Bæjarstjórn Fjallabyggðar

136. fundur 12. október 2016 kl. 17:00 - 17:50 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson forseti bæjarstjórnar, F-lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi, B lista
  • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Kristinn Kristjánsson bæjarfulltrúi, F lista
  • Hilmar Þór Elefsen bæjarfulltrúi, S lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
.
Ríkharður Hólm Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar setti fund og bauð viðstadda velkomna til fundar.
Allir aðalfulltrúar voru mættir.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16. september 2016

Málsnúmer 1609004FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16. september 2016 Á 462. fundi bæjarráðs, 23. ágúst 2016 var tekið fyrir erindi Skíðafélags Ólafsfjarðar, þar sem óskað var eftir styrk vegna viðgerða á troðara og lyftu með vísan til 2. greinar samnings Fjallabyggðar og félagsins. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins og óskaði eftir umsögn frá deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
    Á 464. fundi bæjarráðs, 6. september 2016 var umsögn lögð fram og í bæjarráð óskaði í framhaldi eftir því að fulltrúi skíðafélagsins kæmi á næsta fund bæjarráðs.

    Á fund bæjarráðs kom fyrir hönd Skíðafélags Ólafsfjarðar, Kristján Hauksson.
    Einnig mættu deildarstjóri tæknideildar Ármann Viðar Sigurðsson og deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristinn J. Reimarsson.

    Bæjarráð samþykkir viðhaldsstyrk að upphæð kr. 350 þúsund.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðhaldsstyrk til Skíðafélags Ólafsfjarðar að upphæð kr. 350. þúsund.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16. september 2016 Tekin fyrir beiðni forstöðumanns Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar, dagsett 9. september 2016, um endurnýjun á yfirbreiðslu fyrir sundlaugina í Ólafsfirði.

    Á fund bæjarráð komu deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristinn J. Reimarsson og deildarstjóri tæknideildar, Ármann V. Sigurðsson.

    Bæjarráð samþykkir endurnýjun yfirbreiðslu og vísar til viðhaldsáætlunar næsta árs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 465. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16. september 2016 Á fundi bæjarráðs þann 3.nóvember 2015 var lagt fram erindi Óskars Þórðarsonar, dagsett 29. október 2015, er m.a. varðaði akstur skólarútu í haustfríi grunnskólans og reglur um frítíma aðildarfélaga Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, sem Fjallabyggð veitir.
    Bæjarráð samþykkti að vísa erindinu til umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd.
    Á 31. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 5. september 2016 var samþykkt að leggja til að reglur um frítíma yrðu endurskoðaðar og tekið yrði tillit til athugasemda sem fram koma í bréfi Óskars Þórðarsonar.
    Á 135. fundi bæjarstjórnar, 7. september 2016, var samþykkt að vísa þessu máli til umfjöllunar í bæjarráði.

    Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristinn J. Reimarsson.

    Bæjarráð samþykkir að reglur um frítíma verði endurskoðar. Jafnframt verði rekstrar- og þjónustusamningar endurskoðaðir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 465. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16. september 2016 Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristins J. Reimarssonar, dagsett 5. september 2016 er varðar samning vegna sálfræðiþjónustu.
    Einnig voru lögð fram drög að samningi við Sálfræðiþjónustu Norðurlands.

    Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristinn J. Reimarsson.

    Bæjarráð samþykkir drög að samningi við Sálfræðiþjónustu Norðurlands.
    Beiðni um viðbótarfjármagn vegna ársins 2016 að upphæð kr. 400.000 er frestað til næsta fundar.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum samning við Sálfræðiþjónustu Norðurlands.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16. september 2016 Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristins J. Reimarssonar, dagsett 9. september 2016 er varðar samning vegna talmeinaþjónustu.
    Einnig voru lögð fram drög að samningi við talmeinafræðingana Eyrúnu Svövu Ingvadóttur og Sonju Magnúsdóttur.

    Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristinn J. Reimarsson.

    Bæjarráð samþykkir drög að samningi við talmeinafræðingana Eyrúnu Svövu Ingvadóttur og Sonju Magnúsdóttur.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum samning við talmeinafræðingana Eyrúnu Svövu Ingvadóttur og Sonju Magnúsdóttur.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16. september 2016 Lagðar fram upplýsingar um aðsókn að tjaldsvæðum 2016.
    Fjöldi gistinátta í Ólafsfirði á tímabilinu maí til ágúst er 368 en voru 227 gistinætur 2015.
    Fjöldi gistinátta í Siglufirði á tímabilinu maí til ágúst er 4.185 en voru 3673 gistinætur 2015.
    Bókun fundar Afgreiðsla 465. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16. september 2016 Á 464. fundi bæjarráðs, 6. september 2016, var lagður fram til kynningar útreikningur á þeim breytingum sem hafa orðið á launum vegna kjarasamninga 2016.
    Bæjarráð samþykkti að vísa breytingu á launaáætlun til frekari umfjöllun til næsta fundar.

    Lagður fram útreikningur á breytingum vegna kjarasamninga og einnig annarra breytinga.

    Bæjarráð samþykkir að vísa breytinum á launaáætlun til umræðu á næsta fundi bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 465. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16. september 2016 Lagt fram til kynningar yfirlit yfir staðgreiðslu útsvars á tímabilinu 1. janúar til 31. ágúst 2016.
    Innborganir nema kr. 654,8 milljónum sem er 95,2% af tímabilsáætlun, sem gerði ráð fyrir 687,8 milljónum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 465. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16. september 2016 Lögð fram samantekt tæknifulltrúa á íbúðarhúsnæði í Fjallabyggð sem auglýst er á netinu til skammtímaleigu.

    Bæjarráð felur tæknideild að senda eigendum auglýsts íbúðahúsnæðis bréf þar sem þeir eru hvattir til að sækja um leyfi til sölu gistingar og að álagningu fasteignaskatts verði breytt á þann veg að um sé að ræða atvinnuhúsnæði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 465. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16. september 2016 Fyrirspurn barst frá Kristni E. Hrafnssyni 10.ágúst sl. um hvort bæjarfélagið geti sem landeigandi tryggt öllum sumarhúsaeigendum til jafns, heitt vatn til húshitunar á Reykjum í Ólafsfirði.

    Fram kemur að Norðurorka hefur ekki uppi áform um sérstaka nýtingu á heitu vatni á þessum slóðum.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn frá deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 465. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16. september 2016 Í erindi Júlíusar K. Magnússonar, dagsettu 5. september 2016, er vakin athygli á miklum fjölda ryðgaðra og ónýtra bílhræja, gáma og vinnutækja þegar farið er um Ólafsfjörð.
    Bréfritari telur að þar sem ástand það sem hann gerir að umtalsefni fari aðeins versnandi, þá verði því miður ekki önnur ályktun dregin en að stjórnvaldið, stjórn bæjarfélagsins, sé að sýna alvarlega vanrækslu í þessu máli.

    Bæjarráð tekur heilshugar undir ábendingar bréfritara og felur deildarstjóra tæknideildar að fylgja málinu eftir til betri vegar.
    Til upplýsinga þá á Fjallabyggð aðild að Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 465. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16. september 2016 Tekið fyrir erindi frá Norðurorku, dagsett 6. september 2016 um uppbyggingu innviða fyrir rafbíla á Norðurlandi.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að eiga fund með Norðurorku.
    Bókun fundar Afgreiðsla 465. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16. september 2016 Lagt fram til kynningar afrit af erindi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dagsett 1. september 2016, til Sýslumannsins á Norðurlandi eystra annars vegar og til Lögreglustjórans á Norðuralandi eystra hins vegar, vegna stjórnsýslukæru Fjallabyggðar vegna áforma um innheimtu löggæslukostnaðar á Síldarævintýrinu á Siglufirði 29. - 31. júlí 2016. Ráðuneytið óskar eftir því að gögn og upplýsingar er tengjast málinu og ekki hafa þegar komið fram, berist eigi síðar en 19. september nk. Bókun fundar Afgreiðsla 465. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16. september 2016 Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin dagana 22. og 23. september nk. í Reykjavík.
    Bæjarráð samþykkir að bæjarráðsfulltrúar sæki ráðstefnuna, ásamt deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 465. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16. september 2016 Í bréfi Innanríkisráðuneytisins, dagsettu 6. september 2016, er boðað til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, miðvikudaginn 21. september n.k. kl 16:00 í Reykjavík.

    Bæjarráð samþykkir að fulltrúi Fjallabyggðar verði formaður bæjarráðs Steinunn M. Sveinsdóttir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 465. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16. september 2016 Boðað er til aðalfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga þann 23. september 2016 kl. 13:00 í Reykjavík. Með fundarboði fylgir dagskrá, drög að skýrslu stjórnar, ársreikningar sambandsins, tillaga að fjárhagsáætlun. Engar tillögur eru að lagabreytingum.

    Bæjarráð samþykkir að fulltrúi Fjallabyggðar verði formaður bæjarráðs, Steinunn M. Sveinsdóttir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 465. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16. september 2016 Lagt fram til kynningar minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 30. ágúst 2016, um forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda fyrir árið 2017 og fjárhagsáætlun til þriggja ára.

    Bókun fundar Afgreiðsla 465. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16. september 2016 Lagt fram til kynningar hvatningarbréf, dagsett 26. ágúst 2016, frá Innanríkisráðuneytinu vegna verkefnisins "kosningavakning", sem nú þegar hefur verið sent til grunn-og menntaskóla landsins. Með verkefninu vilja stjórnvöld hvetja grunn- og framhaldsskóla til að efla lýðræðisvitund barna og ungmenna. Bókun fundar Afgreiðsla 465. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16. september 2016 Lögð fram tilkynning til grunnskóla, skólaskrifstofa, fræðslunefnda og framkvæmdastjóra sveitarfélaga þar sem athygli er vakin á að Námsleyfasjóður hefur opnað fyrir umsóknir um námsleyfi grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla skólaárið 2017-2018. Umsóknarfrestur er til og með 3. október 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 465. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16. september 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð 29. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 5. september 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 465. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16. september 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð 842. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 2. september 2016.

    Í tengslum við 10. lið fundargerðar óskar bæjarráð eftir upplýsingum frá forstöðumanni Hornbrekku varðandi endurskoðun daggjalda, gerð þjónustusamninga og hvernig það komi út fyrir Hornbrekku.
    Bókun fundar Afgreiðsla 465. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 466. fundur - 20. september 2016

Málsnúmer 1609006FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 466. fundur - 20. september 2016 Tekið fyrir erindi frá Ferðamálastofu, dagsett 31. ágúst 2016 í tengslum við fjórða evrópska sumarskólann um sjálfbæra ferðaþjónustu, sem haldin verður á Akureyri og í nágrannasveitarfélögum 5. til 9. október 2016. Gert er ráð fyrir að að Fjallabyggð verði afar sýnileg í dagskrá sumarskólans.
    Óskað er eftir stuðningi bæjarfélagsins við Evrópska sumarskólann um sjálfbæra ferðaþjónustu 2016, með því að kosta kvöldverð fimmtudagskvöldið 6. október.

    Jafnframt var lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, dagsett 16. september 2016.

    Bæjarráð telur að erindið sé of seint fram komið og sér sér ekki fært að verða við því.
    Bókun fundar Afgreiðsla 466. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 466. fundur - 20. september 2016 Á 463. fundi bæjarráðs, 30. ágúst 2018 var lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar á fjárhag og stjórnsýslu sveitarfélaga.
    Bæjarráð óskaði eftir umsögn deildarstjóra félagsmála.

    Í umsögn sem lögð var fyrir bæjarráð kemur fram að deildarstjóri óskaði eftir því að fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Íbúðalánasjóðs komi hingað á staðinn og haldi sérstaka kynningu á lögunum. Er gert ráð fyrir að þessi kynning fari fram í fyrstu viku október næstkomandi.
    Á kynninguna verða boðaðir fulltrúar bæjarráðs, félagsmálanefndar auk starfsmanna bæjarins sem að þessum málum koma.
    Bókun fundar Afgreiðsla 466. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 466. fundur - 20. september 2016 Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri tæknideildar, Ármann V. Sigurðsson og fór yfir stöðu framkvæmda ársins ásamt áætlaðri lokastöðu.

    Deildarstjóri mun mæta á næsta fund bæjarráðs og gerir frekari grein fyrir stöðu framkvæmda og viðhalds.
    Bókun fundar Afgreiðsla 466. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 466. fundur - 20. september 2016 Steinunn María Sveinsdóttir vék af fundi undir þessu máli.
    Lagt fram erindi frá Síldarminjasafni Íslands, dagsett 8. september 2016, vegna endurnýjunar á rekstrarsamningi milli þess og bæjarfélagsins.

    Óskað er eftir fundi með forsvarsmönnum bæjarfélagsins í byrjun október til þess að fara yfir núverandi samning og ræða endurnýjun hans.

    Bæjarráð samþykkir að verða við erindinu.
    Bókun fundar Steinunn María Sveinsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
    Afgreiðsla 466. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 466. fundur - 20. september 2016 Lagður fram ársreikningur Tjarnaborgar fyrir árið 2015. Svo og skattframtal og staðfestingarbréf undirritað af bæjarstjóra. Bókun fundar Afgreiðsla 466. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 466. fundur - 20. september 2016 Lagt fram til kynningar bréf frá Síldarleitinni til Innanríkisráðuneytisins, dagsett 13. september 2016, þar sem fram koma andmæli við athugasemdum Fjallabyggðar vegna kæru frá 22. júlí 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 466. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 466. fundur - 20. september 2016 Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 2. september sl., var lýst yfir ánægju með hve vel tókst til með tilraunaverkefni um utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna forsetakosninga fyrr í sumar hjá þeim 15 sveitarfélögum sem tóku þátt í verkefninu.
    Stjórnin tekur undir tilmæli Innanríkisráðuneytisins um áframhald verkefnisins og hvetur sveitarfélög til þess að taka þátt í tilraunaverkefninu við alþingiskosningar síðar á þessu ári eftir því sem tök eru á og hver og ein sveitarstjórn ákveður.

    Bæjarráð telur eðlilegt að utankjörfundaratkvæðagreiðsla í Fjallabyggð verði með sama hætti og verið hefur, þ.e. hjá sýslumanni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 466. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 466. fundur - 20. september 2016 Lagt fram til kynningar fréttaskot í september frá Markaðsstofu Norðurlands þar sem tíunduð eru verkefni og viðburðir, m.a.:
    Flugráðstefna á Akureyri sem haldin var 13. september,
    Ráðstefna Markaðsstofa landshlutanna um dreifingu ferðamanna sem haldin var í Reykjavík 15. september,
    Auglýsing um tímabundið starf verkefnisstjóra ferðamannavegar Arcic Circle Route,
    Matarhátíðin Local Food Festival á Norðurlandi sem verður haldin á Akureyri 30. september og 1. október og
    Uppskeruhátíð 20. október í Skagafirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 466. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 466. fundur - 20. september 2016 Tekið fyrir erindi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett 6. september 2016, þar sem ráðuneytið gefur bæjar- og sveitarstjórnum kost á að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2016/2017 á grundvelli 10. gr. laga nr. 116/2006, með síðari breytingum. Umsóknarfrestur er til 10. október n.k.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um fyrir Fjallabyggð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 466. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 466. fundur - 20. september 2016 Lagðar fram til kynningar reglur um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til stuðnings við tónlistarnám og jöfnunar á aðstöðumun nemenda.

    Samkv. upplýsingum deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristins J. Reimarssonar eru engir tónskólanemar nú í Fjallabyggð sem falla undir ofangreindar reglur Jöfnunarsjóðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 466. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 466. fundur - 20. september 2016 Lagt fram til kynningar erindi frá Mílu, dagsett 10. september 2016, þar sem fram kemur að fyrirtækið er tilbúið að veita sveitarfélögum ráðgjöf og upplýsingar varðandi alla þætti sem snúa að ljósleiðaravæðingu.

    Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar um stöðu nettenginga í Fjallabyggð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 466. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 466. fundur - 20. september 2016 Lögð fram til kynningar drög að samningi við Tröppu ehf um þjónustu talmeinafræðinga í fjarþjálfun og ráðgjöf vegna barna með tal- og málþroskafrávik.

    Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 466. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 466. fundur - 20. september 2016 Tekin fyrir fyrirspurn Ungmennasambands Íslands, dagsett 12. september 2016 um kostnað við íþróttastarf bæjarbúa, íþróttastyrki, niðurgreiðslu á íþróttastarfi og frístundakort vegna íþróttaiðkunar barna og ungmenna.

    Bæjarráð samþykkir að vísa afgreiðslu fyrirspurnar til deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristins J. Reimarssonar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 466. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 466. fundur - 20. september 2016 Á 465. fundi bæjarráðs, 16. september 2016, var tekin til umfjöllunar fyrirspurn frá Kristni E. Hrafnssyni um hvort bæjarfélagið geti sem landeigandi tryggt öllum sumarhúsaeigendum til jafns, heitt vatn til húshitunar á Reykjum í Ólafsfirði.
    Fram kom að Norðurorka hefur ekki uppi áform um sérstaka nýtingu á heitu vatni á þessum slóðum.
    Bæjarráð samþykkti að óska eftir umsögn frá deildarstjóra tæknideildar.

    Bæjarráð frestar þessum dagskrárlið og felur deildarstjóra að óska eftir formlegri umsögn frá Norðurorku.
    Bókun fundar Afgreiðsla 466. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 466. fundur - 20. september 2016 Lagt fram erindi frá Sveini Andra Jóhannssyni varðandi endurnýjun á sjoppuskúr við knattspyrnuvöllinn í Ólafsfirði.

    Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 466. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 466. fundur - 20. september 2016 Á 26. fundi markaðs- og menningarnefndar, 15. september 106, var tekið fyrir erindi Ferðamálastofu sem hyggur á útgáfu á rafrænum grunni yfir þá ferðaþjónustuaðila sem bjóða húsbíla velkomna frá 15. sept. - 15. maí. Spurt er hvort Fjallabyggð hafi í hyggju að bjóða upp á þjónustu fyrir þessa aðila yfir vetrartímann.
    Markaðs- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að tjaldsvæðin verði opin fyrir ferðamenn allt til 15. október 2016 svo framarlega sem veður leyfir. Einnig að áfram verði miðað við opnun 15. maí ár hvert.

    Bæjarráð samþykkir lengri opnun yfir vetrartímann svo framarlega sem aðstæður leyfa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 466. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 466. fundur - 20. september 2016 Lögð fram til kynningar eftirfarandi fundargerð:

    26. fundur markaðs- og menningarnefndar frá 15. september 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 466. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 467. fundur - 27. september 2016

Málsnúmer 1609008FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 467. fundur - 27. september 2016 Á 465. fundi bæjarráðs, 16. september 2016, voru samþykkt drög að samningi við Sálfræðiþjónustu Norðurlands. Beiðni um viðbótarfjármagn vegna ársins 2016 að upphæð kr. 400.000 var frestað.

    Á fund bæjarráðs mætti deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála Kristinn J. Reimarsson.

    Bæjarráð samþykkir að viðbótarfjármagn vegna samnings um sálfræðiþjónustu komi af fjárveitingu annarra rekstrarliða grunnskólans.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að viðbótarfjármagn vegna samnings um sálfræðiþjónustu komi af fjárveitingu annarra rekstrarliða grunnskólans.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 467. fundur - 27. september 2016 Lögð fram til kynningar staðfesting sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps á leigusamningi vegna Menntaskólans á Tröllaskaga og þátttöku í nýbyggingu. Bókun fundar Afgreiðsla 467. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 467. fundur - 27. september 2016 Á fund bæjarráðs mætti deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála Kristinn J. Reimarsson.

    Teknar til umfjöllunar reglur og verklag vegna styrkveitinga Fjallabyggðar til félaga og félagasamtaka.

    Bæjarráð samþykkir eftirfarandi reglur og verklag er varðar veitingu styrkja til menningar- og frístundamála og greiðslu fasteignaskatts í Fjallabyggð:

    Styrkir til menningar- og frístundamála.

    Til þess að umsókn sé talin fullgild og verði tekin til afgreiðslu verður hún að berast innan tilskilins tímafrests og umbeðin gögn, þ.e. skattframtal eða síðast samþykkti ársreikningur og greinargerð um hvernig á að nýta styrkinn, verða að fylgja umsókn. Umsóknarfrestur er tvær vikur.

    Sömu kröfur er gerðar vegna umsókna um styrk vegna afnota á mannvirkjum Fjallabyggðar.

    Fjallabyggð gerir þá kröfu að styrkþegi geri grein fyrir því hvernig styrknum var varið og skal greinargerð þess efnis skilað til sveitarfélagsins eigi síðar en 31. janúar vegna síðast liðins árs.
    Hafi styrkurinn ekki verið nýttur í samræmi við upphaflega áætlun eða alls ekki nýttur ber styrkþega að skila styrkupphæðinni aftur til sveitarfélagsins.

    Styrkupphæðin greiðist sem hér segir:
    Styrkupphæð sem er lægri en 300.000 kr. greiðist í einu lagi á fyrri hluta árs.
    Styrkupphæð sem er hærri en 300.000 kr. greiðist í tvennu lagi; 50% upphæðarinnar greiðist á fyrri hluta árs en lokagreiðsla greiðist þegar verkefninu er lokið og fullnægjandi greinargerð hefur verið skilað inn til sveitarfélagsins.

    Styrkur vegna greiðslu fasteignaskatts.

    Til þess að umsókn sé talin fullgild og verði tekin til afgreiðslu verður hún að berast innan tilskilins tímafrests og umbeðin gögn, þ.e. skattframtal eða síðast samþykkti ársreikningur og greinargerð um starfsemi umsækjanda, verða að fylgja umsókn. Umsóknarfrestur er tvær vikur.
    Styrkupphæðin getur numið allt að álögðum fasteignaskatti og greiðist á fyrri hluta árs.

    Þessar reglur skal taka til umfjöllunar við undirbúning gerðar fjárhagsáætlunar ár hvert.
    Bókun fundar Afgreiðsla 467. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 467. fundur - 27. september 2016 Lagt fram erindi Skúla Pálssonar, dagsett 19. september 2016, þar sem þess er farið á leit við bæjarráð að bæjarsjóður kaupi fullkomna stafræna kvikmynda sýningarvél ásamt hljóðkerfi, tjaldi og öðru sem til þarf vegna notkunar í Menningarhúsinu Tjarnarborg.

    Bæjarráð telur að önnur verkefni varðandi Tjarnarborg hafi forgang, m.a. að skipta um þak og glugga og endurbæta eldhús, gólf og kjallara.
    Bókun fundar Afgreiðsla 467. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 467. fundur - 27. september 2016 Lagðar fram upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 21. september 2016, um rekstrarkostnað á hvert heilsdagsígildi leikskólabarna eftir stærð leikskóla rekstrarárið 2015. Allar upplýsingar um fjölda barna og stöðugildi koma frá Hagstofu Íslands en upplýsingar um rekstur úr ársreikningum sveitarfélaga.
    Áður en upplýsingar verða birtar er sveitarfélögum gefið tækifæri til að renna yfir og athuga hvort upplýsingar séu réttar.

    Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að koma á framfæri leiðréttingum vegna stöðugilda starfsfólks.
    Bókun fundar Afgreiðsla 467. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 467. fundur - 27. september 2016 Í upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands dagsettar 20. september í tengslum við Alþingiskosningar þann 29. október 2016, kemur m.a. fram að viðmiðunardagur kjörskrár er fimm vikur fyrir kjördag og þurftu því allar breytingar á lögheimili að vera skráðar fyrir lok dags þann 23. september s.l.
    Kjörskrárstofn verður tilbúin til afhendingar eigi síðar en 29. september næstkomandi.

    Lagt fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 467. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 467. fundur - 27. september 2016 Á 466. fundi bæjarráðs, 20. september 2016, samþykkti bæjarráð að óska eftir formlegri umsögn Norðurorku varðandi heitt vatn til húshitunar á Reykjum í Ólafsfirði.

    Umsögn Norðurorku, dagsett 22. september 2016, lögð fram.

    Þar kemur m.a. fram að jarðhiti er þekktur víða í Ólafsfirði og er jarðhitasvæðið að Reykjum eitt af þeim, en svæðið fékk Norðurorka ásamt fleiri svæðum ráðstafað til sína þegar fyrirtækið keypti Hitaveitu Ólafsfjarðar á sínum tíma.
    Umrætt svæði hefur lítt verið rannsakað, en frístundahúseigendur hafa um árabil nýtt sjálfrennandi vatn á svæðinu í sína þágu með vitund og án athugasemda af hálfu Hitaveitu Ólafsfjarðar og síðar Norðurorku.
    Ljóst er að sjálfrennandi vatnið er hvorki mjög heitt eða í miklu magni.
    Talið er að heiðursmannssamkomulag sé í gangi meðal eigenda sumarhúsa á svæðinu að þeir skipti þessu vatni með sér þannig að allir fá í einhverju notið og þannig að jafnræði sé með aðilum í þeim efnum.

    Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að upplýsa málsaðila um umsögn Norðurorku.
    Bókun fundar Afgreiðsla 467. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 467. fundur - 27. september 2016 Tekið fyrir erindi áhugahóps um lagningu heitavatnsæðar fram sveitina, austan Ólafsfjarðarvatns, dagsett 19. september 2016.
    Óskað eftir því að bæjarráð taki til skoðunar hvort Fjallabyggð geti boðið óúthlutaðar frístundalóðir í Hólkotslandi með heitu vatni.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 467. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 467. fundur - 27. september 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð 7. fundar frá 14. september 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 467. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 467. fundur - 27. september 2016 Lögð fram til kynningar eftirfarandi fundargerð:

    32. fundur fræðslu- og frístundanefndar frá 19. september 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 467. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 468. fundur - 4. október 2016

Málsnúmer 1609011FVakta málsnúmer

  • 4.1 1609092 Dagdvöl aldraðra
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 468. fundur - 4. október 2016 Lagt fram bréf til heilbrigðisráðherra Kristjáns Þórs Júlíussonar, dagsett 27. september 2016, þar sem Fjallabyggð sækir um fjölgun dagvistarrýma við dagdvöl aldraðra í Skálarhlíð á Siglufirði, úr sjö leyfum í tólf. Undanfarin ár hefur þátttaka eldra fólks í dagdvölinni verið langt umfram fjölda þessara sjö dagvistarýma eða rúmlega þreföld. Hlutfall eldri borgara í Fjallabyggð er mjög hátt eða 19%, samanborið við landsmeðaltalið sem er 12%. Bókun fundar Afgreiðsla 468. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 468. fundur - 4. október 2016 28. september 2016, tilkynnti Ari­on banki um uppsagnir 46 starfsmanna. Þar af störfuðu 27 í höfuðstöðvum bank­ans og 19 á öðrum starfs­stöðvum.

    Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum sínum vegna uppsagna 6,4 stöðugilda í útibúum Arion banka í Fjallabyggð. Þessar uppsagnir eru þvert á þær yfirlýsingar sem forsvarsmenn gáfu bæjarráðsfulltrúum og bæjarstjóra við yfirtöku Arion banka á Afli-Sparisjóði á Siglufirði.
    Niðurskurður stöðugilda í Fjallabyggð er þriðjungur í stöðugildafjölda bankans í uppsögnum á landsbyggðinni og er mikil blóðtaka fyrir samfélag eins og Fjallabyggð.

    Bæjarráð óskar eftir því að fulltrúar Arion banka mæti á næsta fund bæjarráðs og fari yfir núverandi stöðu mála og til framtíðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 468. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 468. fundur - 4. október 2016 Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri tæknideildar, Ármann V. Sigurðson og upplýsti bæjarráð um stöðu framkvæmda. Bókun fundar Afgreiðsla 468. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 468. fundur - 4. október 2016 Lagt fram rekstraryfirlit fyrir júlí 2016.
    Rekstrarniðurstaða Fjallabyggðar fyrir janúar til júlí, 2016, er 65,7 milljónum lakari en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir.
    Tekjur umfram gjöld eru 8,9 millj. í stað 74,6 millj.
    Tekjur eru 30,3 millj. hærri en áætlun, gjöld 114,6 millj. hærri og fjármagnsliðir 18,6 millj. lægri.
    Bókun fundar Afgreiðsla 468. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 468. fundur - 4. október 2016 Lögð fram launagögn og samanburður vegna launaáætlunar 2016.

    Bæjarráð frestar afgreiðslu þessa dagskrárliðar til næsta fundar og óskar eftir að skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og deildarstjóri félagsmála komi á næsta fund bæjarráðs.

    Bókun fundar Afgreiðsla 468. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 468. fundur - 4. október 2016 Á 466. fundi bæjarráðs, 20. september 2016, voru lögð fram til kynningar drög að samningi við Tröppu ehf um þjónustu talmeinafræðinga í fjarþjálfun og ráðgjöf vegna barna með tal- og málþroskafrávik. Bæjarráð óskaði eftir umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.

    Umsögn lögð fram.
    Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristinn J. Reimarsson.
    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að kanna með aðkomu Tröppu ehf að náms- og starfsráðgjöf.
    Bókun fundar Afgreiðsla 468. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 468. fundur - 4. október 2016 Lagðar fram upplýsingar frá Þjóðskrá Íslands, í bréfi dagsettu 26. september 2016, um meðferð kjörskrárstofna vegna alþingiskosninga 29. október 2016.
    Fram kemur m.a. að kjörskrár skulu lagðar fram á skrifstofu bæjarfélagsins eigi síðar en miðvikudaginn 19. október 2016.

    Þrjú eintök af kjörskrárstofni vegna alþingiskosningana hafa borist og verður kjörskrá yfirfarin og staðfest á næsta bæjarstjórnarfundi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 468. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 468. fundur - 4. október 2016 Lagðar fram til kynningar eftirfarandi fundargerðir:

    84. fundur hafnarstjórnar frá 26. september 2016.
    206. fundur skipulags- og umhverfisnefndar frá 29. september 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 468. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Bæjarráð Fjallabyggðar - 469. fundur - 11. október 2016

Málsnúmer 1610003FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 469. fundur - 11. október 2016 Málinu frestað til næsta fundar bæjarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 469. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 469. fundur - 11. október 2016 Á 466. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar, 20. september 2016, var tekið fyrir erindi frá Síldarminjasafni Íslands, dagsett 8. september 2016, vegna endurnýjunar á rekstrarsamningi milli þess og bæjarfélagsins. Óskað var eftir fundi með forsvarsmönnum bæjarfélagsins í byrjun október til þess að fara yfir núverandi samning og ræða endurnýjun hans.
    Bæjarráð samþykkti að verða við erindinu.
    Steinunn María Sveinsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið og Hilmar Elefsen mætti í hennar stað.

    Á fund bæjarráðs mættu safnstjóri Síldarminjasafns Íslands ses, Aníta Elefsen og formaður stjórnar Guðmundur Skarphéðinsson og kynntu starfsemi safnsins.

    Bæjarráð þakkar góða kynningu á sögu og starfsemi safnsins.
    Endurnýjun rekstrarsamnings verður til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2017.
    Bókun fundar Steinunn María Sveinsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
    Afgreiðsla 469. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 469. fundur - 11. október 2016 Á 468. fundi bæjarráðs, 4. október 2016 var óskað eftir því í tengslum við breytingu á launaáætlun að skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og deildarstjóri fjölskyldudeildar kæmu á næsta fund bæjarráðs.

    Á fund bæjarráðs komu skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Jónína Magnúsdóttir og deildarstjóri fjölskyldudeildar, Hjörtur Hjartarson.

    Bæjarráð samþykkir beiðni skólastjóra GF um aukið starfshlutfall við lengda viðveru nemenda. Bæjarfélagið hefur sótt um framlög vegna þessa stöðugildis til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Reiknað er með svari síðar á þessu ári.

    Bæjarráð samþykkir að vísa framkominni tillögu að breytingu á launaáætlun til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2016.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum breytingu á launaáætlun.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 469. fundur - 11. október 2016 Lögð fram 1. fundargerð skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga, frá 7. október 2016, sem er í 12 dagskrárliðum.
    Einnig var lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristins J. Reimarssonar, dagsett 7. október 2016, um hvatagreiðslur hjá Dalvíkurbyggð og frístundastyrki hjá Fjallabyggð og hvort og þá með hvaða hætti væri hægt að samræma upphæðir.

    Bæjarráð leggur áherslu á að farið sé eftir stofnsamningi aðila um Tónlistarskólann á Tröllaskaga og ítrekar að fjárhagsáætlun skólans þarf samþykki bæjar- og byggðaráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 469. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 469. fundur - 11. október 2016 Lagt fram til kynningar yfirlit yfir staðgreiðslu útsvars á tímabilinu 1. janúar til 30. september 2016.
    Innborganir nema kr. 744,2 milljónum sem er 94,5% af tímabilsáætlun, sem gerði ráð fyrir 787,2 milljónum.
    Einnig var lagt fram yfirlit með samanburði við sjö önnur sveitarfélög fyrir sama tímabil.
    Bókun fundar Afgreiðsla 469. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 469. fundur - 11. október 2016 Á 460. fundi bæjarráðs, 11. ágúst 2016, samþykkti bæjarráð fyrir sitt leyti rekstrarsamning Fjallabyggðar við Sigurhæð ses.

    Stjórn Sigurhæðar ses, nú Fjallasala, hefur komið á framfæri þeirri ósk að ákvæði í rekstrarsamningi um frían aðgang heimamanna verði fellt út.

    Bæjarráð leggst gegn því að ákvæði um frían aðgang heimamanna verði fellt út.
    Bókun fundar Afgreiðsla 469. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 469. fundur - 11. október 2016 Lagt fram erindi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dagsett 29. september 2016, er varðar innheimtu löggæslukostnaðar vegna bæjarhátíðarinnar Síldarævintýrið á Siglufirði.
    Meðfylgjandi voru umsagnir Sýslumannsins á Norðurlandi eystra og Lögreglustjórans á Norðuralandi eystra vegna málsins.
    Ráðuneytið gefur Fjallabyggð frest til 14. október 2016, til að veita andmæli við umsagnirnar áður en málið verður tekið til úrskurðar.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 469. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 469. fundur - 11. október 2016 Lagðar fram til kynningar umsóknir Fjallabyggðar til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, dagsettar 4. október 2016, um byggðakvóta fyrir Siglufjörð og Ólafsfjörð, fiskveiðiárið 2016 - 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 469. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 469. fundur - 11. október 2016 Á 31. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 5. september 2016, var tekin til umfjöllunar áskorun Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar og samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að farið yrði af stað með verkefnið Heilsueflandi samfélag og Fjallabyggð yrði aðili að verkefninu.
    135. fundur bæjarstjórnar, 7. september 2016, samþykkti að vísa tillögunni til umfjöllunar í bæjarráði.

    Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristins J. Reimarssonar, dagsett 5. október 2016.

    Bæjarráð samþykkir að vísa umfjöllun um verkefnið Heilsueflandi samfélag, til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir 2017.
    Bókun fundar Afgreiðsla 469. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 469. fundur - 11. október 2016 Lagt fram bréf, dagsett 6. október 2016, um boðun aðalfundar Eyþings 2016, á Þórshöfn 11. og 12. nóvember n.k.
    Meðfylgjandi var dagskrá aðalfundarins, ársreikningur Eyþings 2015, ásamt endurskoðunarskýrslu og listi yfir kjörna fulltrúa sveitarfélaganna á aðalfundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 469. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 469. fundur - 11. október 2016 Með bréfi dagsettu 6. október 2016, óskar stjórn Snorrasjóðs eftir stuðningi Fjallabyggðar við framkvæmd Snorraverkefnisins á árinu 2017, en þá mun nítjándi hópur ungmenna af íslenskum ættum á aldrinum 18 - 28 ára koma til Íslands frá Kanada og Bandaríkjunum til að kynnast rótum sínum. Markmið þess er að styrkja tengsl afkomenda Íslendinga í Norður-Ameríku við Ísland og hvetja unga VesturÍslendinga til að varðveita og rækta íslenskan menningar- og þjóðararf sinn. Verkefnið er samstarfsverkefni Þjóðræknisfélags Íslendinga og Norræna félagsins og stendur yfir í 6 vikur, frá 11. júní - 20. júlí 2017.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 469. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 469. fundur - 11. október 2016 Markaðsstofa Norðurlands ses, boðar til funda um stefnumótandi stjórnunaráætlanir sem Stjórnstöð ferðamála og Ferðamálastofa halda á Norðurlandi í næstu viku.
    Fundirnir verða haldnir sem hér segir:
    Húsavík, Salka restaurant, mánudaginn 10. október kl. 9:30
    Blönduós, B&S restaurant, Eyvindarstofa, mánudaginn 10. október kl. 16:00
    Akureyri, Hótel Kea, þriðjudaginn 11. október kl. 10:00

    Lagt fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 469. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 469. fundur - 11. október 2016 Lagt fram erindi Greiðrar leiðar ehf., dagsett 4. október 2016, vegna árlegrar hlutafjáraukningar, í tengslum við Vaðlaheiðargöng hf.

    Bæjarráð samþykkir að nýta sér forkaupsrétt í hlutfalli við hlutafjáreign bæjarfélagins. Forkaupsréttur er kr. 37.531,-.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum hlutafjáraukningu í Greiðri leið ehf.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 469. fundur - 11. október 2016 Lagðar fram upplýsingar frá Þjóðsskrá Íslands, dagsettar 5. október 2016 um fjölda kjósenda í Fjallabyggð eftir kjördeildum og kyni:

    Í Ólafsfirði:
    335 karlar, 289 konur, samtals 624
    Á Siglufirði:
    511 karlar, 496 konur, samtals 1007

    Samtals í Fjallabyggð
    846 karlar, 785 konur, samtals 1631
    Bókun fundar Afgreiðsla 469. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 469. fundur - 11. október 2016 Lögð fram til kynningar greinargerð verkefnisstjóra Air 66N, dagsett 30. september 2016, um starf flugklasans Air 66N fyrir tímabilið maí til september 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 469. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 469. fundur - 11. október 2016 Tekið fyrir erindi eigenda að húsinu við Aðalgötu 19 Siglufirði, dagsett 4. október 2016, þar sem kannað er hvort hægt sé að koma til móts við þá í sambandi við fasteignagjöld á meðan á endurbótum stendur yfir.

    Þar sem ekki eru fordæmi fyrir slíkum styrkjum til endurbóta sér bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu.
    Bæjarráð lýsir ánægju sinni með fyrirhugaðar endurbætur á húsinu við Aðalgötu 19.
    Bókun fundar Afgreiðsla 469. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 469. fundur - 11. október 2016 Lagt fram erindi Önnu Hermínu Gunnarsdóttur, móttekið 3. október 2016, er snýr að íþróttamiðstöð Fjallabyggðar á Siglufirði.
    Um er að ræða ábendingu er varðar uppsetningu á kaldavatnskeri, lagfæringu á þaki íþróttahússins og loftræsikerfinu.
    Einnig er lögð fram fyrirspurn um hvenær farið verði í endurbætur á íþróttamiðstöðinni og að bráðabirgðatengigangur verði fjarlægður.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að kanna kostnað við uppsetningu og staðsetningu kaldavatnskara.
    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við gerðar fjárhagsáætlunar 2017.
    Bókun fundar Afgreiðsla 469. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 469. fundur - 11. október 2016 Lagt fram til kynningar erindi Innanríkisráðuneytis, dagsett 3. október 2016, um form og efni viðauka við fjárhagsáætlun sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 469. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 469. fundur - 11. október 2016 Lagt fram til kynningar erindi frá lífeyrissjóðnum Brú, dagsett 3. október 2016, um fyrirhugaða hækkun mótframlags launagreiðanda úr 12% í 16,8% í A deild lífeyrissjóðsins um næstu áramót.

    Bæjarráð óskar eftir umsögn bæjarstjóra um málið.
    Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 469. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 469. fundur - 11. október 2016 Í erindi Menntamálaráðuneytisins, dagsett 28. september 2016, er vakin athygli á breytingum á lögum um grunnskóla nr. 91/2008, sem samþykktar voru á Alþingi í lok síðasta þings í vor.
    Í ráðuneytinu er unnið að nauðsynlegum breytingum á reglugerðum og setningu viðmiða í samræmi við framangreindar lagabreytingar og verða drög kynnt skólasamfélaginu fljótlega skv. hefðbundnu verklagi.

    Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til kynningar í fræsðlu- og frístundanefnd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 469. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 469. fundur - 11. október 2016 Í erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dagsett 6. október 2016, er kynnt verkefnið Kóðinn 1.0 sem unnið er í samstarfi við Samtök iðnaðarins, Ríkisútvarpsins og Menntamálastofnunar.
    Ráðuneytið hvetur grunnskóla til að nýta tækifærðið og dreifa smátölvunni Micro:bit til allra nemenda sinna í sjötta og sjöunda bekk, sem þau geta fengið til eignar.

    Bæjarráð fagnar framtakinu og felur deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að fylgja málinu eftir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 469. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 469. fundur - 11. október 2016 S. Guðrún Hauksdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
    Lagt fram erindi frá Jóhanni Jóhannssyni, dagsett 5. október 2016, þar sem því er velt fyrir sér hvort ekki sé mikilvægt að boða fund með fyritækjunum Ramma hf og Fiskmarkaði Siglufjarðar ehf vegna uppsagna hjá þessum fyrirtækjum.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að veita umsögn um málið.
    Bókun fundar S. Guðrún Hauksdóttir vék af fundi undir afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
    Afgreiðsla 469. fundar bæjarráðs staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

6.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 26. fundur - 15. september 2016

Málsnúmer 1609003FVakta málsnúmer

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 26. fundur - 15. september 2016 Ferðamálastofa hyggur á útgáfu á rafrænum grunni yfir þá ferðaþjónustuaðila sem bjóða húsbíla velkomna frá 15. sept - 15. maí. Spurt er hvort Fjallabyggð hafi í hyggju að bjóða upp á þjónustu fyrir þessa aðila yfir vetrartímann.
    Markaðs- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að tjaldsvæðin verði opin fyrir ferðamenn allt til 15. október 2016 svo framanlega sem veður leyfir. Einnig að áfram verði miðað við opnun 15. maí ár hvert.
    Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 26. fundur - 15. september 2016 Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að fela Lindu Leu markaðs- og menningarfulltrúa að leiða vinnu við endurskoðun á menningarstefnu Fjallabyggðar. Með henni í vinnuhóp verða Arndís Erla Jónsdóttir og Ægir Bergsson. Nefndin hvetur til þess að leitað verði eftir áliti menningarstofnana, félagasamtaka og áhugafólks í þessari vinnu. Stefnt skal að því að vinnunni verði lokið í byrjun desember. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 26. fundur - 15. september 2016 Lagðar fram greinargerðir og uppgjör eftirtaldra hátíða; Sjómannadagshátíð, 17. júní, Blúshátíð, Þjóðlagahátíð og Síldarævintýri. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 26. fundur - 15. september 2016 Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar - júní 2016. Menningarmál: Rauntölur, 33.995.650 kr. Áætlun, 34.274.767. kr. Mismunur; 297.117 kr. Markaðs- og ferðamál: Rauntölur, 1.224.366 kr. Áætlun 5.280.606kr. Mismunur; 4.056.240 kr. Bókun fundar Afgreiðsla 26. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 32. fundur - 19. september 2016

Málsnúmer 1609005FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 32. fundur - 19. september 2016 Á fundinn mætti forstöðumaður íþróttamannvirkja Haukur Sigurðsson.
    Forstöðumaður leggur til við fræðslu- og frístundanefnd að því fyrirkomulagi að kynjaskipta aðgengi að gufubaðinu í íþróttamiðstöð Siglufjarðar verði hætt en til vara verði fyrirkomulaginu framhaldið en eingöngu fyrir hádegi.
    Nefndin samþykkir tillögu forstöðumanns að kynjaskipt verði fyrir hádegi líkt og verið hefur og síðan opið öllum og jafnframt að gufubaðið verði opið alla daga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 32. fundur - 19. september 2016 Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja kynnti úthlutun á frítímum í íþróttamannvirkjum Fjallabyggðar til aðildarfélaga UÍF. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir úthlutunina fyrir sitt leyti.

    Haukur vék af fundi kl. 17:21
    Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 32. fundur - 19. september 2016 Á fundinn mættu Olga Gísladóttir leikskólastjóri, Berglind Hrönn Hlynsdóttir fulltrúi starfsmanna og Katrín Sif Andersen fulltrúi foreldra. Olga fór yfir starfsáætlun leikskólans fyrir skólaárið 2016 - 2017. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar Olgu kynninguna og staðfestir starfsáætlun leikskólans.

    Olga, Berglind Hrönn og Katrín Sif véku af fundi kl. 17:41
    Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 32. fundur - 19. september 2016 Á fundinn mættu Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Sigurlaug Guðjónsdóttir fulltrúi kennara.
    Jónína fór yfir beiðni hennar um að fá að framkvæma starfendarannsókn á störfum sínum sem skólastjóri við Grunnskóla Fjallabyggðar. Rannsóknin verður unnin í tengslum við meistaraprófsverkefni hennar við Félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst.
    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir beiðni Jónínu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 32. fundur - 19. september 2016 Jónína Magnúsdóttir skólastjóri fór yfir starfsáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar fyrir skólaárið 2016 - 2017. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar Jónínu kynninguna og staðfestir starfsáætlun grunnskólans. Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 32. fundur - 19. september 2016 Jónína Magnúsdóttir kynnti símenntunaráætlun Grunnskóla Fjallabyggðar fyrir skólaárið 2016 - 2017. Um leið og fræðslu- og frístundanefnd þakkar Jónínu kynninguna vill hún hvetja kennara, leiðbeinendur og aðra starfsmenn skólans að nýta þau tækifæri sem gefast til að sækja sí- og endurmenntunarnámskeið þannig að þeir eflist í starfi.

    Jónína og Sigurlaug véku af fundi kl. 18:32
    Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 32. fundur - 19. september 2016 Lögð fram umsókn um námsvist grunnskólanema utan lögheimilssveitarfélags.
    Samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 32. fundur - 19. september 2016 Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála kynnti helstu áherslur í starfi félagsmiðstöðvarinnar fyrir veturinn 2016 - 2017. Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að skoðað verði að hafa skipulagt starf fyrir 5. - 7. bekk. Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

8.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 84. fundur - 26. september 2016

Málsnúmer 1609009FVakta málsnúmer

  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 84. fundur - 26. september 2016 Afli í höfnum Fjallabyggðar 1/1 til 26/9 2016 og samanburður við sama tíma 2015.

    2016 Siglufjörður 14150tonn í 1687 löndunum.
    Ólafsfjörður 449tonn í 484 löndunum.

    2015 Siglufjörður 15834tonn í 1988 löndunum.
    2015 Ólafsfjörður 491tonn í 533 löndunum.

    Aflinn er 1726 tonnum minni 2016 en á sama tíma 2015 í höfnum Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 84. fundar hafnarstjórnar staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 84. fundur - 26. september 2016 Lögð fram til kynningar breytingartillaga meirihluta samgöngunefndar á samgönguáætlun 2015 - 2018.

    Hafnarstjórn fagnar framkomnum tillögum í samgönguáætlun 2015 - 2018, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir 320 milljónum (án vsk) frá Hafnarbótasjóði til endurbyggingar Bæjarbryggju.
    Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 84. fundar hafnarstjórnar staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 84. fundur - 26. september 2016 Vígsla Bæjarbryggjunnar á Siglufirði verður föstudaginn 30. september 2016 kl. 16:00. Hafnarstjóri fór yfir dagskrá og fréttatilkynningu.

    Hafnarstjórn fagnar þessum áfanga og vonar að sem flestir sjái sér fært að fagna þessum áfanga með okkur.
    Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 84. fundar hafnarstjórnar staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 84. fundur - 26. september 2016 Hafnarstjóri fór yfir dýpkunarframkvæmdir við Bæjarbryggju og innsiglingu en þeim er lokið. Bókun fundar Til máls tóku Gunnar I. Birgisson og S. Guðrún Hauksdóttir.
    Afgreiðsla 84. fundar hafnarstjórnar staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

9.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 206. fundur - 29. september 2016

Málsnúmer 1609010FVakta málsnúmer

  • 9.1 1609045 Umsókn um lóð
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 206. fundur - 29. september 2016 Umsókn um lóð frá Torfa Þórarinssyni fyrir lóðina Skútustígur 4 lögð fyrir nefndina.

    Nefndin samþykkir að úthluta umsækjanda lóðinni að Skútustíg 4.
    Bókun fundar Afgreiðsla 206. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 206. fundur - 29. september 2016 Erindi frá íbúa í Ólafsfirði vegna umhverfismála.
    Nefndin þakkar góðar ábendingar. Tæknideild vinnur að málinu ásamt Heilbrigðiseftirliti Norðurlands Vestra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 206. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 9.3 1510002 Veiðar í Hólsá
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 206. fundur - 29. september 2016 Erindi frá því 8.10.2015 tekið fyrir hjá nefndinni á ný, í október á síðasta ári var lagt bann við veiðum í Hólsá á hrygningartíma bleikju.

    Nefndin áréttar bann við veiðum í Hólsá á hryggningartíma og telur rétt að settar verði veiðireglur í ánni fyrir næsta veiðitímabil.
    Bókun fundar Afgreiðsla 206. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 206. fundur - 29. september 2016 Tæknideild Fjallabyggðar hafa borist ábendingar og myndir vegna utanvegaaksturs í Hólsdal sunnudaginn 11.september.

    Nefndin felur tæknideild að kæra umrætt atvik til lögreglu.



    Bókun fundar Afgreiðsla 206. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 206. fundur - 29. september 2016 Umsókn frá Guðna Ólafssyni og Jóakim Ólafssyni um afnot af landi til beitar ofan við Brimvelli Ólafsfirði.

    Tæknideild falið að skoða málið nánar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 206. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 206. fundur - 29. september 2016 Breyta þarf Aðalskipulagi Fjallabyggðar vegna landfyllingar sem komin er við Bæjarbryggju (Hafnarbryggju). Einnig felur nefndin tæknideild að deiliskipuleggja lóðir á umræddri landfyllingu.

    Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 206. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 206. fundur - 29. september 2016 Umsókn um byggingarleyfi vegna endurbyggingar eyðibýlis að Hreppsendaá, Lágheiði.

    Nefndin samþykkir erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 206. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 206. fundur - 29. september 2016 Úthlutun styrks úr húsfriðunarsjóði vegna verndarsvæða í byggð lögð fyrir nefnd.

    Nefndin fagnar styrkveitingunni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 206. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 206. fundur - 29. september 2016 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 206. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 136. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

10.Alþingiskosningar - 2016

Málsnúmer 1609004Vakta málsnúmer

Í bréfi frá Þjóðskrá Íslands dagsett 26. september 2016, eru upplýsingar og leiðbeiningar um meðferð kjörskrárstofna vegna alþingiskosninga 29. október 2016. Þrjú eintök af kjörskrárstofni hafa borist og eru 1631 á kjörskrá í Fjallabyggð. Á Siglufirði eru 1.007 á kjörskrá og í Ólafsfirði 624.

Bæjarstjórn samþykkir að gera þrjár breytingar á framlögðum kjörskrárstofni.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum svo breytta kjörskrá.
1628 eru á kjörskrá í Fjallabyggð. Á Siglufirði eru 1.004 á kjörskrá og í Ólafsfirði 624.

Kjörskrár vegna alþingiskosninga þann 29. október 2016 verða lagðar fram 19. október n.k. almenningi til sýnis og verða aðgengilegar á auglýstum opnunartíma bæjarskrifstofunnar í Ráðhúsi Fjallabyggðar að Gránugötu 24, Siglufirði og bókasafninu að Ólafsvegi 4, Ólafsfirði.

Eftirfarandi tillaga var samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum:
"Bæjarstjórn samþykkir að veita bæjarráði fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna alþingiskosninga 29. október 2016 í samræmi við 27. gr. kosningalaga."

11.Kosningar í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum

Málsnúmer 1406011Vakta málsnúmer

Til máls tók Kristinn Kristjánsson.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum breytingu á skipan yfirkjörstjórnar.
Gunnlaugur Gunnlaugsson kemur inn í nefndina í stað Sigurðar Fanndal. Formaður yfirkjörstjórnar verður Ámundi Gunnarsson.

Fundi slitið - kl. 17:50.