinnumálanefnd - 9. fundur - 6. maí 2015

Málsnúmer 1505001FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • 4.1 1501053 Fyrirtækjaheimsóknir
    Atvinnumálanefnd - 9. fundur - 6. maí 2015 Fundurinn hófst á heimsókn til Rauðku ehf. Nefndin þakkar forsvarsmönnum Rauðku fyrir góða kynningu á starfsemi fyrirtækisins. Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 4.2 1505008 Kynning á Búseta
    Atvinnumálanefnd - 9. fundur - 6. maí 2015 Á fundinn mætti Benedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri Búseta á Norðurlandi. Kynnti hann starfsemi félagsins og einnig kynnti hann samráð um mótun húsnæðisstefnu 2013 - 2014 og tillögur verkefnisstjórnar frá 6. maí 2014. Nefndin þakkar Benedikt fyrir góða kynningu og gagnlegar umræður. Nefndin leggur til við bæjarráð að teknar verði upp viðræður við AFE um að gerð verði heildargreining á húsnæðisþörf í Fjallabyggð og nágrannasveitarfélögum sbr. lög nr. 44/1998 13. 14. grein um húsnæðisnefndir. Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Steinunn María Sveinsdóttir, Kristinn Kristjánsson, Sólrún Júlíusdóttir, Gunnar Ingi Birgisson, Kristjana R. Sveinsdóttir og Ásgeir Logi Ásgeirsson.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að formaður bæjarráðs taki upp viðræður við Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar um húsnæðismál á svæðinu.
  • 4.3 1410062 Samkeppni um nýsköpun í Fjallabyggð
    Atvinnumálanefnd - 9. fundur - 6. maí 2015 Dómnefnd um verkefnið Ræsing í Fjallabyggð, sem er samkeppni um nýsköpun í Fjallabyggð, hefur metið þær 13 umsóknir sem bárust í keppnina og valið úr þeim sex til frekari þróunar. Verkefnin sem valin voru til áframhaldandi þátttöku voru:
    - Áfalla og streitumiðstöð. Umsækjandi Sigrún Sigurðardóttir, lektor.
    - Beint frá báti. Umsækjandi Vigfús Rúnarsson, nemi.
    - Ferða og frístundaþjónusta Fjallabyggðar. Umsækjandi Jón Ólafur Björgvinsson, frístundafræðingur.
    - Jarðskjálfta- og norðurljósamiðstöð á Tröllaskaga. Umsækjandi Ármann Viðar Sigurðsson, byggingartæknifræðingur.
    - Kláfur á Múlakollu. Umsækjandi Halldór Jóhannsson, viðskiptafræðingur.
    - Farþegaferja - Fólksflutningar á milli Ólafsfjarðar og Grímseyjar. Umsækjandi Sæunn Tamar Ásgeirsdóttir, viðskiptafræðingur.

    Þátttakendur fá 12 vikur til að vinna viðskiptaáætlun og fá á þeim á tíma stuðning og handleiðslu verkefnisstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar. Atvinnumálanefnd fagnar framkomnum hugmyndum/verkefnum og óskar umsækjendum til hamingju með fjölbreyttar og spennandi hugmyndir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 4.4 1407005 Fundagerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 2014
    Atvinnumálanefnd - 9. fundur - 6. maí 2015 Fundargerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar nr. 173 - 179 lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 183. fundur - 6. maí 2015

Málsnúmer 1505002FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 183. fundur - 6. maí 2015 Jón Hrólfur Baldursson og Ólöf Kristín Daníelsdóttir komu til fundar við nefndina til að ræða málefni lóðarinnar við Lækargötu 6c Siglufirði. Bókun fundar Til máls tóku Ásgeir Logi Ásgeirsson, Kristinn Kristjánsson og Sólrún Júlíusdóttir.
    Afgreiðsla 183. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 183. fundur - 6. maí 2015 Bás ehf. sækir um leyfi til efnistöku í Skútudal og Hvanneyrarkrók, Siglufirði.

    Nefndin samþykkir efnistöku í Skútudal og Hvanneyrarkrók gegn sama gjaldi og greitt er fyrir efnistöku í grjótnámum Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða leyfi til efnistöku í Skútudal og Hvanneyrarkrók.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 183. fundur - 6. maí 2015 Þórður B. Guðmundsson og Elís Hólm Þórðarson fyrir hönd Artic Freeride ehf, óska eftir leyfi til að lagfæra vegslóða sem liggur frá gamla Múlavegi og upp á Brimnesdal, einnig að fá að setja snjósöfnunargirðingar meðfram hluta slóðans.

    Nefndin samþykkir erindið og felur tæknideild að sjá um eftirlit með framkvæmdinni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 183. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 183. fundur - 6. maí 2015 Hörður Rögnvaldsson sækir um leyfi til að reisa svalir við Suðurgötu 47b samkvæmt framlagðri teikningu.

    Nefndin samþykkir að fyrirhuguð framkvæmd verði grenndarkynnt húseiganda að Suðurgötu 47a.
    Vísað til staðfestingar í bæjarráði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 183. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 183. fundur - 6. maí 2015 Húseigandi við Lindargötu 9 óskar eftir áliti nefndarinnar á fyrirhugaðri stækkun og endurbyggingu bílskúrs á lóðinni.

    Nefndin tekur vel í erindið og bendir á að grenndarkynning þurfi að fara fram Þegar fullnægjandi teikningar liggja fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 183. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 183. fundur - 6. maí 2015 Guðrún Inga Bjarnadóttir óskar eftir að fá umráð yfir lóðinni Lindargötu 7c eða að hún sameinist lóð hennar að Lindargötu 9. Markmiðið er að grisja og fegra lóðina.

    Nefndin samþykkir að veita Guðrúnu Ingu Bjarnadóttur leyfi til að sjá um umhirðu lóðarinnar Lindargötu 7c.
    Bókun fundar Afgreiðsla 183. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 183. fundur - 6. maí 2015 Hafdís E. Gísladóttir fyrir hönd Sjálfsbjargar Siglufirði, óskar eftir því að lagðar verði tvær skábrautir fyrir aðgengi hjólastóla að Lækjargötu 2 á sama tíma og Lækjargatan verður lagfærð.

    Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að útfæra ósk Sjálfsbjargar um betra aðgengi að Lækjargötu 2 samhliða endurnýjun Lækjargötu.
    Bókun fundar Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir og Kristinn Kristjánsson.
    Afgreiðsla 183. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 5.8 1412012 Gjaldskrár 2015
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 183. fundur - 6. maí 2015 Deildarstjóri tæknideildar leggur fram gjaldskrá þjónustumiðstöðvar og óskar eftir að gjöld miðist við byggingarvísitölu (grunnur 2010) í samræmi við gjaldskrá vatnsveitu, í stað vísitölu neysluverðs.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 183. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 183. fundur - 6. maí 2015 Verkáætlun fyrir lýsingu og helstu forsendur endurskoðunar aðalskipulags Fjallabyggðar, lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 183. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 184. fundur - 20. maí 2015

Málsnúmer 1505009FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 184. fundur - 20. maí 2015 Árni og Lilja, starfsmenn Teiknistofu arkitekta, Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. komu á fund nefndarinnar til að innleiða vinnu við endurskoðun aðalskipulags Fjallabyggðar 2008-2028.

    Nefndin felur tæknideild að senda tilkynningu til Skipulagsstofnunar um að ákveðið hafi verið að endurskoða Aðalskipulag Fjallabyggðar 2008-2028.
    Bókun fundar Afgreiðsla 184. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 184. fundur - 20. maí 2015 Lagðar fram teikningar af húsnæði við Hlíðarveg 18-20 og óskað eftir leyfi fyrir hönd Annathor ehf. til að breyta notkun byggingarinnar úr skólahúsi í fjölbýlishús. Fyrirhugað að byggja kvist á ris og nýta það fyrir tvær íbúðir. Gert er ráð fyrir 14 íbúðum í húsinu.

    Nefndin samþykkir breytta notkun byggingarinnar úr skólahúsi í fjölbýlishús og felur tæknideild að grenndarkynna aðliggjandi lóðarhöfum fyrirliggjandi teikningar.
    Bókun fundar Til mál tóku Kristinn Kristjánsson og S. Guðrún Hauksdóttir.
    Bæjarstjórn samþykkir að vísa þessum lið til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 184. fundur - 20. maí 2015 Þórhallur Ásmundsson sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Lækjargötu 4b. Lagðar fram teikningar af fyrirhugaðri framkvæmd ásamt samþykki nágranna.

    Nefndin samþykkir erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 184. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 184. fundur - 20. maí 2015 Húseigendur við Lækjargötu 11 óska eftir að lóðin Lækjargata 11b og um helmingur óúthlutaðs lands vestan húss þeirra, sameinist lóðinni Lækjargötu 11. Lagður fram uppdráttur af tillögu þessari.

    Nefndin samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti og felur tæknideild að ganga frá nýjum lóðarleigusamning með fyrirvara um samþykki bæjarráðs/bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 184. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 184. fundur - 20. maí 2015 Á 181.fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 9.apríl s.l. var tæknideild falið að grenndarkynna fyrirhugaðar breytingar á húsi við Hvanneyrarbraut 15, Siglufirði. Breytingarnar voru kynntar nágrönnum 20.apríl - 18.maí sl. og þeim gefinn kostur á að tjá sig um tillöguna. Engar athugasemdir bárust.

    Nefndin felur deildarstjóra tæknideildar að afgreiða umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst ásamt aðaluppdráttum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 184. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 184. fundur - 20. maí 2015 Lagt fram til kynningar bréf frá Öryrkjabandalagi Íslands þar sem fram kemur hversu mikilvægt starf byggingarfulltrúa er fötluðu fólki þegar kemur að mannvirkjagerð. Bókun fundar Afgreiðsla 184. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 184. fundur - 20. maí 2015 Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 184. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 16. fundur - 7. maí

Málsnúmer 1505004FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • 7.1 1504022 17. júní 2015
    Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 16. fundur - 7. maí Markaðs- og menningarnefnd samþykkti á síðasta fundi sínum að auglýsa eftir aðilum til að sjá um 17. júní hátíðarhöldin. Ein umsókn barst frá fræðslu- og menningarmálanefnd Slökkviliðins í Ólafsfirði sem gerir ráð fyrir að hátíðarhöldin fari fram við Menningarhúsið Tjarnarborg og síðan sendu Aðalheiður S. Eysteinsdóttir og Örlygur Kristfinnsson inn hugmynd að dagskrá hátíðarhaldanna sem færu fram á Siglufirði.

    Þar sem aðeins ein formleg umsókn barst samþykkir nefndin að fela fræðslu- og menningamálanefnd Slökkviliðsins í Ólafsfirði að sjá um hátíðarhöldin á þjóðhátíðardaginn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 16. fundur - 7. maí Lögð fram skýrsla vinnuhóps um framtíðarsýn fyrir Menningarhúsið Tjarnarborg. Í skýrslunni er ítarleg greining á starfsemi hússins í dag ásamt tillögu að nýrri gjaldskrá og tillögum til eflingar á starfsemi hússins. Ægir bendir á að gerð hafi verið úttekt á hljóðkerfimálum Tjarnarborgar fyrir nokkrum árum.

    Nefndin samþykkir tillögur vinnuhópsins um nýja gjaldskrá og vísar henni og skýrslunni í heild sinni til umfjöllunar bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

8.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 19. fundur - 21. maí 2015

Málsnúmer 1505005FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerðir grein fyrir fundargerð.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 19. fundur - 21. maí 2015 Lögð fram drög að reglum um húsaleigustyrki Fjallabyggðar til UÍF og aðildarfélaga. Reglurnar eru um úthlutun á svo kölluðum frítímum til aðildarfélaga UÍF. Almenna reglan er að Grunnskóli Fjallabyggðar og Menntaskólinn á Tröllaskaga hafa fyrsta forgang. Íþróttafélög fá úthlutuðum tíma eftir að skólatíma lýkur til kl. 19.00 á daginn. Eftir kl. 19.00 eru tímar til almennar útleigu.
    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Sólrún Júlíusdóttir og Kristinn Kristjánsson.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa þessum lið til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 19. fundur - 21. maí 2015 Tillaga að sumaropnum Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar frá 8. júní til 31. ágúst 3015.
    Á Ólafsfirði verði Íþróttamiðstöðin opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 06:30 - 19:00, föstudaga frá kl. 06:30 - 19:00 og laugardaga og sunnudaga frá kl. 10:00 - 18:00.
    Á Siglufirði verði opnunartími, mánudaga til fimmtudaga frá kl. 06:30 - 19:45, föstudaga 06:30 - 19:00 og laugardaga og sunnudaga frá kl. 14:00 - 18:00.
    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir tillöguna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 19. fundur - 21. maí 2015 Knattspyrnufélag Fjallabyggðar óskar eftir breyttu fyrirkomulagi á aksturstöflu sumaráætlunar frístundaaksturs í sumar. Er það til að koma til móts við óskir foreldra um tímasetningar á æfingatíma yngri iðkenda auk þess sem betri nýting fáist á mannskap og æfingaraðstöðu. Beiðni KF felur í sér talsverða aukningu á ferðafjölda og kostnaði þar með.
    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti beiðni um breyttan aksturstíma vegna yngstu iðkendanna, en vísar beiðni um akstur fyrir eldri iðkendur til bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 19. fundur - 21. maí 2015 Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir starfsemi vinnuskólans á komandi sumri. Starfstími vinnuskólans verður frá 8. júní til 7. ágúst.
    Fyrir liggur að talsvert færri skráningar eru í vinnuskólann en gert var ráð fyrir. Í ljós þess, leggur fræðslu- og frístundanefnd til, að starfstími 8. bekkjar verði frá 8. júní til 7. ágúst, 3,5 tíma á dag og starfstími 9. og 10. bekkjar verði frá 7. júní - ágúst í 7 tíma á dag.
    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti, enda rúmast þessi breyting innan ramma launaáætlunar vinnuskólans.
    Bókun fundar Til máls tók Sólrún Júlíusdóttir.
    Afgreiðsla 19. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 19. fundur - 21. maí 2015 Lagðar fram verklagsreglur um afnot af bifreiðinni YL-131, sem er í eigu Fjallabyggðar og nýtt í akstur fyrir Skálarhlíð og Grunnskóla Fjallabyggðar, auk annarra verkefna tengdum menningar, íþrótta- og æskulýðsstarfi.
    Verklagsreglurnar kveða á um hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að fá afnot af bifreiðinni.
    Gjaldtaka verði eftir eknum kílómetrum, samkvæmt gjaldskrá ferðanefndar ríkisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 8.6 1412012 Gjaldskrár 2015
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 19. fundur - 21. maí 2015 Fyrir liggur tillaga íþrótta- og tómstundafulltrúa um viðauka við gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar 2015. Nýr liður bætist við gjaldskrána vegna salarleigu ,,minniháttar mannfagnaðir og veislur" kr. 80.000.
    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða viðauka við gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar 2015.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 19. fundur - 21. maí 2015 Rætt um húsnæðismál félagsmiðstöðvarinnar Neon. Nefndin beinir þeim tilmælum til bæjarráðs að auglýst verði eftir húsnæði undir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 19. fundur - 21. maí 2015 Fyrir liggur umsókn frá Herdísi Erlendsdóttur, um að fá að taka við frístundakortum fyrir þátttakendur á reiðnámskeið sem hún er í forsvari fyrir.
    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir beiðnina.
    Haukur vék af fundi kl. 17:30.
    Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 19. fundur - 21. maí 2015 Skólastjóri leikskólans, Olga Gísladóttir mætti á fundinn kl. 17:30.
    Fyrir liggur drög að nýjum starfsreglum um sérkennslu í Leikskóla Fjallabyggðar.
    Fræðslu- og frístundanefnd frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 19. fundur - 21. maí 2015 Fyrir liggur drög að nýjum skráningar- og innritunarreglum fyrir Leikskóla Fjallabyggðar.
    Fræðslu- og frístundanefnd frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 19. fundur - 21. maí 2015 Leikskólastjóri lagði fram til kynningar sjálfsmatsáætlun Leikskóla Fjallabyggðar 2015-2017. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 8.12 1504071 Umsókn um námsleyfi
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 19. fundur - 21. maí 2015 Borist hefur umsókn um launað námsleyfi frá Gunnlaugu Björk Guðbjörnsdóttur.
    Fræðslu- og frístundanefnd sér sér ekki fært að verða við beiðninni að svo stöddu, en umsóknin verður tekin til athugunar við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs. Nefndin fagnar hins vegar áhuga umsækjanda á að auka við menntun sína.
    Olga vék af fundi kl. 18:00.
    Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Kristinn Kristjánsson og Steinunn María Sveinsdóttir.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa þessum lið til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 19. fundur - 21. maí 2015 Skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Ríkey Sigurbjörnsdóttir, mætti á fundinn kl. 18:00.
    Námsmatsstofnun hefur í bréfi dags. 5. maí 2015 tilkynnt að Grunnskóli Fjallabyggðar er í hópi þeirra skóla sem hefur verið valinn til ytra mats á starfi skólans. Verkefnið er fjármagnað með framlögum frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 19. fundur - 21. maí 2015 Lögð fram umsókn um tímabundna námsvist grunnskólanema utan lögheimilissveitarfélags.
    Erindi samþykkt.
    Ríkey vék af fundi kl. 18:25.
    Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 19. fundur - 21. maí 2015 Lagt fram rekstaryfirlit fyrir mars 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 116. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

9.Kosningar í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum

Málsnúmer 1406011Vakta málsnúmer

Bæjarfulltrúi Kristjana R. Sveinsdóttir tók til máls og bar upp ósk um lausn frá störfum frá 1. júní 2015 sem bæjarfulltrúi og nefndarmaður á vegum S- lista, þar sem hún er að flytjast búferlum úr byggðarlaginu í júní 2015.

Bæjarstjórn samþykkti framkomna ósk og þakkar Kristjönu samstarfið og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða eftirfarandi breytingar hjá S-lista:
Hilmar Elefsen verður bæjarfulltrúi í stað Kristjönu R. Sveinsdóttur.
Hilmar Elefsen verður varamaður í bæjarráði í stað Kristjönu R. Sveinsdóttur.
Hilmar Elefsen verður varamaður á aðalfundi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar í stað Kristjönu R. Sveinsdóttur.
Hilmar Elefsen verður varamaður á aðalfundi Eyþings í stað Kristjönu R. Sveinsdóttur.
Hilmar Elefsen verður varamaður á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í stað Kristjönu R. Sveinsdóttur.
Friðfinnur Hauksson verður varamaður í stjórn Þjóðlagasetursins í stað Kristjönu R. Sveinsdóttur.
Guðrún Linda Rafnsdóttir verður varamaður í barnaverndarnefnd í stað Kristjönu R. Sveinsdóttur.
Nanna Árnadóttir verður formaður félagsmálanefndar í stað Kristjönu R. Sveinsdóttur.
Helga Hermannsdóttir verður varamaður í skipulags- og umhverfisnefnd í stað Kristjönu R. Sveinsdóttur.

Sæbjörg Ágústsdóttir verður aðalmaður og jafnframt formaður fræðslu- og frístundanefndar í stað Nönnu Árnadóttur.

Guðrún Linda Rafnsdóttir verður aðalmaður í atvinnumálanefnd í stað Sæbjargar Ágústsdóttur og Sæbjörg Ágústsdóttir verður varamaður í stað Guðrúnar Lindu Rafnsdóttur.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða eftirfarandi tímabundnar breytingar hjá D-lista í fræðslu- og frístundanefnd til 1. október 2015:
Hólmfríður Ósk Norðfjörð verður aðalmaður í stað Steingríms Óla Hákonarsonar og S. Guðrún Hauksdóttir verður varamaður í stað Hólmfríðar Ósk Norðfjörð.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða eftirfarandi breytingar hjá B-lista:
Kristófer Þór Jóhannsson verður varaáheyrnarfulltrúi í fræðslu- og frístundanefnd í stað Sigrúnar Sigmundsdóttur.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða beiðni Magnúsar Jónasson F-lista, um áframhaldandi leyfi frá störfum fyrir Fjallabyggð vegna veikinda, frá 1. júní 2015 til og með 31. ágúst 2015.

Í ljósi þess þarf að kjósa í embætti forseta bæjarstjórnar frá 1. júní 2015 til og með 31. ágúst 2015 og var borin upp tillaga um Ríkharð Hólm Sigurðsson.

Bæjarstjórn samþykkti tillögu samhljóða.

Jafnfram samþykkir bæjarstjórn samhljóða að Ríkarður Hólm Sigurðsson, verði varamaður í stað Magnúsar Jónassonar í bæjarráði frá 1. júní 2015 til og með 31. ágúst 2015.

10.Bæjarráð Fjallabyggðar - 394. fundur - 26. maí 2015

Málsnúmer 1505011FVakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.

Fundi slitið.