Bæjarstjórn Fjallabyggðar

117. fundur 18. júní 2015 kl. 17:00 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson forseti bæjarstjórnar, F-lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi, B lista
  • Kristinn Kristjánsson bæjarfulltrúi, F lista
  • Hilmar Þór Elefsen bæjarfulltrúi, S lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir varabæjarfulltrúi, D lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Forseti setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Allir aðalfulltrúar voru mættir að undanskilinni Helgu Helgadóttur sem boðaði forföll. Í hennar stað mætti Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 395. fundur - 2. júní 2015

Málsnúmer 1505013FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 395. fundur - 2. júní 2015 116. fundur bæjarstjórnar, 27. maí 2015, samþykkti að vísa afgreiðslu 19. fundar fræðslu- og frístundanefndar frá 21. maí 2015, um umsókn starfsmanns leikskólans um námsleyfi, til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs.

    Það er bæjarráðs að afgreiða slíkar umsóknir, en fagnefnda að veita umsögn.

    Bæjarráð óskar eftir því að leikskólastjóri og deildarstjóri fjölskyldudeildar komi á næsta fund bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 395. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 395. fundur - 2. júní 2015 116. fundur bæjarstjórnar, 27. maí 2015, samþykkti að vísa úthlutunarreglum til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, áður en reglurnar verða teknar til endanlegrar afgreiðslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 395. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 395. fundur - 2. júní 2015 116. fundur bæjarstjórnar, 27. maí 2015, samþykkti að vísa afgreiðslu 184. fundar skipulags- og umhverfisnefndar til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

    Nefndin samþykkti breytta notkun byggingarinnar úr skólahúsi í fjölbýlishús og fól tæknideild að grenndarkynna aðliggjandi lóðarhöfum fyrirliggjandi teikningar.

    Bæjarráð samþykkir breytta notkun byggingarinnar og grenndarkynningu.
    Leitað hefur verið umsagnar Minjastofnunar vegna fyrirhugaðra breytinga á útliti og innra skipulagi Hlíðarvegar 18-20 Siglufirði.

    Málið fer til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd að lokinni grenndarkynningu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 395. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 395. fundur - 2. júní 2015 Á 19. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 21. maí 2015, var tekin fyrir ósk Knattspyrnufélags Fjallabyggðar um breytt fyrirkomulag á aksturstöflu sumaráætlunar frístundaaksturs. Er það til að koma til móts við óskir foreldra um tímasetningar á æfingatíma yngri iðkenda auk þess sem betri nýting fáist á mannskap og æfingaraðstöðu. Beiðni KF felur í sér talsverða aukningu á ferðafjölda og kostnaði þar með.

    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkti fyrir sitt leyti beiðni um breyttan aksturstíma vegna yngstu iðkendanna, en vísaði beiðni um akstur fyrir eldri iðkendur til bæjarráðs.

    394. fundur bæjarráðs, 26. maí 2015, frestaði afgreiðslu erindis og samþykkti að óska eftir að fulltrúi KF kæmi á fund bæjarráðs.

    Framkvæmdastjóri KF, Óskar Þórðarson átti símafund með bæjarráði og upplýsti nánar um erindið ásamt því að lagt var fram minnisblað KF um rútuferðir.

    Bæjarráð samþykkir aukningu sem nemur fjórum rútuferðum á viku, samanber ferðafjölda sem fram kom í minnisblaði KF um rútuferðir.

    Jafnframt leggur bæjarráð áherslu á að beiðnir um styrki séu settar fram tímanlega við gerð fjárhagsáætlunar.
    Bókun fundar Til máls tóku Kristinn Kristjánsson, Sólrún Júlíusdóttir og Steinunn María Sveinsdóttir.
    Afgreiðsla 395. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 395. fundur - 2. júní 2015 Á 392. fundi bæjarráðs, 11. maí 2015, var lagt fram minnisblað bæjarstjóra, dagsett 6. maí 2015, vegna fundar sem hann ásamt deildarstjóra tæknideildar átti með forsvarsmönnum Norðurorku er varðaði m.a.
    Skeggjabrekku og Golfklúbb Ólafsfjarðar.

    Bæjarráð óskaði eftir því að stjórn Golfklúbbs Ólafsfjarðar veitti umsögn um samkomulag við Norðurorku.

    Á 393. fundi bæjarráðs, 21. maí 2015, var lagt fram bréf G.Ó., dagsett 18. maí 2015.
    Bæjarráð samþykkti að kalla eftir nánari skýringu á afstöðu Golfklúbbs Ólafsfjarðar sem fram kemur í bréfinu.

    Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 2. júní 2015 til formanns bæjarráðs þar sem fram kemur að formaður GÓ fyrir hönd Golfklúbbs Ólafsfjarðar samþykkir samkomulag, er varðar málefni Norðurorku og Fjallabyggðar í Skeggjabrekku á Ólafsfirði.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi við Norðurorku.
    Bókun fundar Afgreiðsla 395. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 395. fundur - 2. júní 2015 Lögð fram beiðni deildarstjóra tæknideildar um heimild til að ráða afleysingarmann í þjónustumiðstöð Fjallabyggðar.

    Bæjarráð samþykkir beiðnina og vísar fjárveitingu til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2015.
    Bókun fundar Afgreiðsla 395. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 395. fundur - 2. júní 2015 Umfjöllun bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál. Bókun fundar Afgreiðsla 395. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 395. fundur - 2. júní 2015 Tekin fyrir tilkynning Varasjóðs húsnæðismála, dagsett 21. maí 2015, þar sem fram kemur að samkomulag ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun verkefna hafi ekki verið endurnýjað og því séu ekki til fjármunir til að afgreiða umsóknir um framlög til sveitarfélga vegna sölu félagslegra eignar- og leiguíbúða á almennum markaði.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að skrifa stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi málið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 395. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 395. fundur - 2. júní 2015 Lagt fram bréf íbúðareigenda, dagsett 26. maí 2015, vegna álagningu fasteignagjalda, þar sem þess er óskað að eftirstöðvar álagningar verði felldar niður.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu og og samþykkir drög að svarbréfi deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 395. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 395. fundur - 2. júní 2015 Lagður fram viðauki við samning Umhverfisstofnunar og Fjallabyggðar um refaveiðar 2014-2016, samkv. erindi Umhverfisstofnunar, dagsettu 20. maí 2015.

    Um er að ræða tímabundna 2% hækkun á endurgreiðsluhlutfalli árið 2015.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við viðaukasamning.
    Bókun fundar Afgreiðsla 395. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 395. fundur - 2. júní 2015 Lagt fram erindi frá stjórn Hestamannafélagsins Gnýfara, í Ólafsfirði, dagsett 24. maí 2015, þar sem óskað er eftir rökstuðningi á afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og bæjarstjórnar vegna bréfs félagsins frá 26. ágúst 2014.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 395. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 395. fundur - 2. júní 2015 Tekið fyrir erindi frá Birni Þór Karlssyni um sölu á meistararitgerð í lögfræði við Háskóla Íslands, til bæjarfélagsins, sem ber titilinn "Hið opinbera sem stofnandi og þátttakandi í fyrirtækjum og sérreglur sem um þau fyrirtæki gilda".

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 395. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 395. fundur - 2. júní 2015 Lagt fram erindi frá Norlandia, dagsett 24. maí 2015, þar sem óskað er eftir því að fá að byggja við Múlaveg 3 Ólafsfirði.

    Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 395. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 395. fundur - 2. júní 2015 Lagt fram bréf Elínar Arnardóttur, dagsett 28. maí 2015, þar sem bréfritari óskar eftir því að vera leystur undan þeirri borgaralegu skyldu og ábyrgð sem fólst í skipun í vettvangsstjórn almannavarna með boðunarbéfi eftir síðustu bæjarstjórnarkosningar.
    Ekki hefur verið boðað til fundar með vettvangsstjórn, né heldur haldin fræðsla fyrir vettvangsstjórnir á Norðurlandi, eins og hafði komið fram hjá fulltrúa almannavarna.

    Bæjarráð vísar málinu til umsagnar bæjarstjóra.
    Bókun fundar Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.
    Afgreiðsla 395. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 395. fundur - 2. júní 2015 Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands var haldinn 22. maí 2015 á Akureyri. Ársreikningur MN lagður fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 395. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 396. fundur - 11. júní 2015

Málsnúmer 1506002FVakta málsnúmer

  • 2.1 1506029 Afl - sparisjóður
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 396. fundur - 11. júní 2015 Á fund bæjarráðs kom settur sparisjóðsstjóri AFLs-sparisjóðs, Jóel Kristjánsson og upplýsti um stöðu sjóðsins. Bókun fundar Afgreiðsla 396. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 396. fundur - 11. júní 2015 Á fund bæjarráðs mætti framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags Fjallabyggðar, Óskar Þórðarson og fór yfir starfsemi félagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 396. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 396. fundur - 11. júní 2015 116. fundur bæjarstjórnar, 27. maí 2015, samþykkti að vísa afgreiðslu 19. fundar fræðslu- og frístundanefndar frá 21. maí 2015, um umsókn leikskólakennara við leikskóla Fjallabyggðar um námsleyfi, til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs.

    395. fundur bæjarráðs, 2. júní 2015, óskaði eftir því að leikskólastjóri og deildarstjóri fjölskyldudeildar kæmu á næsta fund bæjarráðs.

    Á fund bæjarráðs komu deildarstjóri fjölskyldudeildar, Hjörtur Hjartarson og leikskólastjóri, Olga Gísladóttir og svöruðu fyrirspurnum um námsleyfisumsóknina og námsleyfi almennt.

    Bæjarráð telur að ekki eigi að vera fleiri en einn leikskólakennari að jafnaði í launuðu námsleyfi hverju sinni.

    Bæjarráð samþykkir umsóknina.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða umsókn um námsleyfi.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 396. fundur - 11. júní 2015 Undir þessum dagskrárlið vék Steinunn María Sveinsdóttir af fundi. Í hennar stað kom Hilmar Elefsen.

    Fyrirhugað er að halda norræna strandmenningarhátíð 2018 á Siglufirði. Lögð var fram staðfesting frá stjórn Síldarminjasafns Íslands ses um þátttöku í hátíðinni með framlagi að upphæð kr. 1,5 milljón.

    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Fjallabyggð taki þátt í hátíðinni með framlagi til jafns á við Síldarminjasafn Íslands ses.
    Bókun fundar Steinunn María Sveinsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
    Afgreiðsla 396. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 396. fundur - 11. júní 2015 Rekstrarniðurstaða Fjallabyggðar fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins 2015, er 23,2 milljónum betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir, 2,5 millj. í stað 25,7 millj.
    Tekjur eru 51,3 millj. hærri en áætlun, gjöld 32,6 millj. hærri og fjárm.liðir 4,5 millj. lægri.
    Bókun fundar Afgreiðsla 396. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 396. fundur - 11. júní 2015 Lagt fram til kynningar yfirlit yfir staðgreiðslu útsvars fyrir tímabilið janúar - maí 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 396. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 396. fundur - 11. júní 2015 Málinu frestað. Bókun fundar Afgreiðsla 396. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 396. fundur - 11. júní 2015 Á 395. fundi bæjarráðs, 2. júní 2015, var lagt fram erindi frá stjórn Hestamannafélagsins Gnýfara, í Ólafsfirði, þar sem óskað er eftir rökstuðningi á afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og bæjarstjórnar vegna bréfs félagsins frá 26. ágúst 2014.

    Bæjarráð samþykkti að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

    Umsögn deildarstjóra lögð fram.

    Bæjarráð tekur undir rökstuðning og skýringar deildarstjóra tæknideildar við erindi Hestamannafélagsins Gnýfara.
    Bókun fundar Til máls tóku Ríkharður Hólm Sigurðsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Gunnar I. Birgisson og Sólrún Júlíusdóttir.
    Bæjarstjórn samþykkir að vísa erindi til frekari umfjöllunar í bæjarráði.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 396. fundur - 11. júní 2015 Lögð fram drög að samkomulagi við Eureka Golf ehf um hönnun á tjald- og útivistarsvæði á Leirutanga í Siglufirði.

    Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur deildarstjóra tæknideildar að undirrita.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir drög að samkomulagi við Eureka Golf ehf um hönnun á tjald- og útivistarsvæði á Leirutanga í Siglufirði.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 396. fundur - 11. júní 2015 Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 4. júní 2015 er varðar umsögn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistinga og veitinga á hóteli á Snorragötu 3, Siglufirði.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við þau atriði sem tilheyra umsögn er varðar afgreiðslutíma og staðsetningu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 396. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 396. fundur - 11. júní 2015 Lagt fram til kynningar erindi bæjarstjóra, dagsett 4. júní 2015, til Norðurorku vegna málefnis Golfklúbbs Ólafsfjarðar og afsláttarbeiðni á heitu vatni til almenningssundlauga. Bókun fundar Afgreiðsla 396. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 396. fundur - 11. júní 2015 Lagður fram undirritaður ræktunarsamningur milli Fjallabyggðar og Skógræktarfélags Siglufjarðar um skógrækt austan Hólsár í Siglufirði.

    Samkvæmt ákvæðum samningsins öðlast hann gildi þegar fulltrúar beggja aðila hafa undirritað samninginn.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða ræktunarsamning vegna skógræktar austan Hólsár í Siglufirði.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 396. fundur - 11. júní 2015 Bæjarráð felur markaðs- og menningarfulltrúa að haldið sé utan um talningu á farþegum í almenningssamgöngum á vegum bæjarfélagsins.
    Einnig að óskað verði eftir því við Eyþing að fá upplýsingar um farþegafjölda á leið Strætó til og frá Fjallabyggð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 396. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 2.14 1412020 Skipurit
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 396. fundur - 11. júní 2015 Bæjarstjóri lagði fram og kynnti hugmynd að breyttu skipuriti Fjallabyggðar. Bókun fundar Afgreiðsla 396. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 396. fundur - 11. júní 2015 Málinu frestað. Bókun fundar Afgreiðsla 396. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 2.16 1506038 Garðsláttur 2015
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 396. fundur - 11. júní 2015 Lagt fram erindi deildarstjóra tæknideildar varðandi garðslátt fyrir örorku- og ellilífeyrisþega.

    Bæjarráð samþykkir að bæjarfélagið bjóði upp á garðslátt á vegum þjónustumiðstöðvar Fjallabyggðar fyrir örorku- og ellilífeyrisþega með lögheimili í bæjarfélaginu.
    Gjald fyrir hvern slátt verði kr. 4.500.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrá fyrir garðslátt fyrir örorku- og ellilífeyrisþega.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 396. fundur - 11. júní 2015 Tekið fyrir erindi frá Sævari Eyjólfssyni varðandi Kirkjuveg 4 Ólafsfirði.

    389. fundur bæjarráðs samþykkti að auglýsa húsið til sölu með þeirri kvöð að kaupanda yrði gert að gera húsnæðið upp og bæjarfélagið veiti styrk að upphæð 3 milljónir til endurbóta, sem yrði greitt út samkvæmt framgöngu verksins.

    Bæjarráð ítrekar fyrri bókun og felur deildarstjóra tæknideildar og bæjarstjóra að taka upp viðræður við bréfritara.
    Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 396. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 396. fundur - 11. júní 2015 Á 393. fundi bæjarráðs, 21. maí 2015, var tekið fyrir erindi frá Logos lögmannsþjónustu, dagsett 8. maí 2015, um möguleg kaup og framtíðaráform varðandi íþróttamiðstöðina að Hóli, í Siglufirði.

    Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins þar til afstaða Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar lægi fyrir.

    Lagt fram afrit af bréfi UÍF til Logos lögmannsþjónustu dagsett 3. júní 2015.

    Þar kemur fram að stjórn UÍF mun taka afstöðu til ráðstöfunar Hóls í september n.k. og sú niðurstaða yrði síðan til umfjöllunar á næsta ársþingi UÍF.
    Bókun fundar Afgreiðsla 396. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 2.19 1502094 Styrktarsjóður EBÍ
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 396. fundur - 11. júní 2015 Lögð fram til kynningar úthlutun Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands úr Styrktarsjóði EBÍ 2015.

    Fram kemur að ekki reyndist unnt að veita styrk til bæjarfélagsins vegna upplýsingaskiltis við hafnir Fjallabyggðar.

    Samþykktar voru styrkveitingar til 16 aðila, samtals að upphæð 5,0 milljónir króna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 396. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 396. fundur - 11. júní 2015 Tekið fyrir erindi frá íbúum að Vesturgötu 5, Ólafsfirði, dagsett 5. júní 2015, er varðar skúr á baklóð er tilheyrir Ólafsvegi 2.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að lausn málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 396. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 396. fundur - 11. júní 2015 Lagðar fram til kynningar fundargerðir 19. og 20. funda frá 17. og 27. apríl 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 396. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 396. fundur - 11. júní 2015 Lögð fram til kynningar fundargerð 828. fundar frá 29. maí 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 396. fundar bæjarráðs staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 89. fundur - 29. maí 2015

Málsnúmer 1505006FVakta málsnúmer

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 89. fundur - 29. maí 2015 Deildarstjóri fjölskyldudeildar lagði fram minnisblað varðandi stefnumótun um rekstur leiguíbúða Fjallabyggðar. Málið verður tekið aftur fyrir á næsta fundi nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 89. fundar félagsmálanefndar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 89. fundur - 29. maí 2015 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 89. fundar félagsmálanefndar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 89. fundur - 29. maí 2015 Rekstarstaða 31. mars 2015, lögð fram til kynningar. Bókun fundar Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.
    Bæjarstjórn óskar að niðurstöðutölur í rekstraryfirliti séu bókaðar í fundargerð.
    Afgreiðsla 89. fundar félagsmálanefndar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 89. fundur - 29. maí 2015 Fundargerð úthlutunarhóps frá 24.04.2015, lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 89. fundar félagsmálanefndar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 70. fundur - 1. júní 2015

Málsnúmer 1505012FVakta málsnúmer

  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 70. fundur - 1. júní 2015 Dýpkun í Siglufjarðarhöfn er lokið. Fjarlægðir voru 3.440 rúmmetrar af efni, sem er aukning frá áætlun um 940 rúmmetra. Aukningin stafar af viðbótarverki við innsiglingu í innrihöfn. Bókun fundar Til máls tóku Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir og Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 70. fundar hafnarstjórnar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 70. fundur - 1. júní 2015 Lagt fram minnisblað hafnarstjóra þar sem farið er yfir fjárhagslega stöðu Fjallabyggðarhafna.

    Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að koma með sparnaðartillögur og tillögur að aukinni nýtingu á bryggjum í Fjallabyggðarhöfnum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar hafnarstjórnar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 70. fundur - 1. júní 2015 Lögð fram drög að leiðbeinandi fyrirmynd fyrir umhverfisstefnu hafna.

    Hafnarstjórn felur hafnarstjóra, deildarstjóra tæknideildar og yfirhafnarverði að útbúa umhverfisstefnu hafna fyrir Fjallabyggðarhafnir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar hafnarstjórnar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 70. fundur - 1. júní 2015 Lagt fram bréf frá Vegagerðinni þar sem fram kemur að útboð á efniskaupum á stálþili vegna Bæjarbryggju var auglýst 6. maí og verða tilboð opnuð 12. júní. Efnið skal afhendast á verkstað eigi síðar en í lok september 2015. Bókun fundar Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.
    Afgreiðsla 70. fundar hafnarstjórnar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 70. fundur - 1. júní 2015 Búið er að afhenda allt efni fyrir myndavélakerfin og er gert ráð fyrir að uppsetningu verði lokið í júní. Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar hafnarstjórnar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 4.6 1401114 Flotbryggjur
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 70. fundur - 1. júní 2015 Lagt fram tilboð frá Króla ehf í uppsetningu á þremur einingum af fráfarandi flotbryggju í Ólafsfirði.
    Einnig ósk Selvíkur um að nýta eina fráfarandi bryggju við Sigló Hótel samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.

    Búið er að ráðstafa einni einingu við olíuafgreiðslu á Óskarsbryggju.

    Hafnarstjórn setur þann fyrirvara að bryggjurnar verði nýttar ef ástandsskoðun, eftir að þær hafa verið teknar upp, leiðir í ljós að þær séu nothæfar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar hafnarstjórnar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 70. fundur - 1. júní 2015 Landaður afli á tímabilinu 1. janúar 2015 til 29. maí 2015.
    Siglufjörður 7455 tonn í 807 löndunum.
    Ólafsfjörður 378 tonn í 337 löndunum.
    Samanburður við sama tíma fyrir árið 2014 er.
    Siglufjörður 6326 tonn í 862 löndunum.
    Ólafsfjörður 256 tonn í 338 löndunum.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar hafnarstjórnar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 70. fundur - 1. júní 2015 Ein umsókn barst í afleysingarstarf við hafnir Fjallabyggðar og er hún frá Guðna Þór Sveinssyni.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar hafnarstjórnar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 70. fundur - 1. júní 2015 Lagður fram tölvupóstur frá N1, þar sem hugmyndir um mengunarvarnir eru reifaðar. Bent er á að hægt væri að setja árekstrarvörn, eða að steypa þró undir olíutanka.

    Hafnarstjórn bókar að olíufélögunum verði skylt að nota tvöfalda tanka og setja viðurkenndar árekstrarvarnir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar hafnarstjórnar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 70. fundur - 1. júní 2015 Stjórn Hafnasambands Íslands boðar til 7. hafnafundar, sem haldinn verður í Hafnarfirði, föstudaginn 28. ágúst næstkomandi.

    Hafnarstjórn felur yfirhafnarverði að sitja fundinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar hafnarstjórnar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 70. fundur - 1. júní 2015 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.
    Bæjarstjórn óskar að niðurstöðutölur í rekstraryfirliti séu bókaðar í fundargerð.
    Afgreiðsla 70. fundar hafnarstjórnar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 70. fundur - 1. júní 2015 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar hafnarstjórnar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 70. fundur - 1. júní 2015 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar hafnarstjórnar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 70. fundur - 1. júní 2015 Mikil aukning er á komu skemmtiferðaskipa til Siglufjarðar. Á árinu 2015 eru tveir dagar þar sem tvö skemmtiferðaskip verða á staðnum á sama tíma.
    Við þær aðstæður verður ekki pláss fyrir öll skip á Bæjarbryggju og því þarf að leggja togurum og/eða skemmtiferðaskipum annað hvort að Ingvarsbryggju eða Óskarsbryggju.

    Hafnarstjórn felur yfirhafnarverði að finna lausn á vandamálinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar hafnarstjórnar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10. júní 2015

Málsnúmer 1506003FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10. júní 2015 Guðmundur Skarphéðinsson vék af fundi undir þessum lið.

    Lagt fram erindi íbúa við Hafnartún 18-24 þar sem skorað er á sveitarfélagið að fara í viðgerðir á götunni hið fyrsta.

    Þjónustumiðstöð verður falið að yfirfara og lagfæra það sem hægt er á þessu stigi málsins, en ekki er hægt að lofa yfirlögn strax. Tæknideild hefur áform um að vera búin að koma öllum götum í sveitarfélaginu í viðunandi ástand á næstu fimm árum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10. júní 2015 Ástand húss við Hverfisgötu 17 hefur um langt skeið verið óviðunandi. Tæknideild er falið að senda eiganda úrbótabréf þar sem hann er hvattur til að gera nauðsynlegar úrbætur á fasteign sinni innan ákveðins tíma ella muni verða lagðar dagsektir á viðkomandi skv. gr. 2.9.2. í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10. júní 2015 Lagt fram erindi frá Norlandia, dagsett 24. maí 2015, þar sem óskað er eftir því að fá að byggja við Múlaveg 3 Ólafsfirði.

    Nefndin tekur jákvætt í erindið en óskar eftir fullgerðum teikningum af fyrirhuguðum framkvæmdum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10. júní 2015 Lagt fram erindi eigenda að Laugarvegi 28, þar sem óskað er eftir leyfi til að saga hurðargat fyrir svalahurð á neðri hæð.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10. júní 2015 Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 8. október 2014 var erindi Guðrúnar Gunnarsdóttur vegna umsóknar um byggingarleyfi í Gunnarsholti Ólafsfirði, frestað. Byggingarfulltrúa var falið að kanna hvort möguleiki væri að ná sáttum milli umsækjanda og eiganda aðliggjandi jarðar.

    Lögð fram yfirlýsing vegna sáttar sem hefur náðst á milli hlutaðeigenda. Umsókn um byggingarleyfi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10. júní 2015 Á 183.fundi skipulags- og umhverfisnefndar var tæknideild falið að grenndarkynna húseiganda að Suðurgötur 47a fyrirhugaðar svalir við Suðurgötu 47b skv. 1.mgr. 44.gr skipulagslaga.

    Athugasemd barst f.h. Vilborgar Jónsdóttur Suðurgötu 47 þar sem framkvæmdinni er mótmælt m.t.t. nálægðar, skerðingar á útsýni og síðast en ekki síst ónæðis vegna notkunar á svölunum. Er m.a. bent á að húsið sé leigt út og því megi reikna með meira ónæði en í hefðbundinni íbúð. Þá telur athugasemdaaðili að svalirnar kunni að rýra verðmæti eignar hennar. Tekið er undir með athugasemdaaðila að vegna hinnar miklu nálægðar felist umtalsverð breyting í byggingu svala á umræddum stað. Um er að ræða töluvert stórar svalir þó yfirlýstur tilgangur með byggingu þeirra sé að tryggja flóttaleið og björgun við eldsvoða. Afgreiðslu málsins er frestað og umsækjanda gefinn kostur á að leita sátta við athugasemdaaðila um byggingu minni svala m.t.t. yfirlýsts tilgangs með byggingu þeirra. Er umsækjanda veittur frestur til 15.júlí nk. til þess. Berist ekki frekari gögn eða erindi frá umsækjanda innan þess tíma verður erindið á ný tekið fyrir og afgreitt á grundvelli fyrirliggjandi gagna og athugasemda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10. júní 2015 Sirkus Íslands sækir um afnot af landi sem tilheyrir Fjallabyggð til að reisa þar sirkustjald sitt á Síldarævintýrinu. Svæðið sem um ræðir er við norðausturhluta malarvallarins við Túngötu og Þormóðsgötu.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10. júní 2015 Lagt fram erindi Skógræktarfélags Siglufjarðar, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið sjái um framkvæmd á gróðursetningu og staðsetningu þriggja trjáa af stofni Emblubirkis, laugardaginn 27.júní nk. Skógræktarfélag Íslands sér um að útvega trjáplönturnar. Lagðar eru til þrjár staðsetningar.

    Nefndin tekur vel í erindið og samþykkir að tréin verði gróðursett sunnan við kirkjutröppurnar. Ósk Skógræktarfélags Siglufjarðar um aðkomu sveitarfélagins að viðburðinum er vísað til bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10. júní 2015 Lagður fram endurnýjaður lóðarleigusamningur fyrir eigendur að Lækjargötu 13 þar sem lóðarmörkum hefur verið breytt í samræmi við notkun.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10. júní 2015 Lögð fram lóðarmarkayfirlýsing og lóðarblað vegna Kirkjuvegar 12 þar sem lóðarmörk hafa verið lagfærð í samræmi við nærliggjandi lóðir.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10. júní 2015 Lögð fram lóðarmarkayfirlýsing og lóðarblað vegna Kirkjuvegar 14 þar sem lóðarmörk hafa verið lagfærð í samræmi við nærliggjandi lóðir.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10. júní 2015 Lagður fram lóðarleigusamningur og lóðarblað fyrir Strandgötu 17.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10. júní 2015 Lögð fram tillaga að rútustæðum og frágangi í kringum þau við Hótel Sigló.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10. júní 2015 Lagt fram bréf markaðs- og menningarfulltrúa þar sem óskað er eftir að setja niður vegvísi á horn Aðalgötu og Ólafsvegar. Vegvísirinn myndi vísa á upplýsingamiðstöðina, íþróttamiðstöðina, tjaldsvæðið, Náttúrugripasafnið og jafnvel höfnina.

    Erindi samþykkt með fyrirvara um samþykki Vegagerðarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10. júní 2015 Tæknideild óskar eftir heimild nefndarinnar til að fjarlægja runna á tjaldsvæðinu í Ólafsfirði vegna framkvæmda sem þar er í gangi. Tæknideild mun í framhaldi hanna ný skjólbelti á tjaldsvæðinu.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10. júní 2015 Lagt fram til kynningar bréf frá Skipulagsstofnun þar sem vakin er athygli á því að þann 1.júní tóku gildi þau ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, sem lúta að hlutverki sveitarstjórna við að taka ákvarðanir um matsskyldu framkvæmda í C-flokki í 1. viðauka laganna. Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10. júní 2015 Lagt fram til kynningar bréf og kynningarbæklingur um starfsemi ARKÍS arkitekta. Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10. júní 2015 Lagt fram til kynningar bréf frá Umhverfisstofnun þar sem fram kemur að Primex ehf. hefur verið veitt starfsleyfi til að hreinsa kítín (skel) úr aukaafurðum úr rækjuvinnslu og auk þess er heimilt að framleiða kítósan úr kítíninu. Einnig lagt fram afrit af starfsleyfi fyrir Primex ehf. Bókun fundar Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10. júní 2015 Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins. Bókun fundar Bæjarstjórn óskar að niðurstöðutölur í rekstraryfirliti séu bókaðar í fundargerð.
    Afgreiðsla 185. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 26. fundur - 11. júní 2015

Málsnúmer 1506004FVakta málsnúmer

  • 6.1 1406043 Formsatriði nefnda
    Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 26. fundur - 11. júní 2015 Vegna veikinda Magnúsar Jónassonar bæjarfulltrúa á F- lista er Ríkharður Hólm Sigurðsson varamaður, skipaður aðalmaður til 31. maí 2015. Magnús óskar, til bæjarstjórnar 27. maí 2015, eftir áframhaldandi leyfi frá störfum til 31. ágúst 2015.
    Erindið samþykkt og gefur kjörstjórn út nýtt kjörbréf til handa Ríkharði Hólm Sigurðssyni dags. 11. júní 2015.

    Bæjarstjórn samþykkti einnig beiðni frá Kristjönu Rannveigu Sveinsdóttur dags. 27. maí 2015, lausn frá störfum úr bæjarstjórn frá 1. júní 2015 vegna brottflutnings úr Fjallabyggð.

    Yfirkjörstjórn samþykkir þess vegna að Hilmar Þór Elefsen komi inn sem aðalmaður í bæjarstjórn frá og með 1. júní 2015 og Ægir Bergsson komi inn sem varamaður frá sama tíma.
    Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar yfirkjörstjórnar staðfest á 117. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Kosningar í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum

Málsnúmer 1406011Vakta málsnúmer

a)Samkvæmt samþykktum um stjórn Fjallabyggðar þarf að kjósa árlega þrjá aðalmenn í bæjarráð og þrjá til vara

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að aðalmenn í bæjarráði verði:
Steinunn María Sveinsdóttir, S-lista, formaður
Kristinn Kristjánsson, F-lista, varaformaður
Helga Helgadóttir, D-lista, aðalmaður.
Til vara Hilmar Elefsen, S-lista,
Ríkharður Hólm Sigurðsson, F-lista og
S. Guðrún Hauksdóttir, D-lista.

b) Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að Sólrún Júlíusdóttir, B-lista verði áheyrnarfulltrúi í bæjarráði og Jón Valgeir Baldursson til vara.

c)Bæjarstjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi breytingar hjá D-lista

Fræðslu og frístundanefnd :
Steingrímur Óli Hákonarson verður aðalmaður í stað Hólmfríðar Ósk Norðfjörð.

Aðalfundur Eyþings
S.Guðrún Hauksdóttir verður aðalmaður í stað Helgu Helgadóttur sem verður varamaður í stað S. Guðrúnar Hauksdóttur.

8.Sumarleyfi bæjarstjórnar 2015

Málsnúmer 1506037Vakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar lagði fram svohljóðandi tillögu:
"Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir
að fella niður fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar í júlí og ágúst 2015.
Fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarfrí verður miðvikudaginn 9. september 2015.
Bæjarstjórn felur bæjarráði fullnaðarafgreiðslu mála á þessum tíma í samræmi við 31. grein samþykktar um stjórn Fjallabyggðar."

Tillaga að sumarleyfi samþykkt með
7 atkvæðum.

9.Bæjarráð Fjallabyggðar - 397

Fundi slitið.